Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984
29
ÖRUGG FERD MED
FERDAMIDSTÖÐINNI
FERDAAÆTLUIM 1985
Ferðamiðstöðin hefur í rúm-
lega tíu sumur skipulagt ferðir til
BENIDORM. Þúsundir íslendinga
geta borið því vitni að þar er
ánægjulegt að dveljast, gisting
fyrsta flokks, fararstjórn og
aðbúnaður allur hinn öruggasti.
Fyrsta ferðin verður farin 3. apríl
og síðan á þriggja vikna fresti út
október.
Costa Blanca, ströndin hvíta
þarf ekki að óttast samkeppni
systra sinna, Costa del Sol og
Costa Brava. Þessi tæplega 170
km langa sandströnd er mið-
svæðis á strandlengju Spánar,
umlukt ákaflega merkilegum og
skemmtilegum hluta landsins.
Ströndin hvíta er þekkt meðal
spánverja fyrir tæran sjó, mjall-
hvítan sand og ijölbreyttan gróð-
ur. Sögulegar minjar og gömul
þorp innan um fyrsta flokks að-
búnað fyrir ferðamenn. Loftslagið
á þó mestan þátt í að nú er þessi
baðströnd ein sú vinsælasta t
Evrópu. Á vorin leggur ilminn af
sítrusávöxtum og blómstrandi
trjám yfir allt, sumarið og eitt hið
sólríkasta f Evrópu,
Benidorm liggur 60 km
norður af Alicante og í 140 km
fjarlægð frá Valencia, á þrjár
hliðar umlukt fjallahring. Þessi
baðstrandarborg er eins og flestar
aðrar byggð kringum fiskimanna-
bæ. Því er auðvelt að leita á náðir
gamla tímans og kynnast hjarta
landsins. Benidorm býður að
sjálfsögðu uppá fjölbreytt nætur-
líf, diskótek og næturklúbba eins
og þeir gerast bestir. Ef einhverjir
kunna að reka næturklúbba þá
eru það spánverjar. Matsölustaðir
eru á hverju horni, alþjóðlegur
matseðill á flestum stöðum. Þó
ætti enginn að hræðast spænskan
mat því matargerðarlist stendur
þar mjög hátt.
Margir láta sér nægja að
liggja flatir í sandinum og baða
sig í bláu Miðjarðarhafinu. Aðrir
smella sér í golf (tveir golfvellir í
nágrenni Benidorm), minigolf,
tennis, keiluspil, leigja sér hjól,
eða fá sér göngu upp í hæðirnar
fyrir ofan borgina og njóta
kyrrðarinnar. Ef þú ert feiminn
við sólarlandaferð, farðu þá til
Benidorm!
SUMARHIIS
ÞÝSK SUMARHÚS
Herzlich willkommen in
Bayern! Við bjóðum nú aftur hús
á orlofssvæðinu , ,Oberallgau“.
Sumarhúsa-svæðið opnaði í árs-
lok 1981. Orlofssvæðið liggur í
suðvesturhlíðum. „Hauchen-
bergs“ sem er 1235 metrar á hæð.
Umhverfis svæðið er blessuð
bæjeríska sveitin, værðarlegar
kýr á beit klingja kúabjöllunum
sínum og vekja mann á morgn-
ana. Bæjaraland — Bayern er eins
og mynd úr ævintýrabók, skógi
vaxin fjöll, djúpir dalir, gamal-
dags falleg þorp.
Ótrúlega lágt verð. Pantið
tímanlega.
FRÖNSK SUMARHÚS
Sumarhúsin í Frakklandi eru
víða með ströndum fram og
einnig í frjósömum sveitum og
vínræktarhéruðum. Sjaldgæfur
sjarmi.
ENSK SUMARHÚS
Útvegum sumarhús víðsvegar
á Englandi, við ströndina, inní
fallegum smábæjum, uppá
Dartmoorheiði, úti á Cornwall. . .
ITALIA
Hið eina og sanna sólarland.
Það er sagt að Italía dragi þá
aftur til sín sem einu sinni koma
þangað. Farirðu einu sinni til
Italíu þá ertu á leiðinni þangað
aftur. Því er auðsvarað hvers
vegna landið verður þér svona
hjartfólgið. ítalia er fallegt land,
saga þess löng og mikil, tungu-
málið skemmtilegt, fólkið gott.
Borgirnar eru unaðslegar að
rölta um, og allt sem á vegi
þínum verður ber vott um feg-
urðarskyn og listrænt upplag.
Baðstrendur ítaliu eru langar
og breiðar, loftslagið sérstaklega
gott. Um mat og drykk þarf ekki
að fjölyrða, ítalskur matur er alls
staðar þekktur fyrir hvað hann er
góður.
RÓM
Borgin eilífa — enginn sem
kynnist Rómarborg losnar aftur
undan töfrum þessarar 2500 ára
gömlu borgar. Þar er hið liðna og
nútíminn samofið, ein heild sem á
sér engan líka.
ARMA Dl TAGGIA
ÍTALSKA
RIVIERAN
ítalska rívíeran hefur ára-
tugum saman laðað til sín ferða-
fólk. Þarna er einn gróðursælasti
reitur Italiu enda nafn strandar-
innar — Rivera de Fiorini —
blómaströndin. Rívíeran ítalska
er eins miðsvæðis og hugsast
getur, 7 km frá San Remo, 40 km
frá Mónakó, 70 km ffá Nissa.
SIKILEY
Þessi merkilega eyja er stærst
af eyjum Mjðjarðarhafsins, rétt
við strönd Ítalíu. Tignarlegir
klettar og fjalllendi umgirt
smaragðsgrænum sjó. Jafneftir-
sótt af náttúruunnendum, forn-
minjaskoðurum og sóldýrk-
endum.
FÖRUMÍFRÍ
FEwuMsrm
FERMMIÐSrÖÐINNI
0RUGG
FERÐAÞJÓNUSTA
Sérhæfð þjónusta —
vingjarnleg þjónusta.
Hópferðir, einstaklingsferðir,
farmiða- og hótelpantanir.
Þú þýtur milli heimsálfa f
flugvélum, rennur yfir lönd með
járnbrautum, ekur um
hraðbrautir í langferðabílum,
skýst eftir þröngum götum í
bílaleigubíl og gistir á hinum
ólíklegustu stöðum með aðstoð
FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR.
FERÐAÖRYGGI
Það fýlgir ferðaöryggi og
fagþekking hverjum viðskiptavini
okkar alla leið.
FERÐAMIÐSTÖÐIN er
ferðaskrifstofa með alþjóðlega
viðurkenningu sem fyrsta flokks
þjónustuaðili í ferðamálum. Þú
getur treyst því að fá
hagkvæmasta ferðamátan á
réttum tíma og verið viss um að
það er hugsað vel um þig alla
leið. Fagþekking og ferðaöryggi
með FERÐAMIÐSTÖÐINNI.
TIL HEIMSB0RGA
Flug og bíll eða flug og
gisting eða viku og helgarferðir.
Að sjálfsögðu annast
Ferðamiðstöðin alla venjulega
ferðaþjónustu m.a. þessar
vinsælu og skemmtilegu ferðir til
allra helstu stórborga Evrópu og
höfuðborga norðurlandanna. Á
síðasta ári fóru þúsundir
íslendinga í lengri og skemmri
ferðir svolítið á eigin vegum en
með góðri aðstoð okkar.
FRAKKLAND
CANNES
Cannes er baðstrandarbær í
hæsta gæðaflokki. Borgin stendur
í vogi sem þykir með ólíkindum
fallegur. Strandgatan er 3 km
löng umlukin skógivöxnum
hæðum. NISSA
í Nissa er glæsilegasta
baðströnd við Miðjarðarhafið. En
það er ekki allt og sumt, því
borgin býður uppá gamalt og
nýtt. Hallir, rómverskar rústir,
gamlar kirkjur, glæstar
verslunargötur.
OSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKABj
ÁRS OG FRIÐAR OG ÞÖKKUM
VIÐSKIPTIN Á LEÐNU ÁRI
Yfir hugtökin ,,gestir“ og
,,ókunnugir“ hafa grikkir aðeins
eitt orð: xenos. Það segir mikið
um þá einstöku alúð og gestrisni
sem ferðalangurinn á í vændum.
En það er svo sem aukaatriði því
Grikklandsferð er fjárfesting,
menningarlega og andlega.
AÞENA
Þar er vagga vestrænnar
menningar eins og segir í landa-
fræðinni. En hún lætur ekki
sagnffæðina þvælast fyrir sér,
kann að lifa lífinu, glaðvær,
ruglingsleg, ótilgerðarleg.
RHODOS
Yndisleg grísk eyja örfáar
mílur undan strönd Ásíu. Eyjan
er allt, óspjölluð náttúra, fom-
leifar, dularfull söguslóð, og sjór-
inn tærari en maður á að venjast
og nútímalegasti ferðamanna-
staður Grikkja. Rhodos er
almennt talinn nútímalegasti
ferðamannastaður Grikkja og
bjóða upp á mjög fjörugt nætur-
og skemmtanalíf.
Þó Marokkó heyri Afríku til,.
tengist landið Evrópu sterkum
böndum sagnfræðilega. Sú vísa er
aldrei of oft kveðin að Marokkó
sé land anstæðnanna. Það er
undarleg upplifun að koma til
þessa lands, maður er kominn í
annan heim sem líkist engu sem
maður hefur kynnst.
Næturlífið er glaðlegt,
sérstaklega ef maður er svo
stálheppinn að sjá magadans og
eldgleypi á sama kvöldinu.
AGADIR
Agadir er nýtískuleg borg.
Þar skin sólin 300 daga ársins.
Stór skuggsæl tijágöng liggja um
borgina, og garðar með
yndislegum gróðri gleðja augað.
Hótelin eru þægileg og standast
hæstu kröfúr.
Vörusýningabæklingurinn
fyrir árið 1985 er kominn. í
honum eru mörg hundruð
sýningar víða um heim. Þú getur
fengið hann sendan heim eða náð
þér í eintak á skrifstofunni
Aðalstræti 9.
FERÐAMIÐSTÖÐIN hefur í
fjölda ára verið í fararbroddi í
ferðaþjónustu, sem tengist ferðum
íslendinga á vörusýningar og
kaupstefnur.
Ferðamiðstöðin veitir þér
allar upplýsingar, örugga
hagkvæma þjónustu og sér um
farmiða- og hótelpantanir.
=JFERÐA..
Í!l MIÐSTODIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133