Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 28

Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 28
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 ekki hraðar en þetta“ Kaflar úr viðtalsbók Gylfa Gröndal við Margréti Jónsdóttur, „Við Þórbergur“ Innan skamms kemur út á forlagi Setbergs bókin Við Þórbergur, sem er viðtalsbók eftir Gylfa Gröndal við Margréti Jónsdóttur, ekkju Þórbergs Þórðarsonar. Margrét rifjar upp ýmislegt sem á daga hennar hefur drifið á hispurslausan hátt, segir frá bernskudögum sínum í Njarðvík, skólaár- um og ástamálum í Reykjavík, dulrænni reynslu sinni fyrr og síðar, fyrstu kynnum af Þórbergi og síðan sambúð þeirra í meira en 40 ár. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta þrjá stutta kafla úr bók- inni, og fara þeir hér á eftir: Margrét Jónadóttir i Droplaugaratöðum: „Það er aldrei að vita nema ég geti logið einhverju í þig.“ Hvað er í tösk- unni, Margrét? Viltu að ég segi frá manninum mínum? Honum Þórbergi? Þess gerist ekki þðrf. öll þjóðin þekkir hann. Hann hefur lýst sér sjálfur i bókum sínum af meiri snilld en nokkur annar. Og hann var ekki aðeins skemmtilegur á prenti, heldur einnig í hinu daglega lífi. Jafnvel hversdagslegustu atvik, sem venjulegt fólk tók varla eftir, urðu spaugileg og ævintýri líkust í frá- sógn hans. Hann var stórkostlegur maður. óviðjafnanlegur. Mikið sakna ég hans! Jú, auðvitað þekkti ég hann bet- ur en nokkur annar. Þó það nú væri! Við vorum gift i 42 ár. En það var ekki erfitt að vera eiginkona Þórbergs. Hann var svo kurteis og umburðarlyndur, geð- góður og dagfarsprúður. Stundum á kvöldin kom hann til mín þar sem ég sat við sauma í eldhúsinu og spurði mig um ein- hverja setningu, sem hann var að skrifa; hvort mér þætti hún fal- legri svona eða svona. Við vorum oftast sammála. Síðan fór hann aftur til sín og settist við skrifborðið f stofunni, þar sem allir veggir voru þaktir bókum. Hann handskrifaði allt sem hann samdi með sinni listafögru rithönd, eins og sjá má á Lands- bókasafninu, þar sem handrit hans eru varðveitt. Hann skrifaði afar hægt og vandlega. Og hvert verk skrifaði hann tvisvar eða þrisvar sinnum og suma kafla oftar, ef hann var ekki nógu ánægður með þá. Þetta var óhemjumikil vinna. Vinur hans stakk einu sinni upp á því, að hann fengi sér ritvél og byrjaði að vélrita handrit sín. „Þú mátt ekki sóa dýrmætum kröftum þínum svona," sagði hann. „Þú drepur þig á þessum þrældómi.“ En þá sagði Þórbergur: „Það kemur ekki að sök, þótt ég sé seinn að skrifa. Ég hugsa ekki hraðar en þetta.“ Og mér er sagt, að margir prentarar hafi heldur viljað setja eftir skrift Þórbergs en vélrituðu handriti. Þú spyrð, hvernig okkur hafi tekist að komast af fjárhagslega. Ja, ég lifi nú enn! Ef til vill hef ég orðið Þórbergi að einhverju liði í þeim efnum, ég veit það ekki. Honum var illa við peninga. Hann hafði ímugust á þeim. Hann hataði þá. Hið sama var að segja um besta vin hans, Vilmund Jónsson land- lækni. Vilmundur gekk aldrei með peninga á sér. Ef hann þurfti að fara til rakarans bað hann konu sína, Kristinu Ólafsdóttur lækni, um peninga. Auðvitað höfðu þeir, þessir gáf- uðu og skemmtilegu menn, rétt fyrir sér að því leyti, að peningar eru oft til ills eins. Og peningar eru ósköp leiðinleg- ir, sérstaklega þegar buddan er mjóslegin. En hjá þeim verður ekki komist. Einu sinni vorum við Þórbergur í gönguferð með hjónum, sem við þekktum. Allt í einu blasir við okkur geysistórt og fallegt einbýlishús. „Mikið vildi ég, að ég ætti svona hús,“ segi ég við konuna. Þá svarar hún: „Ja, ég vildi nú heldur eiga mann, sem hefur skrifað bók á borð við Bréf til Láru.“ Þetta var nokkuð gott hjá henni. En menn verða samt að eignast þak yfir höfuðið. Það þýðir ekki að hrekjast stað úr stað alla ævi. Dag nokkurn segi ég Þórbergi frá þvi að mig langi til að kaupa íbúð í nýju sambýlishúsi við Hringbraut 45. Þegar ég nefni, hver fyrsta afborgunin sé, fórnar hann höndum og segir: „Guð minn almáttugur! Hvar i ósköpunum eigum við að fá svo mikla peninga?" „Ég á þá,“ svara ég drjúgmont- in. „Eg hef verið að öngla þeim saman lengi.“ „Ja, þér er ekki fisjað saman, Margrét," varð Þórbergi þá að orði. Og svo gengum við frá kaupun- um, skrifuðum undir pappírana og allt var klappað og klárt. Að því búnu brugðum við okkur í heimsókn til Vilmundar og Kristínar. „Jæja, Vilmundur," segir Þór- bergur. „Margrét hefur staðið í stórræðum. Hún er búin að kaupa handa okkur ibúð.“ „Eruð þið gengin af göflunum," segir Vilmundur þá. „Losið ykkur við hana aftur, og það strax! Þið getið aldrei staðið í skilum." „Við getum það víst,“ segi ég og reyni að malda í móinn. Á heimleiðinni varð ég þess vör, að Þórbergur var orðinn órólegur og kvíðinn út af íbúðarkaupunum, þótt hann hefði ekki orð á því. Líklega hefur hvarflað að hon- um eins og Vilmundi að nú væri ég orðin vitlaus. En okkur tókst að standa i skil- um, upp á hvern einasta eyri. Og það var eitt mesta lán okkar í lífinu, að eignast þessa fallegu íbúð á Hringbraut 45, því að þar bjuggum við í meira en tuttugu ár. Ég vona, að þú trúir á annað líf eins og ég. Raunar trúi ég ekki á það, því að ég er sannfærð um, að það sé til. Strax í bernsku varð ég vör við ýmislegt, sem ekki var af þessum heimi, og síðan öðru hverju alla ævi. Þórbergur skrásetti sumar af sögum mínum og birti í Gráskinnu hinni meiri. Og ég get sagt þér margar fleiri ef þú vilt. Ég fór á miðilsfund nokkru eftir Þórbergur við skrifborð sitt f bókastofunni á Hringbraut 45: „Það kemur ekki að sök þótt ég sé seinn að skrifa. Ég hugsa ekki hraðar en þetta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.