Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
3
Helgi Tómasson ráðinn aðalstjórn-
andi San Francisco-dansflokksins
San Francisco, 4. febrúar. Frá Magnúsi l>rándi I»órrtarsyni.
HELGI Tómasson var í gær ráðinn aðalstjórnandi San Francisco-dansflokks-
ins. Hann hlaut yt'irgnæfandi meirihluta atkvæða stjórnarinnar. Helgi er
ráðinn til þriggja ára og mun hefja störf í júlí.
Það var ljóst fyrr í vikunni að
stjórnin sóttist eftir Helga í starf-
ið. Dansararnir lögðust hins vegar
ntjög gegn honum og gáfu út yfir-
lýsingu í því tilefni og lýstu jafn-
framt stuðningi sínum við Michael
Veðurfar í janúar 1985:
ÓVENJUHLÝTT var fram yfir miðj-
an janúarmánuð á landinu. Sfðan
skipti um og frá og með 18. janúar
hefur verið samfellt frost.
í Reykjavík var hlýjast dagana
15. og 16. janúar, en þá komst há-
marskhitinn upp í 6,5 stig.
Meðan á hlýindakaflanum stóð
var mjög snjólétt um allt land, en
eftir miðjan mánuðinn fór að
snjóa fyrir norðan.
Seinni part mánaðarins hefur
yfirleitt verið stillt veður. Þó var
tvisvar sinnum stormur í Reykja-
vík. Þann 1. janúar voru 9 vindstig
og mikil rigning og þann 12. janú-
ar voru 10 vindstig og þá rigndi
einnig mjög mikið.
Að sögn Óddu Báru Sigfúsdótt-
ur veðurfræðings er janúar í ár
ólíkt betri en í fyrra. Þá var oft
suð-vestanátt og gerði það að
verkum að veðrið var mjög slæmt
hér fyrir sunnan. Nú eru áttirnar
aftur á móti austlægari, austan-
og sunnanáttir í hlýindunum og
norðan- og norð-austanáttir á
kalda tímabilinu.
í fyrra var alhvít jörð á Akur-
eyri allan janúarmánuð. Snjódýpt
var yfirleitt alltaf yfir 20 senti-
metrar. Nú var þar alauð jörð
fram til 17. janúar og snjódýptin
eftir það 10—20 sentimetrar. í
Reykjavík fór snjódýpt oft yfir 20
sentimetra í janúar 1984 og alhvít
jörð allan mánuðinn. En nú var
alhvít jörð í aðeins fjóra daga og
snjódýpt 2—4 sentimetrar.
Meðalhiti í Reykjavík var 0,1
stig og er það hálfu stigi hlýrra en
í janúar á árunum 1931—1960 og
heilu stigi hlýrra en á árunum
1971—1980. Úrkoman var 80 mm í
Reykjavík og er það 10% minna en
í meðalári. Sólskinsstundir í
Reykjavík voru um 22 og er það
rétt um meðallag.
Norður á Akureyri var meðal-
hiti +2,4 stig og það er 0,8 stigum
undir meðallagi. Úrkoma á Akur-
eyri var 30 mm og sólskin mældist
Dregið úr leit
að piltinum
LEIT að Hafþóri Má Haukssyni, 18
ára pilti, sem hvarf að heiman frá
sér 20. janúar síðastliðinn, hefur
engan árangur borið. Dregið hefur
verið úr leit að Hafþóri, því engar
nýjar vísbendingar hafa komið fram
um afdrif hans.
Kafarar leituðu í höfninni í
Borgarnesi um helgina. Sú leit bar
ekki árangur. Hafþór Már er 175
sentimetrar á hæð með ljóst
hrokkið hár. Hann var klæddur í
svartar leðurbuxur, svartan mitt-
issíðan leðurjakka og hvíta skyrtu
þegar hann fór að heiman frá sér
þann 20. janúar. Hann fór á bif-
reiðinni X-5571, sem er Willys-
jeepster-jeppi, árgerð 1967, blágrá
að lit með svörtum toppi. Þeir sem
kunna að hafa orðið Hafþórs varir
eru vinsamlega beðnir um að láta
lögregluna vita.
Smuin, sem unnið hefur lengi við
flokkinn og sóttist mjög eftir
starfinu. Fundu dansararnir
Helga helzt til foráttu reynslu-
leysi og þekkingarskort á flokkn-
um og þeim hefðum, sem hann
í 14 klukkustundir og er það það
mesta sem mælst hefur í janú-
armánuði síðan 1941.
Meðalhiti á Hveravöllum var
+7,3 og er það svipað og í meðalári.
byggir á. Þeir töldu hann einnig
fáskiptinn og kuldalegan. Aðal-
áhyggjuefnið er hins vegar talið
hafa verið, að Helgi kynni að
fyrirskipa afgerandi breytingar á
dansstíl flokksins og taka upp stíl
læriföður síns, George Balanchine.
Balanchine-aðferðin krefst mikils
vöðvaálags og orsakar oft meiðsl,
sem styttir feril dansaranna.
Helgi átti einkafund með döns-
urunum í kjölfar yfirlýsingarinn-
ar til þess að ná betra sambandi
við flokkinn, heyra áhyggjuefni og
eyða misskilningi. Það virðist hafa
tekizt, því að í lok fundarins höfðu
menn ekkert nema gott eitt um
Helga að segja.
Að tillögu hans mun verða ráð-
inn listrænn framkvæmdastjóri
að flokknum, sem sjá mun um
daglegt þras. Mun Helgi því geta
helgað sig fagurfræðinni og samn-
ingu dansa, en þar liggur hans
sterka hlið.
Helgi Tómasson verður form-
lega boðinn velkominn og óskað til
hamingju af borgarstjóra San
Francisco, Dianne Feinstein, í
fyrramálið.
Helgi, sem nú er 42 ára, lauk
dansferli sínum á sunnudaginn
var á sýningu hjá New York City
Ballet. Hann hóf feril sinn 1958,
en var ráðinn til New York City
Ballet 1970. Hann kaus að enda á
„Divertimento" úr „Le Baiser de la
Fée“ eftir Stravinsky, sem Bal-
anchine samdi fyrir hann, en í því
verki kom Helgi einmitt fyrst
fram með New York-dansflokkn-
um. Þar er að finna mjög frægt og
erfitt sóló, sem Helgi mun hafa
dansað af sérstakri snilld þennan
sunnudag. Samkvæmt frétt í New
York Times gáfu áhorfendur til-
finningunum lausan tauminn, risu
allir úr sætum að lokinni sýning-
unni og margklöppuðu Helga
fram. Stjórnendur flokksins, Jer-
ome Robbins og Peter Martins,
þustu upp á sviðið og tóku Helga í
fang sér. Hann tók þessu öllu af
sömu reisn og hæversku, sem ein-
kennir listsköpun hans og hefur
skipað honum í flokk fremstu
dansara heims.
Helgi Tómasson
Hið nýja starf opnar nýjar leið-
ir fyrir Helga. Hann hefur þegar
getið sér gott orð sem danshöf-
undur og mun geta þroskað þá
gáfu sína vel hér í San Francisco.
San Francisco Ballet hefur gott
orð á sér og er óumdeilanlega í
flokki beztu dansflokka Banda-
ríkjanna. Flokkurinn er í miklu
uppáhaldi hér og gegnir veiga-
miklu hlutverki í fjölbreyttu lista-
lífi borgarinnar. Flokknum eru nú
greinilega ætluð enn frekari átök
til fullkomnunar og Helga stórt
hlutverk. Ráðning hans er því
meiriháttar viðburður.
Hefur þú
góðan smekk?
Ef svo er átt þú erindi til okkar.
Við teljum okkur vera svolítið sér á báti í hönnun og fam-
leiðslu á vönduðum innréttingum.
Við ffamleiðum eldhússkápa, baðskápa, fataskápa, stiga,
hurðir, handrið og ýmsa sérhluti, Við smíðum einnig utan
um hugmyndir þínar. Smiðir okkar sérsmíða að óskum þínum
og útkoman er góð þegar lögð eru saman fagleg vinnubrögð,
gott hráefni, falleg hönnun og smekkur kaupandans.
I
Óvenjuhlýtt framan
af en skipti síðan í
samfellt frost