Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 einstakur laxinum“ Fyrstu regnbogasilungsseiðin voru flutt að Fiskalóni í febrúar í fyrra og voru þau þá um 10 grömm að þyngd en í ágúst var byrjað að slátra regnboganum. Nú eru þau orðin 330 grömm að meðaltali. Nú eru um 650 þúsund seiði í stöðinni og er þetta fyrsti stóri árgangur- inn af regnbogasilungi en hann hefur eins og kunnugt er þurft að ganga í gegnum ýmsa hreinsunar- elda frá því að Skúii Pálsson flutti hann til landsins árið 1951. Regnboginn er seldur á innan- landsmarkaði, bæði í verslanir og á veitingastaði. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með útflutning á honum ferskum til Bandaríkjanna og Norðurstjarnan í Hafnarfirði hefur gert tilraunir til að sjóða niður reykt silungsflök. En fram- leiðslan er ekki það mikil enn sem komið er og ekki næst að full- nægja eftirspurninni innanlands þannig að útflutningur er mjög lítill. „Hann er í alia staði hagkvæm- Seiðunum gefið í lóni á Fiskalóni. Regnboginn er einstaklega meðfærilegur Bskur, er orðinn hændur að mönnunum sem gefa honum. Seiðin gára vatnið baráttunni um fóðrið. — segir Þórir Dan Jónsson fiskifræðingur á Fiskalóni lægu flóttahvatir, það er villta eðlið, sem laxinn hefur hins vegar í ríkum mæli.“ Þórir gat þess í lokin að liklega væri íslenski regnbogasilungs- stofninn af verðmætri tegund, hreinræktaður „steelhead“. Skúli hefði flutt hann inn frá Danmörku árið 1951, áður en Danir fóru að blanda hina ýmsu stofna saman. „Ef þetta reynist vera hreinrækt- aður „steelhead" er þetta sjó- göngusilungur og gæti verið heppilegur til sjóeldis og sem haf- beitarfiskur", sagði Þórir. Regnbogasilungsseiði sem fara á til Noregs í sumar vigtað. „EFTIR því sem ég kynnist regn- boganum raeira sannfærist ég betur og betur um að það er hann sem gefur okkur mesta möguleika í mat- fiskeldi — laxinn er svo óþekkt stærð ennþá. Ég tel að regnboginn gæti verið fiskur númer eitt á meðan við erum að byggja okkur upp í fisk- eldinu en síðan væri hægt að prófa laxinn með,“ sagði Þórir Dan Jóns- son, fiskifræðingur, í samtali við blaðamann Mbl. Þórir sér um regnbogasilungs- eldið á Fiskalóni í Olfusi þar sem Laxalónsmenn eru að byggja upp fyrirmyndaraðstöðu til eldisins. Fiskalón er í landi Þóroddsstaða II. Þar eiga þeir 1800 metra djúpa borholu sem talin er geta gefið 30 sek.lítra af 116 stiga heitu vatni. Þá hafa þeir 300 sek.l. af hreinu lindarvatni, um 5 ° heitu. Útbúnar hafa verið 6 eldistjarnir, 30x5 m. að stærð, 2 tjarnir 100x5 m. og 30x100 m. lón. íbúðarhús er í byggingu og undirbúningur hafinn að byggingu eldishúss. ari og meðfærilegri en laxinn," sagði Þórir þegar blm. heimsótti hann að Fiskalóni og bað hann að lýsa kostum regnbogasilungsins. „Hann er fóðraður á ódýrara fóðri en laxinn. Hann þarf minna pláss og þar af leiðandi minna vatn og minni mannvirki. En umfram allt tekur eldið styttri tíma, eða eitt til tvö ár, á meðan laxinn þarf tvö og hálft ár. Þetta skiptir sköpum í eldinu, tekjurnar koma fyrr inn. Síðast en ekki síst ber að geta þess að við höfum reynslu í regnboga- silungseldi hér á landi sem við höfum ekki nema að takmörkuðu leyti í laxeldi. Þá er hann ótrúlega lífseigur og þolir betur ýmsar til- færingar, svo sem flutning á milli tjarna. Regnbogasilungurinn er ein- stakur fiskur — allt öðru vísi en laxinn. í gegn um eldi í margar kynslóðir er hann orðinn meðfæri- legur og hændur að okkur sem fóðrum hann. Hann kemur að bakka um leið og hann sér mann koma að tjörninni. Með eldinu er hann búinn að missa hinar eðlis- „Regnboginn er fiskur — ólíkur í Þórir Dan meó regnboga sem bíður slátrunar. „Viljum gera regnbogasil- unginn að almenningseign — segja stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Laxalóns LAXALÓN hefur, eins og fram hefur komið áður hér í blaðinu, gert samn- ing um sölu á allt að 400 þúsund regnbogasilungsseiðum og 40 til 60 þúsund laxaseiðum til Noregs næsta sumar. Laxalón fær gott verð fyrir seiðin, mun betra en fæst hér inn- anlands að sögn Laxalónsmanna. Síðan sagt var frá þessum seiðaút- flutningi hér á blaðinu hefur hann verið talsvert til umræðu meðal fisk- eldismanna og hafa sumir viljað hafa þessi seiði, einkum regnboga- silunginn, á markaði hér innanlands þannig að fiskeldisstöðvar hér gætu tekið hann í eldi. Á dögunum voru þessi mál rædd við Svein Snorrason hrl., stjórnarformann Laxalóns og Ólaf Skúlason, framkvæmdastjóra. „í rúm 30 ár höfum við viljað gera regnbogasilunginn að al- menningseign hér á landi — og viljum enn. Til þess þurfum við við að byggja upp aðstöðuna á Fiska- lóni í Ölfusi og Hvammsvík í Hvalfirði og vantar 12 milljónir til þess. í þeirri aðstöðu gætum við framleitt 1,7 milljónir regnboga- silungsseiða og látið út á markað- inn hér allt að milljón seiði í haust og átt eftir 700 þúsund seiði til matfiskeldis eða útflutnings á næsta ári. Fjárskorturinn hefur rekið okkur til að selja regnbogasil- ungsseiðin úr landi. Það er líka hagkvæmast fyrir okkur eins og sakir standa. Það er hins vegar okkar draumur að ala hann sjálfir í sláturstærð og hagnast enn meira, en það tekur lengri tíma og krefst meira vinnuafls," sögðu Sveinn og ólafur. Útflutningsverðmæti þeirra 400 þúsund regnbogasilungsseiða og 40 til 60 þúsund laxaseiða sem Laxalón selur til Noregs í sumar er talsvert á annan tug milljóna. Norðmennirnir ala fiskinn síðan í 1 ár að jafnaði og flytja hann út, m.a. til Bandaríkjanna, og fá þá á annað hundrað milljónir kr. fyrir hann. Þeir margfalda verðmætið á tiltölulega stuttum tima og fljúga síðan með vöruna yfir ísland vest- ur um haf til Bandaríkjanna. Þetta leiðir hugann að því hvernig staðið er að uppbyggingu fiskeldisins hér og í samkeppnis- löndum okkar. ólafur og Sveinn sögðu að Norðmenn sem stofn- setja fiskeldisstöðvar fengju beina styrki frá ríkinu sem næmu 50% af uppbyggingarkostnaði og síðan stofnlán til 20 ára fyrir 40% stofnkostnaðarins, afborgunar- laust í 5 ár. Ekki nóg með það heldur fengju þeir 90% af rekstr- arfé stöðvarinnar í 3 ár, eða þar til fyrstu tekjur kæmu inn. Svipuð fyrirgreiðsla væri í Færeyjum og Skotlandi. Hér á landi sögðu þeir aftur á móti að væri sama og eng- um peningum veitt til fiskeldis, það væri hornreka í kerfinu. „Þessu þarf að breyta. Við erum alls ekki að sækjast eftir styrkj- um, við þurfum þá ekki, heldur lánum til uppbyggingarinnar,“ sögðu Laxalónsmenn. „Það er kominn timi til að stjórnvöld efni þau loforð sem Skúla Pálssyni voru gefin i fram- haldi af niðurskurði regnbogasil- ungsins sem gerði hann tekjulaus- an í þrjú ár. A verðlagi i dag er sú fyrirgreiðsla sem talað var um 32 milljónir kr. Vonandi sjá stjórn- völd og lánastofnanir sér fært að gera þessa nauðsynlegu uppbygg- ingu mögulega þannig að hægt verði að leysa regnbogasilunginn úr einangruninni og aðrir fiskeld- ismenn geti farið að njóta hagn- aðarins af honum," sögðu ólafur Skúlason og Sveinn Snorrason að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.