Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Hvað segja þeir um áramót? Páll Sigurjónsson Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveit- endasambands íslands: Þrátt fyrir áfoll má ekki gefast upp Árið 1984 hefur veri ár vona og vonbrigða. Verðbólgan hefur um langt skeið verið böl okkar íslendinga, þó sumir virðist telja hana af hinu góða. Á árinu 1983 var gerð fyrsta alvarlega tilraunin í langan tíma til að vinna bug á verðbólgunni, sem var á góðri leið með að leggja atvinnulífið í rúst. Þá vaknaði vonin um bjartari framtíð fyrir okkur öll í þessu landi. Vonin hélst fram eftir árinu 1984 og fram yfir samningana hinn 21. febrúar síðastliðinn, þeir voru með skynsamari og ábyrgari samningum sem gerðir hafa verið um langa hríð. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðarins í sameiningu sitt af mörkum til að hjálpa til við endurreisn efnahags landsins og atvinnulífsins. Að áliðnu sumri kom í ljós að ríkisstjórninni hafði mistekist að framfylgja í eigin herbúðum þeirri aðhaldsstefnu, sem nauðsynleg var í kjölfar febrúarsamninganna og fóru þá vonir að dofna um varanlegan árangur í verðbólgubaráttunni og við gerð kjarasamninga í haust komu vonbrigðin. Menn eru ótrúlega fljótir að gleyma. Varla voru aðgerðir gegn verðbólgu farnar að skila smá árangri fyrr en margir virtust vera búnir að gleyma að verðbólg- an hefði nokkurn tíma verið til. Þegar menn höfðu í samningum opinberra starfsmanna þvingað fram óraunhæfar prósentuhækk- anir var hinum almenna vinnu- markaði nauðugur einn kostur að fylgja í kjölfarið og semja um hækkaða krónutölu launa sem engin forsenda var fyrir. Þess var krafist að verðbólgudraugurinn yrði vakinn upp, það var gert, það tókst, en hætt er við að með þenn- an draug fari svipað og með draugana í þjóðsögunum að þeir sem vöktu hann upp ráði ekki við hann. Mér virðist að bæði hjá almenn- ingi og stjórnvöldum gæti nú von- leysis og uppgjafar vegna þessa afturkipps sem komið hefur í endurreisn efnahags landsins. Við verðum öll í þessu landi að taka höndum saman í baráttunni gegn þessu vonleysi og megum ekki gefast upp. Samningarnir í haust voru spor aftur á bak, en þeir sem gerðu þá vissu nákvæmlega hvað þeir voru þvinaðir til að gera, vissu hvaða afleiöingar þeir mundu hafa og þær eru að koma fram. En von- andi er að dreginn verði lærdómur af nóvembersamningunum og af- leiðingum þeirra. Óskandi er að sú umræða, sem fram fór fyrir þessa samninga um nýjar leiðir, verði til þess að stöðva það, að allir sam- ningar verði verðbólgusamningar, heldur verði samningar um raun- verulegar kjarabætur í stöðugu samfélagi. Við megum ekki gleyma þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst í baráttunni við verðbólg- una. Enn er hægt með samstilltu átaki allra landsmanna að sigrast á erfiðleikunum, en þar verða stjórnvöld að hafa frumkvæði og ganga á undan með góðu fordæmi. Þau mega ekki missa móðinn og mega ekki falla í þá freistni lið- inna ára, að láta sér nægja skammsýnar bráðabirgðalausnir í stað þess að halda ótrauðir áfram að fást af framsýni við vandann. Þrátt fyrir áföll má ekki gefast upp. Við búum í erfiðu landi, sem þó býður upp á marga möguleika, auðævi hafsins, orkuna í fellvötn- unum, en það er ekki til mikils nema það sé allt nýtt á sem skyn- samlegastan hátt. í landinu býr duglegt, vel menntað og iðjusamt fólk. Við getum, ef við stöndum saman sigrast á öllum erfiðleikum og styrkt og viðhaldið þeim grundvelli, sem velferð okkar er byggð á. Ein meginforsenda þess að það megi takast er að í landinu fái að dafna blómlegt atvinnulíf. Gleðilegt ár Ásmundur Stefánsson Ásmundur Stefánsson, forseti Al])ýðusam- bands Islands: Misskipting fer vaxandi og fest- ist í sessi Það eru erfiðir tímar á íslandi í dag og svo hefur verið um nokkra hríð. Náttúruöflin hafa snúist til verri vegar og naumast myndu dyggustu stuðningamenn stjórn- arflokkanna reyna að halda því fram að stjórnvöld séu launafólki hliðholl. Þrátt fyrir tvenna samn- inga hefur launafólk á liðnu ári mátt sætta sig við skertan hlut. Misskipting fer vaxandi og festist í sessi. Sumir búa við þröngan kost og ná ekki endum saman á meðan aðrir maka krókinn og lifa í vellystingum praktuglega. Að- stöðu atvinnuveganna er einnig misskipt, þannig að á meðan mörg fyrirtæki í sjávarútvegi berjast í bökkum blómstrar ýmiss konar þjónustustarfsemi. f þjóðfélagslegri umræðu hefur virðingin fyrir einstaklingnum víða vikið fyrir kerfisdýrkun svonefndra frjálshyggjumanna, sem segja að markaðskerfið skuli alls staðar ráða óheft og ekkert sé við því að gera þó sumir einstakl- ingar séu troðnir í svaðið á meðan aðrir njóti allra heimsins lysti- semda. Þegar misskiptingin er tal- in sjálfsögð ber mannfyrirlitning- in náungakærleikann ofurliði og lítið verður úr frelsi einstaklings- ins. Nýir samningar voru gerðir á vettvangi Alþýðusambandsins í haust í kjölfar samninga opin- berra starfsmanna, sem sýnt höfðu sterka samstöðu og baráttu- þrek í löngu verkfalli. Þó reynslan sanni annað sýnist ríkisstjórnin enn trúa því að kjaraskerðing sé einhlítt svar við öllum vanda. Jafnvel þó samningaleiðin og efn- isinnihaldið væri valið af stjórn- völdum í samningum hafa þau sömu stjórnvöld nú þegar eytt ávinningi samninganna með markvissum verðbólguaðgerðum, gengisfellingu og vaxtahækkun. Þó við getum ekki ráðið nátt- úruöflunum er ljóst að við íslend- ingar ráðum sjálfir mestu um það hvert þjóðfélagið stefnir. Það er á okkar ábyrgð þegar misskiptingin veldur því að hér búa tvær þjóðir í sama landi og það er á okkar ábyrgð ef skipulagsleysi í fjárfest- ingu og rekstri heldur niðri tekj- um og veldur óvissu um atvinnu. Það er því okkar skylda að auka styrk félagslegra viðhorfa. Það hefur enginn rétt til tillitsleysis og yfirgangs gagnvart öðrum. Hver og einn á rétt til atvinnu og lífsviðurværis, rétt til þess að komast til þroska, rétt til félags- legra samskipta, rétt til áhrifa á þær ákvarðanir sem teknar eru í þjóðfélaginu, rétt til að líta áhyggjulaust til ellinnar og til að búa börnum sínum réttláta fram- tíð. Það er á ábyrgð okkar allra að einstaklingurinn nái rétti sínum. Gunnar G. Schram, formaður Bandalags háskólamanna: Askurinn og bókvitið Við höfum oft heyrt því fleygt að undanförnu að það sé tími til kominn að gera grundvallarbreyt- ingar á íslenku þjóðfélagi, ef við eigum að vera samkeppnisfærir og viðræðuhæfir í samfélagi nútím- ans, og ef unnt á að vera að bæta lífskjör þjóðarinnar á komandi ár- um. Því til sönnunar er á það bent að helstu atvinnuvegir okkar virð- ast nú komnir að endimörkum vaxtar, bæði sjávarútvegur og landbúnaður, og fremur er gert ráð fyrir fækkun starfa í iðnaði á komandi árum en fjölgun, eins og fram kom á síðustu ráðstefnu okkar sem fjallaði um efnið Menntun og hagsæld. Gegn slíku er erfitt að mæla. En þá vaknar sú spurning: Hvað tek- ur við? Hverra breytinga er þörf í þjóðfélagi framtíðarinnar í þessu landi, og það sem ekki er síður um vert: Hverjir eiga að hafa þar for- ystu um stefnumótun og fram- kvæmdir? Ég held að svarið geti ekki verið nema á einn veg: Við verðum í þeim efnum að virkja þá auðlind sem ekki er háð neinum endimörk- um vaxtar, og er í rauninni óþrjót- andi. Þá auðlind sem felst í mennt- un og menningu þjóðarinnar. Hún er lykillinn að framtíðinni og grundvöllur þeirra framfara sem hér hljóta, og verða, að eiga sér stað á næstu árum: hér á ég við það þjóðfélag, sem stundum hefur verið nefnt upplýsingaþjóðfélagið, þar sem tækni og vísindi hafa leyst erfiðismanninn af hólmi. Menn eru smám saman að ná áttunum í þessu efni, ekki síst í samanburði við þær þjóðir, sem lengra eru komnar á þessari Gunnar G. Schram braut, bæði austan hafs og vestan. Nærtækt dæmi um það eru þau áform sem háskólinn kynnti fyrir nokkrum dögum um stofnun sér- staks öflugs þróunarfélags sem styrkja á og styðja uppbyggingu nýrrar starfsemi, m.a. á sviði há- tækni-, örtölvu- og lífefnaiðnaðar. { slíkri myndbreytingu þjóðfé- lagsins, og hins íslenska hagkerf- is, sem óhjákvæmileg er, er einn hlutur deginum ljósari. Það er að sú breyting mun ekki eiga ser stað nema með atbeina og fyrir full- tingi menntamanna þessarar þjóðar. Það eru þeir sem hér verða að veita forystuna, færa nýjar hugmyndir inn í landið og vinna þeim brautargengi. Það er með öðrum orðum að því komið að sanna svo af taki öll tvímæli, að bókvitið verður í askana látið. En þegar um þessa hluti er rætt, er óhjákvæmilegt að leiða hugann að þeim forsendum, sem verða að liggja til grundvallar þeirri þróun, sem hér hefur verið lýst. Mikilvægastar þeirra eru rannsóknir, bæði hagnýtar og grundvallarrannsóknir, og aðbún- aður æðri menntunar. Hvar erum við þar á vegi stödd? Því miður er myndin ekki of björt. Tími er kominn til að breyta um stefnu á öllum þessum þremur sviðum, ef okkur á ekki að daga uppi í þjóðfélagi veiðimennsku og hjarðmennsku. Lítum fyrst á rannsóknir sem hér eru einn helsti hornsteinninn. Af öllum ríkjum OECD veitum við íslendingar minnstu fé til rann- sókna, aðeins 0,8% af þjóðar- framleiðslu árið 1981. Hlutfall Svía var það ár 2,3% og hin Norð- urlöndin ekki langt þar frá. Þrátt fyrir það að við höfum lengi búið við einna hæstar þjóðartekjur í heimi á mann, blandast mönnum ekki hugur um að við búum á lág- launasvæði. Gæti verið að þetta lága rannsóknarhlutfall væri ein skýringin á þeirri staðreynd? Lítum næst á það hvernig búið er að Háskóla lslands, en staða æðri menntunar er hér önnur for- senda af þeim þremur sem ég nefndi. I nýútkominni skýrslu þróunarnefndar háskólans er á það bent að versnandi hag háskól- ans verði án efa að rekja til efna- hagsvanda þjóðarbúsins. Síðan segir: „En eins og fram kemur af samanburði fjármagns háskólans á hvern nemanda og kennara við þróun vergrar þjóðarframleiðslu hefur hagur skólans versnað meira en hagur annrra." Þessi ummæli koma heim og saman við þá staðreynd að hlutfall af út- gjöldum til menntamála er lang- lægst hér af öllum Norðurlöndum. Útgjöld til menntamála voru hér árið 1980 4,5% af þjóðarfram- leiðslu, en um 9,5% í Noregi og Svíþjóð. Fyrir þjóðina alla er það mikil- vægt að hér verði vatnaskil. Það er verkefni ársins sem framundan er. Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambands bænda: Landbúnað- urinn 1984 Þótt komið sé að árslokum, skortir mikið á, að hægt sé að gera framleiðslu- og afkomumálum landbúnaðins á árinu 1984 viðhlít- andi skil. Þess vegna þarf að taka það, sem hér verður sagt með nokkrum fyrirvara. Fyrstu árin eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru mikil framfara- og bjartsýnisár í ís- lenskum landbúnaði. Góðir mark- aðir voru fyrir framleiðsluvörur landbúnaðarins og mjög var hvatt til aukinnar framleiðslu bæði af hálfu opinberra aila og þeirra ein- staklinga, sem létu til sfn heyra um landbúnaðarmál í ræðu og riti. Bændur tóku þeirri áskorun, sem í þessum viðhorfum fólust, á þá lund, að ræktun var stóraukin, byggingar reistar að nýju á nær hverri jörð, hvers konar ný tækni tekin í þágu landbúnaðar og fram- leiðsla stóraukin, þrátt fyrir kóln- andi veðráttu og ýmis vandkvæði af þeim sökum. Jafnframt aukinni Ingi Tryggvason framleiðslu fækkaði mjög fólki við landbúnaðarstörf. Nú hafa mál skipast þannig, að erlendir markaðir eru nær lokaðir íslenskum landbúnaðarvörum vegna offramboðs og neysla innan lands hefur ekki aukist í hlutfalli við fólksfjölgun. Stórfelldur sam- dráttur í hefðbundinni mjólkur- og kjötframleiðslu hefur átt sér stað og framleiðslugeta í þessum greinum er ekki nýtt nema að takmörkuðu leyti. Bændur hafa tekið á sig fjárhagslegar afleið- ingar þessa samdráttar að mestu leyti án aðstaðar frá opinberum aðilum. Erfitt tíðarfar undan- genginna ára ásamt samdrætti í framleiðsiu og verðtryggingu lánsfjár hefur valdið bændum miklum fjárhagslegum erfiðleik- um, einkum þó þeim yngri sem hafa orðið að stofna til búskapar við allt önnur skilyrði en tíðkuðust fram undir lok síðasta áratugar. Við blasir að bændur geta ekki lengur bætt afkomu sína með auk- inni framleiðslu nema til komi nýjar framleiðslugreinr fyrir er- lenda markaði. Ef framleiðslan á að takmarkast við innanlands- þarfir eingöngu og ekki koma til nýjar atvinnugreinar í sveitum, hlýtur enn að verða stórfelldur flutningur fólks frá hinum strjálli byggðum til þéttbýlis, sem alltaf virðist geta tekið við fólki til hvers konar þjónustustarfa. VerÖlag Hækkanir til bænda á búvöru- verði eru í nánu sambandi við al- menna verðlagsþróun í landinu. Framan af árinu voru þessar hækkanir mun minni en á undan- förnum árum, en 1. desember varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.