Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 25 hjá kornungu fólki. Hún sagði samband barna oft orðið meira við kennara og starfslið stofn- ana en foreldra og sagði ýmsa telja að foreldrar firrtu sig ábyrgð á uppeldinu. Hún taldi það skyldu okkar, jafnframt því að stefna að sveigjanlegri vinnu- tíma foreldra, að gera stofnanir og skóla sem best úr garði og sagði síðan: „Vel menntað og hæft starfsfólk og vel búnar stofnanir og skólar eru forsenda þess að uppeldisstofnanir ræki sitt hlutverk eins vel og kostur er á hverjum tíma. Engin stofn- un getur hins vegar komið í stað heimilis og fjölskyldu, en þegar best tekst til geta þeir aðilar sem vinna að uppeldi æskufólks, for- eldrar og starfsfólk uppeldis- stofnana, styrkt hver annan með því að vinna saman. Það þarf miklu meiri samvinnu og nánara samband milli heimila og skóla en nú er til staðar." Þá gerði Sigríður að umræðu- efni togstreituna milli lands- byggðarinnar og höfuðborgar- Svæðisins og sagðist telja órétt- læti að byggðarlög úti á lands- byggðinni, til dæmis Grundar- fjörður, nytu ekki meira af því sem þau öfluðu. „Það er óréttlátt að landsbyggðin njóti ekki í fleiru en nú er afraksturs þess sem hún aflar. Allir vita að stærstur hluti útflutingstekna þjóðarinnar kemur frá lands- byggðinni," sagði hún. Undir lok ræðu sinnar ræddi hún atvinnumál og atvinnutæki- færi æskunnar í dag. Lokaorð hennar voru: „Leggjumst öll á eitt um að skapa íslensku æsku- fólki bjarta framtíð með blóm í haga, í þessu dýrasta landi sem Drottinn skóp.“ Tómas I. Olrich, menntaskólakennari: 99 Sérstakr- ar byggða- stefnu ekki þörf ‘ „ÁBYRGÐ ríkisvaldsins á velferð þjóðarinnar hefur óhjákvæmilega leitt yfir hana austur-evrópskt sið- ferði í efnahagsmálum. Aukið efnahagslegt taumhald hefur haft í för með sér vaxandi stjórnleysi. Á sama tíma og ríkið hefur vaxið, hefur það veikst. Ríkisvaldið hefur haft forgöngu um að leiða þjóðina inn í sannkallaðan vítahring er- lendra lántaka, að miklu leyti eytt höfuðstól hennar og veðsett eignir hennar og lífskjör komandi kyn- slóða. í raun má lýsa þessu tíma- bili sem víðtækri tilraun til að laga raunveruleikann að almennri og opinberri óskhyggju." Þetta sagði Tómas I. Olrich, menntaskólakennari á Akureyri, i upphafi erindis síns og ræddi þá um þróunina frá lokum við- reisnarstjórnarinnar fyrir fjórt- án árum. Sagði hann að þetta tímabil hefði einkennst af mik- illi einstaklingshyggju, nokkuð sérstæðri að vísu, þar sem hún hefði lýst sér í kröfu um aukin réttindi og minnkandi skyldur einstaklingsins. Tómas nefndi erindi sitt: „í orði og á borði - hugleiðingar um „byggða- stefnu“.“ Sagði hann að þessi þróun hefði brotið í bága við all- ar meginhugsjónir Sjálfstæðis- flokksins og stæði hann nú fjær yfirlýstum markmiðum sínum en fyrir 14 árum. Tómas sagði að í lok Fram- sóknaráratugarins hafi á yfir- borðinu verið búið að snúa þróun byggðamála landsbyggðinni í hag en þegar þjóðartekjur dróg- ust saman þrjú ár í röð í upphafi 9. áratugarins, hafi landsbyggð- in sýnt fyrstu veikleikamerkin. „Straumurinn suður hófst á ný og hefur sjaldan verið stríðari," sagði Tómas og sagði að veikleiki landsbyggðarinnar væri ekki að- eins efnahagslegur, heldur einn- ig og ekki síst hugmynda- fræðilegur. „Hún á í höggi við nýja þjóðfrelsishreyfingu, sem telur flest vandkvæði þjóðarinn- ar sprottin af því, að fyrirvinnan sé of þung á fóðrum, framleið- andinn ekki nógu afkastamikill miðað við stofnfjárfestingu og rekstrarkostnað," sagði hann einnig. Hann sagði að við þessar að- stæður hafi skotið upp kollinum vísir að nýrri byggðastefnu, sem að þessu sinni ætti rætur að rekja beint til landsbyggðarinn- ar, en ekki til Alþingis. Stofnuð hafi verið samtök áhugafólks víða um land, sem hafi það að markmiði að efla stjórnarfars- legt sjálfstæði landsbyggðarinn- ar með því að stofna héruð með verulegri sjálfstjórn, m.a. í skattamálum og bankamálum. Sagði Tómas að þessar hug- myndir bæru vott um almenna trú á stjórnunaraðgerðum, að til nýrrar opinberrar stjórnsýslu verði sótt það afl, sem lands- byggðin þarfnast. „Sjálft hugtakið „byggða- stefna" hefur tekið á sig læknis- fræðilegan blæ,“ sagði Tómas. „Því er beitt eins og verið sé að stumra yfir sjúku fyrirbæri. En í landi, þar sem þetta sjúklega fyrirbæri leggur til bróðurpart- inn af rauntekjunum er senni- legt, að það þjáist fyrst og fremst af blóðtöku og langvar- andi hrossalækningum. Það má leiða að því sterk rök, að þjóðin þarfnist ekki sérstakrar byggða- stefnu ef hún hefur ráð á að hverfa af braut opinbers bjarg- ræðis og óskhyggju og færa sig nær raunveruleikanum." Tómas sagði að einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að auka framleiðni, efla nýsköpun og virkja þekkingu væri að veita undirstöðuatvinnuvegunum, beint og milliliðalaust, meiri hlutdeild í þeim verðmætum sem þeir skapa. „Hér hefur verið leitt getum að því, að sérstakrar byggða- stefnu sé ekki þörf, ef í orði og á borði fæst viðurkennt, hvaða hlutverki landsbyggðin gegnir í þjóðarbúskap íslendinga. Sú við- urkenning krefst heiðarleika í viðskiptum við undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar og virð- ingar fyrir lögmálum samkeppn- innar. í framkvæmd mun slík viðurkenning sennilega leiða til einhverrar röskunar á högum landsbyggðarinnar, en hún mun einnig leiða til raunhæfs endur- mats á stöðu og hlutverki höfuð- borgarinnar. Viðurkenning á framlagi landsbyggðarinnar og heiðarleg viðskipti við frumat- vinnugreinar er raunar forsenda þess, að byggð geti staðið með hyggð í þessu landi,“ sagði Tóm as I. Olrich að lokum. Hvaö segja fulltrúar á landsfundi? Svanhildur Guðmundsdóttir Mosfellssveit: Launahækkan- irnar í haust engum til góðs SVANHILDUR Guðmundsdóttir, Mosfellssveit, sagði að þetta væri fyrsti landsfundurinn sem hún sæti sem fulltrúi. Hún hefði aftur á móti starfað lengi að málefnum flokksins, átt sæti í stjórn síns fé- lags og í nefndum og ráðum á veg- um hans. Um landsfundinn sagði hún: „Mér líst ágætlega á hann. Hann er nauðsynlegur vegna inn- byrðis togstreitu, til dæmis vegna þess að Þorsteinn er ekki í ríkis- stjórn. Þá eru efnahagsmálin mik- ið í brennidepli og spurning um, hvort ríkisstjórnin getur unnið sig út úr því sem framundan er.“ Varðandi eigin afstöðu til málanna sagði Svanhildur: „Mér finnst í rauninni ekki endilega að Þorsteinn þurfi að vera í rík- isstjórninni. Hann á að geta haft áhrif í gegnum ráðherrana. Hans tími kemur. Ég tel að þeir hafi verið á réttri leið með efna- hagsmálin og að það hafi verið nauðsynlegt að skerða launin. Ég tel að öðru vísi hafi ekki verið hægt að vinna sig út úr vand- anum því launin eru stærsti lið- urinn í kostnaði við allan rekst- ur. Það er búið að sýna sig að launahækkanimar sem urðu í haust komu ekki neinum til góða, þær urðu fremur til ills. Því er ég sannfærð um að ríkis- stjórnin var á réttri leið.“ Varðandi afstöðu til ríkis- stjórnarinnar sagði hún: „Ég tel hana ekkert verri en aðrar. Ég held að þó hún yrði stokkuð upp þá yrði stjórnunin mjög áþekk þeirri sem nú er. Vandinn er sá hinn sami og jafnerfiður viður- eignar." Hún sagði að lokum: „Mér finnst gott að koma hingað og kynnast fólki úr hinum ýmsu byggðarlögum. Það eykur sam- stöðuna." Sigurður Björnsson Ólafsfirði: Albölvaðasta stjórnarsam- starf sem hægt er að fá SIGURÐUR Björnsson, Ólafsfirði, sagði alla landsfundi merkilega að sínu mati. Efnahagsmálin sagði hann eflaust efst á baugi en í hug- um þeirra sem kæmu utan af landi bæri þensluna á höfuðborgarsvæð- inu, atvinnuleysið og vandræðin í sjávarútvegsplássunum hvað hæst. Hann var spurður nánar um ástandið í hans heimabyggð, Ólafsfirði: „Litil sjávarútvegs- pláss úti á landi eru auðvitað illa sett mjög víða. Það er engu lík- ara en að verið sé að etja saman höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni. Við búum til megnið af gjaldeyrinum úti á landi og þið takið svo við og eyðið honum hér í Reykjavík. Þetta viljum við ekki lengur." — Hvað er til ráða? „Sjálfstæðisflokkurinn verður að standa við stefnumál sín. Stétt með stétt, dreifbýli með þéttbýli, ef orða mætti það svo.“ Sigurður var í framhaldi af þessu spurður um stjórnar- samstarfið. Hann svaraði: „Þvi miður er þetta stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins það albölvað- asta sem hægt er að fá. Þegar þessir flokkar eru í stjórn saman þá er eins og þjónustufyrirtæki og verzlun taki allt sitt á þurru hvernig svo sem ástandið er á >V öðrum vettvangi. Við sjáum bara hvað SÍS-hringurinn hefur þan- ist út. Nú eru þeir til dæmis byrjaðir að seilast til áhrifa í minni heimabyggð, áhrifa sem þeir hafa ekki haft áður. Þetta sér maður alls staðar blasa við.“ Sigurður sagði aðspurður, að líklega væri ekki til betri kostur á stjórnarsamstarfi en þessu í bili, en hann vildi brýna sína menn í ríkisstjórninni til að halda uppi sínum stefnumálum. „Þessi ríkisstjórn fór ágætlega af stað, en svo datt botninn úr þessu," sagði hann. Um fundinn sjálfan sagði hann: „Maður fyllist auðvitað bjartsýni þegar maður kemur á landsfund Sjálf- stæðisflokksins og situr hér í stórum sal innan um þúsund fé- laga. Auðvitað vonar maður að menn beri gæfu til að nota þetta afl til góðra hluta." Fríður Björnsdóttir, Neskaupstað: .Starfið óvenju gott í vetur" „ÉG ER ekki í forystusveitinni, en starfa að þessum málum eftir því sem þörf krefur," sagði Fríður Björnsdóttir frá Neskaupstað. Hún sagði að eitt félag væri starfandi á Neskaupstað, Sjálfstæðisfélag Norðfjarðar, og sæti hún lands- fundinn fyrir félagið. Sagði hún að starfið í sjálf- stæðisfélaginu hefði ekki verið mikið. „Alþýðubandalagið ræður öllu í Neskaupstað og erfitt fyrir sjálfstæðismenn að hafa áhrif," sagði Fríður. Sagði hún að starf- ið hefði þó verið óvenju gott í vetur. Kosinn hefði verið ungur formaður í félaginu og hefði starfið lifnað nokkuð við það. Ekki sagðist hún vera virk í félaginu, en tæki að sér þau störf sem til féllu. Nefndi hún sem dæmi að konurnar sæu um kaff- ið á fundum og við kosningar. „Maðurinn minn (Brynjar Júlí- usson) vinnur mikið fyrir flokk- inn og kem ég mest inn í þetta þannig," sagði Fríður. Petrea I. Jónsdóttir starfsmaður Sjálf- stæðisflokksins: „Pappírs- flóðið minna en síðast PETREA I. Jónsdóttir er starfs- maður Sjálfstæðisflokksins og gaf sér smátíma frá erlinum á lands- fundinum til að ræða við blaða- mann Mbl. um undirbúning að fundinum og fundarhaldið. Fund- inn sitja alveg um 1.200 fulltrúar að hennar sögn og sagði hún að seinast hefðu fulltrúar verið um 1.100. Af málaflokkum sagðist hún hafa orðið vör við að mestur áhugi væri á atvinnumálum. Petra sagði að „pappírsflóðið" á þessum þingi væri minna en á síðasta þingi. Hún kvaðst ekki viss um hver skýringin væri. „Kannski eru menn bara gagn- orðari, allavega eru ályktanirnar styttri nú en áður.“ Við lands- fundinn starfa allir starfsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eru 10 talsins, auk þess fjöldi aukamanna. í tengslum við landsfundinn er sýning og kynning á bókum út- gefnum af flokknum, auk þess eru sýnd veggspjöld o.fl., margt af því mjög gamalt að sögn Petreu. Aðspurð um tímalengd undirbúnings sagði hún, að und- irbúningur hefði hafist strax upp úr áramótum með vinnu að málefnadrögum og þess háttar, en vinnan á skrifstofunni hefði staðið yfir frá því seinast í febrúar. Petrea sagðist í lokin ánægð með gang mála á fundin- um og mátti skilja á henni að ánægjulegast væri að hafa meira en nóg að gera. Sjá ennfremur viðtöl við landsfundarfulltrúa á blað- síðu 37.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.