Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984
Hvað segja forystumenn AlþýÖubandalags, Alþýðuflokks, Bandalags jafnað- |
armanna, Framsóknarflokks og Kvennalista um áramót?
1.
Hvaða aðferð á að beita við
gerð kjarasamninga á árinu
1985; svo sem hinni sömu og í
haust að fjölga krónunum sem
mest í launaumslaginu eða
fara skattalækkunarleiðina
svonefndu?
2.
Telur þú að íslendingar fylgi
of þröngri stefnu í sjávarút-
vegsmálum; þeir eigi að stefna
aðfiskveiðum við strendur
annarra landa, fiskvinnslu á
fjarlægum slóðum ogfrum-
kvæði ífisksölu og sjávarút-
vegi á alþjóðlegum grundvelli?
3.
Hvernig samrýmist það hag
einstaklinga sem sagðir eru
eiga % hluta sparifjár en að-
eins hluta skulda á inn-
lánsstofnunum að halda vöxt-
um niðri og spoma gegn verð-
tryggingu?
4.
Hvemig telur þú að íslend-
ingar eigi að verða virkari við
gæslu öryggishagsmuna sinna
og vama innan ramma vest-
ræns samstarfs á þessu sviði?
Ef þú telur að rjúfa eigi það
samstarf hvað á þá aö taka
við fyrir íslendinga?
5.
Hvað viltu segja um stöðu bók-
arinnar í íslensku menningar-
og þjóðlífi? Télur þú að það
þurfi að styrkja hana og leggja
aukna rækt við íslenska tungu
til dæmis í rikisfjölmiðlum nú
á tímum upplýsinga- ogfjar-
skiptabyltingar?
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra,
formaður Framsóknarflokksins:
Viðræður aðila vinnu-
markaðarins og ríkisins
snemma á næsta ári
Kristín Halldórsdóttir, þingmaður
Samtaka um kvennalista:
Hugvit og sérþekk-
ing ónýtt auðlind
i.
Á árinu 1985 mun verða lítið
sem ekkert meira svigrúm til þess
að hækka launin almennt en var á
árinu 1984. Mikil krónutöluhækk-
un launa mun því ekki leiða til
raunverulegra kjarabóta, heldur
aðeins til annarrar kollsteypu,
sem þjóðarbúið þolir ekki. Því ber
að leita leiða til þess að bæta kjör
með öðrum hætti, m.a. með
skattalækkunum. Til undirbún-
ings slíkum kjarasamningum
þurfa snemma á næsta ári að hefj-
ast viðræður aðila vinnumarkað-
arins og ríkisvaldsins.
2.
Sjálfsagt tel ég að íslendingar
eigi að leita eftir fiskveiðum við
strendur annarra landa og hafa
frumkvæði í fisksölu og sjávarút-
vegi á alþjóðlegum grundvelli. Það
hefur aldrei verið stefna íslenskra
stjórnvalda svo ég viti að leggjast
gegn slíku. Áhugi hefur hins vegar
verið takmarkaður hjá útgerðar-
mönnum á meðan afli var nægur
við íslandsstrendur. Útgerðar-
menn sjálfir eiga að hafa frum-
kvæði um slíka útvíkkun veið-
anna.
3.
Það er eðlileg krafa sparifjár-
eigenda, að þeir fái raunvexti af
sparifé sínu. Hins vegar er það
alls ekki í þeirra þágu fremur en
annarra, að raunvextir séu óeðli-
lega háir. Það eykur fyrst og
fremst kostnað atvinnuveganna,
hækkar verðlag og leiðir til geng-
isfellingar og verðbólgu.
4.
Ég tel að íslendingum beri að
taka þátt í varnarsamtökum vest-
rænna þjóða. Jafnframt ber okkur
að vera virkari, fylgjast betur með
og taka þátt í þeim ákvörðunum,
sem teknar eru innan Atlants-
hafsbandalagsins.
Steingrímur Hermannsson
5.
Ég tel seint of mikla rækt lagða
við íslenska tungu, hvort sem er í
ríkisfjölmiðlum eða á öðrum
opinberum vettvangi. Bókin gegn-
ir í þessu sambandi mikilvægu
hlutverki í íslensku menningar- og
þjóðlífi. Stöðu bókarinnar má
gjarnan leitast við að styrkja með
opinberum aðgerðum. Þó hygg ég
varla að slíkt muni skipta sköpum
um framtíð bókarinnar. Því ræður
fremur menntunarstig þjóðarinn-
ar og viðhorf almennings.
1.
Það er samningsaðila, ekki
stjórnmálamanna, að velja aðferð
við gerð kjarasamninga. Stjórn-
málamenn hafa þó auðvitað sínar
meiningar um vænlegustu leiðirn-
ar.
Ekki er að undra, þótt atvinnu-
rekendur séu hlynntir skattalækk-
unarleiðinni, sem sparar þeim
launahækkanir. Töluverður hluti
launafólks er það einnig, þótt mis-
tækist að ná saman um þá leið í
síðustu samningum. Lágu til þess
tvær meginorsakir:
í fyrsta lagi voru aldrei lagðar
hreinar línur um það, hvað sú leið
fæli í sér. Launafólk óttaðist því
— og áreiðanlega með réttu — að
sú kjarabót, sem tekjuskattslækk-
un fæli í sér, yrði aftur tekin frá
þeim í formi neysluskatta.
í öðru lagi er tekjuskattslækkun
engin kjarabót fyrir þá, sem enga
tekjuskatta bera. Þetta fólk vill
einfaldlega fleiri krónur til fram-
leiðsu, og það vill fá þær fyrir
vinnuframlag sitt, en ekki í formi
tryggingabóta.
Tekjubil hefur farið vaxandi í
íslensku þjóðfélagi. Aðstæður lág-
launafólks eru orðnar óviðunandi
með öllu. Með niðurfellingu tekju-
skatts eykst bilið enn. í næstu
kjarasamningum verður að jafna
þetta bil. Æskilegast væri, ef
samningsaðilar gætu náð saman
um krónutöluhækkun í stað pró-
sentuhækkunar til þess að ná upp
lægstu laununum.
Éf til vill væri unnt að sameina
þær tvær leiðir, sem nefndar eru í
spurningu Mbl., á eftirfarandi
hátt: Reikna krónutölu skv. vísi-
tölu framfærslukostnaðar á með-
allaun og greiða þá krónutölu á öll
laun undir meðallagi. Þannig
fengju þeir lægst launuðu hlut-
fallslega mest. Síðan yrði það
matsatriði með tilliti til efnahags-
þróunar á næstu mánuðum, hvort
þeir, sem taka laun fyrir ofan
meðallag, fengju hluta þessarar
krónutölu eða sættust á skatta-
lækkunarleiðina eingöngu sem
kjarabót fyrir sig.
Guðmundur Einarsson, formaður þingflokks Bandalags jafnaðarmanna:
Nýtum reynslu og tækni
til veiða á erlendum miðum
i.
Stærstu ranglætismál íslensks
samfélags er núverandi ástand í
húsnæðis-, skatta- og lífeyris- og
almannatryggingamálum. Á þetta
hefur margsinnis verið bent.
Misréttið er augljóst milli kyn-
slóða í húsnæðismálum. Samt
virðist það ekki verða leiðrétt fyrr
en í valdastól setjast fleiri, sem
byggðu eftir raunvexti.
Misréttið er augljóst milli
þeirra, sem gefa öll laun upp til
skatts og hinna, sem svíkja. Samt
hafa yfirvöld aldrei sýnt áþreif-
anlegan vilja til úrbóta.
Misréttið er augljóst milli aldr-
aðs launafólks, sem hvorki hefur
safnað auði né haft aðgang að al-
mennilegum lífeyrissjóðum og
hinna, sem njóta eigna og jafnvel
margra lífeyrissjóða í ellinni.
Samt hafa stjórnvöld ekki séð
sóma sinn í að bæta almennilega
úr á þessu sviði.
Misréttið er augljóst milli
þeirra, sem stríða við einsemd,
sjúkdóma eða fötlun, eigin eða
annarra, og hinna, sem engar slík-
ar raunir eiga. Samt auka stjórn-
völd á erfiðleikana með hækkun
gjalda fyrir þjónustu.
Ranglætið á þessum sviðum er
að hluta undirrót þeirra gerónýtu
kjarasamninga, sem hér eru gerð-
ir ár eftir ár. Það duga engir
kjarasamningar til að leiðrétta
ranglætið í húsnæðis- og skatta-
málum svo dæmi séu nefnd.
Ekkert launakerfi í heiminum
þolir að fjármagna húsnæðiskaup
launþega á fyrstu 5—8 árum
starfsævinnar, eins og nú er raun-
in hér. Hjá öllum siðmenntuðum
þjóðum dreifist húsnæðiskostnað-
ur á heila stafsævi og jafnvel leng-
ur.
Að mínu áliti kemur sterklega
til greina að taka löng erlend lán
til fjármögnunar húsnæðislána.
Þannig yrði aílétt hluta þess óvið-
ráðanlega þrýstings, sem er á
launakerfinu vegna greiðslu hús-
næðiskostnaðar heillar ævi af
launatekjum fyrstu búskaparaár-
anna, þegar börnin eru ung og að-
stæður erfiðar.
Á sama hátt má rekja erfiðleika
launasamninga til misréttis á öðr-
um sviðum sem hér voru nefnd að
framan.
Mergurinn málsins er sá, að það
er skylda Alþingis að uppræta
þetta misrétti að eigin frumkvæði.
Það er algerlega ósæmilegt að rík-
isstjórn komi fram fyrir launþega
og bjóði úrbætur á handónýtu
skattakerfi sem skiptimynt í
samningum.
Það er jafnósæmilegt að bjóðast
til að laga hróplegt ranglæti í hús-
næðis- og lífeyrismálum á mark-
aðstorgi kjarasamninga.
Ríkisstjórn, sem notar þessar
sjálfsögðu réttlætisaðgerðir til
fjárkúgunar í samningum, vantar
siðferðilegan grundvöll.
Svar mitt er því það, að Alþingi
á að nota tímann til vors og gera
nauðsynlegar úrbætur I fram-
angreindum málaflokkum. Á þeim
grunni geta opinberir starfsmenn
og aðrir launþegar síðan samið við
vinnuveituendur sína um krónur
eða kúgildi. En um réttlætið á
ekki að þurfa að semja.
2.
íslendingar eiga augljóslega að
stefna á aukin erlend umsvif í
sjávarútvegi. Þar getur margt
komið til greina. Við höfum mikla
reynslu og tæknikunnáttu í grein-
inni, sem gæti komið meir fram í
smíði véla og búnaðar og ráðgjöf
fyrir aðrar þjóðir. Við búum við
gott menntakerfi, sem á að geta
nýst til framleiðsluþekkingar til
útflutnings.
Við eigum einnig að nýta
reynslu okkar og tæki til veiða og
vinnslu á erlendum fiskimiðum,
hvar sem er á jörðinni. Ágúst Ein-
arsson, hagfræðingur og útgerðar-
maður, komst þannig að orði á
ráðstefnu Lífs og lands, að ef 21.
öldin eigi að bjóða okkur sömu
velmegun og seinni hluti þeirrar
20., þá verði merki um íslenskan
sjávarútveg að sjást um allan
Guðmundur Kinarsson
heim, eins og þýskur bjór og dönsk
húsgögn. Það eru orð að sönnu.
í spurningunni er talað um
„þrönga stefnu". Hættulegustu
„þrengslin" í íslenskum sjávarút-
vegi eru raunar ekki í útlöndum
heldur á heimavelli. Þar hefur for-
sjárhyggja og þjóðnýtingarstefna
ríkisvaldsins með dyggum stuðn-
ingi Sjálfstæðisflokksins, valdið
því, að olnbogarými fólks og fyrir-
tækja er horfið. Ríkisvaldið
ákveður lán, vexti, gengi, laun,
gæðamat, fiskverð, aflamagn og
útgerðarkostnað þ.e. olíuverð. Þá
er lítið eftir. Morgunblaðið ætti að
fjalla meir um innlend þrengsli í
sjávarútvegi.
3.
Það dettur vonandi engum heil-
vita manni lengur í hug að sporna
gegn verðtryggingu fjármagns.
Við súpum enn og munum lengi
súpa seyðið af gjafavaxtaárunum.
Þá ruglaðist verðmætaskyn þjóð-
arinnar, fjárfest var í vitlausum,
pólitískum minnismerkjum og
stórkostleg eignatilfærsla átti sér
stað. Það er ennþá óljóst, hvernig
þau skipti verða gerð upp.
Hag þeirra einstaklinga, sem
vísað er til í spurningunni, er
augljóslega best borgið með háum
vöxtum. Eins og stendur virðast
þeir raunar mega una bærilega við
sitt hlutskipti og ég held að
stjórnvöld ættu að hafa meiri
áhyggjur af högum annarra ein-
staklinga en þeirra.
4.
í samfélagi okkar er ætlast til
þess að fólk fylgist með og hafi
skoðanir á margvíslegum og
flóknum málum. Þar eru auðvitað
efst á baugi atvinnu- og efna-
hagsmál. Til aðstoðar eru starf-
andi stofnanir til að gera úttektir,
spá og upplýsa, og dagblöð og
tímarit fjalla um þessa hluti.
Þetta tilheyrir eðlilegri miðlun
upplýsinga og myndun skoðana og
nær, þó víða sé af veikum mætti,
til margra málaflokka.
Á fjögurra ára fresti er fólki
síðan gert að mynda sér skoðun og
kjósa samkvæmt henni.
En upplýsingastarf og -skylda
stjórnvalda virðist ekki ná til
varnar- og öryggismála. Þar ríkir
þögn. Þar kýs fólk milli tveggja
svartra kassa — með NATO, móti
NATO — án þess að stjórnvöld
veiti neinar upplýsingar um inni-
hald þeirra.
Islendingar eiga að efla eigin
upplýsingastarfsemi og eigið