Morgunblaðið - 13.04.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
27
AÐALFUNDUR IÐNAÐARBANKANS:
Ragnar Önundarson bankastjóri:
Hlutafjáreign í bankanum
verði arðbær fjárfesting
AÐALFUNDUR Idnaðarbankans samþykkti tillögu bankaráðs um að hækka
hlutafé bankans í árslok 1984 með útgáfu jöfnunarhlutabréfa um 109,47% úr
65.859.290 kr. I 137.952.820 kr. Jafnframt var samþykkt að greiða hluthöfum
5% arð fyrir liðið ár, samtals 3.293 þús. kr.
Hluthafar fylgjast með kjöri bankaráðs, en það var óbreytt frá síðasta ári að því undanskildu að Ingólfur
Finnbogason húsasmíðameistari gekk inn í stað Gunnars Guðmundssonar rafverktaka. Hinir fjórir eru: Davíð Sch.
Tborsteinsson iðnrekandi, Sigurður Kristinsson málarameistari, Sveinn Valfells verkfræðingur og Brynjólfur Bjarna-
son framkvæmdastjóri.
Yfirboð ríkissjóðs ástæða hækk-
andi vaxta og lánsfjárkreppu
— sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður bankaráðs
„ARIÐ 1983 námu heildarinnlán í
innlánsstofnunum að meðaltali um
26,8 %af vergri þjóðarframleiðslu. Ár-
ið 1984 var þetta hlutfall komið upp í
31,3% og hefur ekki verið svo hátt
síðan 1972. Þessar tölur staðfesta að
árangur varð af vaxtabreytingum á
síðasta ári og þær staðfesta ennfrem-
ur hið nána samband sem er á milli
vaxta og sparnaðar í landinu," sagði
Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður
bankaráðs Iðnaðarbankans, í ræðu
sinni á aðalfundinum, en þar gerði
hann m.a. að umræðuefni þær miklu
hækkanir sem urðu á raunvöxtum á
sl. ári. Davíð lagði á það þunga
áherslu að vaxtahækkunin væri ekki
afleiðing af því að bankar og spari-
sjóðir befðu í fyrsta skipti fengið svig-
rúm til að ákvarða eigin vexti. Taldi
hann óhjákvæmilegt að raunvextir
hækkuðu vegna þróunar efnahags- og
peningamála, og það breytti engu
hverjir önnuðust framkvæmdina,
stjórnvöld ein eða viðskiptabankarnir
einnig.
Davíð vakti athygli á því að þrátt
fyrir hækkun vaxta hefðu raun-
vextir á innlánum i innlánsstofn-
unum verið neikvæðir á síðasta ári
um 0,8%. Kvað hann það þó mikla
breytingu til batnaðar miðað við
árið 1983, en þá voru raunvextir
neikvæðir um 14,4%.
Davðið velti næst upp á yfirborð-
ið þeirri spurningu hvað öfl það
væru sem í raun réðu ferðinni í
vaxtamálum hér á landi. Hann
sagði:
„Upphaf núverandi þróunar má
rekja til nóvembermánaðar 1983,
þegar vextir af spariskírteinum
ríkissjóðs voru hækkaðir úr 3,5% í
4,16%, á sama tíma og verðbólgan
minnkaði ört. í upphafi árs 1984
voru vextir af verðtryggðum 6
mánaða reikningum I bönkum
1,5%. Ríkissjóður sá samt ástæðu
til þess, í febrúarmánuði sama ár,
að hækka enn vexti af spariskír-
teinum og urðu þeir þá 5,08%. í
maímánuði hækkuðu vextir á verð-
IryfKðum bankareikningum úr
1,5% í 2,5% og í ágústmánuði voru
vextir þessara innlána yfirleitt
hækkaðir í 4,5%. Viku seinna voru
hins vegar vextir spariskírteina
enn hækkaðir, og nú úr 5,08% í 8%.
Þessi þróun hefur síðan haldið enn
áfram og má í því sambandi minna
á, að vextir af verðtryggðum
bundnum reikningum í bönkum eru
Valssonar bankastjóra er hann
gerði grein fyrir ársreikningi bank-
ans sl. ár.
Á árinu 1984 var 3,1 m.kr. tap á
rekstri Iðnaðarbankans, en veð-
deild bankans skilaði hins vegar 8,9
m.kr hagnaði. 1 árslok var lausa-
fjárstaðan neikvæð um tæplega 100
m.kr. Valur Valsson sagði að af-
koma bankans hefði valdið von-
brigðum, en skýringin lægi í litlum
mun á innláns- og útlánsvöxtum á
síðasta ári. Valur sagði að á árinu
1983 hefði vaxtamunur farið vax-
andi og verið 11,42% síðustu fjóra
Bragi Hannesson bankastjóri:
Iðnlánasjóður tapaði 74 m.kr.
IDNLÁNASJÓDUR tapaði á síðasta ári um 74 m.kr., fyrst og fremst vegna
vegna gengisbreytinga, en tæpur helmingur af innlánsfé sjóðsins er í erlendum
gjaldmiðli, en útlán sjóðsins eru í íslenskum krónum og bundin lánskjaravísi-
tölu. Þetta kom fram í ræðu Braga Hannessonar bankastjóra, en hann gerði
grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs á árinu 1984 á aðalfundinum. Bragi sagði að
gcngisfcllingin ein í nóvember sl. hefði haft í för með sér 62 m.kr. tap fyrir
sjóðinn.
Það kom fram í máli Braga, að á
sl. ári hefðu 276 lán verið afgreidd
frá sjóðnum, að fjárhæð 353 m.kr.,
sem er 61% aukning frá árinu á
undan. Um 53% lánsfjárupphæðar-
innar rann til vélakaupa, en 46%
voru lán til byggingar iðnaðarhúsa.
{júní sl. voru útlánsvextir Iðnlána-
sjóðs hækkaðir um 1%, þannig að
vélalán voru með 5,5% vexti, en
byggingalán báru 6% vexti. Bragi
sagði að til að reka sjóðinn halla-
laust á síðasta ári hefðu útláns-
vextir þurft að vera 5 prósentustig-
um hærri.
Gert er ráð fyrir því að sjóðurini.
hafi 570 m.kr. til ráðstöfunar á
þessu ári, en Bragi sagði, að miðað
við fyrstu þrjá mánuði ársins
mætti gera ráð fyrir að alls verði
sótt um 1200 m.kr. lán úr sjóðnum
á árinu.
nú yfirleitt 3,5%, en ríkissjóður
býður 7% vexti og verðtryggingu.
Það er því ríkissjóður sem leiddi
vaxtahækkanirnar allt síðastliðið
ár. Að kenna skammvinnu frelsi
bankanna um vaxtahækkanir síð-
asta árs er að hengja bakara fyrir
smið.“
Og síðar sagði Davíð: „Afleið-
ingar þessarar útþenslustefnu
ríkisins hljóta að vera öllum hugs-
andi mönnum mikið áhyggjuefni.
Ríkissjóður er markvisst að soga til
sín fjármagn frá atvinnulífinu og
einstaklingum og gerir bönkum
erfiðara um vik að greiða fyrir
viðskiptamönnum sínum. Og þetta
hlýtur að vekja spurningu um það,
hvort það sé hlutverk ríkissjóðs að
keppa við atvinnulffið um fjár-
magn. Mitt svar er skýrt — af-
dráttariaust NEI.“
Ragnar Önundarson bankastjóri
gerði grein fyrir ástæðum hækkun-
ar hlutabréfanna: Hann sagði, að
úthlutun jöfnunarhlutabréfa Iðn-
aðarbankans hefði um nokkurra
ára bil fylgt svonefndri vísitölu
jöfnunarhlutabréfa, sem ríkis-
skattstjóri reiknar út, en hún
hækkaði um 16,37% milli áranna
1983 og 1984. En Ragnar minnti á
að iðnaðarráðherra hefði látið gera
mat á þeim bréfum sem hann seldi
fyrir hönd ríkissjóðs í fyrra og það
mat hefði verið staðfest með raun-
verulegum viðskiptum. Taldi hann
það sterka vísbendingu um raun-
verulegt verðmæti brófanna.
Ragnar sagði, að Þegar útgáfa
jöfnunarhlutabréfa kom til athug-
unar hjá bankaráðinu, hefði það
sjónarmið komið fram, að æskilegt
væri að þeir hluthafar, sem keyptu
hlut ríkissjóðs i bankanum á sfð-
asta ári, fengju jöfnunarhlutabréf
fyrir því yfirverði sem þeir greiddu
við kaupin. Endanlegt yfirverð
reyndist vera .80% og tillaga
bankaráðs byggðist þvf á þeirri
tölu að viðbættri hækkun á vísitölu
jöfnunarhlutabréfa.
Ragnar lauk máli sínu með þess-
um orðum: „Með tillögu sinni um
svo umtalsverða útgáfu jöfnun-
arhlutabréfa er bankaráðið í raun
að gefa út stefnuyfirlýsingu um, að
hlutafjáreign í bankanum skuli í
framtíðinni vera arðbær fjárfest-
ing og samkeppnisfær við aðra
kosti á íslenska fjármagnsmark-
aðnum.“
Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður bankaráðs, í ræðupúlti á aðalfundi
Iðnaðarbankans, sem haldinn var í gær á Hótel Sögu. Bankastjórar bankans
hlýða á Davíð, þeir Valur Valsson, við hlið Davíðs, Bragi Hannesson og
Ragnar Önundarson. Drög að nýju merki Iðnaðarbankans er framan á
ræðupúltinu. Morgunblaftið/Ól.K.M.
Valur Valsson bankastjóri:
Innlánsaukningin aldrei verið meiri
„HEILDARINNLÁN lðnaðarbankans jukust um 55,5% á sfðasta ári, úr 1.156
m.kr. f 1.798 m.kr., en innlánsaukning viðskiptabankanna var á árinu 35,3%að
meðaltali. Jafnframt jókst hlutdeild Iðnaðarbankans af heildarinnlánum
viðskiptabankanna úr 7,3 %í 8,4 %á síðasta ári. Að raungildi nam innlánsaukn-
ing Iðnaðarbankans 1984 30,8%, og er þetta í sjöunda árið í röð sem innlán
bankans aukast að raungildi, þótt aldrei hafi aukningin orðið jafn mikil og nú.
Útlán bankans jukust um 540 m.kr„ eða 50,9%
Þetta kom fram f máli Vals mánuði þess árs. Hann hefði hins
vegar verið lækkaður í 4,53% f upp-
hafi árs 1984 og þvf minnkað á einu
bretti um 60%.
Valur sagði: „Þegar á heildina er
litið reyndist vaxtamunurinn hjá
okkur vera 10,11% allt árið 1983, en
aðeins 5,62% árið 1984. Þetta er
skýringin á því hvers vegna afkom-
an hefur versnað á síðasta ári. Sem
dæmi má nefna að hefði vaxtamun-
urinn orðið sá sami á árinu 1984 og
hann var 1983, hefðu vaxtatekjur
umfram gjöld orðið 75 m.kr. hærri
en raun varð á og afkoman að
sjálfsögðu þar með betri."
NISSANSUNNY
NI5SAN SUNNY Sedan 1.5GL
Veitum ffrábær kjör á
öllum Sunny-bílum.
Annaö eins heffur varla
þekkst hingaö til.
Tökum fflesta notaöa
bíla upp í
A aöeins kr.
399.000
Meö Nissan Sunny færöu bókstaflega alla þá aukahluti sem þú veröur aö panta
sérstaklega í aöra bíla t.d.: Upphituö framsæti, útvarp, tölvuklukku, snúningshraöa-
mæli, öryggisbelti fyrir fimm, þriggja hraöa miöstöö, rafhitaða afturrúðu, farangurs-
geymsla og bensínlok eru opnanleg úr ökumannssæti, þurrkur á framljósum, tveir
útispeglar stillanlegir innan frá, Ijós í farangursrými o.m.fl. Auövitað er Sunny fram-
hjóladrifinn. Vélin er 83 hestöfl, 1500 cc.
Muniö bilasýningar okkar um helgar kl. 14—17.
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn /Rauöagerði, simi 33560