Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
Auðlindir og at-
vinnuuppbygging
Álögur og skattar ríkisins eru stór hluti virkjunarkostnaöar
— eftir Aðalstein
Hallgrímsson
Á þessum vetri hefur það gerst
að stjórn Landsvirkjunar hefur
skorið niður framkvæmdir um
hálfan miljarð króna eða um það
bil sömu upphæð og ætluð er til
nýbygginga vega á landinu í ár.
Ástæða þessa niðurskurðar er
sú að ekki er markaður fyrir
orkuna á því verði, sem Lands-
virkjun þarf að fá til þess að endar
nái saman. Landsmönnum hefur í
áratugi verið talin trú um, að mik-
il auðlegð væri fólgin í fallvötnum
landsins. Þegar nú sú staða er upp
komin að ekki er mögulegt að nýta
þessar auðlindir sakir kostnaðar,
vaknar sú spurning, hvort hér sé
um tímabundið ástand að ræða
eða hvort við Islendingar séum á
villigötum, og ekki borgi sig að
nýta vatnsorku landsins.
Sem betur fer er ástæðulaust að
afskrifa þessar auðlindir okkar að
svo stöddu. En þá þarf hugar-
farsbreytingu hjá ráðamönnum
þessarar þjóðar. Skýringar á há-
um stofnkostnaði virkjana og
raunar flestra framkvæmda á Ís-
landi í dag er að leita í óhóflegri
skattlagningu á alla uppbyggingu.
Landsvirkjun er sameignarfyr-
irtæki ríkissjóðs, Reykjavíkur-
borgar og Akureyrarbæjar og hef-
ur lögum samkvæmt það hlutverk
að framleiða og selja raforku í
landinu. Fyrirtækið hefur sjálf-
stæðan fjárhag og hlýtur að þurfa
að standa undir kostnaði við öflun
raforkunnar, með sölu hennar,
enda ekki um aðrar tekjur að
ræða. Stofnkostnaður vatnsafls-
virkjana er hlutfallslega mikill en
beinn rekstrarkostnaður þeirra,
eftir að þær eru komnar í gagnið,
hlutfallslega lítill. Orkuverð frá
vatnsaflsvirkjunum ræðst því að
langmestu leyti af kostnaði vegna
byggingar þeirra og nauðsynlegs
dreifikerfis frá þeim, svo og fjár-
magnskostnaði.
Þá er ástæða til þess að spyrja
hver sé stofnkostnaður vatnsorku-
vera í dag og hvernig hann sé
saman settur. I fljótu bragði virðast
um 30—40% af stofnkostnaði virkj-
ana vera ýmsar álögur hins opinbera
á framkvæmdir. Áætlað er að orka
frá nýju orkuveri kosti nú um
18—20 millidali hver kílówatt-
stund. Séu felldar niður álögur á
Aðalsteinn Hallgrímsson
„Öflug fyrirtæki eru
lífsnauðsyn þessari
þjóð, ef hún ætlar sér
bætt lífskjör í framtíð-
inni, og skiptir þá
rekstrarform þeirra
ekki máli.“
stofnkostnað, yrði kostnaöur trú-
lega 10 til 14 millidalir á hverja
kílówattstund.
Þetta kann að koma mönnum á
óvart, þar sem lög um Landsvirkj-
un gera ráð fyrir niðurfellingum
ýmissa gjalda, sem önnur fyrir-
tæki búa við. Heimilt er að fella
niður aðflutningsgjöld, og er það
gert af innfluttu efni, sem verður
hluti mannvirkja. Heimild er
einnig fyrir endurgreiðslum að-
flutningsgjalda á vélavinnu, og er
framkvæmd þeirrar heimildar sú
að Landsvirkjun fær, seint og síð-
ar meir, endurgreidd 11—12% af
taxta fyrir vinnuvélar sem unnið
hafa við framkvæmdirnar. Þessi
endurgreiðsla er innan við 20% af
raunverulegum tekjum ríkissjóðs
vegna þessara véla. Erlent verð
vinnuvéla er um 47% af verði
þeirra tollaðra í landinu. Sama er
að segja um flutningabíla, en
minni bílar eru enn hærra tollað-
ir.
Rekstrarkostnaður vélanna er
skattlagður á sama hátt og einnig
varahlutir til þeirra, en hjólbarð-
ar eru enn hærra tollaðir. Greidd-
ur er þungaskattur af öllum flutn-
ingum innan virkjanasvæða, víðs-
fjarri almennum vegum, þótt
kostnaður við vegagerðina lendi
allur á Landsvirkjun. Sama gildir
um minni bíla, þar sem þunga-
skattur er greiddur af bensini. Er
varlegt að áætla að 50—60% af
rekstrarkostnaði véla og bíla
renni beint í ríkissjóð.
Laun starfsmanna við virkjun-
arframkvæmdir eru há, miðað við
almenn laun i landinu. Starfs-
menn greiða þvi allháa skatta
bæði beint og óbeint í formi
neysluskatta og fær ríkið þannig
dágóðar tekjur af vinnu þeirra.
Ofan á þetta bætast svo veltu-
skattar á fyrirtækin sem vinna að
framkvæmdum, en allur umrædd-
ur kostnaður endar að sjálfsögðu
hjá Landsvirkjun. Nú skal ég ekk-
ert efast um að rikissjóður nýti
þessar tekjur til ýmissa þarfra
hluta, en það er ekki málið. Þessi
skattheimta er á góðri leið með að
gera að engu möguleikana á að
nýta þá auðlind sem við íslend-
ingar eigum stærsta, utan fiski-
miðanna, og stefnir þannig i voða
allri uppbyggingu i landinu. Hér
hefur ekkert verið sagt um allan
þann kostnað sem Landsvirkjun
hefur orðið að bera til þess að fá
(!) að virkja, en þar má nefna
ýmiskonar bætur til bænda og
meintra landeigenda, gerð vega,
sæluhúsa og jafnvel fiskeldis-
stöðva. Þær kvaðir allar eru nán-
ast þjóðarskömm. Landsvirkjun
hefur einnig orðið að kosta tals-
verðu til vegagerðar innan hins al-
menna vegakerfis (í Gnúpverja-
hreppi og Blöndudal til dæmis), en
tekjur af vegunum renna hinsveg-
ar beint til ríkisins eins og áður
segir.
Óllum þessum álögum og kvöð-
um sem nú eru lögð á nýtingu auð-
linda I landinu þarf tafarlaust að
aflétta. Að öðrum kosti mun þjóð-
inni reynast nánast ókleift að nýta
þessar verðmætu auðlindir sínar.
Því miður eru starfsskilyrði
Landsvirkjunar ekkert einsdæmi {
okkar þjóðfélagi. Nýjasta dæmið
er fjaðrafokið út af ákvörðun
landbúnaðarráðherra að heimila
Islandslaxi hf. að nýta jarðhita við
væntanlega fiskeldisstöð á
Reykjanesi. Upphlaup þingmanna,
(jafnvel þingmanna kjördæmis-
Fri virkjunarframkvæmdum.
ins) út af þessu máli er vægast
sagt grátlegt. Þegar ráðherrann
stuðlar, á sjálfsagðan hátt, að
uppbyggingu nýrrar útflutnings-
greinar, sem á í harðri samkeppni
á alþjóðavettvangi, þá rjúka upp
menn, sem hefur verið falið það
hlutverk að leiða þjóðina til meiri
hagsældar, og væna ráðherrann
um annarlegar hvatir í þessu máli.
Ástæðan virðist sú, að Sambandið
er eignaraðili að íslandslaxi, enda
er það rækilega tíundað af gagn-
rýnendum samningsins. Menn
geta kyngt því að hinn norski
meðeigandi Sambandsins „fái
hlutina á gulldiski" en ekki Sam-
bandið, og segir það sína sögu.
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, gat þess á dögunum í
viðtali, að hann yrði var ein-
hverskonar sjálfseyðingarhvatar i
flokki sínum. Þessi hvöt er ekki
bundin við Sjálfstæðisflokkinn,
heldur er engu líkara en hún hrjái
almennt þessa þjóð. öfund og ill-
vilji í garð öflugra fyrirtækja eins
og Sambandsins eru landlæg, og
nánast þjóðhættulegt fyrirbæri.
Öflug fyrirtæki eru lffsnauðsyn
þessari þjóð, ef hún ætlar sér bætt
lífskjör I framtíðinni, og skiptir þá
rekstrarform þeirra ekki máli.
Það er því full ástæða til þess að
fagna samningsgerð landbúnaðar-
ráðherra við íslandslax hf. sem
skrefi í rétta átt. En betur má ef
duga skal. Það ber brýna nauðsyn
til þess að fella niður allskonar
álögur á stofnkostnað útflutn-
ingsfyrirtækja, sem eiga í alþjóða-
samkeppni, á sama hátt og endur-
skoða þarf stofnkostnaðarskilyrði
virkjana. Að öðrum kosti verða
þessi fyrirtæki ekki að veruleika,
og lífskjör í þessu landi munu
versna enn frá þvi sem nú er. Þeg-
ar fallvötn eru beisluð og orku
þeirra komið á markað og blómleg
útflutningsfyrirtæki risin munu
þau vissulega leggja sinn skerf i
þjóðarbúið, en fyrr ekki. Ef við
höldum uppteknum hætti, að
skræla kartöflurnar áður en við
setjum þær niður, verður uppsker-
an í samræmi við það.
Adalsteinn Hallgrímsson er fram-
kvæmdastjóri bjá Hagvirki bf.
Morgunblaðið/Amir
Nokkur kunn andlit af bridgeáhorfendabekkjunum virða fyrir sér stöð-
una í íslandsmótinu. „Ef Jón vinnur Jón og Þórarinn tapar fyrir Stefáni
og Úrval vinnur Guðbrand þá er Jón orðinn íslandsmeistari o.s.frv....
Bridge
Arnór Ragnarsson
Hreyfill —
Bæjarleiðir
Tveimur umferðum í 24 para
barometer er lokið og er staða
efstu para þessi:
Jón Sigtryggsson —
Skafti Björnsson 121
Cyrus Hjartarson —
Hjörtur Cyrusson 108
Daníel Halldórsson —
Victor Björnsson 78
Lilja Halldórsdóttir —
Páll Vilhjálmsson 76
Tómas Kristjánsson —
Vagn Kristjánsson 74
Kristinn Sölvason —
Stefán Gunnarsson 74
Eyjólfur ólafsson —
Gisli Sigurtryggvason 50
Þriðja umferð verður spiluð
15. apríl kl. 20 í Hreyfilshúsinu.
Bridgefélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 11. apríl sl.
lauk Board-a-match sveita-
keppni félagsins með sigri sveit-
ar Jóns Inga Ragnarssonar sem
hlaut 93 stig. Auk Jóns spiluðu í
sveitinni Trausti Finnbogason,
Burkni Dómaldsson og Sæmund-
ur Árnason. Röð efstu sveita var
þessi:
Sveit
Jóns I. Ragnarssonar 93
Ármanns J. Lárussonar 92
Gríms Thorarensen 92
Ragnars Jónssonar 91
Hauks Hannessonar 83
Næsta keppni félagsins verður
tvímenningur, sennilega þriggja
kvölda og hefst hann fimmtu-
daginn 18. april nk.
Skráningarfrestur
að renna út
Á mánudaginn, 15. april, renn-
ur út skráningarfrestur til að
tilkynna þátttöku i eftirtalin
mót á vegum Bridgesambands
íslands: fslandsmótið í tvímenn-
ingskeppni — undanrásir, sem
verða í Tónabæ 20.—21. apríl nk.
í landsliðskeppnir BSÍ, i opnum
flokki og kvennaflokki sem verða
helgina 10.—12. maí nk. í Drang-
ey v/Siðumúla og i yngri flokki,
sem spiluð verður helgina
26.-28. apríl, einnig í Drangey
v/Síðumúla.
Hægt er að hafa samband við
Ólaf Lárusson í s: 18350 eða
16538 til kl. 18.00 á mánudaginn
nk.
Vakin er athygli á þvi, að þau
pör, sem ekki hafa samband
fyrir auglýstan tíma, geta ekki
gert ráð fyrir því að fá að vera
með, er að spilatíma kemur.
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Mánudaginn 1. apríl hófst
tveggja kvölda firmakeppni fé-
lagsins með þátttöku 36 fyrir-
tækja.
Staða 12 efstu fyrirtækja:
Múrarafélag Reykjavikur 210
(Ragnar Þorsteinsson —
Helgi Einarsson)
Múrarameistarafélag
Reykjavikur 196
(Þórarinn Árnason —
Ragnar Björnsson)
íslenska Álfélagið 193
(Ragnar Hermannsson —
fsak Sigurðsson)
Blikk og stál 186
(Guðrún Jónsdóttir —
Ágústa Jónsdóttir)
Pétur O. Nikulásson 183
(Sigurður Kristjánsson —
Halldór Kristinsson)
Hekla hf. 180
(Guðmundur Jóhansson —
Jón Magnússon)
Glerskálinn Kópavogi 180
(Ólafur Guðjónsson —
Samúel Guðmundsson)
Nesskip 179
(Friðjón Margeirsson —
Valdimar Sveinsson)
Barðstrendingafélagið
í Reykjavík 177
(Ólafur Jónsson —
Kristinn Óskarsson)
fstex 174
(Björn Björnsson —
Birgir Magnússon)
Vélsmiðja Einars og Viðars 173
(Þröstur Einarsson —
Didda)
J.S. Gunnarsson sf. 173
(Björn Kristjánsson —
Hjörtur Elíasson)
Meðalskor 165 stig.
Mánudaginn 15. apríl lýkur
firmakeppni félgsins. Spilað er í
Síðumúla 25.