Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
Kristín Pálmadóttir
Hnausum - Minning
Fædd 10. aprfl 1889
Diin 31. mars 1985
Merk kona er fallin frá, Kristín
Pálmadóttir fyrrverandi hús-
freyja að Hnausum í Þingi í
A-Húnavatnssýslu. Hún andaðist
í Landspítalanum eftir stutta legu
31. mars síðastliðinn. Börnin
hennar höfðu heimsótt hana um
miðjan daginn. Hún haföi þekkt
au öll og virtist nokkuð hress.
íðan seig á hana blundur, og hún
vaknaði ekki aftur. Hún fékk hægt
andlát, sem betur fer.
Segja má að Kristín hafi alla
sína löngu starfsævi verið ein af
hetjum hversdagslífsins. Lét aldr-
ei bugast þótt ýmiss konar erfið-
leikar steðjuðu að, en glaðlyndi
hennar og frábær dugnaður henn-
ar sigruðu hverja þraut.
Kristín var fædd að Hvanná í
Langadal þann 10. apríl 1889. Var
faðir hennar, Pálmi, af hún-
vetnsku bergi brotinn, Erlendsson
Guðmundssonar, sem talið var að
átt hefði 20 bðrn og hin kunna
Móbergsætt rekur rætur til. Er
jnargt dugnaðarfólk af honum
Komið. Móðir Kristínar var aftur á
móti Skagfirðingur, Jórunn
Sveinsdóttir frá Starrastöðum.
Foreldrar Kristínar flytja úr
Langadal að Vesturá í Fremri-
Laxárdal þegar Kristín var smá-
barn og þar sleit hún barnsskón-
um. Á þeim árum voru bðrn látin
vinna allt hvað af tók þá kraftar
leyfðu. Kristín var víst engin und-
antekning og varð brátt liðtæk
hvort heldur var við innistörf eða
í eltingaleik við búsmala út um
- lallar jarðir. Eftir því sem mér
hefur skilist var Vesturá engin
kostajörð, þótt grösugt væri í Lax-
árdal að sumarlagi var þar snjó-
þungt á vetrum og þýddi ekki
nema fyrir dugnaðarfólk að búa
þar. Nú er þessi sumarfagra sveit
að mestu komin í eyði. Snemma
byrjaði Kristín að vinna fyrir sér.
Hún var 12 ára er hún var lánuð
til hjónanna Frímanns og Val-
gerðar í Hvammi í Langadal til að
gæta barna. Henni lét það starf
vel, því snemma bar á glaðlyndi
hennar og söngelsk var hún frá
barnæsku. Hún lék sér og söng við
börnin í Hvammi og naut mikilla
vinsælda. Hún fer ekki aftur heim
að Vesturá, því foreldrar hennar
Plytja um þessar mundir til Sauð-
árkróks. Þótti henni umskiptin
góð þegar hún flytur á Krókinn.
Þar gengur hún i barnaskóla og
ekki þurfti að spyrja að dugnaðin-
um við námið. Henni þótti
skemmtilegt á Sauðárkróki. Þar er
talsvert menningarlíf, leiklist er
þar í talsverðum blóma og mikið
sungið. Hún kynnist þar rausn-
arheimilum, sem tóku litlu stúlk-
unni frá Vesturá með mikilli
hlýju.
Er Kristín minntist síðar veru
sinnar á Króknum glaðnaði ávallt
yfir henni og hún sá í huganum sól
skína yfir fagurri byggð og hún
hugsaði með vinarhug til fólksins,
*kem þar opnaði henni nýja sýn.
Kristín er með foreldrum sinum á
Sauðárkróki fram yfir fermingu,
en þá flytur fjölskyldan nokkru
síðar til Reykjavíkur, í von um
betri hag. Eftir að þangað kom fór
Kristín að vinna fyrir sér og kom
brátt í ljós dugnaður hennar og
verklagni. Hvert verk lék í hönd-
um hennar. Einna oftast minntist
hún á veru sína hjá Haraldi Árna-
syni kaupmanni, sem kunnur var
fyrir smekkvísi og myndarbrag á
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Var hún fljót að tileinka sér
eitt og annað er að gagni mætti
koma þegar hún sjálf stofnaði
heimili. Hún vann einnig alllengi
á Hótel ísland. Þar vann hún við
matreiðslu og framreiðslu. Var
það henni góður skóli, sem kom
henni í góðar þarfir. Algengt var á
þessum árum að ungar kaupstaða-
stúlkur réðu sig í kaupavinnu á
stórbýlum landsins og festu þar
rætur.
Kristín missti föður sinn árið
1910. Tveim árum síðar býðst
henni kaupavinna norður í Húna-
vatnssýslu á hinum fornfræga
höfuðbóli Hnausum í Þingi. Tveir
frændur úr sýslunni höfðu þá fest
kaup á jörðinni og hugðu gott til
að stofna bú á því glæsilega býli.
Þessir frændur voru Jakob Guð-
mundsson frá Holti í Svínadal,
bróðir Magnúsar ráðherra Guð-
mundssonar og þeirra systkina, og
Sveinbjörn Jakobsson frá Sól-
heimum í sömu sveit. Þeir voru
bræðrasynir. Sveinbjörn hafði set-
ið í Möðruvallaskóla árin 1897—99
og getið sér góðan orðstír. Eftir
það fékkst hann við barnakennslu,
en þegar hér er komið sögu hafði
hann um árabil stundað skrif-
stofustörf hjá Sláturfélagi Suður-
lands í Reykjavík. Hann þótti góð-
ur skrifstofumaður, hafði frábæra
rithönd og var fljótur að skrifa.
Þá voru ekki notaðar ritvélar og
þótti mikils um vert að skrifa
skýrt og skilmerkilega. Sveitin
heillaði unga skrifstofumanninn,
sem aiist hafði upp á stórbýlinu
Sólheimum í Svínavatnshreppi.
Hann freistaðist til að venda
kvæði sínu í kross og kaupa
Hnausa. Jakob frændi hans var
giftur maður, en Sveinbjörn
ókvæntur. Kaupakonan hans,
Kristín, reyndist mjög vel í kaupa-
vinnunni. Þar hafði ekki verið val-
ið af lakari endanum og þann 4.
júní 1916 giftust þau Kristín og
Sveinbjörn og tók hún þá fyrir al-
vöru við búi á Hnausum. Var það
mikil hamingja fyrir bæði. Álla
tíð eða í rúma hálfa öld vakti
Kristín yfir búi og börnum með
stakri alúð. Heimilið var hennar
heimur, ekkert var ofgert fyrir
það. Hún var afburða dugleg og
fyrirhyggjusöm húsmóðir. Heim-
ilið gerði miklar kröfur til hennar.
Auk venjulegra heimilisstarfa
hafði hún símavörslu með á bæ
sínum og jók það annríki hennar,
en í því starfi, sem öðru, sýndi hún
frábæran dugnað og fórnfýsi.
Margt fólk var á Hnausum og
móðir hennar fluttist þá norður til
hennar og annaðist Kristín hana
af kostgæfni þar til yfir lauk. Á
þessum árum var enginn sími í
Þingi, Vatnsdal og Ásum nema í
Hnausum. Slíkt þætti óviðunandi
nú þegar hver bær svo að segja og
heimili í landinu hefur sinn síma
og hægt er að hringja um víða ver-
öld á hvaða tíma sem er allan sól-
arhringinn. Vökukonan á Hnaus-
um hafði mjög takmarkaðan tíma
til að ná sambandi við umheiminn
aðeins tvær klukkustundir á sól-
arhring. Og svo þurfti meira til.
Öllum sem bar að garði þeirra
Hnausahjóna var veittur beini af
mikilli rausn. Húsfreyjan þurfti
því að gæta þess að eldurinn í arn-
inum kulnaði ekki út svo fljótlegt
væri að hita kaffi þegar gestir
kvöddu dyra. Það er annað en nú
þegar nægir að snúa litlum snerli,
þá er allt orðið hlýtt.
Þegar ég kom öllum ókunnug í
sveitina fyrir rúmum 60 árum var
Kristín ein hin fyrsta húsfreyjan
sem ég kynntist þar. Stafaði það
af því að mig langaði stundum í
síma og þá var ekki í annað hús að
venda. Mér brá við að hafa ekki
síma. Heima á Akureyri hékk
hann á þilinu í stofunni en nú
þurfti ég að ríða rúma 6 kílómetra
til að ná símasambandi. Kristín
tók mér strax mjög vel og Svein-
björn þá ekki síður þar sem hann
var Möðruvellingur, en þeir voru
mér oft vinveittir. Kristín var
rösk við afgreiðsluna og ekki nóg
með það, dúkað borð beið mín
frammi í stofu með kaffi og alls-
konar kræsingum. Allt frá þeirri
stundu er ég kom fyrst í Hnausa
hef ég borið hlýjan hug til þeirra
Hnausahjóna og þeirra fólks.
Oft heyrði ég unglinga í sveit-
inni, er ég kom þangað, minnast
Kristínar í Hnausum. Hve falleg
hún hefði verið unga konan hans
Sveinbjarnar og hve notaleg hún
hefði verið við krakkana sem
gengu þá í farskólann í Hnausum.
Þá var skólahúsið ekki risið á
Sveinsstöðum. Jafnan hafði hún
dregið vosklæðin af börnunum og
þurrkað þau þegar þau komu köld
utan úr hríðinni og svo gaf hún
þeim heita mjólk éða jafnvel
kaffisopa til að ylja þeim, og
eitthvert góðgæti fylgdi þá með.
Sömu sögu hafði að segja gamall
vinur minn, nú um áttrætt, er við
minntumst Kristínar hér á dögun-
um. Hann ólst upp í Þinginu og
gekk í farskólann í Hnausum.
Kristín var ein af stofnendum
kvenfélags Sveinsstaðahrepps og
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
um árabil formaður félagsins. Lét
henni það vel eins og önnur störf
er hún tók að sér. Enda þótt litlu
kvenfélögin í sveitunum væru oft
fámenn og lítt efnum búin urðu
þau til þess að sameina konurnar i
sveitinni og veita þeim gleði og
var svo með litla kvenfélagið í
okkar sveit. Það var háttur hús-
mæðra í þá daga að sitja sem mest
heima og hver þótti mest búkonan
sem fastsætnust var. Kvenfélögin
urðu til þess að koma konunum
saman svo að þær gætu kynnst
betur.
Þegar ég tók við stjórn Kvenna-
skólans á Blönduósi haustið 1932
langaði mig til að koma á einskon-
ar orlofsviku einu sinni á vetri.
Þetta var áður en nokkur orlofslög
gengu i gildi. Skólanefndin var
mér svo eftirlát að leyfa þessa til-
raun mína. Var boðið einni konu
úr hverju kvenfélagi í sýslunni til
allt að viku dvalar í skólanum.
Konurnar komu á þriðjudags-
morgni og fóru aftur næsta
sunnudag. Þetta mæltist vel fyrir.
Nemendur og kennarar brugðust
vel við þessari nýbreytni og
reyndu að gera allt til að dvöl
festanna yrði sem ánægjulegust.
)g man að Kristín í Hnausum var
ein í hópi þeirra sem fyrst komu.
Hún hafði orð á því fyrsta kvöldið
að hún kviði fyrir að geta ekki sof-
ið á ókunnum stað, hún hefði aldr-
ei verið nótt að heiman i 16 ár.
Sjálfsagt þykir nútímafólki slíkt
ótrúlegt því nú er annað uppi á
teningnum þegar fæstir tolla
heima. En blessuð Kristín kunni
vel við sig hjá okkur og minntist
þessara orlofsnátta með gleði.
Kristín missti mann sinn haust-
ið 1958 eftir farsælt hjónaband.
Söknuðu menn vinar í stað þegar
Sveinbjörn féll frá. Hann var ein-
stakur sómamaður sem öllum var
hlýtt til er þekktu. Eldri sonur
þeirra hjóna, Leifur, bjó með móð-
ur sinni til ársins 1967 en þá flutt-
ist Kristín alfarin frá Hnausum
ásamt yngstu dóttur sinni, Svövu.
Bjuggu þær mæðgur saman upp
frá því í Fellsmúla 2 í Reykjavík.
Var ávallt mikið ástríki með þeim
mæðgum og reyndist Svava móður
sinni ákaflega vel, ekki síst er ell-
in tók að sækja á.
Kristín og Sveinbjörn eignuðust
6 börn. Misstu þau litla stúlku í
bernsku en 5 börn eru á lífi, allt
mesta myndarfólk. Eru þau öll
búsett í Reykjavík nema Leifur
sem hefur búið myndarbúi á
Hnausum frá þvi móðir hans flutti
þaðan. Kona hans er Elna Thom-
sen frá ólafsvík. Hin börnin eru:
Guðrún, hennar maður er Dýr-
mundur ólafsson póstfulltrúi,
Jakob, bifreiðaeftirlitsmaður,
kona hans er Inga Þorsteinsdóttir,
Jórunn Sigríður, gift Hafsteini
Hjartarsyni fyrrverandi lögreglu-
manni, og svo Svava er bjó með
móður sinni.
f dag leitar hugur minn norður
yfir fjöllin að Þingeyrum í Aust-
ur-Húnavatnssýslu þar sem Krist-
ín verður í dag borin til grafar við
hlið manns síns. Ég vona að sveit-
in taki vel á móti henni, sól skíni í
heiði og bjart verði yfir byggðinni
því hvergi er fegurra en á kirkju-
hólnum heima þegar sólin skín.
Ég þakka þessari heiðurskonu
góða vináttu og samleið í liðlega
sex áratugi. Börnum hennar og
öðrum ættingjum sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
f guðs friði.
Hulda Á. Stefánsdóttir
Þann 31. mars síðastliðinn lést í
Landspítalanum Kristín Pálma-
dóttir, Fellsmúla 2, Reykjavík, en
hún var húsfreyja í Hnausum í
Þingi, Austur-Húnavatnssýslu, í
rúmlega hálfa öld. Eflaust minn-
ast margir Kristínar í Hnausum
því að þar var ákaflega gest-
kvæmt, enda bærinn í þjóðbraut,
og í Hnausum var eina símstöðin á
stóru svæði í mörg ár. Mér er hún
minnisstæðust sem elskuleg
amma, en ég er elstur barnabarna
hennar og varð þeirrar gæfu að-
njótandi að dveljast lengi í
Hnausum á barns- og unglingsár-
um mínum.
Kristín fæddist í Hvammi í
Langadal í Austur-Húnavatns-
t
Móðlr okkar,
BERGSTEINUNN BERGSTEINSDÓTTIR,
andaölst 9. april á elliheimilinu Sólvangi, Hafnarfiröl.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna.
Sigurbjartur Vilhjélmsson.
t
MARGRÉT SVEINSDÓTTIR
lóst í Hátúni 10 B sunnudaginn 7. apríl.
Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Ragnar Finnsson,
dastur, makar og barnabórn.
sýslu 10. apríl 1889 og var því hátt
á 96. aldursárinu er hún lést. For-
eldrar hennar voru þau Pálmi Er-
lendsson, Húnvetningur að ætt, og
Jórunn Sveinsdóttir frá Starra-
stöðum í Skagafirði. Auk Kristín-
ar og tveggja barna sem dóu ung
áttu þau tvo syni, Ágúst, sem er
látinn fyrir mörgum árum, og
Magnús, sem lifir systur sína í
hárri elli. Barnsskónum sleit
Kristín á Vesturá á Laxárdal. Um
fermingaraldur fluttist hún með
foreldrum sínum til Sauðárkróks,
en um tvítugt fór hún til Reykja-
víkur, þar sem hún vann næstu
árin, m.a. við matreiðslu á Hótel
fslandi. Að Hnausum kom hún
fyrst sem kaupakona vorið 1912,
og mun ferðin frá Reykjavík hafa
tekið 3 daga í fylgd með landpóst-
unum. Þess ber að geta að þetta
sama vor höfðu bræðrasynirnir
Sveinbjöm Jakobsson frá Sól-
heimum í Svínadal og Jakob Guð-
mundsson frá Holti í sömu sveit
keypt Hnausa, sinn helminginn
hvor, eina bestu jörð sýslunnar
með víðlendar starengjar og auk
beitilandsins í Vatnsdalsfjalli
fylgdi hálfur Sauðadalurinn, aust-
an við fjallið. Kristín og Svein-
björn gengu í hjónaband vorið
1916 og hófu þá búskap í Hnaus-
um. Þar bjuggu þau ætíð góðu búi.
Þau eignuðust sex börn, stúlku
misstu þau í bernsku, en fimm eru
á lífi. Þau eru Guðrún, gift Dýr-
mundi ólafssyni, Leifur, kvæntur
Elnu Thomsen, Jakob, kvæntur
Ingu Þorsteinsdóttur, Jórunn Sig-
ríður, gift Hafsteini Hjartarsyni,
og Svava Sveinsína, ógift. Þau búa
öll í Reykjavík nema Leifur sem er
bóndi í Hnausum. Afi andaðist
haustið 1958, 79 ára gamall, en
amma fluttist til Reykjavíkur
haustið 1967 og hélt þar heimili
með Svövu dóttur sinni í Fells-
múla 2 allt til æviloka.
Minningin um Kristínu ömmu
er svo samofin dvöl minni í
Hnausum að ég get ekki látið hjá
líða að minnast Sveinbjarnar afa
nokkrum orðum. Hann hafði að
loknu námi í Möðruvallaskóla lagt
stund á kennslu og skrifstofustörf,
en hugur hans stóð til búskapar
öðru fremur. Hann var bóndi af
lífi og sál, byggði vel upp og rækt-
aði mikið. Afi var ákaflega ein-
lægur og barngóður og ég tel mig
hafa lært margt gott og nytsam-
legt hjá honum. Án efa hefur
hann mótað mjög viðhorf mín til
sveitabúskapar og landbúnaðar.
Þótt amma hefði í mörg horn að
líta við heimilisstörf, símavörslu
og fleira sem fylgdi stóru sveita-
heimili, var hún lengi formaður
Kvenfélags Sveinsstaðahrepps.
Hún mun löngum hafa þótt liðtæk
við sálmasöng í Þingeyrarkirkju,
enda hafði hún fagra söngrödd.
Líkt og afi var amma mjög iðin,
samviskusöm og vandvirk. Hún
taldi það sjálfsagt mál að vera
fyrst á fætur á morgnana og
ganga síðust til náða á kvöldin.
Alls staðar var snyrtilegt í kring-
um ömmu. Hún eldaði afbragðs
mat og bakaði gómsætar kökur
sem hún vildi að fólk borðaði vel
af, alla tið þessi mikla gestrisni og
myndarbragur. Höfðingslundin og
hugulsemin átti sér engin tak-
mörk. Ætíð var hún að gefa og
gleðja, hvort sem hún var amma í
Hnausum eða langamma i Fells-
múlanum. Ég minnist til dæmis
með hlýhug síðkvölda í Hnausum
þegar amma kom að bjóða góða
nótt og hafði yfir vers og bænir
sem hún lét mig smám saman
læra. Já, það voru líka systkin
mín, Kristín, Sveinbjörn og Gylfi
og mörg fleiri börn og unglingar
sem nutu góðs af handleiðslu
hennar, og við erum öll þakklátari
en orð fá lýst. Um ömmu lék ætíð
birta og ylur, við bárum öll mikla
virðingu fyrir henni og minn-
ingarnar um hana eru okkur kær-
ar. Blessuð sé minning hennar.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra ættingja, venslafólks og vina
þegar ég lýk þessum minningar-
orðum með innilegum þökkum til
Svövu frænku fyrir þá einstöku
umhyggju sem hún veitti Kristínu
ömmu allt til hinstu stundar.
Jarðarförin fer fram í dag, laug-
ardaginn 13. apríl, frá Þingeyra-
kirkju i Húnaþingi.
Ólafur R. Dýrmundsson