Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 36
36 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
félk í
fréttum
SALVÖR NORDAL NÝR FRAMKVÆMDA-
STJÓRI LISTAHÁTÍÐAR:
„Stefna að draga úr
umfangi hátíðarinnar“
Hún er aðeins 22 ára, stundar
nám í heimspeki við Háskól-
ann, var um skeið blm. Morgun-
blaðsins og heitir Salvör Nordal.
Hún hefur nýlega tekið við starfi
framkvæmdastjóra Listahátíðar,
en það var eitt af fyrstu verkum
nýrrar framkvæmdastjórnar
Listahátíðar að ráða hana og sýn-
ir e.t.v. vel að hér er á ferðinni
fólk sem þorir að takast á við nýj-
ungar og á vonandi eftir að sýna
það í verki þegar val á listafólki er
annars vegar. Við höfðum sam-
band við Salvöru og spurðum í
hverju starf framkvæmdastjórans
væri fólgið.
„Þetta er ábyrgðarmikið starf
en mjög heillandi og spennandi.
Aðalstarf mitt er að sjá um rekst-
ur hátíðarinnar og reyna að fá þá
iistamenn sem framkvæmda-
stjórnin hefur komið sér saman
um. Það er skipulagið í sambandi
við Listahátíðina sem er í höndum
mínum og síðan ber ég fjárhags-
lega ábyrgð á henni. Stefnan er
auðvitað að Listahátiðin beri sig
fjárhagslega og að við stöndum
ekki höllum fæti að henni lokinni.
Þetta er geysimikil vinna og það
má segja að hún komi í skorpum,
þ.e.a.s. vinnan eykst sífellt er tími
hátíðarinnar nálgast, en svo er
rólegri tími inn á milli þeirra."
Hefurðu komið mikið nálægt
Listahátíðunum áður?
„Já, ég hef unnið við allar hátíð-
arnar síðan 1976 og byrjaði þá
sem sendill sem smám saman
vann sig upp og nú er svo komið að
ég hef unnið í flestum þeim störf-
um sem tengjast undirbúningi
hennar. Mér þykir verulega vænt
um það traust sem framkvæmda-
stjórnin hefur sýnt mér.“
Megum við eiga von á einhverj-
um breytingum í undirbúningi
Listahátiðarinnar?
„Það hvílir í höndum fram-
kvæmdastjórnarinnar að marka
stefnu sem er núna að draga úr
umfangi hennar og hafa hana
minni í sniðum en hafa þá virki-
lega góð atriði. Það er margt í
deiglunni hjá okkur hvað snertir
efnisatriði á Listahátíð, en að svo
stöddu er erfitt að upplýsa nánar
um það.
þeir sem nú eru í stjórn eru
Hrafn Gunnlaugsson og hann
gegnir formannsstarfi, Kristinn
Hallsson varaformaður, og að auki
Kristín Jóhannesdóttir, Birgir
Sigurðsson og Stefán Baldursson.
Þetta er allt vant listafólk á sínu
sviði og þekkir efnið út og inn.“
Ungt fólk er spennt fyrir því að
fá svona ungan framkvæmda-
stjóra og bindur vonir sínar við að
þú komir nú með gott efni fyrir
það. Hvað segir þú um það?
„Ég hef fullan áhuga á því að fá
einhverja góða popphljómsveit.
Við fáum alla vega sjaldan góðar
hljómsveitir hingað af því tagi og
það er helst í kringum hátíðir sem
þessar að það er vettvangur fyrir
þær svo þetta er mál sem ég tek til
alvarlegrar íhugunar."
Er búið að fá einhverjar vissar
myndir á kvikmyndahátiðina í
maí?
„Já, og við vinnum í því núna.
Þær myndir sem við vitum fyrir
víst að koma til með að verða
sýndar eru „Gullgrafararnir" sem
tekin var hér 1982 og var lokið við
í fyrra og síðan mynd sem ber
nafnið „Eigi skal gráta" en hún er
samin út frá þeim atburði sem
gerðist í Þýskalandi er kona skaut
morðingja barnsins síns í réttar-
sal og það er Hark Bohm sem er
höfundurinn. Báðar þessar mynd-
ir eru nýjar og það er meiningin
að hafa þær sem flestar nýlegar."
Salvör Nordal framkvæmdastjóri Listahitíðar.
Police“-poppflokkurinn með hinn fræga „Sting“ fyrir miðju
HOLLYWOOD:
,jÁ)gregluþjónar“
að var mikil veisla haldin í
Hollywood á dögunum og
er það engin nýlundá á þeim
slóðum. Allra handa lið mætti
þar eins og lög gera ráð fyrir,
frægir, ímyndunarfrægir og
smástirni. Þessir kappar voru
meðal gesta, en ekki áttuðu sig
allir á því vegna klæðnaðarins
og fór það ívið í skapið á þeim.
Fólk freistaðist nefnilega til að
biðja þá um drykk eða snarl,
hélt þá vera þjóna. En þetta er
sjálfur „Police“-poppflokkurinn
með hinn fræga „Sting“ í miðj-
unni. Það leið drjúg stund áður
en þeir fengu óáreittir að snæða
sjálfir af eigin diskum, ótrufl-
aðir af fólki sem vildi taka af
þeim diskana sjálfu sér til nær-
ingar.
STACY KEACH:
Fer troðnar slóðir
Stacy Keach, bandaríski leikarinn sem var
gripinn glóðvolgur með kókain á Heathrow
og var skutlað í svartholið þar í landi (Bretlandi),
hefur tekið saman í andlitinu. Hann brotnaði
gersamlega saman er hann var nappaður, grét og
hélt langar og bljúgar ræður um það hversu mjög
hann iðraðist og hversu hræðilegt það væri að
vera ánetjaður kókaíni. Það gæfi falska öryggis-
kennd. Nú hefur Keach fundið köllun sína og um
leið til að láta tímann í steininum líða hraðar.
Hann er farin að rita ævisögu sína, frumleg
hugmynd, og eru þar að sögn miklar prédikanir
um víti eiturlyfja. Einnig talsvert af bitastæðu
Hollywood-slúðri.
COSPER
— Þér þurfið adeins lengri göngustaf.