Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 Napólí: Réttarhöld yfír 250 manns úr Camorra-samtökunum Napólí, Ítalíu, 4. febrúar. AP. RETTARHÖLD yfir 250 grunuðum hófust í dag í fangelsi í Napólí. Var sveimuóu yfir og skyttur á nálægum Fangaverðir í fangelsinu fengu 800 manna liðsauka frá lögreglunni til að girða fyrir, að glæpamenn, sem ganga lausir, geti jafnað um fyrrum félaga sína, sem leyst hafa frá skjóð- unni við lögregluna. Öllum nálægum götum var lokað og hunHar, sem glæpamönnum og sökunautum þeirra viðbúnaður lögreglunnar mikill, þyrlur húsþökum. þjálfaðir hafa verið til að finna sprengjur, voru á hverju strái. Réttarhöldin eru þau fyrstu af þremur yfir 640 manns, sem hand- teknir voru 17. júní árið 1983 þegar lögreglan lét til skarar skríða gegn Camorra-samtökunum, en þau eru Júgóslavía: Þrír andófsmenn dæmdir í fangelsi Relflnd A fohnur AP ^ * önnur helstu glæpasamtökin í Nap- ólí. Sakborningarnir eru af ýmsu sauðahúsi, allt frá byssumönnum Camorra til 57 ára gamallar nunnu, sem er sökuð um að hafa borið skila- boð frá Cutolo, foringja samtakanna, sem afplánar 10 ára fangelsi, til manna hans utan múranna. Kveðst nunnan hafa gert það vegna áhuga síns á að bjarga sálu hans frá kvöl- um vítis. Sömu sakir eru bornar á fangels- isprestinn þar sem Cutolo afplánar vistina, en hann var skriftafaðir hans. Á sakborningabekknum eru einnig Franco Califano, vinsæll söngvari á Ítalíu, og Enzo Tortora, kunnur skemmtikraftur í sjónvarpi. Hinn umdeildi klettadrangur, Rockall, 80 metrar á hverja hlið og 60 metra hár. Belgrad, 4. febrúar AP. ÞRÍR júgóslavneskir andófsmenn voru í dag fundnir sekir um að út- breiða fjandsamlegan áróður og voru dæmdir í eins til tveggja ára fangelsi. Noregur; Bylting í fiskiðnaði Norðmenn ætla að hasla sér völl á eftir- líkingarmarkaðinum Ósló, 4. febrúar. Frá Lauré, frétUriUra Mbl. Rannsóknastofnun atvinnuveg- anna í Noregi hefur tryggt sér einkaleyfi um allan heim á mjög fullkominni, bandarískri líftækni og binda menn vonir við, að hún geti valdið nokkurs konar byltingu í fiskiðnaðinum. Mörg norsk fyrirtæki hafa áð- ur árangurslaust reynt að kom- ast yfir einkaleyfið á þessari tækni, „Swanson-aðferðinni" svokölluðu, en með henni er unnt að nýta betur fisk, sem hingað til hefur verið verðlítill, t.d. loðnu og kolmunna, og gera úr honum nýjar og verðmeiri afurð- ir. Með „Swanson-aðferðinni" er hráefninu breytt þannig, að það líkist öðru fiskmeti, sem eftir- sóknarverðara er hjá neytend- um. Japanir framleiða t.d. mikið af krabbakjötseftirlíkingu og það er á hinum stóra eftirlík- ingamarkaði, sem Norðmenn ætla nú að hasla sér völl. GENGI GJALDMIÐLA Metgengi dollarans London, 4. jonúor. AP. Bandaríkjadollar snarhækkaði í dag og var gengi hans hærra en nokkru sinni gagnvart gjaldmiðlum Frakk- lands og Ítalíu. Þessu ollu likur á hækkandi vöxtum í Bandaríkjunum, sem fylgja muni í kjölfar á auknum opinberum lántökum þar, en þær séu óhjákvæmilegar sökum vaxandi halla ríkissjóðs þar í landi. Gengi dollarans varð í dag einnig hærra en nokkru sinni undanfarin 12 ár gagnvart vestur-þýzka mark- inu. Breytti þar litlu um, þótt vestur-þýzki seðlabankinn kæmi til skjalanna og seldi 100 millj. dollara á opnum markaði. Þá seldi Japans- banki 100—300 millj. dollara. í London fengust 1,1155 dollarar fyrir pundið (1,1250), en að öðru leyti var gengi dollarans þannig síð- degis í dag, að fyrir einn dollara fengust 259,10 japönsk jen ( 255,45), 3,2065 vestur-þýzk mörk (3,1740), 2,7335 svissneskir frankar (2,6885), 9,7795 franskir frankar (9,6825), 3,6280 hollenzk gyllini (3,5855), 1.969,50 ítalskar lírur (1.954,25) og 1,3337 kanadískir dollarar (1,3275). Hinir ákærðu gátu átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og þykja því dómarnir yfir þeim fremur mildir mið- að við það, sem búizt var við. Mennirnir þrír eru Miodrag Milic, sem dæmdur var í tveggja ára fang- elsi, Milan Nikolic, sem hlaut 18 mánaða fangelsi og Dragomir Oluj- ie, sem dæmdur var í eins árs fang- elsi. Af hálfu verjenda hinna ákærðu var þessum mildu dómum lýst sem sigri fyrir málfrelsi í Júgóslavíu. Höfðu þeir lagt á það áherzlu í málflutningi sínum, að tilgangurinn með réttarhöldunum væri að kæfa málfrelsi og koma í veg fyrir alla umræðu um efnahagsleg og félags- leg vandamál í landinu. Danmörk með í slag- inn um Rockall-svæðið „DANSKA STJÓRNIN mun nú gera opinbera kröfu til umráðaréttar yfir Rockall-svæðinu á Norður-Atlantshafi,“ að sögn Atla Dam, lögmanns Fær- eyja, sem nýlega átti fund með Poul Schliiter forsætisráðherra og Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra. Þar með hefur danska stjórnin ákveðið að taka þátt í slagsmálum fjögurra vinveittra ríkja í Vest- ur—Evrópu. Danmörk, vegna Færeyja, Bret- land, ísland og Írska lýðveldið gera öll kröfu til yfirráðaréttar yf- ir Rockall-svæðinu. Til mikils er að vinna, og er þá ekki aðeins um að ræða fiskveiðiréttindi, heldur geta einnig verið í húfi gífurleg gas- og olíuauðæfi. Bretar urðu fyrstir til að veita klettaeyju þessari athygli. Sendu stjórnvöld þyrlu þangað í sept- embermánuði 1955, öllum að óvör- Sprengingin f Aþenu: Tilræðismannsins leitað í Grikklandi Grískt blað segir hryðjuverkamenn ganga á lagið vegna andúðar Papandreous á Bandaríkjamönnum Aþenu, 4. febrúar, AP. GRÍSKA lögreglan leitar nú um land allt að hörundsdökkum manni vegna sprengingarinnar aðfaranótt sunnudagsins í veitingahúsi í Aþenu en í henni slösuðust 80 manns, þar af 69 bandarískir hermenn. Maðurinn, sem leitað er að, kom á veitingahusið Bobby’s Bar í Glyfada-úthverfinu í Aþenu og segja vitni, að hann hafi virst vera 25—30 ára gamall, dökkur á hör- und og með skjalatösku í hendi. Hefur lögreglan nú strangar gæt- ur á höfnum, flugvöllum og landa- mærum. Þrettán bandarískir hermenn slösuðust alvarlega í sprenging- unni og hefur verið farið með þá í hersjúkrahús í Vestur-Þýskalandi. Aðrir meiddust minna og fengu að fara til stöðva sinna eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Ókunn samtök, sem kalla sig „Þjóðfylkinguna", segjast hafa komið sprengjunni fyrir í veit- ingahúsinu og kváðust þau munu koma öðrum fyrir á þeim stöðum, sem Bandaríkjamenn sækja, vegna þess, að þeir beri ábyrgð á „ástandinu á Kýpur". Lögregluforingi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kveðst hafa sínar efasemdir um „Þjóðfylking- una“ svokölluðu. „Við höfum eng- ar upplýsingar um þessi samtök en munum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að hafa uppi á glæpamönnunum. Þeir eru stór- hættulegir og höfðu greinilega fjöldamorð í huga,“ sagði hann. Lögreglan vildi ekkert um það segja hvort sprengingin sé í ein- hverjum tengslum við árásir á mannvirki á vegum Atlantshafs- bandalagsins en þau hafa verið tíð í Vestur-Evrópu að undanförnu. Dagblaðið Apoyevmatini í Aþenu sagði í dag, að stjórn Pap- andreous lítist nú illa á blikuna vegna aukins uppgangs vinstri- sinnaðra öfgamanna, sem teldu það sjálfsagt að taka undir hatur hans á Bandaríkjamönnum með hryðjuverkum. Papandreou komst til valda árið 1981 og hefur andúð hans á Bandaríkjamönnum sett mestan svip á stjórnartíma hans. í kosn- ingabaráttunni sór hann þess dýr- an eið að koma Grikkjum úr Atl- antshafsbandalaginu og Evrópu- bandalaginu en að sögn vestrænna sendimanna hefur stjórnin breytt um stefnu í þeim efnum. Finnland: Flest fundið úr flauginni Sovétmenn krefjast þess að fá hana aftur Heknnki, 4. febrúar. AP. FINNSKI flugherinn hætti í dag leit að leifum sovésku flaugarinnar í Inari-vatni en búió er að finna flesta hluta hennar, sem einhver mynd er á. „Hún kom niður í heilu lagi,“ sagði Olof Fredriksson, major í flughernum, í viðtali við finnska útvarpið, „en okkur leikur hugur á að vita hvort hún varð elds- neytislaus eða var látin falla til jarðar.“ Nef flaugarinnar, stélbúnaður og vélarleifarnar hafa fundist og einnig miðhluti hennar, sem sér- fræðingar búast við að hafi að geyma leiðarkerfið. Sagði Fred- riksson, að nú væri vitað, að eldflaugin er af gamalli gerð og hefði verið notuð sem fljúgandi skotmark. Sovétmenn hafa krafist þess af Finnum, að þeir skili flaugar- leifunum, en finnska utanríkis- ráðuneytið ætlar ekki að taka um það ákvörðun fyrr en flaug- arbrotin hafa verið rannsökuð nákvæmlega. Lokaorðið mun þó Mauno Koivisto, forseti, hafa en hann er væntanlegur heim til Finnlands í kvöld frá Bandaríkj- unum. Hefur hann verið í fríi og á ferðalagi um allan heim. um, og dró áhöfn hennar breska fánann að húni á eynni. Rockall, sem er aðeins 80 metr- ar á hverja hlið, en u.þ.b. 60 metra há, liggur næst Stóra-Bretlandi. Aðeins 355 km eru til Suðureyja úti fyrir vesturströnd Skotlands. Um 400 km eru til írska lýðveldis- ins, 600 km til Færeyja og 700 km til íslands. En það var ekki fjarlægðin sem réð úrslitum í mati dönsku stjórn- arinnar. „Danmörk og Færeyjar styðja kröfu sína þeim röksemdum, að landgrunn Færeyja og Rockall séu á sama neðansjávarhryggnum,“ segir Atli Dam lögmaður. Danska stjórnin heldur því einnig fram, að mikil gjá skilji að landgrunn Rockall og Suðureyja. Breska stjórnin staðhæfir á hinn bóginn, að landgrunnið milli Skotlands, Suðureyja og Rockall sé frá náttúrunnar hendi beint framhald breska landgrunnsins. „Á allra næstu dögum mun danska stjórnin tilkynna opinber- lega, að hún muni láta gera jarðskjálftamælingar á þessu svæði vegna hugsanlegrar olíu- vinnslu þar,“ sagði Atli Dam og vísaði til fundar síns með dönsku ráðherrunum. Strax og Bretar létu til sín taka á Rockall árið 1955, mótmæltu fs- lendingar og frar, en danska stjórnin sinnti málinu ekki að neinu marki fyrr en 1970. Lúterska heimssambandið: Norðmaður kjörinn fram- kvæmdastjóri Gcnf, 4. febrúar. AP. " NORSKUR guðfræðingur, Gunnar Johan Staalsett, sem sæti á í úthlut- unarnefnd friðarverðlauna Nóbels, var kjörinn framkvæmdastjóri Lút- erska heimssambandsins á óvænt- um fundi framkvæmdastjórnar sam- bandsins um helgina, að því er greint var frá í höfuðstöðvum þess í Genf í dag. Staalsett, sem er fimmtugur að aldri, tekur við starfi Carls H. Mau, 62. ára gamals Bandaríkja- manns, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri frá 1974. Aðild að Lúterska heimssambandinu eiga 99 kirkjur víða um heim, sem telja 54.4 milljónir lúterstrúarmanna, en þeir eru samtals 68,5 milljónir. Staalsett hefur verið fram- kvæmdastjóri Norska biblíufé- lagsins frá 1982. Hann á einnig sæti í miðstjórn og framkvamda- stjórn Alkirkjuráðsins. Staalsett tekur við hinu nýja embætti síðar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.