Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 5 Minni halli á vöru- skiptum við útlönd — en spár gerðu ráð fyrir í DESEMBERMÁNUÐI árið 1984 voni fluttar út vörur fyrir um 2.825 millj. kr. fob. en inn voru fluttar vörur fyrir 3.278 millj. kr. cif. Vöruskiptajöfnuð- urinn, reiknaður á þennan hátt, var því óhagstæður um 453 millj. kr. Sé innflutningurinn hins vegar reiknaóur á fob.-verði, eins og gert er í íslensk- um þjóðhagsreikningum og þjóðhagsspám, var vöruskiptajöfnuðurinn í des- ember óhagstæður um 147 millj. kr, segir í frétt frá Hagstofu íslands. Allt árið 1984 voru fluttar út vörur fyrir 23.761 millj. kr. fob. en inn voru fluttar vörur fyrir 26.744 millj. kr. cif. Reiknaður á þennan hátt, var vöruskiptajöfnuðurinn því óhagstæður um 2.984 millj. kr. Sé vöruinnflutningurinn á árinu 1984 reiknaður á fob.-verði reynist hann hafa numið 23.897 millj. kr. Eftir þessum uppgjörsmáta, var vöruskiptajöfnuðurinn því óhag- stæður um 136 millj. kr. Þetta er 364 millj. kr. minni vöruskipta- halli en gert var ráð fyrir í spám Þjóðhagsstofnunar í lok sl. árs, en því veldur meiri útflutningur en spáð var. Séu hlutfallslegar breytingar vöruskiptanna við útlönd frá ár- inu 1983 til ársins 1984 bornar saman við meðalbreytingu á verði erlends gjaldeyris (m.v. viðskipta- vog) fæst sú niðurstaða, að vöru- útflutningurinn á árinu 1984 hafi reynst rösklega 9% meiri á föstu gengi en árið áður. Þar af jókst útflutningur sjávarafurða um 7%, útflutningur á áli dróst saman um 4% en verðmæti annarrar út- Jón Dan. 99 fluttrar vöru jókst um rösklega 9%, á föstu gengi. Vöruinnflutn- ingurinn fob. reyndist nær 13% meiri á föstu gengi árið 1984 en árið 1983. Ef frá eru taldir ýmsir liðir innflutningsins, sem oft eru flokkaðir sérstaklega, þ.e. skip og flugvélar, innflutningur til stór- iðju, stórvirkjana og til flugstöðv- arbyggingar, en á föstu gengi eru þessir liðir alls svipaðir árin 1983 og 1984, kemur fram að annar vöruinnflutningur hefur á föstu gengi reynst 14 Vfe % meiri árið 1984 en á árinu 1983. Helgi Skúlason í hlutverki sínu í Hrafninn flýgur. U „Hrafninn flýgur í Austurbæjarbíói Kvikmyndin „Hrafninn flýgur" verður endursýnd í Austurbæjar- bíói í dag og næstu daga í tilefni þess að Sænska kvikmyndaaka- demían útnefndi Hrafn Gunnlaugsson leikstjóra ársins 1984. „Hrafninn" hefur fengið góða aðsókn í Svíþjóð og frábæra dóma í fjölmiðlum, að því er segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst. Öskjuhlíð: Sótt um lóð undir veitingastað LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði umsókn um lóð undir veitingastð í Öskjuhlíð. llmsóknin er lögð fram af framreiðslumönnunum Bjarna Oskarssyni og Úlfari G. Rafnssyni. í umsókninni er gert ráð fyrir að fyrirhugaður veitingastaður verði á svæði Hitaveitu Reykja- víkur, en þar stendur til að hefja framkvæmdir á vegum Hitaveit- unnar vegna endurnýjunar á hita- vatnstönkum. Er hér endurvakin gömul umræða um veitingastað við hitaveitutankana í Öskjuhlíð, sem rekja má allar götur aftur á sjötta áratuginn. Á fundi borgar- ráðs nýverið var erindi fram- reiðslumannanna vísað til um- sagnar skipulagsnefndar. Bréf til afa“ ný skáldsaga eftir Jón Dan „BRÉF til afa“ heitir bók eftir Jón Dan, sem nýkomin er út á vegum Bókaklúbbs Arnar og Örlygs. Sagan fjallar um tvö systkin, Munda og Fríðu og leit þeirra að öryggi í and- snúinni veröld. Áður hefur Jón Dan skrifað sögur fyrir böm og unglinga og má þar nefna smásögurnar „Kaupverð gæfunnar" og „Á ferð í myrkri“. Ennfremur skáldsögurnar „Speilvirki“, sem út kom 1981 og „Viðjar" á síðastliðnu ári. í kynningu á „Bréfum til afa“ í fréttabréfi bókaklúbbsins segir m.a. um þessa nýju bók: „Sagan er í senn raunsæ og ævintýraleg ... Hverja myndina af annarri ber fyrir sjónir lesanda sem dokar við og skyggnist bak við barnslega frásögn drengsins. En samtímis því sem atburðarásin líður fram hillir öðru hverju undir aðra sögu: þá sögu, sem gerist á sjúkrabeði hans sjálfs. Sárindi hans og trún- aðartraust, sveiflur hans milli ótta og bjartsýni, rósemi hans og sú „guðfræði" sem þau systkin hafa komið sér upp, allt fær sinn stað og tíma. Sagan er lýsing úr hörðum heimi en í raun og veru lofgjörð tii hins góða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.