Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
B 11
í sumum bragganna eru glerkassar meö klæöi sem ofiö
var úr mannshári ...
Sjá: Auschwitz
ISTRÍPALINGAR
„Astaleikur“
olli hneyksli
Hvað skyldi Svíum þykja
fréttnæmt? Allsnakið par í
ástarleikjum fyrir framan mynda-
vélina? Nei. En hvað með alisnak-
ið par í ástarleikjum fyrir framan
myndavélina ok hvort tveggja 76
ára að aldri? Já, svo sannarlega.
Gösta Borg og kona hans, Lisa,
sem bæði eru 76 ára gömul, hafa
valdið miklu uppnámi á Norður-
löndum með því að láta taka mynd
af sér við það, sem þeim hefur
hingaö til ekki þótt tiltökumál í 49
ára hjónabandi. í Noregi, þar sem
fólk er almennt miklu strangara í
siðferðilegum efnum en í Svíþjóð,
var myndin síðan notuð með aug-
lýsingu um líftryggingar, og við-
brögðin létu ekki á sér standa þar,
í Svíjóð og annars staðar. Tilgang-
urinn með auglýsingunni var
raunar sá að hvetja fólk til að
tryggja sig og bæta þannig hag
sinn í ellinni.
Gösta Borg, sem býr í Svíþjóð,
segir, að boðskapur auglýsingar-
innar sé sá, að ekki sé öllu lokið
þótt fólk komist á eftirlaunaaldur
og hafi áfram áhuga ér að njóta
lífsins. Norðmönnum finnst hins
vegar nektarmyndir af gömlu
fólki ekkert gamanmál og flest
dagblaðanna hafa neitað að birta
auglýsinguna, sem þau segja, að sé
klám. Yfir þau fáu, sem hafa birt
hana, hefur rignt kvörtunum og
uppsögnum í stórum stíl.
„Mér finnst gaman að því, að
myndin skuli hafa vakið þessa
umræðu," segir Gösta, sem er
fyrrum leikari, en það var fyrir 10
árum sem þeim Lisu datt i hug að
gerast fyrirsætur til að drýgja eft-
irlaunin.
Eins og aðrar fyrirsætur, sem
áður hafa vakið hneykslan fyrir
sama framferði, að vísu flestar
yngri en í þessu tilfelli, segjast
þau Gösta Borg og Lisa aðeins
hafa verið ber á þeim iíkamshlut-
um sem sáust á myndinni. Þegar
hún var tekin voru sex manneskj-
ur viðstaddar og þau hjónin segja,
að kynmök hafi verið þeim síst af
öllu í huga.
„Við vorum bara að vinna
ákveðið verk,“ segir Gösta og um
það er ég a.m.k. alveg sammála.
— CHRIS MOSEY
■LANDAUÐN
Atómsprengja frumskógarins
Vistfræöingar og baráttumenn
í mannréttindasamtökum í
Brasiliu hafa lagt mikið kapp á að
afla skaðabóta fyrir bændur sem
orðið hafa illa úti vegna umhverf-
ismengunar. Þeir hafa jafnframt
lagt á það áherslu að gengið verði
rækilega úr skugga um hvers eðlis
skaðvaldurinn sé. Hvort tveggja
baráttan sýnist nú samt unnin
fyrir gýg, því að nægilegt fjár-
magn skortir.
Vistfræðingarnir hafa farið
fram á um 70 þúsund króna fram-
lag til að unnt sé að ljúka efna-
greiningu á þessum mengunar-
valdi. Þeir hafa orðið þess
áskynja, að sumum ráðamönnum í
landinu virðist enginn akkur í því
málið verði upplýst. Að því vinnur
aðeins einn lögfræðingur og er
hann mjög störfum hlaðinn, því
hann er málsvari fyrir stóran hóp
bláfátækra manna og ólæsra, sem
búa dreift á stóru landsvæði.
Rösklega 60 manns hafa látið
lífið, 520 orðið alvarlega veikir og
dýr og fuglar hafa drepist þúsund-
um saman á um 130 mílna land-
ræmum. Þar var frumskógurinn
úðaður reglulega á sex mánaða
fresti frá ársbyrjun 1980 og fram
til loka árs 1982. Efnið sem notað
var átti að deyða tré til að koma í
veg fyrir að þau yllu skemmdum á
raflínum sem þau stóðu undir.
Hér var um gríðarlega sterkt
eiturefni að ræða sem hafði skaö-
legar afleiðingar þegar í upphafi,
og þó nokkuð sé um liðið frá því að
hætt var að úða því, er ekki séð
fyrir endann á afleiðingum. Á síð-
asta ári tífaidaðist dánartíðni íbú-
anna á þessum slóðum.
Blaðið Observer varð fyrst til að
skýra frá þessum harmleik í
febrúar í fyrra. Þar var sagt frá
því að tvenns konar eiturefnum
hefði verið úðað á frumskóginn, en
þau eru nefnd Tordon 101 og Tord-
on 115 og eru síðari tíma afbrigði
af hinu banvæna eiturefni Agent
Orange sem bandaríski herinn
beitti í Víetnam-stríðinu. Þá
skýrði blaðið jafnframt frá því að
undir rafmagnslínurnar í fylkinu
Para hefði verið úðað áður
óþekktu efni, eins konar hvítu
dufti, er ekki virtist leysast upp í
frumskógarregninu á sama hátt
og Tordon-efnin.
Vísindamenn sem komið hafa á
þesSar slóðir hafa komist að raun
um að þetta hvíta duft er baneitr-
að og áhrif þess endast afar lengi í
frumskóginum. Hefur þetta valdið
ótta um að hér sé um að ræða
dæmigerða „atómsprengju frum-
skóganna" svo að notuð séu um-
mæli Paulo Nogueira Neto, yfir-
manns umhverfismálaráðs ríkis-
stjórnar Brasiiíu. Hann hefur lýst
ótta sínum við slíkt eiturefni og
haft á orði að verði það fundið upp
verði ekki aftur snúið og enginn
vegur að hefta útbreiðslu þess.
„Afleiðingarnar gætu orðið ógn-
vænlegar," er haft eftir honum.
Árið 1982 beitti Neto áhrifum
sínum innan ríkisstjórnar Brasilíu
og hótaði að segja af sér, ef ekki
yrði látið af áætlunum um að
veita fjármagni til rannsókna er
miðuðu að framleiðslu á nýrri teg-
und eiturefnis. Það átti að eyða
gróðri í regnskógum Amazon-
héraðsins og um leið að hefta
gróðurinn árum saman.
Raforkufyrirtækið Eletronorte,
sem stóð að dreifingu eiturefn-
anna, firrir sig allri ábyrgð á
dauðsföllum, veikindum og öðru
tjóni sem stafar hefur af úðun-
inni. Þar er heldur enginn maður
sem gefur viðhlítandi skýringu á
tilurð hvíta duftsins.
—ROBERT DEL QUIARO
Stonehenge: Of margir koma til þess að glápa.
VANDAMÁL1^^——
Túristarnir troða
fornminjarnar undir
Stonehenge er steinhvirfing á
Salisbury-sléttu í Englandi
og mun hafa verið eins konar
hof, reist fyrir um það bil 3.700
árum. Gífurlegur straumur
ferðamanna leggur þangað leið
sína á ári hverju og komst talan
upp í 800 þúsund á síðastliönu
ári enda jafnast engar forsögu-
legar menjar í Englandi á við
Stonehenge. En í ljós hefur kom-
ið að staðurinn þolir illa allan
þennan ágang og nú hefur stofn-
unin English Heritage sem ann-
ast vörzlu hans, tilkynnt nýjar
ráðstafanir honum til verndar.
Stonehenge er þó síður en svo
eini ferðamannastaðurinn sem
vernda þarf með sérstökum
ráðstöfunum vegna gestanauðar.
Svipaða sögu er að segja um
flestar merkustu fornminjar
Evrópu. Sú merkasta á Irlandi
er fimmþúsund ára grafhvelfing
við Newgrange, sem ferðamenn
hafa löngum flykkzt til. Hinum
forna inngangi hefur nú verið
lokað með. steinvegg og fram-
hliðin endurbyggð úr stein-
steypu, en þess gætt að láta
mannvirkið halda sínum upp-
runalegu einkennum. Talið hefur
verið nauðsynlegt að grípa til
þessara ráðstafana til þess að
hvelfingin skemmist ekki vegna
ágangs ferðamanna.
Frakkar hafa á hinn bóginn
farið öðruvísi að til að varðveita
dýrmætasta fjársjóð sinn af
þessu tagi, myndirnar í hellun-
um við Lascaux. Þangað fá engir
ferðamenn að koma. Hins vegar
er þeim boðið inn í annan „helli“,
þar sem gerð hefur verið full-
komin eftirlíking af hinum
raunverulega helli. Gervihellir-
inn er kallaður Lascaux II.
Meðal þess sem gert verður
hjá Stonehenge er að loka aðal-
veginum sem liggur um svæðið.
Þess í stað verður ferðamönnum
stefnt til Larkhill sem er þar
skammt frá. Þar geta þeir fengið
afgreiðslu í ferðamiðstöð og far-
ið síðan fótgangandi yfir sand-
öldurnar að Stonehenge.
Vandinn er meðal annars sá
að steinhverfingin er á fremur
litlu svæði og hinir tröllvöxnu
steinar hvíla á fremur ótraust-
um undirstöðum. Þeir hafa átt
það til að velta um koll fyrir-
varalaust og undir þá flesta hef-
ur nú verið steypt ný undirstaða.
Prófessor Glyn Daniel forn-
leifafræðingur telur einsýnt að
Bretar eigi að fylgja fordæmi
Frakka við Lascaux og gera eft-
irlíkingu af hinu forna mann-
virki úr plasti. English Heritage
lízt hinsvegar ekkert á þessa
hugmynd.
Það skiptir meginmáli fyrir
English Heritage hvort tals-
mönnum þess tekst að fá alla þá
sem þarna eiga hagsmuna að
gæta til þess að taka höndum
saman um verndum Stonehenge,
en þar er misjafn sauður í mörgu
fé eins og gengur. Til dæmis eiga
þrjú sveitarfélög land nálægt
Stonehenge, fleira en eitt ferða-
málaráð á þar hagsmuna að
gæta og loks eru það „drúídar"
nútímans, sem þykjast fara að
fordæmi fornra spámanna og
skálda af keltneskum uppruna
og halda sólstöðuhátið sina við
Stonehenge.
Og loks getur tíminn einn leitt
í ljós hvort ferðamenn nenna að
leggja á sig aukinn tíma og ómak
til þess að sjá Stonehenge borg-
ið.
- ('HRISTOPHER CHIPPINDALE
GLEYMIÐ EKKI — Sumir hinna fyrrum fangabúðaþræla minntust vistarinnar í Auschwitz-útrýmingarbúðunum með
því að klæðast „sebrabúningnum“ svokallaða, sem þeir voru látnir bera fyrir fjörutíu árum. Þjáningabræður þeirra
hér á myndinni höfðu sama hátt á þegar 20.000 karlar og konur efndu til göngu í Hamborg fyrir nokkrum árum til
þess að minna landa sína á „kristalsnóttina" alræmdu á fjórða áratugnum, fyrir stríð, þegar gyðingaofsóknir
nasistanna hófust fyrir alvöru.
og barna, aðallega gyðinga, sem
sendir höfðu verið til Auschwitz
til fundar við dauðann.
Þegar þess var minnst í síðasta
mánuði, að 40 ár voru liðin frá
„frelsuninni", komu nokkrir
þeirra, sem lifðu af, aftur í
Auschwitz-búðirnar og lögðu
blómsveig á „Dauðamúrinn" svo-
kallaða. Fyrir fólkinu voru nokkr-
ir tvíburar, sem eiga líf sitt því að
þakka, að Josef Mengele, búða-
læknirinn, hafði sama áhuga á
þeim og dvergum og krypplingum
og gerði á þeim ýmsar líffræði-
legar tilraunir.
Lech Walesa, sem var aðeins árs
gamall árið 1945, kom einnig til
Auschwitz til að sýna samstöðu
með öllum þeim, sem eiga um sárt
að binda vegna þeirra glæpa, sem
þar voru framdir.
Minningarathöfnin f Ausch-
witz-búðunum var samt fyrst og
fremst fyrir þá, sem þjáðust þar
og tókst á undursamlegan hátt að
komast af og byrja nýtt líf. Þrátt
fyrir nistingskulda fóru nokkrir
þeirra í skjóllitla svartröndótta
fangabúninginn og sýndu á sér
handleggina húðflúraða með fang-
anúmerinu. Þeir töluðu um skelf-
inguna og hryllinginn, sem þeir
upplifðu, og margir þeirra héldu
því fram, að Mengele, hinum illa
anda Auschwitz-búðanna, hefði
verið leyft að komast undan og að
hann væri enn á lífi einhvers stað-
ar í Paraguay.
Á pólskum kortum heitir
Auschwitz Oswiecim en búðirnar
þar ásamt þeim í Birkenau, þar
sem eingöngu voru konur, hafa nú
verið gerðar að safni. Fólk kemur
alls staðar að úr heiminum til að
skoða þessi minnismerki mann-
vonskunnar, lágreistu braggana,
sem anda frá sér óhugnaðinum.
í sumum þeirra eru glerkassar
með klæði, sem ofið var úr
mannshári, en í öðrum eru skjöl
frá aðalstöðvum Hitlers þar sem
fyrirskipuð er notkun gasklefanna
við að drepa fólk, sem flutt var til
búðanna í gripavögnum.
Manndrápin í Auschwitz hófust
árið 1940. Upplýsingar um gas-
klefana bárust seint til Vestur-
landa en þegar kom fram á árið
1944 höfðu þeir Churchill og
Roosevelt nægar sannanir fyrir
því, að nasistar stunduðu skipu-
lega slátrun og fjöldamorð í búð-
unum. Margir gyðingar hvöttu til,
að gerðar yrðu loftárásir á þær til
að eyðileggja gasklefana, en menn
hikuðu við, tvístigu og tregðuðust
við að trúa hinu „ótrúlega".
Að lokum, í janúarmánuði fyrir
40 árum, komu rússnesku her-
mennirnir til búðanna. Sovéskir
fjölmiðlar minntust þess á dögun-
um með því að lofa hugrekki
þeirra fjölmörgu rússnesku
stríðsfanga, sem létu lífið i búðun-
um, en þótt þess væri getið, að í
Auschwitz hefði verið fólk frá 24
þjóðlöndum, var ekki minnst á það
orði, að það voru gyðingar, sem
helför Hitlers beindist fyrst og
fremst að.
— HELLA PICK