Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
29. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Comorra á bak við lás og slá
Lögreglumaður stendur fyrir framan eitt af sautján fangelsisbúrum þar sem 252 meðlimir glæpasamtak-
anna Nuova Comorra Organizzata eru geymdir, á meðan réttarhöld yfir þeim fara fram. Comorra er
annað heiti á mafíunni í Napólí á Ítalíu, en þar var þessi mynd tekin við upphaf réttarhaldanna yfir
Comorra-samtökunum í gær. Sjá nánar frétt á bis 22.
Bretland:
Yfir 2.300 kola-
námumenn til
r *
vinnu a ny 1 gær
London, 4. febrúar. AP.
FLEIRI námamenn sneru
aftur tii vinnu í dag en
Indland:
Coomar Narain
játar á sig njósnir
Seldi ríkisleyndarmál til erlendra aðila í 25 ár
Nýju Delhi, 4. febrúar. AP.
INDVERSKUR kaupsýslumaður,
('oomar Narain, viðurkenndi í dag
að hafa undanfarin 25 ár selt ind-
versk ríkisleyndarmál til annarra
landa, aðallega þó Póllands, Austur-
Þýzkalands og Frakklands. Narain
er talinn vera höfuðpaurinn í njósna-
máli því, sem nú er komið upp í
Indlandi og er hið umfangsmesta
sinnar tegundar frá því að landið
hlaut sjálfstæði.
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands leysti í dag tvo ráðherra
í stjórn sinni frá störfum. Var
annar þeirra M.C. Sarin, sem fór
með yfirstjórn á hergagnafram-
leiðslu í landinu en hinn var J.S.
Baij al, aðstoðarfj ármálaráðherra.
Samtímis var rannsókn hafin á
hvarfi mikilvægra leyndarskjala
frá ráðuneytum þeirra.
Coomar Narain játaði í dag á
sig njósnir. Tilgreindi hann tvo
franska sendistarfsmenn og einn
pólskan úr hópi þeirra manna,
sem keypt höfðu af honum leyni-
legar upplýsingar, er hann hafði
komizt yfir hjá ýmsum háttsett-
um embættismönnum í Indlandi.
Hvorki franska stjórnin né
franska sendiráðið í Nýju Delhí
hafa viljað segja neitt um málið,
en Alain Bolley, hernaðarráðu-
nauti sendiráðsins var vísað burt
frá Indlandi 20. janúar sl. Sendi-
ráð Austur-Þýzkalands og Pól-
lands í Nýju Delhí hafa ekki held-
ur fengizt til þess að tjá sig um
þær ásakanir, að njósnir hafi ver-
ið stundaðar þaðan.
Svíþjóð
Hægri
flokkurinn
vinnur á
Stokkhólmi, 4. febr. Frá fréttariUra Mbl.
NÝJASTA skoðanakönnun
SIFO-stofnunarinnar í Svíþjóð
bendir til að Hægri flokkurinn
(Moderaterna) sé enn að auka
fylgi sitt og njóti nú fylgis um
31 % kjósenda. Miðflokkurinn,
sem gerði fyrir stuttu bandalag
við Kristilega lýðræðisflokkinn,
fær minna fylgi en nokkru sinni
áður, eða níu prósent.
Kristilegi lýðræðisflokkur-
inn virðist hafa grætt á þessu
bandalagi og fær í fyrsta
skipti þau 4 prósent sem þarf
til að koma manni á þing.
Jafnaðarmenn hafa aukið
fylgið nokkuð frá síðustu skoð-
anakönnun og hafa nú 40,5
prósent, sem er 1,5 prósent
aukning frá því síðasta könn-
un var gerð. Kommúnistar fá
fimm prósent, en höfðu sex
prósent í síðustu athugun.
Þjóðarflokkurinn fær 9,5%
minna en síðast. Borgara-
flokkarnir hafa 8% meira
fylgi en jafnaðarmenn og
kommúnistar.
nokkru sinni fyrr á einum
degi, síöan verkfall brezkra
koianámamanna hófst. Skýröi
stjórn ríkisreknu kolanám-
anna frá þessu í dag. Sagði í
tilkvnningu hennar, að 2.318
„ný andlit“ hefðu birzt við
upphaf vinnudags í morgun.
Flestir höfðu verkamenn,
sem tóku upp vinnu á ný, áð-
ur verið 2.282 hinn 19. nóv-
ember sl.
Ástæðan fyrir því, hve margir
verkamenn taka upp vinnu nú,
er talin sú, að viðræður til
lausnar verkfallinu hafa farið út
um þúfur. Arthur Scargill, leið-
togi kolanámamanna reyndi að
vísu að vekja nýjar vonir um
lausn á verkfallinu með samn-
ingum í dag, er hann sagði, að
stjórn kolanámanna hefði sent
sér „sennilega sáttfúsasta bréf-
ið, sem við höfum fengið i marga
mánuði“.
Scargill gerði hins vegar enga
frekari grein fyrir þessu bréfi og
Michael Eaton, talsmaður
stjórnar kolanámanna, sagðist í
dag ekki vita til þess, að þetta
bréf hefði verið sent. Sagði Eat-
on ennfremur, að námamenn
væru „að láta í ljós sína eigin
afstöðu til verkfallsins með því
að taka upp vinnu á nýjan leik,
því að það er eina leiðin til að
tjá forystumönnum samtaka
þeirra, að þeir vilji hætta verk-
fallinu og ná samkomulagi með
samningum".
Coomar Narain
Stjórnvöld á Ítalíu:
Alþjóðlegt átak gegn
hryðjuverkum nauðsyn
Vilja kalla saman sérstakan ráðherrafund Evrópubandalagsins
Kóm, 4. febrúar. AP.
ÍTALIR hyggjast leggja til að efnt verði til sérstaks ráðherrafundar ríkja
F'vrópubandalagsins til að ræða aukin umsvif hryðjuverkamanna í
Vestur-Evrópu að undanförnu. Það var blaðafulltrúi Luigi Scalfaro, inn-
anríkisráðherra Ítalíu, sem greindi frá þessu í Róm í dag.
ítalir, sem nú sitja í forsæti í
ráðherranefnd Evrópubanda-
lagsins, hyggjast einnig hafa
samráð um þessi mál við stjórn-
völd ríkja utan bandalagsins, s.s.
í Júgóslavíu og á Spáni.
Scalfaro, sem hefur ekki leynt
þeirri skoðun sinni að hryðju-
verkin í Evrópu að undanförnu
kunni að hafa verið skipulögð í
kommúnistaríkjunum, fer á
morgun til Madrid og hittir þar
að máli Jose Barrionuevo, inn-
anríkisráðherra. Hann hefur
þegar átt viðræður við ráðherra
í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og
Lúxemborg og fyrirhugaðar eru
viðræður hans og Leons Brittan,
innanríkisráðherra Bretlands, í
Róm innan skamms.
Þá er einnig fyrirhugað að
Scalfaro ræði um hryðjuverka-
starfsemi og eiturlyfjasölu í
Vestur-Evrópu við ráðamenn í
Belgrad í Júgóslavíu síðar í þess-
um mánuði.
Að sögn blaðafulltrúa Scalfar-
os hafa Italir miklar áhyggjur af
þeirri öldu hryðjuverka, sem að
undanförnu hefur gengið yfir
Evrópu. Hann sagði að nauð-
synlegt væri að bregðast við
þeim með alþjóðlegu átaki.
Scalfaro sagði sjálfur eftir að
honum höfðu borist tíðindin um
morðið á vestur-þýska iðjuhöld-
inum Ernst Zimmerman, sem
kom í kjölfar morðsins á franska
hershöfðingjanum Rene Audran
og sprengjuárása á mannvirki
Atlantshafsbandalagsins i
Belgíu og Portúgal: „Hér er ekki
lengur um skæruliðabaráttu að
ræða. Þetta er stríð, háð með
nýjum hætti."
„Það er augljóst," sagði blaða-
fulltrúi ráðherrans, „að engin
tilviljun ræður því hver skot-
spónn hryðjuverkamannanna er.
Það er ekki lengur um að ræða
einangraða hópa hermdar-
verkamanna í einstökum lönd-
um, s.s. Rauðu herdeildirnar á
Ítalíu og Rauða herflokkinn í
Vestur-Þýskalandi, heldur einn
alþjóðlegan hóp ódæðismanna.“