Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið.
Átaks er þörf
Sérstaða íslendinga í efna-
hagslegu tilliti hefur ver-
ið mikil sé miðað við þróun í
nágrannaríkjunum á undan-
förnum áratug. Þeim hefur
ekki tekist að skapa nóg störf
handa öllum, við höfum
misst stjórn á þróun verð-
lags. Spár þeirra gera nú ráð
fyrir því að mestu efnahags-
erfiðleikar séu að baki í bili.
Við sjáum ekki enn fram úr
vandanum. í öðrum löndum
hefur verið lögð rík áhersla á
að stemma stigu við þeirri
atvinnustarfsemi sem er
óarðbær. Hér á landi er lagt
á það höfuðkapp að fleyta
öllu áfram. Þar hafa stjórn-
málamenn sagt hingað og
ekki lengra. Hér sýnast alltof
margir starfa í þeirri von að
þetta lafi á meðan þeir lifa.
Síðasta pólitíska uppgjör
fór fram hér á landi í kosn-
ingunum í apríl 1983. Nokkr-
um vikum síðar var ríkis-
stjórnin sem enn situr mynd-
uð. Tveir stærstu stjórn-
málaflokkar landsins tóku
höndum saman. Þeir settu
sér djarft markmið í barátt-
unni við verðbólguna. Það
náðist að verulegu leyti á því
ári sem nú er að líða. En póli-
tíska lagni og samstöðu
skorti til að halda áfram á
sömu braut. Með kjaraátök-
unum í haust bar okkur af
leið. Enn er ekki séð hvar
þeirri ferð lýkur — ósamið er
við sjómenn.
Landsstjórnarmál eru í
óvissu um þessi áramót eins
og þau hafa löngum verið.
Stjórnmálaflokkar eru teknir
til við að minna háttvirta
kjósendur á meginviðhorf og
grundvallarstefnu. Stjórnar-
flokkunum gekk brösulega að
koma sama fjárlögum. Innan
ríkisstjórnar hafa menn í
nokkrum heitingum. Stjórn-
arandstaðan þykist fær í
flestan sjó en hefur þó lítið
annað til mála að leggja en
það sem hún telur að stjórn-
inni komi illa.
Ekki standa þó stjórn-
málamenn alls staðar illa að
vígi. Þar sem stjórnmála-
flokki hefur verið sýnt það
traust að fara einn með for-
ystu, í borgarstjórn Reykja-
víkur, hefur verið staðið
þannig að stjórn fjármála að
eftirtekt hlýtur að vekja.
Davíð Oddsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, lýsti því í sam-
tali við Morgunblaðið í gær,
hve góðum árangri sjálfstæð-
ismönnum hefur tekist að ná
með markvissri fjármála-
stjórn í höfuðborginni. Þessi
árangur sýnir að með því að
standa skynsamlega og sam-
an að lausn mála er unnt að
komast hjá skuldasöfnun.
Hefur staða borgarsjóðs og
fyrirtækja Reykjavíkurborg-
ar gagnvart lánastofnunum
ekki verið jafn góð um langt
árabil.
Allir eru sammála um að
átaks er þörf í landsstjórn-
inni. Meira að segja stjórnar-
flokkarnir deila ekki um það.
Fimm stjórnmálaflokkar
beina nú spjótum sínum að
Sjálfstæðisflokknum, þunga-
miðjunni í íslenskum stjórn-
málum. Spjótalögin eru mis-
jöfn. Svo að líking sé tekin af
alþjóðavettvangi, þar sem
Sovétmenn hafa um árabil
reynt að reka fleyg á milli
þjóða Vestur-Evrópu og
Bandaríkjamanna til að
koma ár sinni betur fyrir
borö, hefur borið á því meira
en áður síðustu vikur að and-
stæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins telji sig geta rekið fleyg í
flokkinn. Lýðræðisþjóðirnar
hafa staðið saman og ekki
látið bilbug á sér finna, þegar
á reyndi. Framtíð íslenskra
stjórnmála yrði mun svartari
en ella, ef aðförin að Sjálf-
stæðisflokknum heppnaöist.
Þegar á reynir kunna ís-
lenskir kjósendur að greina á
milli aukaatriða og þess sem
máli skiptir.
Stjórnmálabaráttan er
brauð og leikir fjölmiðlanna.
Líf þjóða og manna snýst þó
ekki um brauð og leiki. Þar
er tekist á við atriði sem
krefjast úrlausnar frá degi
til dags. Hlutverk sitt rækja
stjórnmálamenn best með
því að skapa borgurunum
góð, almenn skilyrði til að
leysa þennan vanda sam-
kvæmt meginreglunni: Hver
er sinnar gæfu smiður. Hitt
er eðlileg krafa borgaranna
að þeir geti kallað þann
stjórnmálamann til ábyrgðar
sem ábyrgðina ber. Flokka-
fjöldi og sundurlyndi meðal
stjórnmálamanna gerir borg-
urunum erfitt fyrir í þessu
efni. Og stjórnmálamenn
sem forðast ábyrgð vilja leita
skjóls í slíku ástandi.
í upphafi nýs árs er átaks
þörf í íslensku þjóðlífi og
stjórnmálum. Með ósk um að
vel og skynsamlega takist
árnar Morgunblaðið lesend-
um sínuin og öðrum lands-
mönnum heilla á árinu 1985
og þakkar samfylgdina á ár-
inu sem er að kveðja.
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 29. desember
Miðaldra kona,
fædd og uppalin
hér á íslandi,
fluttist til
Bandaríkjanna
fyrir nokkrum
árum, eftir að
hafa komið á legg myndarlegri fjöl-
skyldu. Hún var spurð um það er hún
kom í stutta heimsókn um jólin, hvort
hún og maður hennar hygðust flytja
heim aftur. „í hreinskilni sagt veit ég
það ekki,“ sagði konan. „Bandaríkin eru
betra land að búa í, veðurfarið er betra
þar og afkoman er betri, en börnin mín
eru öll hér.“
Þetta svar hefur valdið viðmælanda
konunnar nokkurri umhugsun. Eru
Bandaríkin betra land að búa í en ís-
land? Hér er enn eitt dæmið af morgum,
sem áður hafa verið gerð að umtalsefni
í Reykjavíkurbréfi um tilhneigingu
fólks til að taka sér búsetu í öðrum
löndum, þar sem lífið er þægilegra og
afkoman betri. Þetta viðhorf til búsetu
er býsna ríkt hjá ungu fólki, sem hefur
aflað sér menntunar, sem gerir það
gjaldgengt á vinnumarkaði, hvar sem er
í hinum vestræna heimi. Sú kynslóð,
sem nú er á miðjum aldri hefur ekki þau
skilyrði menntunar vegna, en hins vegar
hefur hún efni á því að flytja af landi
brott, ef henni sýnist svo.
ísland hefur upp á margvísleg lífs-
gæði að bjóða, sem erfitt er að finna í
fjölmennum ríkjum hins vestræna
heims. Fámennið er einn af kostum
okkar þjóðfélags, einnig víðfeðmi lands-
ins og fegurð. Það er betra að ala upp
börn á íslandi en í stórborgum erlendis.
Þetta eru sömu rökin og beita mátti
gegn flutningi úr sveitum landsins til
þéttbýlisins á suðvesturhorninu á fyrri
hluta aldarinnar. Samt flutti fólkið.
Ástæðan var sú, að afkoman var betri
og fjölbreytni mannlífsins meiri.
Ein mesta hætta, sem steðjar að ís-
lenzku þjóðfélagi okkar tíma er sú, að
betri afkoma, þægilegra veðurfar og
fjölbreyttara menningarlif freisti þeirr-
ar ungu kynslóðar, sem telur sér alla
vegi færa og miðaldra fólks, sem er
komið í nógu góð efni til þess að flytja
sig um set. Um þessa alvarlegu ógnun
við framtíð íslenzks samfélags er nán-
ast ekkert rætt í landi, þar sem stórpóli-
tiskar umræður geysa linnulaust allt
árið um kring, í fjölmiðlum, á manna-
mótum, á vinnustöðum og nánast hvar
sem tækifæri gefst.
Menningarlegt
umhverfi
Ferðalangur i Alabama, sem einum
og hálfum áratug áður hafði dáðst að
fegurð og töfrum Suðurríkjamállýzku,
veitti því eftirtekt, að hún virtist vera
að hverfa eða var alla vega ekki jafn
áberandi og áður. Þær upplýsingar voru
gefnar, að sjónvarp um gervöll Banda-
ríkin ætti ríkan þátt í að eyða sérkenn-
um tungumáls í einstökum landshlut-
um.
íslenzkusérfræðingar, sem rannsakað
hafa framburð í einstökum landshlutum
hér, sem frábrugðinn hefur verið því,
sem almennt gerist, hafa sagt, að flutn-
ingur einnar fjölskyldu frá suðvestur-
horninu inn á slíkt svæði geti á skömm-
um tíma haft veruleg áhrif í þá átt að
eyða sérkennum tungunnar.
Það alþjóðlega menningarlega um-
hverfi, sem við íslendingar búum við
einkennist fyrst og fremst af mikilli
fjölmiðlun. Áhrif alþjóðlegrar fjölmiðl-
unar, sem aðallega eru bandarísk og
brezk, streyma að okkur úr öllum átt-
um.
Langflestar kvikmyndir, sem við sjá-
um í kvikmyndahúsum eru frá ensku-
mælandi löndum. Svo er einnig um vin-
sælasta dagskrárefni sjónvarpsins.
Myndböndin, sem fólk tekur á leigu í
stórum stíl til þess að sýna á heimilum
sínum eru að langmestu leyti úr sömu
átt. Mest af þeim erlendu bókum, sem
lesnar eru á íslandi eru á ensku. Við
erum fastir lesendur fjölmargra
brezkra og bandarískra tímarita. Lífs-
stíll Bandaríkjamanna hefur breiðst út
með ógnarhraða til Evrópulanda. Það
gildir einu, hvort um er að ræða heilsu-
ræktarstöðvar, hamborgara- eða kjúkl-
ingastaði.
Á ferðum erlendis kemur fljótt í ljós,
að stórborgir eru að verða eins, austan
hafs og vestan. Hamborgarastaðirnir
eru eins, stórverzlanir eru eins, Visa-
kortin eru eins, sömu vörurnar eru alls
staðar. Öll eru þessi áhrif að berast til
íslands. Það er helzt í fámennum fjalla-
þorpum í Ölpunum, sem enn má finna
samfélag, sem er öðru vísi en hið einlita
vestræna samfélag er að verða.
í þessari þróun eru fólgnar miklar
hættur fyrir okkur íslendinga og sam-
félag okkar. Það er hægt að tala við
ungt fólk í dag sem notar íslenzk orð en
samhengi og setningaskipan eru ensk
eða amerísk. Áhrif enskunnar á ís-
lenzka tungu á einum og hálfum áratug
eru gífurleg. Stundum er hægt að fá þá
tilfinningu, að óstöðvandi skriða hafi
farið af stað, sem ómögulegt verði að
stöðva og muni eyða öllu, sem fyrir
verður. Það þarf ekki gervihnattarsjón-
varp til. Holskefla engilsaxneskra
menningaráhrifa hefur riðið yfir okkur
eins og aðrar þjóðir í okkar heimshluta
í krafti nútíma fjölmiðlunar og á þess-
ari stundu getur enginn sagt til um það
með nokkurri vissu hvort við, sem þjóð,
stöndum af okkur þessa holskeflu. Þetta
er mesta vandamál þjóðar okkar um
þessar mundir.
Yfírsýn
Þjóðin er í mikilli hættu stödd vegna
erlendra menningaráhrifa og augljós-
lega lélegri afkomu okkar en nágranna-
þjóða. Miklu skiptir, að við höfum yfir-
sýn yfir þennan vanda, gerum okkur
grein fyrir honum og áttum okkur á því,
hvernig við skuli bregðast. Því miður
verður þess ekki vart, að ráði, að
forystumenn lands og þjóðar hafi þá yf-
irsýn.
Starfskraftar þings og ríkisstjórnar
snúast nær eingöngu um lausn á dagleg-
um vandamálum efnahags- og atvinnu-
lífs. Á meðan ekki er horft lengra en til
næstu mánaða við úrlausn daglegra
verkefna er ekki við því að búast að
raunveruleg breyting verði til hins
betra. Á meðan verður munurinn meiri
á afkomu okkar og nágrannaþjóðanna
og aðstaða okkar til þess að verjast of
miklum erlendum menningaráhrifum
veikist að sama skapi. Glöggur maður
sagði á dögunum við höfund þessa
Reykjavíkurbréfs, að það mundi taka
okkur íslendinga einn og hálfan áratug
að ná jafnstöðu við nágrannaþjóðir í
lífskjörum, jafnvel þótt við hæfumst
handa um að hreinsa til í kringum
okkur strax.
ísland er fyrst og fremst verstöð og
afkoma okkar mun um langan aldur
þyKgjast á fiski. Annað, sem hér kemur
við sögu skiptir máli, en ræður ekki úr-
slitum. Fiskurinn ræður úrslitum. Það
hefur lengi verið ljóst, að sjávarútvegur
okkar og fiskvinnsla eiga við grundvall-
arvanda að stríða. Aukinn þorskafli
gæti breitt yfir þennan vanda um skeið
en hann verður ljós um leið og afli
dregst saman.
Árum saman hafa ríkisstjórnir gefizt
upp við að takast á við þetta vandamál
eða skapa sjávarútveginum sjálfum
skilyrði til þess — einnig sú, sem nú
situr. Það er hægt að breyta skuldum
sjávarútvegsins ár eftir ár og deila fram
og til baka um það, hvað fiskverð skuli
hækka um margar prósentur. Þegar til
lengri tíma er litið hefur þetta sáralítil
áhrif á stöðu sjávarútvegsins.
Tvennt hefur gerzt í málefnum út-
vegsins á því ári, sem nú er að líða, sem
bendir til að umræður um raunveru-
legan vanda sjávarútvegsins gætu verið
að hefjast. Áhugi manna á því, að
breyta togurum í frystitogara hefur
stóraukizt. Margt bendir til að togarar,
sem útilokað er að reka við núverandi
aðstæður geti staðið undir kostnaðar-
verði sínu, verði þeim breytt í frystitog-
ara. Fleiri og fleiri útgerðarmenn sýna
þessari þróun áhuga. Hún vekur jafn-
framt upp spurningar um það, hvort
frystihús séu að verða úrelt að ein-
hverju leyti og hvort skynsamlegt sé að
eyða meira fé í fjárfestingar í frystihús-
um.
Hitt atriðið, sem vert er að veita eft-
irtekt eru niðurstöður á athugunum
ungs manns, Ingólfs Arnarsonar, sjáv-
arútvegsfræðings, sem færir rök að því,
að ábatasamara sé að gera út tvo línu-
báta en einn skuttogara. Langt er síðan
spurningar vöknuðu um það, hvort gíf-
urlegar verðhækkanir á olíu hefðu kippt
grundvellinum undan rekstri togaranna
og hvort hagkvæmara væri orðið að
sækja fiskinn á annars konar skipum.
Nú hefur ungur sérfræðingur fært rök
að því, að svo sé. Niðurstöður hans
hljóta að leiða til mikilla umræðna. Þær
gætu orðið veigamikill þáttur í lausn á
langtimavandamálum sjávarútvegsins.
*
I tengslum vid
sjávarútveg
Framtíð okkar og afkoma byggist á
fiski. Þar búum við yfir sérþekkingu.
Þess vegna er líklegast, að okkur takist
bezt upp við nýjar atvinnugreinar, sem
tengjast fiski með einhverjum hætti.
Þar er fiskiræktin auðvitað efst á blaði
og sennilega sú atvinnugrein, sem mest-
ur vöxtur verður í á næstu áratugum.
Það er sérstakt fagnaðarefni, að margir
forystumenn í sjávarútvegi okkar í dag
hafa gert sér grein fyrir möguleikum
fiskiræktar og leggja nú fé til hennar í
vaxandi mæli.
Frumherjarnir í fiskirækt á íslandi
þurfa á þátttöku sjávarútvegsmanna að
halda. Þeir þurfa á að halda almennum
stuðningi, fjármagni og markaðsþekk-
ingu. Allt er þetta að koma til sögunnar
nú og er einn af ljósu punktunum i at-
vinnulífi okkar. í þessum frumherjum
býr ótrúlegur kraftur, sem getur skilað
miklu, þegar hann tengist rótinni í at-
vinnulífi okkar, sem er sjávarútvegur-
inn. Iðnaðarframleiðsla, sem byggir á
sérþekkingu okkar í útgerð og fisk-
vinnslu á áreiðanlega einnig framtíð
fyrir sér sem útflutningsatvinnugrein.
Nokkur fyrirtæki hafa unnið merkilegt
starf í kyrrþey á þessu sviði og vísað
veginn.
Endurreisn sjávarútvegsins til þess
sess, sem honum ber í atvinnulífi okkar,
byggist þó fyrst og fremst á því, að hon-
um takizt að endurheimta sjálfstæði
sitt. Sjávarútvegurinn er ekki sjálfs sín
herra og hefur ekki verið síðustu ára-
tugi. Hann er háður ríkisvaldi og banka-
veldi um flest. Lykillinn að lausn á
vanda sjávarútvegsins er að skapa hon-
um skilyrði til þess að starfa sem sjálf-
stæð atvinnugrein óháð geðþótta ríkis-
og bankavalds.
Horft til framtídar
Hér hefur verið fjallað um vandamál
sjávarútvegs í beinu framhaldi af um-
fjöllun um menningarlega sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar og samkeppni
okkar við önnur ríki um fólkið, sem býr
í landinu okkar, vegna þess, að þetta er
nátengt. Allt það starf sem unnið hefur
verið við uppbyggingu annarra atvinnu-
greina í landinu, svo sem stóriðju og
almenns verksmiðjuiðnaðar og margvís-
lega þjóðustustarfsemi skiptir miklu
máli. En það ræður algjörum úrslitum
um það, hvernig afkoma okkar verður á
næstu árum og áratugum, hvort okkur
tekst að reka sjávarútveg okkar með
hagnaði.
Velgengni í sjávarútvegi stórbætir
hag okkar á skammri stundu eins og
dæmin sanna. Batnandi afkoma eykur
bjartsýni þjóðarinnar á framtíðina og
trú hennar á landið. Hún hvetur unga
fólkið til að koma heim. Hún gefur
okkur nýjan kraft til þess að takast á
við fjölmiðlaholskeflur nútímans og
"vj
Jón Sigurðsson forseti. Þjóðarleiðtogi í sjálfstæðisbaráttunni á síðustu öld. Fjölmiðlaöldin felur í sér geigvænlegar hættur fyrir smáþjóðir og
þjóðabrot. í baráttu okkar gegn þeim hættum hljótum við að leita styrks og fanga í sögu þjóðarinnar og menningarlegri arfleifð.
varðveita tungu okkar og menningu.
Þannig tengjast saman í eina heild for-
sendurnar fyrir tilveru okkar í þessu
landi, tungan, menningin, landið sjálft
og fiskurinn í sjónum. Þarna er rótin og
þangað eigum við að leita, þegar hættur
steðja að.
Þjódarforystan
Sérhver þjóð þarf á að halda forystu,
sem vísar henni veginn til framtíðar-
innar. Forystu, sem veitir hugmynda-
flugi fólksins útrás með því að brjóta
nýjar brautir. Forystu, sem hefur þrótt
til að horfa fram á veg, þótt aðkallandi
vandamál steðji að. Forystu, sem gefur
fólki von, þegar syrtir í álinn. Forystu,
sem hefur þor til að takast á við raun-
veruleg vandamál.
Það er of langt um liðið síðan íslenzka
þjóðin hefur búið við slíka forystu.
Gervimennska fjölmiðlaheimsins hefur
tröllriðið hér húsum um skeið og afleið-
ingin er sú alvarlega ógnun, sem að
framan var fjallað um.
Við stöndum við upphaf nýs árs. Það
er ekki lengri tími til aldamóta en sá
sem liðinn er frá lokum Viðreisnartíma-
bilsins. Þessi síðasti eini og hálfi ára-
tugur hefur á margan hátt verið okkur
andstæður. Þótt veigamiklum áföngum
hafi verið náð í málefnum lands og þjóð-
ar svo sem full yfirráð yfir fiskimiðum
okkar, hefur okkur ekki miðað fram á
veg, sem skyldi. Þess vegna skiptir þeim
mun meira máli, að tíminn fram til
aldamótanna nýtist okkur vel.
Baráttan um fiskimiðin var örlaga-
ríkur þáttur í sögu þjóðarinnar en bar-
áttan fyrir því að hverfa ekki í haf stór-
þjóðanna verður margfallt örlagaríkari.
Hún mun setja mikinn svip á næstu
áratugi. Sigur í þeirri baráttu vinnst
einungis með því að leita styrks og
fanga í sögu þjóðarinnar og menning-
arlegri arfleifð. Það má ekki verða
niðurstaðan af okkar sögu, að þjóðin
hafi lifað af kulda, vosbúð og sult í 1000
ár en hóglífið hafi síðan orðið henni að
fjörtjóni.
„Holskefla
engilsaxneskra
menningará-
hrifa hefur rid-
id yfir okkur
eins og aðrar
þjóðir í okkar
heimshluta í
krafti nútíma
fjölmiðlunar og
á þessari
stundu getur
enginn sagt til
um það með
nokkurri vissu,
hvort við, sem
þjóð, stöndum
af okkur þessa
holskeflu.
Þetta er mesta
vandamál þjóð-
ar okkar um
þessar mund-