Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984
Kristján Ragnarsson,
formaður Landssam-
bands íslenskra
útvarpsmanna:
Horfurnar í
sjáyarútvegi
ekki góðar
Hin síðari ár hefur verið talin
þörf á að takmarka sóknarmátt
fiskveiðifiotans við ákveðið afla-
mark fyrir okkar helztu fiskteg-
undir. Tilefni þessara takmarkana
er, að sóknarmáttur flotans hefur
verið meiri en veiðiþol stofnanna.
Þessar veiðitakmarkanir hafa ver-
ið meiri og víðtækari á þessu ári,
sem nú er að kveðja, en nokkru
sinni fyrr. Nú var hverju fiskiskipi
yfir 10 rúmlestir að stærð úthlut-
að aflamarki fyrir hverja af 7
helztu botnfisktegundum, sem
veiddar eru við ísland og auk þess
var aflamarki úthlutað fyrir hum-
arveiðar. Áður hafði aðeins verið
úthlutað aflamarki á síld og loðnu.
Þessi stjórnunarleið olli meiri
breytingu á fiskveiðunum en
dæmi eru til um áður. Eðlilega olli
ákvörðun um þessa stjórnunarleið
nokkrum ágreiningi, sem reis
hæst þegar aflabrögð voru mjög
góð, eins og í aflahrotu hjá bátum
á Breiðafirði í marzmánuði og í
aflahrotu hjá togurum í ágúst-
mánuði út af Vestfjörðum. í báð-
um tilfellum stóð aflamarksleiðin
af sér þennan þrýsting, sem marg-
ir höfðu spáð fyrir um að hún
mundi ekki gera.
Megin árangur af þessari leið
fólst í því, að staðið var við fyrir-
fram ákveðin markmið um tak-
mörkun veiðanna í þeim tilgangi
að efla fiskstofnana. Þeir, sem
telja engra takmarkana þörf og
ástand fiskstofna ráðist eingöngu
af ástandi sjávar og sókn veiði-
skipa skipti engu máli, hafa haft
Kristján Ragnarsson
sig í frammi og ásakað þá, sem að
þessu hafa staðið fyrir svartsýni
og aumingjaskap. Slíkt er auðvelt.
fyrir þá, sem vita að þeir verða.
aldrei sóttir til ábyrgðar ef illa
fer. Ákveðið hefur verið að stjórna
veiðunum á líkan hátt á næsta ári,
en leitast verður við, að auka
frjálsræði með því, að gefa val á
sóknarkvóta sem taki mið af
ákveðnu aflahámarki.
Vegna stóraukinna loðnuveiða á
ný, mun heildarafli landsmanna
verða um 1.500 þús. lestir á árinu.
Aðeins þrisvar áður hefur hann
orðið meiri eða árin 1979, þegar
hann varð 1.640 þús. lestir, 1978,
þegar hann varð 1.562 þús. lestir
og 1980, þegar hann varð 1.508
þús. lestir. Þorskaflinn mun verða
um 270 þús. lestir, annar botnfisk-
afli um 280 þús. lestir, síld um 47
þús. lestir, loðnuafli um 863 þús.
lestir og skelfiskafli um 40 þús
lestir.
Markaðsverð fyrir afurðir okkar
hefur lækkað á árinu. Frystur
fiskur hefur lækkað í $ um 5% að
meðaltali. Verð á mjöli og lýsi hef-
ur lækkað um 25—30% og verð á
rækju hefur tækkað verulega.
Einnig varð lækkun á söluverði
saltaðrar og frystrar síldar.
Hinsvegar hefur verð á saltfiski
hækkað lítillega og hækkaðir toll-
ar í markaðslöndunum valda
áhyggjum.
Afkoma sjávarútvegsins í heild
hefur verið slæm. Sérstaklega hef-
ur afkoma útgerðarinnar verið
erfið, þrátt fyrir margvíslegar að-
gerðir henni til aðstoðar. í því efni
skiptir mestu máli endurskipu-
lagning á stofnlánum í Fiskveiða-
sjóði, þótt hún leiði ekki til þess að
útgerðir allra skipa fái notið
hennar. Er illt til þess að vita að
atvinnulíf heilla byggðarlaga skuli
vera í hættu vegna yfirvofandi
uppboða á skipum, sem stafa af
því, að skipin voru óhóflega dýr í
upphafi, en hér eiga hlut að máli
nær eingöngu skip sem smíðuð
voru hér á landi, og vegna óhag-
stæðra lánskjara, sem byggt hafa
á erlendum lánum í $. Hafa ís-
lenzkir bankamenn ekki reynst
góðir ráðgjafar í lántökum í er-
lendri mynt.
Horfurnar á næsta ári eru ekki
góðar og mun botnfiskaflinn verða
takmarkaður líkt og á þessu ári.
Miklar birgðir eru til af frystum
fiski og engar líkur eru á verð-
hækkun. Verulegar birgðir eru
enn til af skreið, sem lengi hefur
verið óseljanleg og litlar líkur eru
til að seljist í bráð. Horfur eru
hinsvegar á að loðnuveiði geti orð-
ið góð og einnig vænta menn þess
að rækjuveiði haldist góð.
Á þessu ári hefur ríkt friður á
hinum almenna vinnumarkaði og
verður svo vonandi á næsta ári.
Ýmsar blikur eru þó á lofti og
hafa forystumenn sjómanna blás-
ið í herlúðra og stefna kröfum
gegn útgerðinni, sem þeir vita að
er með engu móti aflögufær. Þeg-
ar þetta er ritað hefur fiskverð
fyrir næsta ár ekki verið ákveðið,
en vonandi tekst með ákvörðun
þess að bæta kjör sjómanna með
þeim hætti að viðunandi verði
fyrir þá og afkoma útgerðarinnar
verði leiðrétt, því hún hefur verið
með öllu óviðunandi í mörg ár.
Þorsteinn Gíslason
Þorsteinn Gíslason,
fiskimálastjóri:
Miklar breyt-
ingar á stjórnun
fiskveiða
Ársins 1984 mun lengi verða
minnst í íslenskri útgerðarsögu,
vegna þeirra miklu breytinga, sem
gerðar voru á stjórnun fiskveiða
landsmanna. Eftir miklar umræð-
ur voru samþykkt lög á Alþingi,
sem veittu sjávarútvegsráðherra
heimild í eitt ár til reynslu að
skipta afla milli skipa í hlutfalli
við aflareynslu þeirra sl. þrjú ár.
8. febrúar sl. var gefin út reglu-
gerð nr. 44/1984 um stjórn botn-
fiskveiða. Aflamarksfyrirkomu-
lagið varð aðalregla, þar sem út-
hlutað var aflamarki á sjö helstu
tegundir botnfiska. Fjórar helstu
forsendur fyrir þessu vali voru: Að
frekari sóknartakmarkanir í
þorskveiðum voru ekki mögulegar,
því slíkt leiddi til aukinnar sóknar
39^
í aðrar fullnýttar botnfisktegund-
ir.
Að erfitt væri að takmarka
þorskveiðina af nákvæmni með
því að beita sóknartakmörkunum.
Að úthlutaður afli dreifðist sem
réttast og jafnast á fiskiskip og
byggðarlög.
Að með aflamarksleið mætti ná
fram meiri sparnaði og hag-
kvæmni í rekstrinum.
Menn greinir ekki á að fram-
kvæmd þessarar stjórnunarað-
ferðar gekk vonum framar. Eftir
reynslu ársins eru aftur á móti
ekki allir sammála um að þetta sé
réttasta leiðin, því í mörgum til-
fellum verði hömlurnar það mikl-
ar að afburðamennska við útgerð
og veiðar fái ekki notið sín.
Nú hefur verið ákveðið að beita
kvótakerfinu næsta ár, en stefnt
er að því að menn fái aukinn
sjálfsákvörðunarrétt hvernig þeir
stunda veiðarnar og rýmkun á at-
hafnafrelsi með því að nú verður
gefinn kostur á að velja um leyfi á
aflamarki fimm helstu fiskteg-
unda eða sóknarmarki þ.e. að
stunda botnfiskveiðar í ákveðinn
dagafjölda og verður árinu þá
skipt niður í fjögur veiðitímabil.
Líkur eru á að árið 1984 verði
þriðja besta aflaár í fiskveiðisögu
okkar og mun aflinn verða nálægt
1.500 þús. lestum á móti 835 þús.
lestum 1983. Mest munar um loðn-
una sem nú er 860 þús. lestir á
móti 133 þús. lestum 1983.
Og þótt þorskaflinn minnki úr
293 þús. lestum 1983 í um 270 þús.
lestir í ár hefur sókn í verðmætar
tegundir aukist. Fiskveiðarnar í
ár hafa því verið þjóðinni mjög
hagstæðar þegar afli og verðmæti
eru metin.
Þótt líkur séu á að afkoma fiski-
skipanna verði betri en undanfar-
in ár vantar töluvert á, að hún sé
viðunandi. Hjá mörgum vegur
þyngst hinn geigvænlegi fjár-
magnskostnaður, sem reksturinn
megnar ekki að bera, uppsafnaður
vegna verðbólgu og taprekstrar
verðbólguáranna.
Spennum beltin — Notum ökuljósin
Hmum 530 Toyota eigendum sem bættust í hópinn á árinu
óskum við til hamingju með nýju bílana og vonum að bæði þeim og
öðrum vegfarendum farnist vel á ferðum sínum.
TOYOTA
Nybylavegi 8 200 Kópavogi S 91 -44144'