Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
— eftir Hjálmar H.
Ragnarsson
Saga íslenzkrar píanótónlistar
er hvergi til skráð, og einu heim-
ildirnar sem í raun er hægt að fá
um þetta svið íslenzkrar tónlistar
eru verkin sjálf. Skrá íslenzkrar
tónverkamiðstöðvar yfir íslenzka
píanótónlist telur tæplega 50 verk.
Þessi verk eru af ólíkum toga og af
mjög mismunandi stærðargráð-
um, allt frá stuttum „söngvum" til
viðamikilla lagasafna og verka í
stærri formum.
í ofangreindri skrá eru aðeins
talin tvö þekktustu píanóverk
Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar
(1847—1927), en hann mun vera
fyrsta íslenzka píanótónskáldið.
Þessi verk eru IDYL og VIKI-
VAKI, sem bæði hafa notið vin-
sælda fram á þennan dag. Pianó-
verk Sveinbjarnar munu hins veg-
ar vera nær tuttugu talsins auk
ýmissa útsetninga. Jón Þórarins-
son segir svo um píanótónlist
Sveinbjarnar:
Ritháttur Sveinbjörns fyrir pí-
anóið ber því vitni, að þar er
hann heima hjá sér, ef svo
mætti segja. Músíkin „liggur"
vel og eðlilega fyrir hljóðfærið
og er yfirleitt auðveld í meðför-
um án þess þó að verða barna-
lega einföld. Það eru hinir ljóð-
rænu eiginleikar hljóðfærisins,
sem bezt njóta sín í verkum
hans... Línurnar í píanóverk-
um hans eru „sönglínur", sem
hagrætt er fyrir hljóðfærið af
manni nákomnum og nákunn-
ugum því, en engum „virtúós".
Nýir vindar
Áhugi annarra íslenzkra tón-
skálda á fyrri hluta þessarar aldar
á því að semja píanótónlist virðist
hafa verið mjög takmarkaður.
Tónskáld eins og Páll ísólfsson
(1893-1974) og Jón Leifs
(1899—1968) sömdu vissulega verk
fyrir píanóið, en þau eru öll minni
háttar sé tekið mið af öðrum tón-
smíðum þeirra. Það er ekki fyrr en
eftir síðari heimsstyrjöldina, að
veruleg gróska færist í þetta svið
tónsköpunar á íslandi. Ný kynslóð
kveður sér hljóðs og nýir vindar
blása erlendis frá. Jón Þórarins-
son semur SÓNATÍNU (1945), og
Jón Nordal KONSERT fyrir píanó
og hljómsveit (1956), sem mun
vera fyrsti íslenzki píanókonsert-
inn. Leifur Þórarinsson kveður sér
myndarlega hljóðs með SÓNÖTU
(1957), sem Rögnvaldur Sigur-
jónsson flutti víða um lönd, og síð-
ast en ekki sízt kemur fyrsta ís-
lenzka tólftónaverkið, FJÓRAR
ABSTRAKSJÓNIR (1951), fyrir
píanó úr smiðju Magnúsar Blönd-
als Jóhannssonar.
Þjóðhættulegir menn
Með tónlist Magnúsar Blöndals
og annarra „ungra tónskálda" á
sjötta og sjöunda áratugnum má
Hjálmar H. Ragnarsson.
„Árangur þrotlausra til-
rauna og vinnu síðustu
áratuga kemur nú
tónskáldum til góða.
Formin stækka og tung-
umálið dugir til stærri
átaka
segja að orðið hafi bylting í ís-
lenzkri tónlist. Nýjar aðferðir, ný
hljóð, ný hljóðfæratækni og ný
viðhorf, sem voru gjörsamlega á
skjön við almennar skoðanir í
tónlist, voru flutt inn til landsins,
varnarlausum tónlistarunnendum
til miklillar skelfingar. Viðbrögð
fólks létu ekki á sér standa og
hlutu sum þessara skálda þann
vafasama heiður að flokkast í hóp
þjóðhættulegra manna.
Til þess að koma þessum nýju
hugmyndum í búning völdu menn
oft á tíðum píanóið. Af píanó-
tónsmíðum þessarar nýju bylgju
má nefna SONORITIES I—III
(1963—68) eftir Magnús Blöndal,
MENGI (1966) eftir Atla Heimi
Sveinsson, KLASA eftir Leif Þór-
arinsson og FRUM (1967) eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Þessi verk
eiga það ekki sízt sameiginlegt, að
i þeim nota höfundarnir nýja
hljóma og hljómasambönd og nýj-
ar aðferðir til hljóðmyndunar,
sem gefa aðrar tegundir tónblæs
en menn áttu að venjast.
Aðrir höfundar gengu ekki
svona langt í tilraunum sinum til
sköpunar nýs hljóðheims, en lögðu
þeim mun meiri áherzlu á tón-
byggingu verkanna. í þessu sam-
bandi má nefna FIMM SKISSUR
(1958) eftir Fjölni Stefánsson, en
það verk er í allfrjálslegum tólf-
tónastíl, en hvað form og notkun
hljóðfærisins snertir er verkið
fremur hefðbundið. Píanóverk af
enn öðrum toga er BAROKK
SVÍTA (1964) eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, sem hann samdi í til-
efni af að hafa verið beðinn af
hollenzkum tónlistarunnanda að
útvega alla þá íslenzku barokk-
tónlist, sem til væri á nótum.
Ný bylgja
Á áttunda áratugnum grípur
um sig nokkur deyfð í íslenzkri
píanótónsmíð þrátt fyrir að á
flestum öðrum sviðum tónsköpun-
ar sé mikill uppgangur. Undan-
tekningin sem sannar regluna er
Þorkell Sigurbjörnsson, sem á
þessum tíma semur þrjú píanótón-
verk: DER WOHLTEMPERI-
ERTE PIANIST (1971), SO (1973),
bæði verkin samin fyrir Halldór
Haraldsson og síðast en ekki sízt
HANS VARIATIONER (1979)
sem samið var fyrir sænska píanó-
leikarann Hans Palsson. Af öðrum
verkum frá þessum tíma má nefna
SÓNÖTU VIII (1973) eftir Jónas
Tómasson, HVERALITI (1977)
eftir Gunnar Reyni Sveinsson og
píanókonsertinn SLÁTTA eftir
Jórunni Viðar, en sá konsert hefur
því miður ekki heyrzt frá því hann
var frumfluttur.
Árið 1981 rís svo önnur bylgja í
íslenzkri píanótónlist, bylgja sem
ekki er enn séð fyrir endann á.
Snorri Sigfús Birgisson frumflutti
nýtt tónverk, ÆFINGAR, á mið-
næturtónleikum í Háskólabíói, en
það verk má hiklaust telja til
stórbrotnustu verka íslenzkrar
hljóðfæratónlistar. ÆFINGAR er
flokkur tuttugu laga og eins betur,
sem tónskáldið tengir hvert um
sig við trompspil tarot-spilanna.
Atli Heimir tekur aftur til við
smíði píanótónlistar: GLORIA
(1982) fyrir Önnu Málfríði Sigurð-
ardóttur, UÓSIÐ OG SKUGG-
ARNIR (1983) fyrir Eddu Erlends-
dóttur og ÓÐUR STEINSINS
(1982—83), sem er safn þrjátíu
smálaga er Jónas Ingimundarson
hefur leikið. John Speight semur
ÞRJÁR PRELÚDÍUR 1982, Karól-
ína Eiríksdóttir EINS KONAR
RONDÓ 1984, Gunnar Reynir
Sveinsson SVITU 1984, Hjálmar
H. Ragnarsson semur FIMM
PRELÚDÍUR á árunum (1983-84)
fyrir Önnu Áslaugu Ragnarsdótt-
ur og nú í desember og janúar
semur Jónas Tómasson SÓNÖTU
XV einnig fyrir Önnu Áslaugu. Þá
hefur Snorri Sigfús nýlokið við
gerð 25 píanólaga fyrir byrjendur,
en með þessum lögum gerir Snorri
djarfa aðför að þeim hugmyndum
sem ríkt hafa í byrjendakennslu á
píanó hér á landi. Ennfremur er
undirrituðum kunnugt um nokkur
meiri háttar píanóverk sem eru nú
í smíðum. I því sambandi má
nefna væntanlegan konzert fyrir
píanó og kammersveit eftir Átla
Sveinbjörn Sveinbjörnsson á yngri
árum.
Heimi, konzert fyrir píanó og sin-
fóníuhljómsveit eftir Áskel Más-
son og konzert fyrir tvö píanó og
sinfóníuhljómsveit eftir Jónas
Tómasson.
Sameiginlegt
tungutak eða ...
Þessi síðasta bylgja í íslenzkum
píanótónsmíðum virðist um margt
ólík þeirri, sem reis á sjötta og
sjöunda áratugnum. í stað til-
rauna til sköpunar nýs hljóðheims
og leitar að nýjum búningum fyrir
nýjar hugmyndir, þá virðist nú
ríkja jafnvægi á milli nýjunga og
hefða, og er eins og tónskáldum
séu allar leiðir greiðar sem falla
innan ramma einhvers sem ef til
vill mætti kalla tónlistarleg
skynsemi og lógík. Árangur þrot-
lausra tilrauna og vinnu síðustu
áratuga kemur nú tónskáldum til
góða. Formin stækka og tungu-
málið dugir til stærri átaka; hljóð-
færaleikarar sitja um ný verk og
áheyrendur vilja hlusta og virðast
óhræddir við að hafa skoðanir á
tónlistinni. Það má kannski varpa
fram þeirri spurningu hvort við
séum að nálgast eitthvað í tónlist-
inni, sem kalla mætti sameigin-
legt tungutak, en færa má rök
fyrir því að slíkt tungutak hafi
skapað þann sameiginlega skiln-
ing, sem gerði smíði meistara-
verka klassíska tímabilsins mögu-
lega. Getgáta sem þessi lýsir mik-
illi bjartsýni á þróun tónlistarinn-
ar, og væri það fagnaðarefni ef í
henni fælist sannleikskorn.
Ríkjandi ástand vekur hins veg-
ar aðrar spurningar, sem verðar
eru umhugsunar. Getur þetta
ástand allt eins verið vfsbending
um, að tónskáldin séu stöðnuð og
að þau tyggi aðeins hvert upp eftir
öðru? Er jafnvægið á milli hefða
og nýsköpunar blekking, einfald-
lega vegna þess að menn hafa ekk-
ert nýtt að segja? Síðast en ekki
sízt: Hvað með neistann sem
kviknar í hinni þrotlausu leit
listamannsins að nýjum sannleik,
neistann sem kveikir bálið? Er
einhver að leita hans?
Hjálmar H. Ragnarsson er tón-
skáld.
V/Ð TTLKYISNUM BREYTTÆ VEXTT A
INNLÆiVDlM GJÆI,T>EYRISREIK1\I1\GEM
BANDARÍKJADOLLAR. 7,25%
ENSK PUND........10,00%
. DANSKAR KRÓNUR....10,00%
1 ÞÝSK MÖRK......... 4,00%
AJ BÚNAÐARBANKIÍSLANDS
TRAUSTUR BANKI