Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 30

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 30
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 „Eg hugsa ekki hraðar en þetta“ nEr hann Þórbergur við?“ „Hvað vilt þú honum, barn,“ segi ég. „Ég ætla að fá hann út að leika,“ segir stelpan. Þá fer ég að hlæja; já, ég skelli- hlæ og segi: „Hann er nú ekki kominn á fæt- ur ennþá.“ Þarna var Skotta komin til sög- unnar, þessi kotroskna og kostu- lega stelpa, sem Þórberur hefur gert ódauðlega í fyrstu köflum bókar sinnar um Viðfjarðarundr- in. Hann hafði hitt hana daginn áð- ur, en ég sá hana þarna í fyrsta sinn. Skotta var fædd 24. október 1933, og hét fullu nafni Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir, en foreldrar hennar voru Guðrún Sveinsdóttir, bróðurdóttir Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, og Sigurður Guð- mundsson Jónssonar i Nesjum í Hornafirði. Þórbergur tók upp á því að kalla Huldu ýmist Skottu eða Viðfjarð- ar-Skottu, af því að fjörlegar hreyfíngar hennar minntu hann strax við fyrstu sýn á sögnina að skottast. Á þessum árum fékk ég gjarnan krakka til að fara fyrir mig út í mjólkurbúð á morgnana. Það gekk ekki alltaf sem best. Nei, stundum átti ég í mestu brösum við krakkagemlingana út af þessum sendiferðum. Þórbergur var hissa á, að ég skyldi nenna að standa í þessu stappi. „Hvers vegna ferðu ekki heldur sjálf út i búðina," sagöi hann. „Það er ekki nema tveggja minútna gangur hér norður á hornið á Freyjugötu og Bragagötu." En það var nú sama. Mér þótti ósköp notalegt að láta sækja fyrir mig mjólk og brauð á morgnana. Og dag nokkurn, þegar ég sé Skottu, vik ég mér að henni og segi: „Hvernig er það annars með þig, Skotta? Er ekki hægt að fá þig fyrir fasta vinnukonu til að sækja mjólkina og brauðin á morgnana? Þú skalt fá 25 aura í kaup á viku.“ Jú, Skotta tók þessu boði og var hin ánægðasta með kaupið. En þá er það til tíðinda, að sam- þykkt er fímmtán þúsund króna hækkun á launum konungs á al- þingi vegna gengisfellingar ís- lensku krónunnar. Skotta fréttir þetta og er fljót að leggja saman tvo og tvo. „Nú fer ég beint til hennar Margrétar og heimta kauphækk- un,“ segir hún. „Ja, nú skal hún ekki sleppa." Og hún kemur æðandi inn í eldhúsið til mín og segir: „Jæja, Margrét! Nú er kóngur- inn búinn að fá kauphækkun. Þá verð ég að fá kauphækkun líka, 25 aura í viðbót, ekki minna." „Heldurðu að þú eigir að fá kauphækkun manneskja, þó að kóngurinn fái hana,“ segi ég. „Ja, þá hætti ég að fara sendi- ferðirnar fyrir þig,“ segir Skotta og snýr upp á sig. Svo að ég neyddist til að hækka kaupið við hana til að halda henni í vistinni. Já, hún var greind, hún Skotta, eins og hún átti kyn til. Föður- bróðir hennar, doktor Björn frá Viðfírði, kenndi Þórbergi íslensku í Kennaraskólanum, þegar hann sat þar veturinn 1909—10. „Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem ég hafði fengið ódauðlegar mætur á,“ segir hann í Viðfjarðarundrunum. Og það gerðist margt fíeira þessa dýrlegu daga, sem Þórberg- ur hefur lýst svo listilega. Minnisstæðast er mér þó, hve undrandi við urðum, þegar í ljós kom, að Skotta hafði heldur en ekki farið frjálslega með stað- reyndir lifsins. Hún hafði sagt okkur, að mamma hennar ætti sex börn, og pabbi hennar héti Jens Hjelm og væri frá Svíþjóð, mesti maður í heimi. Við trúðum hverju orði. En dag nokkurn kemur móðir Skottu, fí-ú Guðrún Sveinsdóttir, þeim til okkar i fyrsta sinn, en ég hafði aldrei séð hana fyrr. Mér bregður í brún, þegar ég tek á móti henni i forstofunni. Hún gat varla verið eldri en rúmlega tvítug. Jæja! Við setjumst inn í stofu og tök- um tal saman. Og fyrr en varir get ég ekki stillt mig um að segja: „Og eigið þér virkilega sex börn?“ „Sex börn,“ étur hún upp eftir mér. „Guð hjálpi mér, nei! Hver segir það?“ Og síðan er flett ofan af aum- ingja Skottu, lið fyrir lið. Hún var einbirni, en þráði heitt að eiga systkini. Jens Hjelm hét réttu nafni Karl Henning Hjelm og var kvæntur Sigríði, systur Guðrúnar. Og þau hjónin áttu að- eins eitt barn. Hins vegar hafði bróðir þeirra systra, Þórarinn Viðfjörð, látið eftir sig fjögur börn, þegar hann drukknaði sumarið 1936. Þar með voru bðrn- in í Viðfirði orðin fimm og hið sjötta var náttúrlega Skotta sjálf. En stórkostlegast þótti mér það sem Skotta sagði, þegar heim kom og móðir hennar snupraði hana fyrir að hafa ekki betri hemil á ímyndunarafli sínu: „Æ, ég hef svo gaman af að ljúga að honum Þórbergi!" Kynni okkar Þórbergs af Skottu stóð ekki nema í nokkra mánuði, eða frá því i ágúst 1939 og þar til í marz 1940. En þessi sex ára gamla hnáta veitti okkur svo mikla ánægju, að því verður varla með orðum lýst. Ég gaf henni efni í kjól að skiln- aði, og í staöinn kvaöst hún ætla að senda mér ber í þakklætis- skyni. Næsta haust fáum við Þórberg- ur svo sendan skókassa, sem á sendur stórum stöfum: Frá Skottu. En það var ekki mikið af berjum i honum, varla botnfylli. Hún hefur ekki haft eirð í sér til að tína meirs., blessunin. Þórbergur hafði látið að því liggja við Skottu, að einhvern tíma kæmi hann ef til vill austur á Fjörðu og þá ætlaði hann að heim- sækja hana. Þess vegna lýkur hann snilldar- frásögn sinni með þessum orðum: „En það leið langt vor, og eftir það kom langt sumar, og aldrei sást maður koma heimað Viðfirði, sem spyrði fólkiö: Á hér ekki heima lítil stúlka, sem heitir Skotta? Undir haustið lagði snjóa í fjöll, og allir bifreiðavegir týnd- ust í fannkyngi. Þá stóð Skotta stundum útá bæjarhlaðinu og horfði upp til fjallanna og sagði: Ekki ætlar hann Þórbergur að koma í haust.“ En Þórbergur kom — þó að seint væri. Mörgum árum seinna förum við einn góðan veðurdag suður í Hafn- arfjörð, því að við höfðum frétt, að Skotta væri gift Aðalsteini Finn- bogasyni stýrimanni og ætti þar heima. Hanna og Matthías Jo- hannessen voru svo elskuleg að aka okkur þangað. Við komum að nýbyggðu stein- húsi, hringjum dyrabjöllunni og bíðum full eftirvæntingar. En enginn ansar. Þá bregður Þórbergur á það góða ráð að skrifa á miða til Skottu; hann yrkir meira að segja til hennar vísu, sem hann kallar Skúffelsi: Hingað gekk hetjan unga heiðar um brattar leiðir, sjá vildi svanna í ranni áður en sálin færi til hæða. Undir skrifaði hann aðeins: 5./7. kl. 4‘ e.h. Þ.Þ. Daginn eftir er hringt til okkar. Það er Skotta. „Fjarska þykir mér leiðinlegt, að ég skyldi ekki vera við, þegar þið heimsóttuð mig í gær,“ segir hún og býður okkur að koma aftur sem allra fyrst. Nokkrum dögum seinna förum við svo öðru sinni suður í Hafnar- fjörð með Hönnu og Matthíasi. Og loksins birtist Skotta. Ég þekkti hana ekki aftur, það segi ég satt. Hún hafði gjörbreyst í útliti, fannst mér. Mér þótti hún ekki fríð sem krakki, heldur fyrst og fremst kankvís, greind og skemmtileg. Þórbergur lýsir henni þannig í Viðfjarðarundrunum: „Hún var vel í meðallagi stór eftir aldri, ljós á hár, með gráblá augu og andlit, sem varð eins og á roskinni konu, þegar hún sat niðursokkin í hugs- anir sínar.“ En nú var hún orðin bráðlagleg. Mér þótti hún vera kringluleit, þegar hún var krakki, en nú var hún langleit og alveg ljómandi fal- leg. Hún bauð okkur inn í smekklegt heimili sitt. Maður hennar var á sjónum, en móðir hennar var stödd hjá dóttur sinni. Þetta voru eftirminnilegir endurfundir. Sumir hafa þóst sjá hilla undir Sálminn um blómið i frásögn Þórbergs um Skottu. Og það er satt, að þær voru ekki ólíkar um sumt, Skotta og Lilla Hegga. En við kynntumst Lillu Heggu miklu betur; fylgdumst með henni frá því að hún leit dagsins ljós og þar til hún var orðin gjafvaxta stúlka. Við litum á hana sem dóttur okkar. Ég man eftir samkomu í hátíð- arsal Háskóla íslands, þar sem Þórbergur var fenginn til að lesa upp. Mig minnir að hún hafi verið í sambandi við Listamannaþing, sem stundum voru haldin hér áður fyrr. Margir merkilegir rithöfundar lásu úr verkum sínum. Þeir lásu hver á fætur öðrum, og það var grafarhljótt í salnum. Svona leit Viðfjarðar-Skotta ÚL „Þessi sex ára gamla hnáta veitti okkur Þórbergi svo mikla ánægju að því verður varla með orðum lýstu Og svona lítur SkotU út nú. „Ég þekkti hana ekki aftur, það segir ég satL Hún hafði gjörbreyst f útliti, fannst mér.“ En þá stígur Þórbergur í pont- una og byrjar að segja frá Skottu. Og fólkið ætlaði að rifna úr hlátri. Á eftir hópuðust menn að Þór- bergi til að láta i ljós ánægju sína með lesturinn, og þeir sem ekki komust að honum tóku i höndina á mér og báðu mig að skila til hans bestu kveðju og þökk. Með málbandið á lofti Ragnar í Smára safnaði mynd- um af listamönnum eftir íslenska málara og átti oft upptökin að þvi, að slik verk yrðu til. Dag nokkurn er hann kominn i heimsókn, léttur í spori og geislar allur af lífi og atorku. „Hann Jón Engilberts ætlar að mála þig, Þórbergur," segir hann. „Heldurðu að þú skreppir ekki til hans, þegar þú mátt vera að, og heimsækir hann síðan nokkrum sinnum og sitjir fyrir hjá honum. Þú mátt til með að gera þetta fyrir mig. Mig vantar þig i safnið mitt." Jú, Þórbergur lofar að gera það. Og ekki liður á löngu, þar til hann breytir daglegri gönguferð sinni vestur i örfirisey eða út á Seltjarnarnes og sprangar nú alla leið austur á Flókagötu 17, til þess að sitja fyrir hjá Jóni Engilberts. Ég hef haft áhuga á málaralist frá blautu barnsbeini eins og þú veist, og þess vegna beið ég með óþreyju eftir að fá að sjá, hvernig listamannunum tækist að mála Þórberg. Ég hitti Engilberts af tilviljun um það leyti, sem verkið var kom- ið vel á veg. Ég hnippi í hann og segi: „Ætlarðu ekki að leyfa mér að fylgjast með því, hvernig þér gengur að mála manninn minn, Jón?“ „Nei,“ svarar hann um hæl. „Það kemur ekki til mála. Þú færð ekki að sjá myndina, fyrr en henni er að fullu lokið. Þá ætla ég að bjóða ykkur hjónunum ásamt Ragnari og Björgu heim til okkar Tove í fínan dinner. Portrettið af Þórbergi verður afhjúpað yfir kaffi og koníaki og það verður há- punktur kvöldsins." Jæja, verum nú kát, eins og Þórbergur sagði svo oft. Ósköp átti ég erfitt með að sætta mig við þetta! Ég er því vönust að fá mínu framgengt. Mér fannst alveg ástæðulaus dónaskapur hjá Jóni að banna mér að fylgjast með gerð myndarinn- ar, svo aö ég ákvað að ná mér niðri á honum. Já, ég ætlaði að beita hann brögðum. Eitt sinn, þegar ég vissi aö Þórbergur sat fyrir, bregð ég mér því í heimsókn á Flókagötu 17. Tove, sú fallega og yndislega kona, tekur hjartanlega á móti mér, en ég segist ekki ætla að stoppa neitt, þigg bara molakaffi hjá henni í eldhúsinu. En meðan hún bregður sér frá andartak, læðist ég upp stigann, opna hurðina á vinnustofu Iista- mannsins, og geng hnarreist inn. Þú hefðir átt að sjá, hve Jón varð reiður! Ég hélt, að hann mundi leggja hendur á mig. „Var ég ekki búinn að segja þér, Margrét, að þú fengir ekki að sjá myndina, fyrr en hún væri full- gerð,“ segir hann, mundar pensil- inn og hefur eflaust óskað þess, að hann væri orðinn að kröftugu bar- efli. ^Tújú," segi ég. „Þú varst búinn að því, Jón minn. En ég sætti mig bara ekki við það.“ Þrátt fyrir hamaganginn í Jóni, tekst mér að líta myndina augum um stund og til þess var leikurinn einmitt gerður. En hvilík mynd, drottinn minn dýri! Ég gat ekki sætt mig við hana, og mun ekki gera það á meðan ég lífsanda dreg. Svipurinn og andlitsfallið líkist Þórbergi lítið sem ekkert, annar handleggurinn á honum er mun styttri en hinn og annað er eftir því. Hins vegar eru skoðanir fólks á mannamyndum jafnan skiptar, og svo varð einnig um þessa mynd. Hún var tvívegis höfð á sýning- um, og í annað skiptið varð ég vitni að þvi mér til undrunar, að tvær eldri konur stönsuðu fyrir framan myndina af Þórbergi — og dáðust að henni. En það varð ekkert af fína dinn- ernum með koníaki og öllu saman. Hins vegar bauð Ragnar okkur heim til sín löngu seinna í tilefni af þessari mynd. Ög Jón Engilberts var fár við mig allt kvöldið og lengi eftir það. Eftir að Þórbergur var fíæmdur frá kennslu I tveimur skólum vegna Bréfs til Láru, brá hann sér til Svíþjóðar og dvaldi þar um skeið. Þá var Ásmundur Sveinsson við nám í höggmyndadeild Fagurlistaskólans í Stokkhólmi, og naut kennslu hins fræga myndhöggvara Carls Milles. Og Ásmundur módeleraði Þór- berg þarna í Svíþjóð. Það er afar vel gerð brjóstmynd — sannkallað listaverk. Þórbergur mun hafa sýnt þessu verki áhuga og fylgst með þvi af sinni orðlögðu vandvirkni og nákvæmni. Hann var sífellt með málbandið á lofti og bar saman andlitið á sjálfum sér og höggmynd Ás- mundar. Þetta var löngu áður en við kynntumst, en ég sé hann fyrir mér, þar sem hann er að mæla myndastyttuna, hátíðlegur og hæðnisfullur í senn; grafalvarleg- ur og gráthlægilegur: „Tveir sentímetrar frá efri vör að nasavængjum, rétt, niu sentí- metrar frá efra jaðri augabrúna og upp í hársrætur, alveg rétt, fimm sentímetrar frá augnkrók- um og út að eyra, fyrirtak“ — og svo framvegis. Ásmundur skemmti sér kon- unglega yfir þessum tilburðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.