Morgunblaðið - 25.11.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.11.1984, Qupperneq 24
88 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Listmunir Ófeigs Björnssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson Listhönnuðurinn Ófeigur Björnsson er kunnur fyrir það, að feta ekki troðnar slóðir við gerð sinna fjölbreyttu list- muna. Á sýningu hans i Gallerí Grjót við Skólavörðustíg, er stendur yfir til mánaðamóta, getur að líta nokkra list- gripi er fullkomlega staðfesta þennan framslátt. Þótt verkin á sýningunni séu aðeins níu að tölu eru þau samsett af svo fjölbreytilegum efnivið sem stáli, nautshúð, leðri, látúni, fuglshami, fjöðrum og 24 karata blaðagulli. Þau eru og harla ólík að gerð og útfærslu en eiga þó það sammerkt, að minna tölu- vert á fornt skart Egypta og ýmissa þjóða Litlu-Asíu. Hér vil ég einkum vísa til gripa er bera nöfnin „Myndklæði" (nr. 5-8). Föng sín sækir ófeigur þannig langt aftur í forneskjuna en leitast við að gæða gripina nútímalegu svipmóti og tekst það allvel. Skartgripirnir eru vissulega forvitnilegir en þeir munu einungis klæða fáar konur og mjög sér- stæðar f útliti, er kunna að bera þá. En þá ættu þeir einmitt að fara viðkom- andi hofróðum afburða vel. Þetta á og einnig við um gripinn „Climax" (kopar og fuglshamur), sem er mjög listilega gerður. Þá eru og þarna nokkrar svifléttar veggmyndir svo og ein rammgerðari og jarðbundnari úr kopar er ber heitið „Jörðin andar" (9), sem er mjög lifandi í formi og útfærsiu. Óhætt er að hvetja ófeig að halda áfram í þeirri braut er hann hefur markað sér og halda áfram að vera hvergi banginn um aðföng né tilraunir til frumleika. Ófeignr Björnsson iur siður að skrifa í rúminu. En hinn endingargóði málmoddur hans gerir hon- um kleift að skrifa við erfið og undarleg skilyrði, svo sem í miklum halla. Og hin létta, mjúka hönnun framkallar jafnframt skörp afrit. Hann er til með svörtu, bláu, rauðu eða grænu bleki. Skriftin mis- heppnast ekki með þessum penna. uni-ball -------- MITSUBISHI PENCIL CO., LTD. JAPAN Ósýni- legir taflmenn Erlendar bækur lllugi Jökulsson Raymond Smullyan: The Chess Mysteries of the Arabian Knights Alfred A. Knopf, New York. Það kann að virðast og er sjálf- sagt fádæma ósvifni af manni sem . kann varla mannganginn að ætla sér að skrifa af viti um heila bók skákþrauta. En skákþrautir eru annað en sjálft manntaflið, og þar að auki skákþrautirnar í þessari bók dálftið sérstökum lögmálum. Þær eru i rauninni kennslustund í hreinni og klárri rökfræði, enda er höfundurinn, Smullyan, prófessor í stærðfræðilegri rökfræði og heimspeki við háskóla vestur i Bandaríkjunum. í þrautum hans er það ekki framtíðin sem skiptir máli, manni er ekki ætlað að finna út hvernig hvítur mátar í nítján leikjum, heldur skal maður sýna fram á það hvað hefur gerst áður tiltekin staða kom upp. Smullyan gefur yfirleitt fáeinar forsendur til að vinna eftir, hvíti kóngurinn hefur ekki hreyft sig ennþá, svarta drottningin hefur aðeins verið í uppnámi einu sinni, og þar fram eftir götunum, en að þeim slepptum hefur maður aðeins stöðuna á skákborðinu að styðjast við. Og það getur verið snúið að átta sig á því hvaða atriði skipta þar höfuðmáli. Þrautirnar sem lagðar eru fyrir lesanda eru ýmiss konar; margar þeirra lýsa töluverðri hugmynda- auðgi. Hvor af biskupunum á hvitu reitunum er í rauninni peð sem komist hefur upp í borð?, svipað stef notar Smullyan oft. En hversu oft hefur tiltekinn riddari hreyft sig? Hvíti kóngurinn er ósýnilegur, hvar á stöðumyndinni dylst hann? Hvort er röndótti riddarinn hvítur eða svartur? Þessar þrautir virðast margar al- gerlega óleysanlegar við fyrstu sýn, en þó kemst lesandi furðu fjjótt upp á lag með aðferðir Smullyans, lærir að minnsta kosti að taka eftir réttum hlutum á hverri stöðumynd fyrir sig. Aftur á móti er ekki krafist meiri skák- kunnáttu, per se, en sem svarar mannganginum. Þrautir Smullyans eru klæddar í búning sagna aftur úr 1001 nótt; áður mun hann hafa gefið út bók þar sem skákþrautir voru dulbún- ar sem ævintýri Sherlock Holmes. í sögunum vaða uppi kóngar, drottningar, ráðgjafar, töfra- menn, herstjórar, fegurðardisir og véfréttir, þessar sögur verða satt að segja bæði leiðigjarnar og þreytandi er frá liður. En þraut- irnar sjálfar eru býsna skemmti- legar og auðveldast er að sýna fram á eðli þeirra með þvi að birta eina þeirra. Það er fyrsta þrautin sem bókin skartar og mun jafn- framt vera fyrsta þrautin í þess- um dúr sem Smullyan samdi. Á skákborðinu eru þrir svartir menn: kóngur á Daniel einum, hrókur á Bjarna fimm og biskup á Daníel fimm. Hvítur hefur aðeins einn mann, biskup á Ara fjórum. Það vantar sem sé hvita kónginn og hlutverk lesanda er að finna hann. Hvar hlýtur hviti kóngurinn að vera? Ég tek það fram að miðað við margar aðrar þrautir bókar- innar þá er þessi afskaplega létt... Athugasemd AÐ GEFNU tilefni vil ég geta þess, að söngflokkur sá sem ég veiti forstöðu syngur ekki ein- göngu í Fríkirkjunni í Reykjavík heldur einnig við athafnir í Foss- vogskirkju svo og í öðrum kirkjum sé þess óskað. Ágústa Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.