Morgunblaðið - 13.04.1985, Side 9

Morgunblaðið - 13.04.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 9 \ftEDESTEINHHJ DRÁTTARVÉLA DEKK ÝMSAR STÆRÐIR HAGSTÆTT VERD BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SiMI 38900 Nýgalvi HS 300 Unnt er að spara ómældar upphæðir með því að fyrirbyggja eða stöðva tær- ingu. NÝGALVI HS 300 frá KEMITURA i Danmörku er nýtt ryðvarnarefni á ís- lenskum markaði. • Ekki þarf aö sandblása eöa gljáslípa undirlagið. Vatnsskolun undir háþrýstlngi eöa vírburstun er fullnægjandi. • Fjarlægiö aöeins gamla málningu, laust ryö og skánir, þerriö ftötinn og máliö meö nýgalva. • Þótt nokkuö ryö og raki sé á undirlaginu veikir þaö ekki ryövðrnina sé nægilega á boriö. • Nýgalvi fyrirbyggir tæringu og stöövar frekari ryömyndun, fyrirbyggir bakteríugróöur og þörungagróður. Skelfisk festir ekki viö flðtinn. • Nýgalvi er tilbúinn til notkunar i dósum eöa fötum, hefur ótakmarkaö geymsluþol á lager, boriö á meö pensli eöa úöasprautu. • Hvert kg þekur 5—6 mJ sé boriö á meö pensli og 6—7 m’ ef sprautað er. • Venjulega er tullnægjandi aö bera á tvö lög af nýgalva. Þegar málaö er á rakt yfirborö eöa i mjög röku lofti, t.d. úti á sjó, er ráölagt aö mála 3 yfirferðir. Látið líða 2 stundir mllli yfirferða. • Hitasviö nýgatva er -40°C til 120°C. • Nýgalvi er ekki eitraöur og er viöurkenndur af framleiösiueftirlitinu og vinnueftirlitinu í Danmörku. • Galvanhúö meö nýgalva er jafnvel ennþá betri og þolnari, heldur en venjuleg heitgalvanhúöun • Hentar alls staöar þar sem ryö er vandamál: turnar, geymar, stálvirki, skip, bátar, btlar, pipur, möstur, glröingar, málmþök, loftnet, verk- takavélar, landbúnaðarvélar og vegagrlndur. Umboðsaðili á íslandi SKANIS HF. Norræn-íslensk viöskjpti viö Smiöjustíg, Laugavegi 11 101 Reykjavík, Sími 21800 Opnunartími skrifstofu: mánudagur til föstudags kl. 17—20. laugardagur kl. 08—12. Ikvöld Staða Alþýðubandalagsins Stada Alþýdubandalagsins og verkefnin framundan er efni á al- mennum félagsfundi sem haldinn verður í kvöld á vegum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Frum- mælendur eru Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Fundurinn hefst kl. 20.30 að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Að loknum umræðum verður kosin uppstillinganefnd vegna stjómar- kjörs í ABR. -6g. Smásjár-matur Þrotabú Alþýöubandalagsins er nú, eftir átta ára stjórnaraðild á áratug hinna glötuðu tækifæra, smásjármatur, sem má muna sinn fífil fegri. íslendingar sóttu fast fram í lífskjörum og almennri velmegun allar götur frá lýðveldisstofnun, 1944, til loka sjöunda áratugarins. Áriö 1971 sezt Alþýðubandalagiö í ríkisstjórn. Þaö var upphaf óðaveröbólgunnar, sem hefur leikið íslenzkt launafólk verr en nokkuð annað. Staksteinar staldra í dag við kennileiti Alþýðubandalagsins á átta ára stjórnarferli. Afturfætur Alþýðubanda- lagsins Só.síalisUr efndu í fyrra- dag til fundar um „stöðu Alj>ýðubandalagsins“. Skoðanakannanir, sem hafa verið tíðar undanfar- ið, sýna Alþýðubandalagið rúið fylgi, pólitískt flak, sem nánast er smásjármat- ur. Alþýöuflokkurinn, sem oft gistir fylgislsgðir, horf- ir nú úr hæðum skoðana- kannana niður á þann póli- tíska dverg, sem Svavar Gestsson & Co. hefur gert úr fyrrum nokkuð háreist- um flokki. Hvað veldur? Ekki er vafl á því að átta ára stjórnaraöild Alþýðu- bandalagsins, 1971—1974 og 1978—1983, er spor, sem hræða. Allar götur frá stofnun lýðveldisins og út sjöunda áratuginn sóttu íslendingat fast fram til bættra lífs- kjara. Velmegun blasti hvarvetna við: í húsakosti, í bættri vinnuaðstöðu, í auknum kaupmætti, í fræðshikerfl, heilbrigðis- þjónustu, í samgöngum og ferðalögum innanlands og utan og í fjölþættum lífs- máta hvers konar. I»á varð tímamóta- atburður. Alþýðubandalag- ið lagði ieið sína í stjórn- arráðið 1971. Siðan hefur hagsæld þjóðarinnar hrap- að, ár frá ári. „Síðustu 10 árin höfum við hins vegar ekki þokast fram,“ segir forseti ASÍ í skýrslu til miðstjórnar sambandsins, „og því dregizt verulega aftur úr flestum nálægum þjóðum. Þótt efnahags- kreppa hafl dregið úr hag- vexti hefur nágrannalönd- unum flestum miðað nokk- uð á leið.“ Hér gengu hlutirnir hinsvegar á afturfótum Al- þýðubandalagsins. Horft um öxl tíl tímamótaárs Árið 1971 var tíma- mótaár í hagsögu þjóðar- innar. I>að ár flutti Alþýðu- handalagiö í stjórnarráðið. Þaö ár hóf óðaverðbólgan innreið sína í íslenzkan þjóðarbúskap. í upphafl árs 1983, þegar Alþýðubanda- lagið hafði setið átta ár í stjórnarráðinu og hélt um stjórnvöl ríkisfjármála, fé- lagsmála, húsnæðismála og orkumála, fauk árshraði verðbólgunnar yfir 130% mörkin. Þar með var dyr- um læst á rekstur flestra atvinnugreina landsins, að öllu óbreyttu, og fjölda- atvinnuleysi blasti við. Út- flutningsatvinnuvegir, sem sættu 130% árlegri til- kostnaðarhækkun, stóðust ekki samkeppni á erlend- um sölumörkuöum við framleiðslu þjóða, sem bjuggu að stöðugleika i verðlagi og efnahagslífi, verðbólgu sem var vel inn- an við 10% og allt niður í núllið. Átta ára afrekaskrá Al- þýðubandalagsins blasir nú við öllum, sem skoða vilja kennileiti þess í ís- lenzkri stjórnsýshi. Hvern- ig var umhorfs í íslenzkum þjóðarbúskap fyrri hluta árs 1983? • 1) Árshraði verðbólgu sigldi hraðbyri upp annað hundraðið. • 2) Fjöldi atvinnufyrir- tækja var viö dyr rekstr- arstöðvunar og víðtækt at- vinnuleysi blasti við. • 3) Húsnæðislánakerfíð haföi verið rústað, svipt helzta tekjustofni sínum, launaskatti, og hefur ekki boríð barr sitt síðan. Þegar þetta gerðist var Svavar Gestsson húsnæðismála- ráðherra og Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra. • 3) Viðskiptahalli við út- lönd var vaxandi og er- lendar skuldir komnar yflr 60% af þjóðarframleiðslu. Erlend skuldabyrði hirðir fjórðung útflutningstekna þjóðarinnar „fram hjá skiptum**. Þessar skuldir þýddu og þýða enn ógn- vekjandi flutning fjármuna (lífskjara) út úr landinu, frá Islendingum til ann- arra. • 4) Fjárfestingarmistök og offjárfesting, sem þá átti sér stað, varð viðvar- andi baggi á samfélaginu í stað þess að skila sér í bættum lífskjörum. Þessi fjárfestingarmistök og hin erlenda skuldabyrði á drjúgan þatt í lakari lífs- kjörum hér en í helztu vel- ferðarríkjum heims. • 5) Allan átta ára stjórn- arferil Alþýðubandalagsins var nánast kyrrstaða í at- vinnulífi; okkur miðaði fremur aftur á bak en áfram, nýsköpun atvinnu- lífs var ekkert sinnt; Al- þýðubandalagið, sem fór með orkumál, taldi það nánast „guðlast" að breyta fallvötnum okkar í störf, útflutningsverðmæti og lífskjör. Þjóðartekjur og kaupmáttur skruppu sam- an. • 6) Gengi krónunnar og kaupgildi féll nær stanz- launst. Kaupmáttur launa var skertur fjórtán sinnum um löggjöf. Það furðar engan þó það þurfl „veirufræðing" til fara ofan í saumana á „stöðu Alþýðubandalags- ins“. Mývatnssveit: Nýtt orgel Mývatiuwveit, II. aprfl. VIÐ MESSU í Reykjahlíðarkirkju á páskadag var tekið í notkun nýtt orgel. ÞetU hljóðfæri er frá danskri verksmiöju. Það er fjögurra radda með innbyggðum pípum og hið vand- aðasta að allri gerð. Hljómburður í Reykjahlíðarkirkju virðist í bezta lagi. Gamla orgel kirkjunnar er orðið 65 ára gamalt og búið að þjóna kirkjunni bæði vel og lengi. Það var frá Henkel-verksmiðjunum þýzku og þótti ágætisgripur á sín- um tíma. Hins vegar þótti nú tímabært að endurnýja hljóðfærið í kirkjunni. Verð nýja orgelsins er um 500 þúsund krónur. Organisti í Reykjahlíðarirkju er Jón Árni Sigfússon. Kristján § § 5 5 I Þeim líkar maturinn... og það mun þér einnig Mandarin Nýbýlavegi 20 Sími 46212 Opiö kl. 11—22 Um helgar til kl. 23 Tökum aö okkur veislur Partíréttir frá Mandarín „T aktu-með-þér-þjónusta“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.