Morgunblaðið - 13.04.1985, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
Bretland:
20 mánaða gamalt
barn lést úr AIDS
Iiondon, 12. aprfl. AP.
TUTTUGU mánada gamall breskur drengur lést í London á miðvikudags-
kvöld af völdum AIDS-sjúkdómsins, er hann hafði fengið við blóðgjafir á
bandarískum spítala skömmu eftir fæðingu, að sögn lækna.
Úrskurður réttarrannsóknar Ekki kom fram við réttarrann-
var sá að dauða drengsins hefði sóknina, við hvaða spítala í
borið að höndum „fyrir óhapp“, en
hann er fyrsta barnið sem deyr úr
AIDS-sjúkdómnum í Bretlandi.
Bandaríkjunum
hefðu átt sér stað.
blóðgjafirnar
Geimferjan Discovery:
Þingmaður á
braut um iörðu
K.n.vornlkhfAn Í7 anrfl AP.
K*naver»lhofA», 12. aprfl. AP.
GEIMFERJUNNI Discovery var
skotið á loft í dag og í áhöfninni er
öldungadeildarmaðurinn Jake
Garn. Ferðin hefur gengið að
óskum. Fimm sinnum hefur orðið
að fresta geimskoti vegna bilana
og sjöttu tilrauninni varð að fresta
um 55 mínútur vegna veðurs og
skipaferða á þeim slóðum þar sem
fyrstu flaugarhlutarnir féllu í sjó-
Sjö manna áhöfn er á ferj-
unni, sem skotið var upp ná-
kvæmlega fjórum árum eftir
fyrstu ferð bandarískrar geim-
ferju út fyrir gufuhvolf jarðar. I
ferðinni verða gerðar margvís-
legar tilraunir, m.a. verða fram-
leidd lyf, sem kunna að valda
byltingu, og tveimur fjarskipta-
hnöttum verður komið á braut.
Á þingmanninum verða gerð-
ar tilraunir í þá veru að kannað
verður hvernig likaminn aðlag-
ast þyngdarleysinu. í því skyni
hafa verið festir fimm skynjarar
á höfuð honum, fjórir á kviðinn
og þrír á brjóstkassann.
Discovery verður fimm daga í
þessari ferð. Annar gervihnött-
urinn er eign bandaríska varn-
armálaráðuneytisins og hinn
kanadísks fyrirtækis.
Hlutlausir með-
stjórnendur
skipaðir í Súdan
Khartoam, Súdaa, 12. aprfl. AP.
FULLTRÚAR stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Súdan hafa lagt að
herstjórninni nýju að samþykkja meðstjórnunarráðuneyti skipað óbreyttum
borgurum ótengdum flokkum og samtökum. Meðstjórnendur þessir leggi
hönd á plóginn við stjórn landsins í eitt ár og að því loknu fari fram
almennar kosningar og þjóðkjörin borgarastjórn taki við völdunum.
Sameiginlegur talsmaður
stjórnmálaflokkanna og verka-
lýðsfélaganna sagði í dag, að æðsti
ráðamaðurinn, Swareddahab
hershöfðingi, hefði samþykkt
þessa uppástungu í flestum meg-
inatriðum, m. a. að stjórnarhlut-
deild þeirra yrði aðeins eitt ár.
Hershöfðinginn, fyrrum varnar-
málaráðherra í stjórn Nimeiris,
tilkynnti hins vegar að núverandi
varnarmálaráðherra landsins
myndi fylgjast náið með starfsemi
meðstjórnarinnar og vera helsti
milliliður hennar við hina 15
manna herstjórn, sem þó mun
hafa allt úrslitavald á stjórnun
landsins umrætt ár.
Talsmaðurinn fyrrgreindi sagði
það með ráðum gert að velja ópóli-
tíska aðila í meðstjórnina, „því
bráðabirgðastjórnin þarf að tak-
ast á við mörg erfið verkefni á
næstu mánuðum og það mun gera
henni auðveldar fyrir ef hún þarf
ekki standa í pólitísku þrasi á
meðan. Þetta teljum við farsæl-
ustu lausnina og bráðabirgða-
stjórnin er á sama máli, samstarf-
ið er gott“, eins og talsmaðurinn
komst að orði.
Arne Kokkvoll, forstöðumaður skjal&safns norsku verkalýðshreyfingarinnar, með nokkur trúnaðarskjalanna.
Noregur:
Upplýsingar skjalavarð-
arins hafa vakið furðu
yfirstjórnar hersins
Ósló, 12. aprfl. AP. Frá J»n Erik Laure, fréttariUra Mbl.
UPPLÝSINGAR þær, er fram komu í Treholt-málinu
nýlega, um að mikill fjöidi trúnaðarskjala væri
geymdur í skjalasafni norsku verkalýðshreyfíngar-
innar, hafa vakið furðu yfirstjórnar hersins. Kann að
verða nauðsynlegt að leggja hald á hluta skjalanna.
Það var forstöðumaður skjalasafnsins, Arne
Kokkvoll, sem kom með þessar óvæntu upplýs-
ingar við vitnaleiðslu í Treholt-málinu. Kvað
hann það alvanalegt, að stjórnmálamenn hefðu
trúnaðarskjöl í einkaskjalasöfnum sinum. Auk
þess höfðu margir stjórnmálamenn úr Verka-
mannaflokknum gefið skjalasafninu einkasöfn
sín, að sögn Kokkvolls. Sagði hann, að á meðal
trúnaðarskjala í þeim hefðu nokkur verið frá
Nató, merkt sem alger trúnaðarmál.
Yfirmaður öryggismáladeildar hersins, Oddvar
Solnördal, sagði: „Trúnaðarskjöl eiga alls ekki
heima í einkaskjalasöfnum og eru ekki eign
stjórnmálamannanna. Þvert á móti eru stjórn-
málamennirnir persónulega ábyrgir fyrir, að ör-
yggisfyrirmæli varðandi skjölin séu virt. Og það
er mjög alvarlegt brot að hunsa þessi fyrirmæli."
Starfsmenn öryggismáladeildarinnar höfðu
ekki minnstu hugmynd um trúnaðarskjölin í
skjalasafni verkalýðshreyfingarinnar. Sagði Sol-
nördal, að þegar í stað yrði haft samband við
stjórn stofnunarinnar og hafist handa um að
kanna umfang málsins, svo að unnt yrði að koma
skjölunum aftur í vörslu hersins eða þeirra ráðu-
neyta, sem gefið hafa þau út.
Arne Kokkvoll, forstöðumaður skjalasafnsins,
sagðist fús til samstarfs, en fyrst yrði að liggja
fyrir lagaleg skilgreining á því, hverjar væru
skyldur safnsins til að veita hernum aðgang að
skjölunum.
Hins vegar taldi hann ekki koma til greina,
hvernig sem allt ylti, að greina frá því, hvaða
einstaklingar hefðu gefið stofnuninni einkasöfn
sín.
Tilræði við Khadafy
mistókst í tvígang
Washington, 12- apnl. AP.
Andróðursmenn í Líbýuher
reyndu tvívegis að ráða Khadafy
Líbýuleiðtoga af dögum og hefur
þessa verið grimmilega hefnt með
lífláti fjölda hermanna og foringja,
samkvæmt fregnum Washington
Post, sem byggir á leyniþjónustu-
heimildum.
s em eina aflið, sem skert gæti
völd sín. Með stofnun sveitanna
hyggst hann draga tennur úr at-
vinnuhermönnunum.
Ovenjulegt nauðgunarmál:
Situr inni fyrir nauðgun
sem aldrei átti sér stað
Markham, Illinois, 12. aprfl. AP.
DÓMARI neitaði að breyta refsingu manns, sem
þegar hefur setið sex ár í fangelsi vegna meintrar
nauðgunar. Mál hans var tekið upp að nýju þar sem
konan sem kærði segir nú að nauðgunin hafi verið
uppspuni.
Gary Dotson var dæmdur til 25 ára vistar 1979
fyrir að hafa nauðgað konu að nafni Cathleen
Crowell Webb 9. júlí 1977. Hann var látinn laus
gegn tryggingu 4. apríl sl. er frú Webb dró fyrri
framburð sinn til baka. En nú hefur hann aftur
verið settur á bak við lás og slá. Dotson, sem er 28
ára, neitar sakargiftum sem fyrr. Kveðst hann
aldrei hafa séð konuna fyrr en hún hafi borið
nauðgun upp á hann.
f gærkvöldi sagðist dómarinn Richard Samuels
ekki breyta fyrri úrskurði sínum, þar sem kon-
unni hefði ekki tekist að sanna að hún hefði borið
ljúgvitni í öndverðu og kvaðst hann ekki telja
hana seka um meinsæri. f dag óskaði hún eftir því
að réttarrannsókn fari fram í því hvort hún hafi
framið meinsæri.
Læknir, sem skoðaði frú Webb kvöldið sem hún
kvað sér hafa verið nauðgað, fann engin merki um
nauðgunina við skoðun. I leggöngum hefði hvorki
fundist sáðvökvi né sæði.
Frú Webb var 16 ára þegar hún bjó nauðgun-
arsöguna til. Segist hún hafa gripið til þess ráðs
þar sem hún hélt sig ólétta. Þorði hún ekki að
segja fósturforeldrum sínum frá því að hún hefði
átt kynmök við kærasta sinn. Reyndist hún ekki
þunguð þegar til kom. Frú Webb er nú 23 ára og
tveggja barna móðir.
Fyrra tilræðið átti sér stað í
marz í forsetahöllinni fyrir utan
Trípólí, en í síðara tilfellinu var
ráðist gegn bílalest, þar sem
Khadafy var á ferð. Reynt var að
ráða Khadafy af dögum í maí í
fyrra er hópur námsmanna var
skikkaður til að vera viðstaddur
þegar tveir menn voru hengdir á
almannafæri.
Samkvæmt Washington Post
voru a.m.k. 15 liðsforingjar líf-
látnir eftir fyrra tilræðið og a.m.k.
60 eftir hið síðara.
Að baki tilræðunum stóðu
íhaldssamir foringjar í her Líbýu,
sem eiga í valdabaráttu við bylt-
ingarnefndir, sem Khadafy hefur
fært aukin völd í hendur. Hefur
Khadafy m.a. sett á laggirnar sér-
stakar hersveitir róttæklinga til
höfuðs hernum til þess að tryggja
sig betur í sessi. Hafa róttækl-
ingasveitirnar m.a. nýlega tekið
við landamæravörzlu við landa-
mæri Ttunis úr höndum hersins,
foringjum hans til mikillar niður-
lægingar. Tilvist róttæklinga-
sveitanna er skýrð á þann veg að
Khadafy hafi litið á her landsins,
Líbería:
Vilja hafa
hendur í hári
tilræðismanna
Monroviu, Líberíu, 12. aprfl. AP.
GEFIN hefur verið út handtökuheim-
ild á hendur tveimur háttsettum emb-
ættismönnum borgaralegrar stjórnar
Líberíu, sem steypt var. Eru þeir sak-
aðir um ráðabrugg um að steypa af
stóli Samuel Doe, leiðtoga landsins.
Mennirnir tveir búa nú í Banda-
ríkjunum og Fílabeinsströndinni.
Báðir flúðu land er Doe steypti og
lét taka af lífi William Tolbert for-
seta í apríl 1980. Eru mennirnir
tengdasynir Tolberts. Þeir eru
sagðir hafa átt aðild að samsæri
Líberíumannsins Elmer Johnson
og bandaríska sjóliðans Henry
Woodhouse, sem hugðust steypa
Doe 3. nóvember sl. Yfirvöld í Líb-
eríu hugleiða að óska eftir að fá
mennina tvo framselda.