Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 37

Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 37 Staðgenglar brátt óþarfir? ? Ef marka má James Bond- myndirnar sem sýndar hafa verið, er spæjarinn ekki aðeins liðtækur skíðakappi, heldur algert ofur- menni í íþróttinni þó oft hafi hann heppnina með sér þegar hann sneiðir fram hjá trjástofnunum og stórgrýtinu. f skíðaparadísinni Gstaadt í Austurríki kom hins vegar á daginn fyrir skömmu, það sem margan grunaði, að flestir vissu raunar, að sjálfur Roger Moore sem leikur hinn óviðjafnan- lega 007 er rétt sæmilegur á skíð- um og telur sig góðan ef hann stendur í fæturnar niður miðl- ungsbrekku. En hann er allur af vilja gerður og með fulltingi sonar síns, Christian, mætir hann dag- lega til skfðakennara og vinar síns Rolf. Svo fara þeir hamförum um brekkurnar daginn út og inn. Það skyldi aldrei fara svo að áður en langt um liður afþakki Moore þátttöku staðgengla í skiðaatrið- um. Roger Moore ásamt syni sínum Christian í skíðaparadísinni Gstaadt í Austurríki. Öllum vinum mínum oy œttinyjum fjær oy nær sem heidruðu miy oy ylöddu með heimsóknum, yjöfum oy skeytum á 70 ára afmæli mínu þann 5. febrúar sl. sendi éy huyheilar þakkir oy bið að launa þeim oy blessa um alla framtíð. Lárus Sigfússon. Þakka innileya kveðjur oy fjölda heillaóskaskeyta í Ijóðum oy lausu máli, föyur blóm oy aðrar kærkomnar yjafir á 70 ára afmæli mínu hinn 30. janúar. Hlýhuyur oy vinátta verma að hjariarótum. Guð blessi ykkur öli Ármann Kr. Einarsson. Liz í tygjum við herra með langa „afrekaskrá“ Hún Liz Taylor er þessa dagana í tygjum við rosalegan töffara, kempu að nafni Dennis Stein, sem slúðurblöð telja helst til tekna að hafa einu sinni verið fylgihnöttur Joan Collins og einnig verið fylgi- sveinn þriggja fyrrverandi fegurð- ardrottninga Bandaríkjanna hvorki meira né minna. Þessi mikli kappi sést hér á mynd i fylgd Liz sem lítur bara vel út eft- ir að hafa sigrast á brensanum og eiturlyfjunum. Gefum Liz orðið: „Hann er æðislegur, sprengikúla, og svo er hann líka blíður og hug- ulsamur," segir Liz og hefur ein- hvern tíma sagt að auki að hann sé gáfaður og auðvitað er það ekki verra. Myndin af parinu í allri sinni dýrð var tekin í nýjustu skíðanýlendu fræga og fína fólks- ins í Gastaadt i Austurríki fyrir skemmstu. Ekki voru þau á leið i lyftuna ef marka má klæðaburð- inn við þetta tækifæri. SIGLPIRÐINGAPÉLAGIÐ Árshátíð Siglfirðingafélagsins veröur haldin í Átthagasal Hótels Sögu, föstudag- inn 15. febrúar 1985, kl. 19.00. Frábær skemmtiatriöi. Miöasala í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavöröu- stíg, frá 11. febrúar. Skemmtinefndin. MorKunblafticVÓLK.M Snoni IlallgríinsHon c» Gunnar (rtinnaoHon hjá Myndformi sf. við ,„Sony41 maticá‘^obnna. í rekkunum á bak vift má sjá I‘ana.sonie-IIWi‘‘Jjölio dunartækin sem taka hljóölft upp í ,„stereo“. MYNDFORM SF.: Sérhæfa sig í fjölföldun myndbanda í steríó Nýtt fyrirtæki, Myndform sf., hefur hafið starfsemi við Hólshraun i Hafnarfirði, en fyrirtækið sérhæfir sig i fjöl- földun og textun myndbanda. Hefur fyrirtækið komið sér upp fullkomnum tækjabúnaði i þess- ari grein og munar þar mest um „Panasonic Hi-fi“-tæki sem ger- ir það kleift að fjölfalda mynd- bönd i „sterió" og með betri myndgæðum en áður hefur tíðk- ast i þessari grein hér á landi. Eigendur Myndforms sf. eru Snorri Hallgrímsson, Gunnar Gunnarsson, Magnús Gunnars- son og Óli Sven Styff og voru þeir Snorri og Gunnar önnum kafnir við verkefni á nýju tækj- unum er Morgunblaðið leit inn til þeirra á dögunum. Starfsemin fer þannig fram að fyrirtækið fær svokallaðar „master-spólur" frá rétthöfum myndbanda og fjölfaldar siðan spólurnar eftir óskum viðkomandi og er þeim síðan dreift i myndbandaleigur. „Master-spólurnar" eru settar í sérstakt tæki af gerðinni „Sony- Umatic" og af því er svo fjöl- dfaldað í einu inn á „Panasonic- tækin“, sem verða um 40 talsins þegar allt verður komið i gang. Hér er ótalin ný textunartölva af gerðinni „Screen Electronics", sem islenskar myndirnar með nýju og skemmtilegu letri. Stofnkostnaður við uppsetn- ingu þessara tækja er um 5 milljónir króna, en þeir Snorri og Gunnar kváðust vongóðir um að fyrirtækið bæri sig, enda væri hér um að ræða fullkomnari tæki en áður hefðu verið notuð í þessum iðnaði hér á landi, sem skilaði sér i betri mynd- og hljómgæðum. DENTAL FAIR '85 Austurstræti 17, sími 26611.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.