Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 33

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 97 þungA MIÐJAN FINNBOGI MARINÓSSON ¥> ubbi Morthens og félagar JD hans í Das Kapital sendu frá sér sína fyrstu plötu nú fyrir helgi. Myndin var hinsvegar tekin af Bubba þar sem hann kom fram á friðartónleikum í Sænsku óper- unni fyrir nokkru. íslenskir töfrar að er hefð að tónleikarnir í Ungdomshúset í Kaupmanna- höfn bæði hefjist og ljúki seint. Tónleikarnir laugardaginn 29. september voru þar engin undan- tekning. Þar voru samnorrænir nýrokktónleikar haldnir af þarbú- andi íslendingum og Finnum und- , ir heitinu „Járn“. Fjórar hljóm- sveitir komu fram þetta kvöld. IJX frá Danmörku, Merceder Parta frá Svíþjóð, Sielun Veljet frá Finnlandi og Kukl frá íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Kukl vakti lang mesta athygli á þessum tónleikum eins og glöggt kemur fram í blaðaskrifum um tónleikana. Blaðamaður hjá danska blaðinu Information skrifar um tónleik- ana þann 3.10. Hann segir Kuklið hafa verið hápunkt kvöldsins og eyðir mörgum stórum lýsingar- orðum í að tjá hrifningu sína á flokknum. Tónlist Kuklsins er að hans mati skemmtileg blanda af fallegum melódíum söngvaranna og ósamtíðum krassandi riffum gítars og bassa. Líkir hann tón- listinni þannig að þrátt fyrir ring- ulreiðina og rafmagnið, sé hún al- veg eins og miðalda munkasöngur! Og þetta er tónlist sem á einu bretti miðar villtri uppreisn, sterku sjálfstrausti og botnlausri örvæntingu til hlustandans. Á einum stað segir hann orðrétt: „Þetta er tónlist sem ræðst á höf- uð, maga og fætur á sömu stundu!" Auk þess segir hann að tónlist sú sem Kukl bauð uppá hafi verið sú furðulegasta en einn- ig sú líflegasta sem hann minnist að hafa heyrt frá norræni rokk- hljómsveit í áraraðir. (í raun átti hann aðeins til eitt orð sem hon- um fannst lýsa Kukl best: Töfrar.) Greinina endar hann svo á að segja að Kukl ættu að vera sjálfskrifuð á Hróarskelduhátið- ina á næsta ári! Af Kuklinu er hinsvegar litið að frétta eins og er. Einar örn er i skóla í London og á meðan er Kuklið ekki starfrækt. Hljóm- leikaferðin í haust um Evrópu gekk frábærlega og verður fram- hald á henni um næ3tu páska. Við eigum hinsvegar von á að sjá þau fyrir þann tíma. Einar kemur heim í desember og stendur til að halda tónleika í kringum 20. des. Að lokum má geta þess að þetta Hróarskeldutal er ekki út í bláinn. Að minnsta kosti er eitthvað að gerast sem gæti endað með þátt- töku Kuklsins þar. HB/FM Sönglandi í MH Svohljóðandi fréttatilkynning barst Þungamiðjunni fyrir helgi: „Mánudaginn 26. nóv. verð- ur frumflutt söngleikurinn Frið- arpípufaktorían eftir hljómsveit- ina Jói i hakanum. Söngleikurinn er í einum þætti og fjallar um ást- ir og örlög, baráttu góðs og ills og mannkynið. Sýningin verður haldin í Norð- urkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð og hefst stundvíslega kl. 21.33. Aðgangseyrir verður kr. 50.“ phi» Mogg nýirf SMANDAR ★ ★ ★ TThompson Twins eru að senda frá sér nýtt lag. Það heitir „Lay Your Hands On Me“’ j og gæti orðið á næstu breiðskífu ? sem er í vinnslu. ★ ★ ★ Meira um Big Country. Platan er komin til landsins en erlendis er að koma út ný smáskífa. Lagið er tekið af stóru plötunni og heitir „Where The Rose Is Sown“. Á b-hlíð smáskífunnar verður óútkomið lag, „Belief In The Small Man“ og á 12 tomm- unni annað óútkomið, „Bass Dance". ★ ★ ★ Við sögðum frá nýrri Meat Loaf- -plötu siðast. Drengurinn var ekki kominn af stað i hljóm- leikaferðalag sitt um Bretland þegar trommari hans fannst lát- inn. Sá látni hét Wells Kelly og sá nýi heitir Andy Wells. ★ ★ ★ . | Culture Club er að senda frá sér smáskífu. Lagið sem fylgir „The War Song“ eftir er „Medal Song“. ★ ★ ★ UFO er risin upp frá... Phil Mogg söngvari hljómsveitarinn- ar hefur gefið flokk sem hann er að setja í gang þetta nafn. Fé- lagatalið á þó ekkert skylt við gömlu UFO en þeir sem eru með nú eru: Paul Gray bassi (var í pönkhljómsveitinni Ðamned), Robbie France trommur (var í Diamond Head) og Atomic Tommy M gítar en hann var fenginn frá landi hamborgar- anna til að spila með hljómsveit- inni. Engin plata eða plötusamn- ingur er i sjónmáli, en fyrstu tónleikarnir verða 12. des. í Nottingham Rock City. ★ ★ ★ The Gang Of Four sem hætti samstarfi fyrir nokkru síðan sendir frá sér áður óútkomnar hljómleikaupptökur á næstunni undir nafninu „AtThe Place*. ★ ★ ★ UB 40 er að senda frá sér nýja smáskífu. Lagið er af stóru plöt- unni og heitir „Riddle Me“. ★ ★ ★ Stelpurnar þrjár í Bananarama hafa gefið sér tima til að gefa út nýja smáskífu þrátt fyrir mikla velgengni í Ameríku. Lagið heit- \ ir „Hot Line To Heaven“. ★ ★ ★ Madonna er um það bil að senda frá sér sina aðra breiðskífu. Hún heitir „Like A Virgin" og er „pródúseruð“ af Nile Rodgers i Chic. ★ ★ ★ Mötlev Crue (sem við birtum mynd af hér hinum megin) er « þúinn að senda frá sér nýtt lag. Það heitir „Too Young To Fall In Love“. ★ * ★ ; :,\,j John Lennon, já,., við erum að tala um pabbann en ekki Julian soninn, á „nýtt“ lag á smáskífu. Það heitir „Every Man Has A Woman Who Loves Him“. ★ ★ ★ Tæknipoppararnir í Tangerine Dream eru nýbúnir að senda frá sér t vöfalda hljómleikapiötu sem heitir „Poland". ★ ★ ★ The Smiths er búin að senda frá sér Mini Lo. Hún heitir „Hatfui Of Hollow" en stór mun vera væntanleg í byrjun næsta árs. ★ ★ ★ 'S/gS/ift.ie*-', Nú til dags kemur út myndband jafnhliða hljómleikaplötum. Duran Duran er þar engin und- antekning. „Sing Blue Silver" heitir myndband þeirra og er 87 lynín. langt. Lögin voru tekin upp ; á hljómleikaferðalagi um Amer- iku á þessu ári og eru 13 lög á bandinu. Þau heita: „Tiger Tig- er“, „Is There Something I Should Know“, „Planet Earth", „Rio“, Jís There Anyone Out There", „The Wild Boys“, „Union Of The Snake", „The Chauffeur", „Girls On Fiim“, „New Religion", „The Seventh Stranger", „Save A Prayer" og „The Relax". ★ ★ ★ Mike Jones fyrrveandi gttarleik- ari The Clash er að setja saman sfna eigin hljómsveit. Honum var sparkað út úr Clash og gefið að sök að hafa verið farinn að fjarlægjast upphaflegu hug- myndir hljómsveitarinnar. Því má síðan bæta við að Heavy Metal Records eru að reyna að fá hann á sitt merki en i veginum er risi — CBS útgáfufyrirtæki mt„ /ts_v lhe Uash. ★ ★ * The Cars er búín að senda frá sér smáskffu. Lagið er tekið af „Heartbeat City“-plötunni og heitir „You Might Think“. Við sögðum frá Gary Numan og The Tubeway Army-plötunni síðast Gary sjálfur er kominn með glænýja piötu sem heitir „Berserker". ★ ★ ★ I magination er með nýtt lag á sjö og tólf tommu. Það heitir „Thank You My Love“. ★ ★ ★ The Kinks sem fagnar tuttugu ára starfsafmæli á þessu ári er að senda frá sér nýja plötu. Hún heitir „Word Of Mouth" geymir ellefu lög og lofar umslagið góðu. ★ ★ ★ Frakkinn Jean Michel Jarre sem gerði aðeins eitt eintak af síð- ustu plötu sinni, „Music For Supermarkets" hefur nú gert aðra sem allir geta keypt. Hún heitir „Zoolook" og selst ekki á sama verði og hin eða tæplega j|m þúsund dollara. ★ ★ ★ Elvis Presley hefði orðið fimm- tugur í janúar á næsta ári. í til- efni þess hefur RCA ákveðið að gefa út sex piatna „delux“-kassa. ★ ★ ★ Gítarleikarinn Snowy White er tilbúinn reeð nýja sólóplötu sem hann nefnlr eftir sjálfum sér. ★ ★ íslenska rokkhljómsveitin Drýs- ill er á leið inn f Hljóðrita til að taka upp stóra plötu. Ef hún reynist jafn góð og tónleikar flokksins er komin spenna í loft- ið. ★ ★ ★ Toto er með tvær nýjar plötur í útgáfu þessa dagana. „Dune“ er „sándtrack" en stúdíóplata þeirra heitir “Isolation". ★ ★ ★ Sykurtoppurinn Nik Kershaw er tilbúinn með nýtt lag og nýja plötu undir nafninu „The Riddle". ★ ★ ★ Kool And The Gang er með nýja plötu sem heitir „Emergency". ★ ★ ★ jjíow Thats What We Call Mus- ic“ nr. fjögur er komin út. Fyrir þá sem ekki eru með má upplýsa að þetta er fjórða tvöfalda plat- an sem inniheldur mikið af heit- um lögum og lögum sem vermt hafa toppsæti vinsældarlist- anna. Plöturöð þessi hefur notið gífurlegra vinsælda í Bretlandi á undanförnum mánuðum og hef- ur nú fengið keppinaut sem heit- ir „The Hit Álbum". Hvenær skildunr við sjá þessar plötur hér? ★ m ★ Songkonan Hazel Dean er til- * búin með sína fyrstu plötu og kallar hana „Heart First". Rús- fnan f pylsuendanum er sfðan frétt af því nýjasta frá Frankie Goes To Hollywood. Smáskífa er á leiðinni. Lagið heitir „Power Of Love“ og á b-hlið er „The World Is My Oyster". Á tólf tommu útgáfunni eru tvö áður óútkomin aukalög. „Scrapped And Trapped" og „Holier Than Thou“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.