Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Hvers er helzt að minnast frá árinu Þegar áriö er aö líöa í aldanna skaut líta menn oft til baka, ekki síöur en fram á viö, og rifja upp atburöi líðandi árs. Man þá hver eftir því, sem hann hefur mestu skipt á einn eöa annan hátt. Til aö gefa nokkra mynd af því, sem markveröast kann aö virðast í byggöum landsins á árinu, sem nú er aö líða, hefur Morgunblaöiö eins og undanfarin ár leitaö til nokkurra fréttaritara sinna víösvegar um landiö og fengiö þá til aö rifja upp þaö, sem þeim hefur þótt markveröast í sinni sveit eöa landsmálum. Fara pistlar þeirra hér á eftir. Guttormur V. I'ormar Guttormur V. Þormar, Geitagerði í Fljótsdal: Nokkur hreyfing fólks í sveitinni Árið 1984 hefur um marga hluti verið minnisstætt. Austfirðingar hafa búið við mjög gott veðurfar svo til allt árið. Nokkuð mikil hálka var víða í fjórðungnum fyrst á árinu, en í febrúar brá til suðlægrar áttar og upp tók öll svell. Fram til vors var veturinn einmuna góður, hvorki mikil frost né stórviðri. Vorið var hæfilega votviðrasamt, þannig að spretta var snemma á ferð. Ágætir þurrkar héldust allt sumarið og var heyskap því lokið hjá flestum í ágústbyrjun. Hey voru einnig mikil og góð. Sumarið í heild er eitt hið hlýjasta, sem mælst hefur á Hallormsstað frá árinu 1937, samkvæmt frásögn Páls Guttormssonar veðurathug- unarmanns þar. Berjaspretta var geysimikil, einkum á fjörðunum. Á Hall- ormsstað var hins vegar ekki mjög mikið um ber og þar voru þau einnig frekar smá. í sumar fór trjágróðri mjög vel fram, sérstaklega lerki og víðiteg- undum. í haust voru tveir skóg- ræktarmenn að vinna við girðingu í Geitagerði og rákust þá á árs- sprota á lerkitré, sem mældist 98 sm. Nokkuð þoku- og rigningarsamt var í október, en göngur og réttir gengu þó allvel. Vænleiki dilka var með betra móti. Nokkuð var um brottflutning fólks úr sveitinni, en einnig kom nýtt fólk í búskap, t.d. fluttust ung hjón úr Borgarfirði vestra í Víði- velli fremri og settu upp kúabú þar, hið eina í sveitinni. Þór Þorbergsson tilraunastjóri á Skriðuklaustri lét af starfi og við því tók Þórarinn Lárusson, rannsóknamaður hjá Ræktunarfé- lagi Norðurlands. Þá hefur Búnað- arsamband Austurlands samið við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins (RALA) um að taka búrekstur- inn á Skriðuklaustri á leigu frá næstu fardögum. Af innlendum atburðum á árinu verður mér einna minnisstæðast er Guðlaugur Friðþórsson vann það afrek að synda til lands marga klukkutíma í ísköldum sjó, er bát- ur hans fórst við Vestmannaeyjar sl. vetur. Af erlendum vettvangi verður endurkjör Reagans í forsetaemb- ættið í Bandaríkjunum að teljast eftirminnilegast. Á hinn veginn morðið á Indiru Gandhi í Indlandi. Þráinn Bjarnason, Hlíðarholti, Staðarsveit: Verkfallið í haust ógeð- fellt og óskynsamlegt Ef litið er til baka og rifjaðir upp viðburðir ársins 1984 verður fyrst fyrir að huga að veðurfarinu sem óhjákvæmilega hefir hvað mest áhrif á afkomu og hagsæld þeirra er landbúnað stunda. Má þá fyrst nefna óvenjumikil snjóalög hér á Snæfellsnesi á liðn- um vetri, sem ollu miklum erfið- leikum á öllum samgöngum. Úr rættist þó betur en á horfðist hvað þetta varðaði, og er leið að vori leysti þennan mikla snjó á hag- stæðasta hátt þannig að jörð kom mjög vel undan vetri. Vorið mátti teljast gott og fór gróðri vel fram, en þegar leið að heyskapartíma brá til mikilla óþurrka er héldust með stuttum hléum allt til höfuð- dags. Þá brá til hagstæðs tíðarfars og náðust þá mikil hey að magni til en að sjálfsögðu víða hrakin og úr sér sprottin og því slök að gæð- um. Haustið var með eindæmum veðragott allt fram í desember- mánuð, og má það teljast góð upp- bót á erfitt sumar. Sauðfé var yf- irleitt ekki tekið á gjöf fyrr en upp úr miðjum nóvembermánuði. Þeg- ar á allt er litið verður þó að telja árið 1984 allgott ár þrátt fyrir vot- viðrasumar. Það sem veldur bændum hvað mestum áhyggjum nú eru mark- aðserfiðleikar fyrir búvörufram- leiðsluna og offramleiðsla, enda þó Þráinn Bjarnason að sífellt fari fækkandi þeim höndum, sem að henni vinna. Augljóst er að draga verður enn úr búvöruframleiðslunni því ekki virðist neinn grundvöllur fyrir út- flutningi eins og nú horfir. Að þessu er markvisst unnið, en eðli- lega þarf nokkurn aðlögunartíma í þessu efni. Til þess að koma í veg fyrir mikla tekjurýrnun vegna minnkandi framleiðslu er nauð- synlegt að spara eftir því sem auð- ið er kaup á aðföngum til búanna og auka sem mest heimaöflun til þeirra. Að mínu áliti voru verkfallsað- gerðir opinberra starfsmanna í októbermánuði sl. eitt af því ógeðfeldasta sem ég minnist frá líðandi ári. Ekki vegna þess að ég efist um að þeir er lægst hafa launin í þeirri stétt þurfi að bera meira úr býtum, heldur hins að gera verður þá kröfu til vel menntaðra og upplýstra þjóðfé- lagsþegna að þeir stofni ekki til slíkrar skemmdarstarfsemi. Það er t.d. alveg fráleit niðurstaða að láta hina venjulegu prósentu- hækkun launa gilda yfir alla lín- una þegar augljóst er að þjóðfé- lagið hefir ekki efni á að bæta launakjör þeirra betur settu með sama hætti. Hversvegna er ekki hægt að komast að skynsamlegri og sann- gjarnri niðurstöðu um skiptingu þjóðarteknanna nú á tímum tölvu- tækni, skýrsluhalds og upplýsinga af öllu mögulegu tagi? í þessu sambandi dettur mér í hug og vil benda á að ekki hafa bændur hingað til beitt verkfalls- rétti eða sölubanni á framleiðslu sína til þess að knýja fram stærri hlut sér til handa. Svo sem kunn- ugt er, þá er afurðaverð til bænda ákveðið samkvæmt lögum með þeim hætti að verðákvörðunin er í höndum sexmannanefndar sem skipuð er þrem fulltrúum frá hvorum aðila, framleiöendum og neytendum, en gerðardómur sker úr ef samkomulag næst ekki. Ég held að í flestum tilfellum hafi þó náðst samkomulag. Nú er ég ekki að nefna þetta af því að ég telji að bændur hafi með þessu skipulagi náð betri árangri í kjaramálum en aðrar stéttir. Það er síður en svo sé. Hitt er stað- reynd að þarna er um sanngjarna leið að ræða, sem ég tel að beita mætti til þess að ná viðunandi lausn við ákvörðun um kaup og kjör annarra launastétta í þjóðfé- laginu. Þær raddir hafa heyrst og sumar allháværar sem krefjast þess að núgildandi verðlagskerfi landbúnaðarins verði með öllu af- numið og að því er maður helst fær skilið horfið til fyrri hátta þegar skipulagslausir viðskipta- hættir riktu um verslun með land- búnaðarafurðir. Vonandi tekst ekki svo illa til að slík verði raun- in. Að sjálfsögðu þarf alltaf að bæta um í þessu efni sem öðru og taka upp betri hætti í samræmi við breytta tíma og dóm reynsl- unnar, en varast skal að kasta frá sér og kollvarpa því skipulagi sem vel hefir reynst bæði fyrir fram- leiðendur og neytendur. Ég enda svo þessar hugleiðingar með þeirri ósk og von að komandi ár verði farsælt og gott öllum bæði til sjávar og sveita. Jón Gunnlaugsson, Akranesi: Mesta íþrótta- ár í sögu bæjarins Það ár sem nú er að líða verður mér á margan hátt minnisstætt. Mörg atvik rifjast upp þegar mað- ur fer að líta yfir farinn veg, bæði hvað varðar mig sjálfan og ekki síöur í mínu bæjarfélagi auk ým- issa atvika bæði innanlands og utan. Hér á Akranesi skeði atburður á fyrstu dögum ársins sem verður öðrum atburðum minnisstæðari. Þetta var þegar sjór gekk á land og af varð mikið eignatjón svo til á allri strandlengjunni við Akranes. Þetta atvik minnir okkur á hve skjótt skipast veður í lofti og hve Jón Gunnlaugsson lítilsmegnug við erum þegar slíkar hamfarir ganga yfir. Mikil óvissa ríkti með atvinnu- ástand á Akranesi mestan hluta ársins, þó að mörgu leyti hafi ræst úr því. Hluti þessa ástands skap- aðist vegna óvissu um útgerð eins af togurum staðarins sem í lok ársins var seldur á uppboði. Til allrar hamingju tóku heimamenn sig til og keyptu hann og forðuðu þar með stórfelldu atvinnuleysi í fiskiðnaði á Akranesi. Sem mikill áhugamaður um íþróttir verður ekki hjá því komist að minna á frábæran árangur íþróttafólks á Akranesi á þessu ári. Má með sanni segja að þetta ár sé mesta íþróttaár í sögu bæj- arins, enda unnu alls 118 manns til íslandsmeistaratitla. Hæst ber árangur knattspyrnumanna, en þar vörðu þeir báða stóru titlana sem er algjört einsdæmi í knatt- spyrnu og einnig náðist góður ár- angur bæði í badminton og sundi. Ekki verður hjá því komist þeg- ar rifjuð eru upp atriði frá þessu ári að minnast á blessað veðrið sem spilar svo ríkan þátt í lífi okkar. Við hér á suðvesturhorninu fengum enn eitt rigningarsumarið meðan landar okkar á öðrum landshornum sleiktu sólskinið. Þeim er misskipt lífsins gæðum. Ekki eru mörg atriði hér innan- lands sem telja má til stórtíðinda. Hæst ber verkföllin nú í haust sem náðu að lama þjóðlífið svo um munaði. Að mínu mati er það tímaskekkja í íslensku þjóðlífi að hægt sé að lama svo ýmsa þætti í opinberri þjónustu sem gert var í þessu verkfalli Sérstaklega er þetta umhugsunarvert þegar í ljós kemur að þetta verkfall skilur ekki eftir sig það sem búast mátti við eftir þessi hörðu átök. Þjóðmálaumræða snerist mikið um efnahagsástandið þó sýnilega sé lítil breyting á því frá ári til árs. Kominn er tími til að menn snúi nú bökum saman og geri nú eitthvað róttækt til lausnar þess- ari kreppu okkar, en karpi ekki um smáatriöi í tíma og ótíma. Erlendis gerðust mörg minnis- stæð atvik, þó flest þeirra séu mið- ur glæsileg. Fyrst vil ég nefna hungrið sem hrjáir milljónir manna í Eþíópíu og öðrum lönd- um. Allar þjóðir heims sem af- lögufærar eru með matvæli eða önnur hjálpargögn verða að taka höndum saman til útrýmingar þessari hungurvofu. Ég held við (slendingar getum vel við unað með þá hjálp sem við höfum látið í té að þessu sinni, þó alltaf megi betur gera. Af öðrum erlendum viðburðum vil ég nefna morðið á Indiru Gandhi, morð á þjóðarleið- toga stærsta lýðræðisríkis heims vekur menn til umhugsunar um þá ógn sem víða er vegna hermdar- verkamanna sem vaða uppi. Iðn- aðarslysið mikla á Indlandi fyrir nokkrum vikum má ekki gleymast í slíkri upptalningu. Það er hreint ótrúlegt að slíkt geti skeð nú á tímum tækniframfara. Þegar minnst er á tæknifram- farir mega ekki gleymast þau af- rek sem unnin eru í geimnum. Það fer að verða nær daglegt brauð að fylgjast með ferðum geimskutla út í geiminn og í hverri ferð eru unn- in ný afrek. Mér finnst að Rúss- arnir verði að fara að koma með einhverjar nýjungar í þessu kapp- hlaupi stórveldanna, þær hafa nær eingöngu komið frá Banda- ríkjamönnum á síðustu árum. Ékki er síður fréttnæmt þegar þjóðhöfðingjaskipti verða í stór- veldunum tveim. Nýr leiðtogi tók við í Rússlandi, en forsetakosn- ingar fóru fram í Bandaríkjunum nú í vetur þar sem Ronald Reagan vann yfirburðasigur. Þegar fylgst er með fréttum frá þessum tveim stórveldum sér maður vel hve ólíkt farið er að við val á þjóðar- leiðtogum þessara ríkja. Annars- vegar þunglamalega miðstýringu hjá Rússum og hinsvegar það sjónarspil sem viðgengst í for- kosningum í Bandaríkjunum þeg- ar frambjóðendur flokkanna eru valdir og ekki síður á flokksþing- um flokkanna tveggja sem velja frambjóðendur endanlega. Hvað varðar sjálfan mig get ég með sanni sagt að þetta var gott ár í alla staði. Ég fór ásamt konu minni og eldri syni í 3ja vikna ferðalag til Houston í Texas í sumar og verður það ferðalag mér mjög eftirminnilegt. Við heim- sóttum þarna venslafólk og ferð- uðumst töluvert um, m.a. fórum við niður til Mexíkó. Af öðru má nefna að við fluttum í nýtt hús- næði í lok ársins og einnig tók ég við nýju starfi á árinu. Ekíci vil ég gleyma að minnast á öldungaliðið okkar í knattspyrnunni sem varð íslandsmeistari í sínum flokki í sumar. ( þessu liði erum við marg- ir af gömlu kunningjunum frá fyrri árum í knattspyrnunni og þó menn séu komnir af léttasta skeiði leynir sér ekki að keppnisskapið er fyrir hendi þó menn taki þetta ekki háalvarlega og hagi undir- búningi og æfingum í samræmi við það. Að endingu vil ég eiga þá von í brjósti að nýtt ár megi verða far- sælt fyrir íslensku þjóðina, öllum þegnum hennar til góðs. Halldór Gunnarsson prestur í Holti undir Eyjafjöllum: í hjálpar- starfinu finn ég styrk okkar íslendinga Eftirminnilegt er mér nú sem áður hversu gott ár við íslend- ingar höfum þegið. í samanburði við aðrar þjóðir njótum við alls frá landi okkar og hafinu um- hverfis og búum ekki við skort sem kallar á atvinnuleysi og margt annað verra. Árið gaf okkur mörg tækifæri til að leiða til betri vegar ýmis heimatilbúin vandræði, sem fyrri hluta ársins virtist vera tekist á við af ráðamönnum, en nú í árslok er séð að enn stefnir í ógæfuátt. Á ég við verðbólgu, miklar skuldir þjóðarbúsins og vaxandi mun á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.