Morgunblaðið - 13.04.1985, Page 33

Morgunblaðið - 13.04.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 33 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi: „Ekki spurning hvort heldur hvenær formaður verður ráðherra“ — sagði Geir Hallgríms- son utan- ríkisráðherra Á FUNDI ráðherra Sjálfstæðis- flokksins með landsfundarfulltrú- um í Laugardalshöll í fyrrakvöld voru bornar fram fjölmargar fyrir- spurnir til ráðherranna. Fyrirspurn sú sem vakti hvað mestan fögnuð og kátínu landsfundarfulltrúa var á þá leið hvort ráðherrar SjálfsUeð- isflokksins hygðust á þessum landsfundi bera upp tillögu um stuðningsyfirlýsingu við ríkis- stjórnina. Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra svaraði á þá leið að afstaða landsfundarins til ríkis- stjórnarinnar myndi væntanlega koma fram í stjórnmálayfirlýsingu fundarins. Meðal fyrirspurna til ráðherr- anna voru spurningar þess efnis hvort þeir vildu, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sitja utan ríkisstjórnar, hvaða mál hefðu einkum strandað vegna sam- starfsins við Framsóknarflokk- inn, hvort sjávarútvegsbraut væri væntanleg við Háskóla ís- lands o.fl. o.fl. Gunnar Guðmundsson beindi fyrirspurn til ráðherranna þess efnis, að ef einhver ráðherranna væri kjörinn til forystu í Sjálf- stæðisflokknum, hvort þeim hin- um sama þætti eðlilegt að hann sæti utan ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti aðild að. Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra varð fyrir svörum: „Það er ekki kosið á sama tima í ríkisstjórn af hálfu Sjálfstæðis- flokksins og í forystu flokksins. Þegar við vorum hér á síðasta landsfundi, þá var búið að velja Moruunblaöið/Ol.K.M. Vió upphaf ráðherrafundarins í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen, viðskiptarád- herra, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Baldur Guðlaugsson, fundarstjóri, og Geir Hallgrfms- son, utanríkisráðherra. ráðherra flokksins af þing- flokknum, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Því lá það í aug- um uppi, að ef enginn ráðherr- anna yrði kosinn í forystu flokksins, þá hlyti hann, að minnsta kosti til að byrja með, að vera utan stjórnar. Að fenginni reynslu af því að vera í forystu fyrir flokknum, þá tel ég að það sé ekki spurning um það hvort formaður flokks- ins verður ráðherra, heldur hvenær hann verður ráðherra, og sá tími muni koma. Hins veg- ar er það þingflokksins að ákveða hvenær sá tími kemur og hvort að eðlilegt sé að stytta kjörtímabil einhverra þeirra sem nú eru í ríkisstjórn af hálfu Sjálfstæðisflokksins." Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra var spurður hvenær Póstur og sími yrði gerð- ur að almenningshlutafélagi, og svaraði hann því til að það stæði ekki til að gera slíka breytingu. Guðmundur Hallvarðsson beindi þeirri fyrirspurn til Ragnhildar Helgadóttur hvenær sjávarútvegsbraut við Háskóla íslands væri væntanleg og svar- aði hún á þá leið að undirbúningi að stofnun slíkrar námsbrautar væri lokið, en ekki hefði tekist að koma henni inn á síðustu fjár- lög. Sagði ráðherrann að hún vonaðist til þess að slík braut gæti hafið starfsemi sína eigi síðar en haustið 1986. Hjörleifur Hringsson spurði Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra hvað væri að frétta af endurskoðun tollskrar, og svar- aði ráðherrann því til að hún væri á lokastigi. Gunnar Guð- mundsson spurði fjármálaráð- herra hvað liði frumvarpinu um virðisaukaskatt og sagði ráð- herrann að hann efaðist um að það næði fram að ganga, þar sem að andstaða við virðisaukaskatt- inn virtist stöðugt magnast. Samgönguráðherra svaraði fyrirspurn um afstöðu til kvóta- kerfis í fiskveiðum á þá leið að kvótinn hefði af illri nauðsyn verið nauðsynlegur, það væri sín bjargfasta trú. Hins vegar benti allt til þess að betri tíð væri framundan og því væri það von sín að hægt yrði að auka frjáls- ræði í fiskveiðum bráðlega. Árni Grétar Finnsson spurði hvaða mál ráðherrar teldu að hefðu strandað á stjórnarsam- starfinu við Framsóknarflokk- inn, og svaraði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra þá: „Ég hygg að útvarps- lagafrumvarpið hefði nú náð fram að ganga ef framsóknar- menn hefðu ekki hikað." Haraldur Blöndal spurði utan- ríkisráðherra álits á hugmynd- um Gorbachevs um stöðvun upp- setningar meðaldrægra kjarn- orkueldflauga og svaraði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra á þá leið, að hér væri einungis um áróðursbrögð að ræða. Þetta væru hvorki afvopnunar- né friðartillögur. Ekki tókst að bera upp nærri allar þær fyrirspurnir er bárust til fundarstjórans, Baldurs Guð- laugssonar, þvf þegar líða tók að miðnætti samþykkti fundurinn að fundi skyldi slitið, en þá lágu enn fyrir á milli 60 og 70 fyrir- spurnir. Varð að samkomulagi að hver ráðherra um sig fengi þær fyrirsþurnir sem beint hefði verið til hans og svaraði fyrir- spyrjandanum síðar. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: Virkjum reginkraft Sjálfstæðis- flokksins til farsældar þjóðinni KJARTAN Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, gerði i fostudagsmorgni landsfundarins grein fyrir starfsemi Sjálfstæðisflokksins síðan á síðasta landsfundi hans, sem fram fór í nóvember 1983. Það kom fram að starfsemi flokksins hefur verið með hefðbundnum hætti. Fjölgun hefur orðið á flokksbundu fólki og stofnuð hafa verið nokkur ný félög. Flokksbundnir eru (dag í um 135 félögum 27 til 28 þúsund talsins, þar af um 12 þúsund í Reykjavík. Þá gerði Kjartan grein fyrir starfsháttum flokksins, starfi málefnanefnda, starfsliði o. fl. Það kom fram í máli hans að tek- inn hefur verið í notkun margvís- legur tölvubúnaður á skrifstofum flokksins í Reykjavík, ennfremur er í athugun að gera grundvall- arbreytingu á starfsskipulagi á aðalskrifstofu. Kjartan fjallaði um starfsemi einstakra sam- banda og í umfjöllun um störf ungra sjálfstæðismanna sagði hann m.a.: „Á næstunni hlýtur það að verða eitt af meginverk- efnum ungra sjálfstæðismanna að auka mjög og efla starf sitt Morgunblaöid/Bjarni Kjartan Gunnarsson f ræðustól á landsfundinum í gærmorgun. meðal yngstu aldurshópanna, þar sem kosningaaldur hefur nú verið lækkaður niður í 18 ár. Þannig munu í bæjar- og sveitar- stjórnakosningum 1986 kjósa í fyrsta skipti sex nýir árgangar. Það er Sjálfstæðisflokknum lifsnauðsyn að ná góðu sambandi við þetta unga fólk. Þar hljóta ungir sjálfstæðismenn um land allt að vera hvort tveggja brjóstvörnin og grjótpállinn." Af öðrum einstökum þáttum í starfi flokksins nefndi fram- kvæmdastjórinn Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins, sem hann sagði að þyrfti að efla, en hann hefði gefið mjög góða raun. Varðandi útgáfumál sagði hann, að huga þyrfti vandlega að þeim málum og mætti til dæmis hugsa sér að miðstjórn gæfi út frétta- bréf. Ekki mætti gleyma að um 15 Iandsmálablöð kæmu út í nafni flokksins. I lok ræðu sinnar benti Kjart- an á að framundan væru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum stæði Sjálfstæðisflokkurinn vel, en nauðsynlegt væri að sjálf- stæðismenn færu strax á þessu vori að búa sig undir kosingarnar að vori 1986. Því bæri strax að huga að þvi, hvernig flokkurinn sem heild gæti stuðlað að enn markvissara og betra starfi i sambandi við sveitarstjórnamál. Lokaorð Kjartans Gunnnarsson- ar voru: „Þessi landsfundur er langfjölmennasti landsfundur sem Sjálfstæðisflokkurin hefur haldið. I gær höfðu skrifstofu flokksins borist tilkynningar um 1.189 kjörna og sjálfkjörna full- trúa, sem rétt eiga til fundarsetu og sýnir það eitt út af fyrir sig reginkraft Sjálfstæðisflokksins og yfirburði hans yfir alla aðra íslenzka stjórnmálaflokka Virkjum þennan kraft til far- sældar þjóð vorri."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.