Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
93
a» Þórbergur lést, og þar gerðist
undarlegt atvik.
Allt í einu heyrði ég kunnuglega
rödd segja:
„Nei, er ekki kona mín blessuð
hérna."
Þetta var rödd Þórbergs. Það
var ekki um að villast. Hún var nú
svo auðþekkt.
Síðan heilsar hann mér og fer
að tala við mig.
„Hvað er í töskunni þinni,
Margrét?"
„í töskunni minni,“ hvái ég. „Nú
það er bara þetta venjulega: vesk-
ið mitt, lyklarnir minir, púðurdós,
vasaklútur og eitthvað fleira."
Hann segir ekki fleira í þetta
sinn.
En síðar á fundinum kemur
hann aftur fram og spyr mig sömu
spurningar:
„Hvað er í töskunni þinni,
Margrét?"
Mér þótti þetta afar einkenni-
legt og gat ekki hætt að hugsa um
það.
Hvers vegna spurði hann mig
tvívegis um hið sama?
Málfríður Einarsdóttir var líka
á miðilsfundinum og fór með mér
heim, þegar honum lauk.
Um leið og við erum komnar inn
í íbúðina rýk ég fram í eldhús, án
þess að fara úr kápunni og taka af
mér hattinn, og hvolfi úr töskunni
til að sjá hvað þar sé að finna.
Jú, þar var allt sem ég hafði
sagt honum: veskið, lyklarnir,
púðurdós, vasaklútur, og sitthvað
fleira.
En einu hafði ég steingleymt.
Sjálfblekungur Þórbergs, for-
láta lindarpenni, sem hann skrif-
aði með síðustu árin og hafði mik-
ið dálæti á, var einnig í töskunni
minni.
Ég hafði sett hann þar um
morguninn.
Málfríður varð vitni að þessu
atviki, og ég get ekki lýst undrun
okkar beggja.
Síðar sagði ég Steinþóri á Hala,
bróður Þórbergs, frá þessu, og
honum þótti það mjög merkilegt.
Hann taldi engan vafa leika á
því, að þarna hefði Þórbergur ver-
ið að sýna mér og sanna, að hann
lifði þrátt fyrir líkamsdauðann.
Já, það hefur margt einkenni-
legt borið við í lífi mínu.
Ef til vill væri hægt að segja frá
því í lítilli bók.
En hér verður engin ævisaga
sögð, hvorki mín né Þórbergs.
Drottinn minn dýri, nei!
En ég vona, að þú komir hingað
sem oftast.
Ég hef ekki nema ánægju af þvi.
Og það er aldrei að vita nema ég
geti logið einhverju í þig.
Ævintýrið
um Skottu
Happatalan mín er 9.
Ég er fædd árið 1899, ég kynnt-
ist Þórbergi á Stýrimannastíg 9,
við hófum búskap okkar á Hall-
veigarstíg 9, og þaðan fluttum við
síðan á Freyjugötu 39.
Þar gerðist Skottu-ævintýrið.
Það var sumarið 1939, eitt blíð-
asta og fegursta sumar, sem ég
hef lifab. Þá var sólskin og heið-
ríkja upp á hvern einasta dag,
hvort sem menn trúa því eða ekki.
Ég var orðin svo brún, að það
vakti athygli.
Við Þórbergur skruppum vestur
í Stykkishólm og vorum þá boðin
heim til prestsins þar, en hjá hon-
um voru staddir tignir gestir.
Og allir sem einn höfðu þeir orð
á hinu sama við mig
„En hvað þér eruð fallega brún-
ar, frú Margrét!"
Já, það var einhver munur eða
bölvuð rigningin núna; þessi
niðurdrepandi vætutíð og dimm-
viðri viku eftir viku.
Það er ekki að undra þótt maður
fái leiðindaköst.
En árla morguns seint í ágúst-
mánuði sólskinssumarið mikla ár-
ið 1939 er dyrabjöllunni hringt á
Freyjugötu 39.
Ég fer fram, opna hurðina og úti
stendur telpukorn, sem ég hafði
aldrei séð áður.
Hún horfir á mig og spyr:
SJÁ NÆSTU SÍÐU
27.980,- stgr.
Útborgun kr. 6.500,-
Eftirstöðvar á 6 mán.
Gullna
línan 1985
SKIPHOLT119, SÍMI 29800
MERKI UNGA FÓLKSINS
Ennþá
fallegri,
ennþá
betri
Nú er gullna línan árgerö 1985 komin, hlaöin gæöum
og ennþá fallegri.
GULL-SYSTEM-1 2X40 WÖTT
Þetta er samstæöa meö öllu: útvarpi, magnara, segul-
bandstæki, plötuspilara, tveimur hátölurum og skáp.
Um gæöin þarf ekki aö fjölyrða, Marantz-gæðin eru
löngu landsþekkt. Ekki spillir veröiö eöa kjörin því viö
bjóöum þessa frábæru Marantz-samstæöu á
ómótstæöilegu tilboöi: