Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 Sólsetur — eftir Gísla Sigurbjörnsson Fyrir nokkru skrifaði ég grein í Morgunblaðið um konu, sem kom of seint, sem leitaði of seint eftir öryggi, athvarfi í ellinni. Minntist ég þá á hugmyndina um Sólset- ursheimili, sem ég nú rita aftur um. Greinin um konuna, sem kom of seint, vakti nokkra athygli, a.m.k. komu nokkrir og hringdu, og einu sinni var ég tekinn tali á götu úti vegna hennar, en venjulega kemur enginn, enginn hringir, ekkert gerist, alltaf þessi þögn. í þetta skipti held ég þó, að ein- hver árangur muni nást eftir allt saman. Það var rætt um Sólset- ursheimili á fundi í Safnaðar- heimili Langholtskirkju nýlega, að lokinni guðsþjónustu. En hvað eru Sólsetursheimili? Þeirri spurn- ingu verður reynt að svara hér á eftir. Ég tel, að vel athuguðu máli, að hér sé kominn grundvöllur til að reisa hjálparstarf fyrir aldraða og ellilúna á. Áhuga- og hugsjóna- fólk, sem ekki bíður eftir því, að hið opinbera, ríki, bær eða borg, geri allt fyrir alla, tekur þá til sinna ráða. Reynslan hefur nefni- lega sýnt, að það gerist seint og biðin eftir aðstoð verður oft of löng. Vissulega hefur margt og mikið verið gert af því opinbera — við erum velferðarríki, þar sem allir eiga að fá allt frá vöggu til grafar og helst fyrir ekki neitt, nema fyrir fé frá því opinbera. Þessu verður að sjálfsögðu haldið áfram, en með hverju árinu verður það fjárhagslega erfiðara fyrir þjóðina og þess vegna er það sann- færing mín, að samhjálp og sjáifshjálp eldra fólksins þurfi að koma til. Vellr Ásgerðar Búadóttur gefnir út í litskyggnubók Listasafn ASÍ hefur gefið út litskyggnubók með verkum lista- konunnar Ásgerðar Búadóttur. Þetta er fjórða litskyggnuröðin sem Listasafn ASÍ sendir frá sér. Fyrri raðirnar eru um Gísla Jóns- son, íslenska vefjarlist 1950— 1980 og Nínu Tryggvadóttur. í litskyggnuröðinni eru 36 verk, sem spanna rúman þrjátíu ára feril Ásgerðar sem veflista- manns. Ljósmyndir af verkunum tók Kristján Pétur Guðnason og eru þær fjölfaldaðar í Bretlandi. Ásgerður er fædd í Borgarnesi árið 1920 og hóf nám í Handíða- og myndlistaskólanum árið 1942. Hún innritaðist í Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn árið 1946. Árið 1956 var henni boðin þátttaka í Alþjóðlegu list- iðnaðarsýningunni í Múnchen og hlaut hún þar gullverðlaun sýn- ingarinnar fyrir mynd sína „Stúlka með fugl“. Síðan hefur Ásgerður haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Hún var kjörin Myndlistarmað- ur ársins 1982 af dómnefnd menningarverðlauna DV og einnig það ár var hún einn af fulltrúum íslands á íslands- Ásgerður Búadóttir kynningunni i Bandaríkjunum, „Scandinavia Today“. Árið 1983 fékk Ásgerður starfslaun Reykjavíkurborgar og afrakstur þeirrar vinnu mátti sjá á sýn- ingu hennar haustið 1984 á Kj arvalsstöðum. Litskyggnur Listasafns ASÍ eru seldar í Listasafni ASÍ á sýningartímum. Sú stefna, sem nú ríkir og hefur gert í mörg ár, að eldra fólkið eigi að vera þar, sem það er komið, en senda því aðstoð, mat og hjúkrun- arhjálp er ágæt að vissu marki. En hvar eru mörkin? Um það er deilt og verður endalaust gert. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að rökræða eða benda á reynslu og árangur hérlendis og erlendis, það er alveg vonlaust, við verðum aldrei sammála, hvorki í því né öðru. Við erum deilugjörn þjóð, allir vita allt betur en hinir. Þess vegna skrifa ég eingöngu um Sólsetursheimilin, sem eiga að vera sjálfseignarstofnanir, starf- ræktar af áhuga- og hugsjónafólki til hjálpar aldurhnignu fólki, oft einstæðingum. Rauði þráðurinn í þessu starfi, á Sólsetursheimilinu, er samhjálp og sjálfshjálp. Ékki stórar stofnanir, heldur heimili, þar sem allir hjálpast að, þar er mikill munur á. Reynt er að fá hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi, það ætti að takast. En það verður að vanda til alls, vegna þess að hér erum við að tala um hinsta heimilið, sem helst ætti líka að vera það besta. Mér er kunnugt um, að unnið er að því hér í borg, og við hér á Grund munum hjálpa eftir bestu getu, vegna þess að ég tel að slík heim- ili, sjálfseignarstofnanir, muni breyta miklu í llknar- og mannúð- armálum. Þessi grein birtist á sínum tíma í stærsta blaði landsins og er hún Gísli Sigurbjörnsson „Rauði þráðurinn í þessu starfi, á Sólset- ursheimilinu, er sam- hjálp og sjálfshjálp. Ekki stórar stofnanir, heldur heimili, þar sem allir hjálpast aö, þar er mikill munur á.“ ekki aðeins rituð fyrir Stór- Reykjavíkursvæðið. Sólseturs- heimili geta komist upp víðar en hér og munum við á Grund reyna að aðstoða við það. „Þetta tekur langan tíma,“ segja ýmsir, en það þyrfti ekki að gera það, ef hann Jón eða þér, sem lesið þessa grein, eða þér frú Guðrún tækjuð hana til yðar. Líkklæðin hafa enga vasa og húsin ykkar, íbúðirnar ykkar, gætu orðið Sól- setursheimili fyrir fólkið, sem gleymist svo oft, en við öll stönd- um í þakkarskuld við. Öldruð hjón óskuðu eftir plássi á Grund, þau voru einsömul og voru orðin heilsutæp. Einkasonur- inn, ellistyrkurinn þeirra, sjómað- ur, hafði drukknað fyrir nokkrum árum, ókvæntur og barnlaus. Þau voru algjörir einstæðingar. Og hvað gat ég gert? Hvað gat ég sagt? Jú, þetta venjulega, því mið- ur allt yfirfullt, hvergi pláss að fá. Þetta er fljótlesið, en það var erfitt að segja það. En það var þó hálfu verra að heyra konuna segja við manninn sinn: „Góði minn, við höfum margt gert rangt um ævina, okkur hefur orðið mörg skyssan á, en það versta er, að við höfum lifað of lengi. Nú er okkur ofaukið." Hvað gat ég gert? Orð gömlu konunnar voru ekki ásökunarorð, aðeins voðaleg staðreynd í okkar velferðarríki. Þannig hafa árin óðfluga liðið. Ýmislegt er gert og af mörgum, en fleira er ógert. Ég sé ekki aðra leið úr þessum ógöngum en þá að reyna með öllum ráðum að vekja áhugafólk, hugsjónafólk, til að stofna og starfrækja sjálfseign- arstofnanir — Sólsetursheimili. Um þetta má endalaust skrifa, en fólk hefur svo lítinn tíma. En, ef einhver vill tala nánar um mál- ið, þá tali hann við okkur I Elli- hjálpinni á Grund, síminn er 91-23620. Morgunblaðinu er ég af- ar þakklátur fyrir skilning og velvild. Gísli Sigurbjörnsson er forstjóri Klli- og hjúkrunarheimiUsins Grundar. Stutt svar til Bjarna Braga Jónssonar — eftir Magna Guðmundsson Bjarni Bragi Jónsson sendi mér kveðju í Morgunblaðinu 8/3 í til- efni útvarpserindis míns 25/2. Bjarni setur sjálfan sig á háan hest og tekur mikið upp í sig, enda þótt hagfræðiþekkingu hans sé augljóslega mjög ábótavant. Hroki og fávisi eiga gjarnan sam- leið. Efnislega er þessi grein Bjarna samfelldur þvættingur frá upphafi til enda, rangfærslur og misfærslur, sem eru ekki svara- verðar. Það verður þó að virða manninum tii vorkunnar, að hann er að vinna fyrir kaupi sínu. Hann „Hið háa Alþingi verður að taka á sig rögg, draga lærdóm af reynslunni og stöðva verðbólgu-hrunadans- mn. Fyrirliggjandi í birgðastöð Stálgæöi: Remanit 4301 IIIC Stálgæði: Remanit 4016 Plötuþykktir: Plötustærðir: SINDRA 0.8 - 3.0 mm 1250x 2500 mm STALHF Borgartúni 31 sími 27222 er launaður starfsmaður Seðla- bankans og var nýlega dubbaður upp í stöðu „aðstoðarbanka- stjóra". Ætla mætti, að þessi að- stoðárbankastjóri ætti þátt í mót- un peningamálastefnu, enda reyn- ir hann af sinni alkunnu drýldni að gefa slíkt í skyn. Því fer þó víðs fjarri. Stefnuna móta yfirboðarar hans. Hann er aðeins lítið peð á þeirra taflborði. Ég hefi annað og meira við minn tíma að gera en að standa í orðaskaki við Bjarna Braga. Hins vegar skal ég sýna honum þá til- litssemi að taka upp orðrétt þann kafla í grein hans, sem Morgun- blaðið birtir með feitu letri og tel- ur þar með kjarnann i málflutn- ingi hans. Hygg ég, að Morgun- blaðið hafi hitt naglann á höfuðið. Feitletraði kaflinn er svona: „Ástæðan til þess, að menn leggja höfuðáherzlu á raunvexti fremur en nafnvexti er fyrst og fremst málefnislega til komin af þeirri ákvörðun íslenzku þjóðar- innar, sem bundin er í lögum, að láta órétt verðbólgugróða á annan bóginn og eignaupptöku á hinn ekki viðgangast lengur, né heldur það sukk og þá spillingu sem því fyigir.“ Lesendur Morgunblaðsins geta reynt að melta þetta. Merkur mað- ur hefir sagt: „Sá, sem skrifar óskýrt, hugsar óskýrt.“ Það er ríkjandi skoðun meðal yngri hagfræðinga í hinum vest- ræna heimi, að vaxtahækkanir fari beint út í verðlagið. Jafnvel Dr. Magni Guðmundsson steinrunnir fræðimenn af gamla skólanum eru óðum að átta sig á þessu. Ógerlegt er til nokkurrar lengdar að reka þjóðfélag með þeim okurvöxtum, sem beitt er hérlendis. Lánskjaravísitalan, eins og hún er uppbyggð, er aðal bölvaldurinn. Hún hækkar skuldir óðfluga í verðbólgu, en lækkar ekki skuldir í verðfalli. Þess vegna leiðir hún til hrauns. Meðan fjár- magn er tengt vísitölu, en vinnu- laun ekki, skapast óverjandi fé- lagslegt misrétti. Mér hefir verið þakkað útvarpserindi mitt 25/2 af gáfuðu fólki úr öllum landsfjórð- ungum og úr öllum starfsstéttum. Hið háa Alþingi verður nú að taka á sig rögg, draga lærdóm af reynslunni og stöðva verðbólgu- hrunadansinn. Við höfum frá því að verðtrygging fjárskuldbindinga var almennt upp tekin 1982 og til þessa dags sokkið í skuldafen utanlands og búið við peningalega ringlureið innanlands. Hingað og ekki lengra, ef við ætlum að vera áfram efnahagslega sjálfstæð þjóð. Dr. Mngni Guðmundsson starfar rið hagrannsóknir í forsætisriðu- nejtinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.