Morgunblaðið - 10.02.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.02.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 29 inu sökum feguröar sinnar. Alma sýndi Önnu móður sinni bréfið, og þó móður hennar líkaði vel við Gustav ráðlagði hún henni að gift- ast honum ekki, og hið sama gerði Carl Moll. En Alma var orðin hrif- in af Gustav Mahler og þrátt fyrir bréfið hafði hún tekið ákvörðun um að giftast honum. Mörgum fannst þessi ráðahagur ekki beint heppilegur, Alma lenti milli tann- anna á fólki, sem taldi hana óverð- ugan maka fyrir jafn stórbrotinn mann og Mahler. Henni fannst vinir hans óvinveittir sér, þeir sniðgengu hana í samkvæmum, í einu samkvæminu spurði t.d. einn gesturinn hana hvernig henni lík- aði tónlist Mahlers. Svar hennar var að hún hefði lítið kynnt sér hana, en það sem hún hefði heyrt líkaði henni hreint ekki! Þau giftu sig í mars 1902 og fóru í nokkurs- konar brúðkaupsferð, sem í raun var tónleikaferð Mahlers. Hjúskaparár Ölmu og Gustavs Ekki líður á löngu þar til Alma fer að efast um að hún hafi gert rétt er hún ákvað að giftast Mahl- er. Hann virðist hafa verið mikill egoisti, og framan af sambúð þeirra er greinilegt að honum finnst eiginkonan standa honum langt að baki. Hlutverk Ölmu var að gera honum lífið þægilegra, hann var mjög vanafastur, líf hans var fastmótað og ólíkt því lífi sem Alma hafði lifað fram að þessu. Á þessu tímabili trúir hún dagbók sinni fyrir hugrenningum sínum, hún virðist elska mann sinn, en hann veldur henni þó miklum vonbrigðum, hún er ein- mana, finnst eiginmaðurinn lita á hana ýmist sem ómálga barn eða vinnuhjú. Alma reynir að trúa móður sinni fyrir því hve óham- ingjusöm hún er, en móðir hennar vill ekki hlusta á slíkt og telur hana hafa verið heppna með mak- ann. Þau Gustav og Anna móðir hennar virðast hafa verið góðir vinir, enda tilheyrðu þau sömu kynslóð. Alma saknar fyrra lífs, þau umgangast eingöngu vini Gustavs, og hún virðist hafa fund- ið fyrir þunglyndi, trúir dagbók- inni fyrir því að hún sé sígrátandi upp úr þurrru. Á þessu tímabili fer Alma að drekka, og Gustav nefnir áhyggjur sínar í þeim efn- um í bréfi til móður hennar. Á milli þeirra er algjör verkaskipt- ing, Gustav helgar sig óskiptur list sinni, en Alma sér um allan rekstur heimilisins. Mahler virðist allur annar eftir að hann kemst i höfn hjónabandsins, hann var ekki lengur maöurinn sem sagðist ekki geta lifað án hennar, heldur miklu frekar í hlutverki kennara og leiðbeinanda, og reynir að móta hana eftir eigin höfði í hlutverk eiginkonu sinnar. Eftir því sem óhamingja ölmu jókst, því ánægð- ari varð Gustav. Hann þakkaði konu sinni fyrir að gefa sér góðan vinnufrið, og er hún ræddi óánægju sína við hann sagðist hann reyna að finna einhverjar leiðir til að hún yrði ánægðari. Líf þeirr hélt þó áfram í svipuð- um dúr. Þau Alma eignuðust tvær dætur, Önnu og Maríu, og þó Mahler hafi ekki getað verið án fjölskyldunnar, mátti hún þó ekki gera of miklar kröfur til hans. Hann krafðist þess t.d. að dæturn- ar borðuðu með þeim, en þær máttu ekki segja orð meðan á máltíðinni stóð. Anna dóttir þeirra sagði síðar að þessar sam- eiginlegu máltiðir fjölskyldunnar hafi haft það í för með sér að hún hafi ekki getað notið máltíðar fyrr en löngu eftir að hún var orðin fullorðin. Líf þeirra hélt áfram að vera í mjög föstum skorðum, en svo virð- ist sem Gustav hafi farið að meta konu sína meir eftir því sem árin liðu. Hjónaband þeirra stóð 9 ár, síðustu árin hvetur Gustav konu sína jafnvet til tónsmíða, og gefur út verk hennar samhliða eigin verkum. En áður en til pess Kom hafði gengið á ýmsu, Alma dvelur fjarri eiginmanninum um tíma m.a. af heilsufarsástæðum, og hittir þá Walter Gropius sem síð- enga ósk heitari en þau ættu barn saman, og þrátt fyrir að Ölmu fyndist barneignir utan hjóna- bands siðlausar verður hún ófrísk og um tíma er allt útlit fyrir að Oskar verði næsti eiginmaður Ölmu. Það fer þó öðruvísi, þau deila harkalega og Alma lætur eyða fóstrinu. Annar eiginmaður Ölmu, Walter Gropius Þegar hér er komið virðist Alma óska eftir því að líf hennar ein- kennist af meiri stöðugleika, hún trúir dagbókinni fyrir því að hun sé orðin þreytt á Oskari. Oskar ákveður skömmu síðar að fara í herinn, og Alma leitar uppi Walt- er Gropius, arkitekt sem hún hafði hrifist af er hún var gift Mahler. Hún fréttir af honum á spítala, en hann hafði slasast í stríðinu, þau mæla sér mót og þann 18. ágúst 1915 giftist Alma Mahler Walter Gropius. Hún virðist hafa óskað heitt eftir að eignast mann og barn, og 5. oktober eignast þau Gropius dóttur, Manon, fallegt og elskulegt stúlkubarn sem var elsk- uð af öllum sem kynntust henni. Þau Gropius höfðu þó ekki haft mikinn tíma til að kynnast hvoru öðru áður en þau giftust, og að auki var hann mikið að heiman. ölmu fannst hún vera í sporum ekkju með tvö börn og ekki líður á löngu þar til hún fer að eyða tíma sínum með ungum rithöfundi, Franz Werfel, sem síðar varð þriðji eiginmaður hennar. Alma og dóttir henn&r Anna um 1960. Alma Mahler, teikning Oskars Kokosa frá 1913. ar varð annar eiginmaður hennar. Gustav saknar konu sinnar, og vill leggja ýmislegt á sig til að fá hana aftur til sín, og svo virðist sem hann hafi átt erfitt með eigin tónsmíðar er hún var fjarri. Árið 1907 missa þau eldri dóttur sína Maríu eftir erfið veikindi hennar sem gengu mjög nálægt ölmu, Gustav og Önnu móður hennar, sem stóð yfirleitt við hlið þeirra er eitthvað bjátaði á. Um þetta leyti kemur í ljós að Gustav er veill fyrir hjarta og fjórum árum síðar er hann allur. „Menn eins og þú lifa ekki, í besta falli rykfalla þeir“ Alma var orðin ekkja, ekki 32 ára gömul. Ekki leið á löngu þar til hún fékk nýtt bónorð, biðillinn I var Dr. Joseph Fraenkel, sem hafði tnnast eiginmann nennar síðustu ár nans. Alma svaraði nónorði ’nans oréfi oar sem lún | segir pau ekki eiga íeina samleið, .einkunnarorð oin eru eg nugsa og því er eg til, en mín eg elska og því er ég til“ og hún oætir við: „Menn | eins og þú ’ifa ekki, í besta falli j rykfalla þeir uppi í bókahillum.“ Alma bjó sér og 7 ára dóttur sinni heimili, og brátt var hún far- in að eyða tíma sínum með Paul Kammerer, sem var gamall kunn- ingi hennar. Paul var líffræðingur að mennt, en hafði jafnframt mik- inn ahuga á tónlist. Þau urðu ágætisvinir og til að dreifa hugan- um fór Alma að aðstoða hann á rannsóknastofu hans. Áður en langt um leið var Paul orðinn yfir sig ástfanginn af henni, og segir i bréfi að sérhver samverustund með Ölmu veiti honum aukinn kraft til dáða. Paul var giftur, og þegar Alma sagðist ekki bera gagnkvæmar tilfinningar til hans, lét hann öllum illum látum og hót- aði m.a. að skjóta sig. Alma hafði samband við eiginkonu Pauls og sagði henni hvernig málum væri háttað, og þeim kom saman um að fela byssuna hans. Allt kom þó fyrir ekki, Paul Kammerer framdi sjálfsmorð stuttu síðar. Alma var ekki lengi að finna mann hans stað, hún varð náinn vinur rónskáldsins Franz Schrek- er, sem var .njög efnilegur um þessar mundir. Alma varð þó ekki astfangin af honum, það var ekki fyrr en Oskar Kokoschka kom til sögunnar að hún varð ástfangin að nýju. Oskar Kokoschka Oskar var um þetta leyti bláfá- tækur listamaður, Carl Moll stjúpfaðir ölmu var listaverkasali og hafði tekið eftir hæfileikum þessa unga manns. Carl kom að máli við ölmu og spurði hana hvort hún hefði ekki áhuga á að fá Kokoschka til að mála andlits- mynd af sér. Oskar var 7 árum yngri en Alma, gullsmiðssonur frá Prag, fátækur, aðlaðandi og hæfi- leikarfkur. Hann var fjölhæfur, elskur að tónlist, og farinn að leggja drög að fyrsta leikriti sínu. Svo virðist sem Alma hafi strax orðið mjög hrifin af honum og hann af henni. Sumir telja að Oskar hafi verið stóra ástin í lífi ölmu, en samband þeirra var all stormasamt, en einhverjar glæður lifðu þó þar til Alma lést 85 ára að aldri. Alma virðist hafa verið hrædd um að glata nýfengnu sjálfstæöi sínu og heldur Oskari því í ákveð- inni fjarlægð. Hún veitti honum fjárhagsstuðning og xynnti hann fyrir listamannaelítunni í Vín. Alma fékk eftirlaun eftir Mahler, og því ekkert of fús að giftast fá- tækum listamanni. Oskar átti Þriðji eiginmadurinn Franz Werfel Franz Werfel var ungur og upp- rennandi, en langt í frá jafn þekktur og Gustav, Klimt eða jafnvel Oskar. Alma heillaðist af Werfel, honum kom vel saman við dætur hennar, en hún hafði tals- verðar áhyggjur af aldursmun þeirra, Franz var aðeins 27 ára gamall, ellefu árum yngri en Alma. Alma verður ófrísk, af skiljan- legum ástæðum halda þau Werfel sambandi sínu leyndu og Gropius heldur að hann sé faðir að barni Ölmu. Sonurinn Martin fæddist tveim mánuðum fyrir timann, fæðingin var erfið, og um tíma var hvorki móður né barni hugað líf. Martin var alla tíð veikburða og lést nokkurra mánaða gamall. Gropius kemst að því að hann er ekki faöir drengsins, og pau ræða skilnað. Hann setur það skilyrði að tiann fái umráðarétt yfir Man- on, en það getur Alma ekki hugsað sér. Franz Werfel skrifar ölmu og segist vilja giftast henni, „það er ekki eingöngu vegna ástar minnar á þér, heldur einnig vegna listar minnar. Ég er viss um að ef ein-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.