Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 Fjórar stjörnur Núna á laugardaginn var af- skaplega athyglisverður þátt- ur í sjónvarpinu. Þáttur þessi var beint uppúr bandaríska sjónvarp- inu, nánar tiltekið frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þar sem þátturinn var sendur út fyrir kvöldmat hljóta hér að hafa verið á ferð íþróttir, enda helgast laug- ardagseftirmiðdagar Sjónvarpsins alfarið af slíku bardúsi. Þeir sem hafa ekki áhuga á slíku efni eiga svo náttúrulega að fara út að trimma. Þannig væri upplagt að gera laugardagseftirmiðdaga að lögbundnum „æfingatíma“ fyrir alla þjóðina. Myndi ég ráðleggja dagskrárstjórum sjónvarpsins að skreppa í þessu skyni uppí Bíóhöll að kynna sér æfingaprógram Stóra-Bróður í myndinni 1984. Þar sjáum við hvernig nýta má sjón- varpið við að stæla þjóðina. Meira segja vesalings Winston (aðalhetj- an) var fársjúkur og aumur, rifinn upp af trimmhetju, fimmbarna móður sem keyrð’ann áfram I leikfimi, í gegnum sjónvarpið, í sama mund og haninn gól, hvern virkan dag. Ástkœra ylhýra málið Auðvitað mælti þessi ieikfimi- hetja Stóra-Bróður á Enska tungu, enda ekki talað annað mál í 1984. Sama var að segja um þulinn í fyrrgreindum íþróttaþætti frá CBS, enda ekki við hæfi að lýsa alþjóðlegri íþróttagrein á borð við körfubolta, (basketball) á út- kjálkamáli, sem vegna slysni hefir loðað við þær fáu hræður, er tollað hafa í gegnum aldirnar á skeri því er ísland nefnist. Við sem hér þreyjum þorrann megum þakka fyrir að fá víðfræga erlenda íþróttaþuli, til að lýsa á alþjóða- málinu mikla, þeim íþróttavið- burðum er hæst ber hverju sinni. Það yrði nánast móðgun við þá ríflega tvöhundruðþúsund íþrótta- áhugamenn er hér búa, ef sá siður yrði tekinn upp að skjóta neander- dalsmálinu Islensku inni spaklega lýsingu erlendra fréttaþula á hin- um ýmsu íþróttaviðburðum er fylla skerminn í rösklega 155 mín- útur hvern laugardagseftirmið- dag. Tel ég sérlega ámælisvert að Bjarni Felixson skyldi ræða á ís- I lensku við formann Frjálsíþrótta- sambands íslands Guðna Hall- dórsson. Fannst mér af þessum sökum Iýsingin á hlaupunum og stökkunum í París hálf „sveitó". Er ekki vinnandi vegur, kæru dagskrárstjórar, að lyfta slíkum hlaupa- og stökkþáttum á svolítið hærra alþjóðlegt plan? Norskir skógar: En þar sem ég hef heitið því að vera ekki alltaf að gagnrýna og nöldra hér í þessum fjölmiðlaþátt- um, þá vil ég nota tækifærið og þakka sjónvarpinu fyrir þátt er sigldi í kjölfarið á hinum „sveita- lega“ Parísarþætti Bjarna og Guðna Halldórs. Þáttur þessi stóð í nákvæmlega 40 mínútur og nefndist: Lífið í skóginum, nánar til tekið var hér á ferð mynd um gróður og dýralíf í votlendisskógi í Noregi. Þessi mynd var ætluð börnum enda býsna fjörleg, og býst ég við að börnin hafi haft mikla ánægju af að skoða hin fögru blóm, er gægðust þarna upp- úr mosabingjum votlendisskógar- ins. Og ekki var ónýtt fyrir bless- uð bömin að kynnast bakhluta elgsins, því eins og allir vita er elgurinn bógmikill og kraftalegur. Þannig getum við nýtt sjónvarpið við að fræða ungu kynslóðina, um leið og hún horfir á körfubolta lærir hún ensku og svo tekur við undur norska votlendisskógarins, þar sem elgsrassinn skartar sínu fegursta. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓNVARP Frá Akureyri VIÐ POLLINN — tónlistarþáttur frá RÚVAK ^■■■i Þátturinn Við nl5 Pollinn frá Rík- isútvarpinu á Akureyri er á dagskrá út- varps í dag kl. 11.15. Um- sjón með þættinum hefur Ingimar Eydal. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að í þessum þætti myndi hann leika og kynna ýmis dægurlög sjötta áratugarins, og reifa þróun þessarar tón- listar. Þá kvaðst hann ætla að leika þrjú lög sem á sjötta Ingimar Eydal áratugnum komu fram sem dægurlög en eru nú leikin 30 árum seinna sem gömlu dansar á íslandi. í lokin ieikur Ingimar lag heldur nýrra af nálinni en það er Never Ending Story með Limahl hinum góðkunna og verður varp- að fram þeirri spurningu á hvaða tónlist menn muni hlusta árið 2020. Ætli lög Limahl, sem nú fer sigurför um heiminn, verði leikin sem gömlu dansarnir þá? Morgunþáttur — maður janúarmánaðar valinn ■I Páll Þorsteins- 00 son er stjórn- -andi Morgun- þáttar rásar 2 í dag frá kl. 10 til 12. Eins og venja hefur ver- ið fyrsta þriðjudag hvers mánaðar verður í dag kos- inn maður mánaðarins af hlustendum. Þeir geta hringt í þáttinn milli 11 og 12 og opinberað kjör sitt á manni mánaðarins janúar 1985. Síminn er 38503 eða 687123. Úrslitin verða síðan gerð heyrin kunn í lok þáttarins. Þá verða fastir liðir þáttarins, leikin létt og frískleg lög í morgun- sárið og væntanlega heyr- um við nokkra vel valdar og leiknar auglýsingar. Páll Þorsteinsson Frístund — fjallaÖ um Kristileg skólasamtök ■■ Unglingaþátt- 00 urinn Frístund —" er á dagskrá rásar 2 í dag í umsjá Eð- varðs Ingólfssonar. Hon- um til aðstoðar er 15 ára stúlka úr Kópavogi, Anna Snæbj arnardóttir. Að þessu sinni eru það nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði sem velja þrjú vinsælustu lög vik- unnar og og þrír fulltrúar þeirra úr 9. bekk kynna lögin og fylgja þeim úr hlaði. Kristileg skólasamtök, KSS, gangast nú fyrir sér- stakri kynningarviku á starfsemi samtakanna í skólum Reykjavíkur. Af því tilefni munu tveir unglingar í samtökunum, strákur og stelpa, spjalla við Eðvarð um samtökin og starf þeirra. Eðvarð Ingólfsson Að venju verða lesin bréf sem borist hafa frá lesendum og loks kynnir aðstoðarþulan, Anna Snæbjörnsdóttir, hljóm- sveitina Wham! sem er af- ar vinsæl meðal yngri kynslóðarinnar hér á landi. Landið gullna Elidor — 4. þáttur, „Skuggar á veggnum“ 2022 í kvöld verður 00 fluttur 4. þátt- ur framhalds- leikritsins Landið gullna Elidor eftir Alan Garner I útvarpsleikgerð Maj Sam- zelius. Þessi þáttur heitir „Skuggar á veggnum". Þýðandi er Sverrir Hólm- arsson. leikstjóri er Hall- mar Sigurðsson og tónlist samdi Lárus Grímsson. f þriðja sæti sluppu krakkarnir fjórir naum- lega út úr haugnum með verndardýrgripi landsins gullna Elidor með sér. Þar beið Malebron eftir þeim og fræddi þau á því að þetta væri aðeins upphaf- ið að frelsun Elidors frá myrkrinu sem myndi ekki hverfa fyrr en söngur Findhorns úr Háfjöllum hefði hljómað á ný. Á meðan hann leitaði Find- horns þyrftu þau að gæta dýrgripanna vel fyrir sendimönnum hins illa. Með hjálp Malebrons tókst krökkunum að kom- ast aftur yfir landamærin ósýnilegu og allt í einu voru þau stödd í kirkju- rústunum í Fimmtudags- götu á ný. Þar áttu þau fótum fjör að launa því á sömu stundu kvað við sprenging og rústirnar hrundu. A síðustu stundu tókst þeim að ná lestinni heim. Leikendur í fjórða sæti eru: Viðar Eggertsson, Emil Gunnar Guðmunds- son, Kjartan Bjargmunds- son, Kristján Franklín Magnús, Sólveig Pálsdótt- ir, Guðný J. Helgadóttir, Jón Hjartarson og Sigurð- ur Karlsson. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvðldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Svandis Pét- ursdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Perla" eftir Sigrúnu Björg- vinsdóttur. Ragnheiður Steindórsdóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.39 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég þaö sem löngu leiö“ Ragnheiöur Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.15 Viö Pollinn. Umsjón: Ingi- mar Eydal. (R0VAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 The Honey Drippers, Leonard Cohen og Rita Marley syngja og leika. 14.00 „Asta málati" eftir Gylfa Gröndal. bgranna Gröndal les (9). 14.30 Miðdegistónleikar. Si- nfónluhljómsveit danska út- varpsins leikur „Helios", for- leik op. 17 eftir Carl Nielsen: Herbert Blomstedt stj. 14.45 Upptaktur. — Guö- mundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16J0 Slödegistónleikar. Sin- fónla nr. 3 I c-moll. „Hið guðdómlega Ijóð" eftlr Alex- ander Skrjabin. Rússneska rlkishljómsveitin leikur; Vevg- eni Svetlanov stj. 17.10 Slðdegisútvarp. — 18.00 Fréttir á ensku. Tilkynningar. 18^*5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.25 Sú kemur tlð Ellefti þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um geim- ferðaævintýri. Þýðandi og sögumaöur Guðni Kol- beinsson. Lesari með honum Lilja Bergsteinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Barniö i bllnum Fræðslumynd frá Umferðar- 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19Æ0 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Landið gullna Elidor“ eftir Alan Garner. 4. þáttur: Skuggar á veggn- um. Útvarpsleikgerð: Maj Sam- zelius. Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Hall- mar Slgurðsson. Tónlist: Lárus Grlmsson. Leikendur: Viðar Eggertsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Kjartan Bjargmundsson, Kristján Franklln Magnús, Sólveig Pálsdóttir, Guðný J. Helgadóttir, Jón Hjartarson og Siguröur Karlsson SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar ráði um notkun öryggisbelta og stóla fyrir börn. 20.40 Heilsaö upp á fólk 7. Erlendur Eysteinsson á Stóru-Giljá j september sl. komu sjón- varpsmenn að Stóru-Giljá I Torfalækjarhreppi I Austur- Húnavatnssýslu. Þar var far- ið I heimasmölun með fólk- inu á bænum og rætt við stórbóndann Erlend Ey- steinsson. Umsjónarmaöur 20.35 „Bangsi og Búlla á góöu skipi". (Fyrri þáttur). Ferðaþáttur með varðskipi slðastliðið sumar I umsjá Höskuldar Skagfjörð. Lesari ásamt honum: Guðrún Þór. 21.05 Islensk tónlist. a. „Intrada og canzona" eftir Hallgrlm Helgason. Sinfónlu- hljómsveit Islands leikur; Vaclav Smetácek stj. b. Svla fyrir hljómsveit eftir Helga Pálsson. Hljómsveit Rlkisútvarpsins leikur; Hans Antolisch stj. 21.30 Utvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna" eftlr Kurt Vonnegut. Þýðlnguna gerði Birgir Svan Slmonar- I Ingvi Hrafn Jónsson. 21.25 Derrick 4. Mál handa Harry Þýskur sakamálamynda- flokkur I sextán þáttum. Aö- alhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.25 KastljÓS Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður ögmundur Jónasson. 22.55 Fréttir I dagskrárlok. son. Glsli Rúnar Jónsson flytur (11). 22.00 Lestur Passlusálma (2). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22J5 György Ligeti — land- flótta listamaður. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Ut um hvippinn og hvappinn Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.