Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Morgu n blaöið/Bj arni
Næmi sýkla gagnvart fúkalyfjum ákvarðað eftir að þeir hafa verið ræktaðir á sérstöku æti.
Ör þróun í
sýklarannsóknum
Annað þróunarstig í þjónustu-
rannsóknum bakteríufræðinnar
hófst um miðjan áttunda áratug-
inn með tilkomu nákvæmra,
skjótvirkra og handhægra rann-
sókna við tegunda- og mein-
væniprófi (pathogenisity) bakt-
ería og sveppa. Þetta jók enn gildi
rannsóknanna við greiningu og
meðferð sýkinga. Nú í upphafi 9.
áratugarins hefur þriðja þróunar-
skeiðið hafist jpeð sjálfvirkni í
rannsóknum, ásamt ýmsum öðr-
um nýjum hraðgreiningaraðferð-
um. Sýklarannsóknadeildin hefur
fengið eitt slíkt sjálfvirkt tæki,
sem annast allar blóðræktanir
fyrir sjúkrahús á Reykjavíkur-
svæðinu og raunar víðar að af
landinu.
Þannig hefur gildi sýklarann-
sókna fyrir læknisfræði vaxið æði
hratt síðustu áratugina af þeirri
hálfu öld sem Rannsóknastofa
Háskólans hefur starfað. Fyrstu
tvo áratugina störfuðu við þessar
rannsóknir 2 til 3 menn og árlegur
fjöldi sendra sýna var 4 til 5 þús-
und. Nú er starfsliðið 32 menn.
Árlega eru send til rannsóknar yf-
ir 80 þúsund sýni frá um 40 þús-
und einstaklingum. Svarar þetta
til þess að sjötti hver maður á
landinu njóti á einn eða annan
hátt þjónustu sýklarannsókna-
deildar á hverju ári. Á þessu tíma-
bili hafa orðið miklar breytingar á
öllum rannsóknaaðferðum. Fjöldi
nýrra rannsókna hefur verið tek-
inn upp og þær eldri endurbættar
eða felldar niður.
Sem dæmi um hraðgreiningar-
aðferðir má nefna nýjar rann-
sóknir á heilahimnubólgu. Með
þeim er stundum unnt að greina
orsök hennar nákvæmlega á einni
klukkustund og gefa veigamiklar
upplýsingar, þannig að rétt með-
ferð geti hafist strax. Enda er
mikið í húfi því hér er um hættu-
legan sjúkdóm að ræða. Um
sjálfvirkni í bakteríufræði má
nefna blóðræktunartæki sem
greinir bakteríuvöxt með því að
mæla reikul geislavirk efni, sem
bakteríur kljúfa frá tilteknum
efnasamböndum. Tækið ritar
niðurstöður rannsóka í tölugild-
um, sem gefa upplýsigar um bakt-
eríuvöxt og nokkra hugmynd um
bakteríufjölda.
Samsetning æta til bakteríu- og
svepparæktana er allveigamikill
þáttur í starfsemi deildarinnar
enda framleiðir hún æti fyrir nær
allar rannsóknastofur á sjúkra-
húsum og heilsugæslustöðvum,
sem annast bakteríurannsóknir.
Bakteríur eru misjafnlega mat-
vandar og margar þeirra þurfa
sérrétti. Matseðillinn er því fjöl-
breyttur og skiptist í nokkur
hundruð rétti, en af þeim eru 70 til
reiðu daglega.
Auk þjónusturannsóknanna
fara fram á deildinni fjölþættar
faraldursfræðilegar rannsóknir
þar sem aflað er þekkingar um
grundvallaratriði varðandi hegð-
un vissra sjúkdóma hér á landi.
Má þar nefna sem dæmi rannsókn
á heilahimnubólgufaraldri á síð-
asta áratug. Rannsókn á tíðni og
árstíðasveiflum „Camphyobacter"
þarmasýkinga. Sá sjúkdómur var
fyrst greindur hér árið 1980. Þá
má nefna rannsóknir á faraldurs-
fræði kynsjúkdóms af völdum
„Chlamidia trachomatis", en sá
sjúkdómur var fyrst greindur hér
á landi árið 1981.
Algengni og nýgengni gigtar-
þáttar í vissum aldurshópum fólks
hér á landi hefur verið rannsakað
í samvinnu við Hjartavernd. Þá
hefur verið unnið að rannsóknum
á bakteríusýkingum í lungum í
samvinnu við lyflæknisdeild
Landsspítala og Borgarspítaia.
Nokkrar rannsóknir hafa verið
gerðar í samvinnu við erlenda að-
ila á gildi nýrra sýklalyfja og nú
er unnið að mati á notagildi nýrr-
ar hraðgreiniaðferðar á „Chlam-
idia“ sýkingum. Þessar rannsóknir
eru aðeins þáttur í hinum fjöl-
mörgu, sem vænta má að fram
komi á sviði sýklarannsókna í
læknisfræði á næstu árum“, sagði
Arinbjörn.
Réttarkrufningar og blóö-
flokkarannsóknir í
barnsfaðernismálum í
réttarlæknisfræðideild
Eins og hér hefur áður komið
fram var stofnað sérstakt prófess-
orsembætti í réttarlæknisfræði
við Háskólann árið 1978 og var
Ólafur Bjarnason skipaður í stöð-
una, jafnframt því sem hann varð
yfirlæknir réttarlæknisfræði-
deildar Rannsóknastofunnar sem
þá var stofnuð. ólafur var áður
prófessor í meinafræði og for-
stöðumaður Rannsóknastofunnar.
Hann greindi á eftirfarandi hátt
frá starfsemi deildarinnar, í sam-
tali við biaðamann Mbl.:
„Réttarlæknisfræði hefur verið
kennd hér á landi frá því Háskóli
íslands var stofnaður. Til ársins
1919 kenndi Þórður Sveinsson,
læknir á Kleppsspítala, greinina
sem aukakennari. Stefán Jónsson
tók við kennslunni þegar hann var
skipaður dósent í meina- og sýkla-
fræði, og stundaði hana sem auka-
grein. Síðan var hún tengd meina-
fræðinni og kenndi Níels Dungal
hana sem aukagrein alla sína tíð.
Aðalverkefni deildarinnar er að
gera réttarkrufningar, sem hér
eru framkvæmdar fyrir allt land-
ið. Þær hafa undanfarin ár verið
allt að 200 á ári. Með þær fer eftir
lögunum um mannskaðarann-
sóknir frá árinu 1913, þar sem seg-
ir að ef voveiflegt mannslát eigi
sér stað eigi að tilkynna það yfir-
völdum. Lögregluyfirvöld kveðja
siðan til lækni til að skoða hinn
látna og ákveða hvort óska eigi
eftir réttarkrufningu.
Blóðrannsóknir í barnsfaðern-
ismálum eru annar umfangsmikill
málaflokkur sem heyrir undir
þessa deild, en starfsmenn Blóð-
bankans taka einnig þátt í þeim
rannsóknum. Nokkuð misjafnt er
hvernig þau mál ber að. Þegar
kona sem ekki er í hjónabandi eða
sambúð elur barn tilgreinir hún
föður. Siðan getur það komið til að
hinn tilgreindi faðir óski eftir því
að gerð verði blóðflokkarannsókn
til að fá úr því skorið hvort hann
geti verið faðir barnsins. Hann
getur til dæmis haft spurnir af því
að konan hafi verið með öðrum
manni eða mönnum á mögulegum
getnaðartíma barnsins og eru þá
blóðflokkar allra viðkomandi
rannsakaðir.
Þessi mál eru yfirleitt rekin á
vegum yfirvalda. Rannsóknir geta
einnig verið einkamál viðkomandi
sem þau óska sjálf eftir. Þá getur
þetta einnig komið til sem svokall-
að vefengingarmál, það er að eig-
inmaöur vefengi að hann sé faðir
barns þrátt fyrir að það sé fætt í
hjónabandi. Þetta eru orðnar
viðamiklar rannsóknir. Við fáum
um 100 barnsfaðernismál á hverju
ári og tengjast að minnsta kosti
þrír aðilar hverju máli.
Níels Dungal hóf þessar rann-
sóknir 1. september 1928. Þá fór
hann austur í sveitir vegna
tveggja barnsfaðernismála en í
hvorugu tilvikinu tókst að útiloka
faðerni þeirra, enda voru þá litlir
útilokunarmöguleikar, ólíkt því
sem nú er. Árið 1933 féll Hæsta-
réttardómur þar sem maður var í
fyrsta skipti hér á landi útilokað-
ur frá faðerni barns á grundvelli
blóðflokkarannsóknar," sagði
Ólafur Bjarnason. — HBj.
Kynhormónabindandi prótein mæld í krabbameinsfrumum úr brjósti.
Skipaviðgerðir
undirbúningur og framkvæmd
Vegna mikillar eftirspurnar veröur námskeiðiö um
undirbúning og framkvæmd skipaviögerða haldið
í 13. skiptiö 13., 14. og 15. febrúar í aðsetri félags-
ins, Hverfisgötu 105. Námskeiðið er ætlað þeim
aðilum í smiðjum, sem taka á móti og skipuleggja
viðgerðarverk, vélstjórum og/eða þeim, sem hafa
umsjón með viöhaldi skipa hjá útgerðum.
Fjallaö verður í fyrirlestrum og með verklegum
æfingum um: verklýsingar, áætlanagerðir, mat á
verkum, mat á tilboöum og val viögerðarverk-
stæða, undirbúning fyrir framkvæmd viðgerða,
uppgjör o.s.frv. í þessari yfirferð fá þátttakendur
gott yfirlit yfir það sem nýjast er í þessum efnum
og geta betur áttað sig á eigin stööu og því sem
taka þarf á til að ná betri árangri í viðgeröum skipa
— bæði frá sjónarhóli útgerðar/skipafélaga og
smiðja. Þátttökugjald er kr. 6.000 (hádegisverður,
kaffi og námskeiðsgögn innifalin).
Þátttöku ber að tilkynna í síma 92-621755 eigi
síðar en 12. þ.m.
Meistarafélag járniönaðarmanna,
samtök málmiðnaðarfyrirtækja.
PARKET
Einu sinni enn er Tarkett-parket í far-
arbroddi í parket-framleiðslu.
• Á markaðinn er nú komið parket með
nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum
endingarbetri en venjulegt lakk.
• Veitir helmingi betri endingu gegn risp-
um en venjulegt lakk.
• Gefur skýrari og fallegri áferö.
• Betra í öllu viöhaldi.
• Komið og kynnið ykkur þessa nýju og
glæsilegu framleiðslu frá Tarkett.
• Alger bylting á íslenska parket-markaö-
inum.
Harðviðarval hf.,
Skemmuvegi 40, Kópavogi,
sími 74111.