Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
29
Reagan Bandaríkjaforseti:
Varar við oftrú
á leiðtogafund
London, 12. aprfl. AP.
RONALD Rcagan, Bandaríkjaforseti, segir í viðtaii, sem birtist í dag í
breska blaðinu The London Times, að ekki sé hyggilegt að búast við of miklu
af væntanlegum fundi þeirra Gorbachevs og að ólíklegt sé, að hann einn
verði til að breyta miklu um samskipti þjóðanna.
»Ég sé ekki að fundur okkar
Gorbachevs verði til að brjóta í
blað í samskiptum þjóðanna. Á
það er að líta, að Gorbachev hefur
setið í fjögur ár í stjórnmálaráð-
inu og í 14 ár í miðstjórninni. Sov-
éska stjórnin er samstjórn þar
sem stjórnmálaráðið ræður
mestu. Um aðrar stefnubreytingar
verður því ekki að ræða en þær,
sem það samþykkir," sagði Reag-
an í viðtalinu.
Um þá ákvörðun Gorbachevs að
fresta um sinn uppsetningu með-
Veður
víða um heim
Lægst Hæst
Akureyri 0 skýjaö
Amsterdam 3 9 skýjað
Aþena 14 26 heiösk.
Barcelona 18 skýjaö
Berlín 8 10 skýjaö
BrUssel 3 10 akýjaö
Chicago 6 16 skýjaö
Dublin 5 10 skýjað
Feneyjar 11 skýjaö
Frankfurt 5 12 skýjaö
Genf 5 12 rigning
Helsinki 6 heiósk.
Hong Kong 17 19 rigning
Jerusalem 15 28 heiðsk.
Kaupm.höfn 1 2 skýjaö
Las Palmas 20 hálfsk.
Lissabon 10 17 heiósk
London 6 11 heiösk.
Los Angeles 12 23 heiðsk.
Luxemborg 5 skúrir
Malaga 22 skýjaó
Mallorca 19 skýjaö
Miami 22 24 skýjaö
Montreal +« 3 heiösk.
Moskva 2 4 skýjað
New York 4 12 akýjaö
Osló +2 2 skýjaö
París 6 9 heiðskirt
Peking 9 15 skýjaö
Reykjavík 5 skýjaö
Rio de Janeiro 23 36 skýjaö
Rómaborg Stokkhólmur 5 21 rigning vantar
Sydney 17 25 heiösk.
Tókýó 7 13 rigning
Vinarborg 8 13 skýjaö
Þórshöfn 9 akýjaö.
aldrægra eldflauga í Austur-
Evrópu sagði Reagan, að hún
kæmi ekki á óvart. Sovétmenn
gerðu allt, sem þeir gætu, til að
hindra Atlantshafsbandalagsríkin
í því að efla varnir sínar og
ákvörðunin væri tilraun til að
reka fleyg á milli Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra í
Vestur-Evrópu. „Áróðursbrögðin
þeirra eru öll gamalkunn, rang-
túlkanir, hótanir og nú tilraun til
að njörva niður yfirburði þeirra í
kj arnorku vopnaeign."
FAO veitir
fimm lönd-
um aðstoð
Róm, 12. tprfl. AP.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, FAO, tilkynnti
á skírdag, að tekin hefði verið
ákvörðun um að veita fimm löndum
43 milljóna dollara matvælaaðstoð.
Afríkulöndin Níger, Súdan og
Burkina Faso munu fá aðstoð að
upphæð 15,5 milljónir dollara
vegna þurrkanna, en afgangurinn,
27,5 milljónir dollara, rennur til
Pakistans, Eþíópíu og Súdans
vegna flóttamannahjálpar í lönd-
unum.
Gengi
gjaldmiðla
Dollar og
gull lækkuöu
Lundúnum, 12. aprfl. AP.
DOLLARI lækkaði enn í dag
vegna vaxtalækkana og breska
pundið seldist síðdegis á 1,2510
dollara, en í gær var samsvar-
andi verð 1,2455 dollarar. Staða
dollarans gagnvart öðrum mik-
ilvægum gjaldmiðlum var í gær
sem hér segir, miðað við einn
dollara og tölurnar í svigunum
eru tölur gærdagsins:
Vestur-þ. mörk 3,0745 (3,0790)
Svissn. frankar 2,5815 (2,5980)
Franskir frankar 9,3675 (9,4000)
Hollensk gyllini 3,4840 (3,4845)
ítalskar lírur 1.960,00 (1.972,50)
Kanad. dollarar 1,3635 (1,3665)
Gullverð lækkaði einnig
nokkuð, únsan kostaði síðdegis
329,50 dollara, en í gær kostaði
hún 332,25 dollara.
Morðum mót-
mælt í Chile
Santiago. Olile. 12. apríl. AP.
LÖGREGLAN í Santiago í Chile beitti í dag vatnsbyssum og táragasi og
skaut gúmmíkúlum á fólk, sem safnast hafði saman til að mótmæla morði
þriggja manna. Voru þeir úr flokki kommúnista og hafa stjórnvöld ekkert
gert til að upplýsa málið.
Frammámenn í verkalýðsfélög-
unum höfðu hvatt nemendur til að
sækja ekki skóla í dag og verka-
menn til að mæta í mótmæla-
göngu að húsi hæstaréttar. Var
lítil þátttaka í aðgerðunum fram
eftir degi en þegar kvöldaði var
víða kveikt í bálköstum á götum
fátækrahverfanna. Skutu lög-
reglumenn af hríðskotabyssum
upp í loftið til að dreifa mann-
fjöldanum og beittu gegn honum
vatnsbyssum og táragasi. Ókunnir
menn á bíl skutu á einn mótmæl-
endanna, 23 ára gamlan mann, en
að sögn lækna leið honum eftir
atvikum vel eftir uppskurð. Á
fundi með stúdentum sagði einn
frammámanna í verkalýðshreyf-
ingunni, að Chilemenn væru búnir
að fá sig fullsadda á kúgun Pin-
ochets, það væri aðeins óttinn við
grimmilegar aðfarir lögreglunnar,
sem kæmi í veg fyrir uppreisn.
AP/Sím&mynd
„Lucy“ fær sér nýjan mann
Lucy í DaJls eða Charlene Tilton eins og hún heitir réttu nafni giftist öðru
sinni 8. apríl sl. og heitir nýi maðurinn hennar Domenick Allen. Voru þau
gefin saman í Kaliforníu og að sjálfsögðu var um kirkjubrúðkaup að
ræða.
OECD:
Viðræður
um verslun-
arfrelsi
París, 12. apríl. AP.
FULLTRÚAR helstu iðnríkja heims
ákváðu í dag að hefja undirbúning
nýrra viðræðna um aukið verslunar-
frelsi en ekki náðist samkomulag
um hvenær þær skyldu hefjast.
I yfirlýsingu, sem gefin var út
að loknum tveggja daga fundi ráð-
herra frá 24 aðildarþjóðum OECD,
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar, sagði, að meginverkefni
væntanlegra viðræðna væri að
koma í veg fyrir þá hafta- og
verndarstefnu, sem nokkuð væri
farið að bera á. Samþykkt var
einnig að vinna áfram ötullega
gegn verðbólgunni enda væri það
forsenda fyrir efnahagslegum
bata og minna atvinnuleysi. Full-
trúi Bandaríkjanna lagði áherslu
á, að væntanlegar viðræður yrðu
dagsettar, en á það var ekki fallist
að sinni. Er gert ráð fyrir, að það
verði ákveðið á fundi leiðtoga sjö
helstu iðnríkjanna í Bonn í maí.
88 hæða skýja-
kljúfur byggð-
ur í Kína
Tókýó, 12. apríl. AP.
FIMM byggingarfyrirtæki frá
Frakklandi, Kanada og Mónakó
hafa hafizt handa um að byggja
áttatíu og átta hæða skýjakljúf í
Shenzhen skammt frá landamær-
unum við Hong Kong. Kostnaður
við bygginguna mun verða um 450
milljón dollarar. Frá þessu sagði í
fréttum kínverska útvarpsins og
var tekið fram að byggingin yrði
þar með 26 hæðum hærri en hæsti
skýjakljúfur í Hong Kong.
MISSAM SUNNY
INISSAN SUNNY Wagon 1.5GL
Meö Nissan Sunny færöu bókstaflega alla þá aukahluti sem þú veröur aö panta
sérstaklega í aöra bíla t.d.: Upphituö framsæti, útvarp, tölvuklukku, snúningshraða-
mæli, öryggisbelti fyrir fimm, þriggja hraöa miöstöö, rafhitaöa afturrúöu meö
rúöuþurrku og rúöusprautu, þurrkur á framljósum, hliöarrúöa aö aftan opnast meö
takka úr framsæti, farangursgeymsla og bensínlok eru opnanleg úr ökumannssæti
o.m.fl.
Vélin er 83 hestöfl, 1500 cc. Sunny er auðvitað framhjóladrifinn og fimm gíra eöa
sjálfskiptur.
Muniö bílasýningar okkar um helgar kl. 14—17.
Veitum frábær kjör á
öllum Sunny-bílum.
Annaö eins hefur varla
þekkst hingaö til.
Tökum flesta notaöa
bíla upp
A aðeins kr.
429.000
Sll INGVAR HELGASON HF.
- ■ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, stmi 33560