Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRCAR 1985
Nóg að gera
hjá liðinu
Lítum snöggvast á hvað nokkrir
frægir leikarar eru að aðhaf-
ast um þessar mundir. Robert
Redford hefur haldið mikið til
uppi á fjalli einu í Utah, þar sem
hann á sér bústað og rennir sér f
brekkunum á skíðum þegar skapið
hentar. Hann þarf svo sannarlega
á ró og næði að halda, því kvik-
myndin sem hann leikur næst í er
byggð á eigi færri en fimm bókum
og hann þarf að kynnast þeim
mjög náið áður en hann les hand-
ritið og lærir það. Á móti Redford
leikur m.a. Meryl Streep, en leik-
stjóri er Sydney Pollack. Er þetta
fyrsta verkefni hans síðan hann
sló í gegn með „Tootsie".
Jessica Lange, sem einmitt lék
eitt aðalhlutverkanna í Tootsie,
mætir til leiks innan tíðar í nýrri
kvikmynd sem heitir „Country" og
hefur því varla tíma til að renna í
Laxá í Dölum í sumar. Hún leikur
aðalhlutverkið, en á móti henni
leikur Sam Shepard.
Audrey Landers er nú varla
fræg leikkona þó þekkt verði hún
að teljast fyrir tilburði sína í Dall-
as. Oft og oftast hefur hún hlotið
þann dóm, að hún geti ekkert leik-
ið og fljóti á útlitinu sem er í fínu
lagi. Ekki eru allir sammála um
það, það sannaðist er enginn ann-
ar en Richard Attenborough
(Ghandi og fleiri myndir) bauð
henni aðalhlutverkið í nýrri
kvikmynd sem hann mun leik-
stýra. Myndin heitir „A Chorus
Line“ og kostar hún eigi minna en
24 milljónir dollara í framleiðslu.
Þar leikur Afton á móti Michael
Douglas og þótti hann einnig
óvænt val ...
COSPER