Morgunblaðið - 13.04.1985, Page 47

Morgunblaðið - 13.04.1985, Page 47
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985 47 Minning: Ásta Ólafsdóttir Brautarholti Ásta Ólafsdóttir, húsfreyja að Brautarholti á Kjalarnesi, verður í dag borin til grafar en hún lézt 8. apríl sl. 93 ára að aldri. Með Ástu í Brautarholti er gengin góð og merk kona sem um áratuga skeið gegndi störfum hús- freyjunnar á merku bændasetri og kirkjujörð við hlið eiginmanns síns, ólafs Bjarnasonar bónda þar og hreppstjóra. Ásta fæddist 16. marz 1892 að Lundi í Lundarreykjadal, en þar bjuggu foreldrar hennar, síra ólafur Ólafsson, síðar prófastur að Hjarðarholti í Dölum, Jónsson- ar úr Hafnarfirði og kona hans, Ingibjörg Pálsdóttir Mathiesens, prests í Arnarbæli. Ásta ólst upp í foreldrahúsum, fyrst að Lundi, síðar að Hjarðar- holti í Dölum. t æsku naut Ásta þess að faðir hennar rak ungl- ingaskóla í Hjarðarholti. Þar hlaut hún menntun sína en nám- fús var hún, og þegar fram í sótti aðstoðaði hún föður sinn við skólahaldið og var jafnvíg á tungumál, söng og handavinnu. Þegar faðir hennar fékk lausn frá embætti 1920 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur og J)ar hitti hún brúðguma sinn, ólaf Bjarnason frá Steinnesi í Sveinsstaðahreppi og í hjónaband gengu þau 30. maí 1925. ólafur Bjarnason hafði árið 1923 keypt ásamt bróður Ástu, Páli, jörðina Brautarholt á Kjal- arnesi og flutzt búferlum úr Húnayatnssýslu, síðar á Kjalar- nes. Áður hafði ólafur stundað búfræðinám með góðum vitnis- burði og síðan búskap að Akri í Torfulækjarhreppi í fimm ár. Að Brautarholti var ekki tjald- að til einnar nætur. Þar bjuggu þau Ásta og Ólafur í nærri hálfa öld en 13. febrúar 1970 andaðist ólafur. Þeir sem um Kjalarnes fóru komust ekki hjá því að horfa til Brautarholts. Þar fór saman reisn staðarins og reisn húsbændanna. í búnaðarmálum var ólafur Bjarnason stórhuga, enda miklar framfarir í tíð hans sem bónda. Ekki skorti þó Ólaf tíma til þess að sinna félagsmálastörfum, enda kjörinn til fjölmargra trúnaðar- starfa fyrir sveitunga sína og ís- lenzka bændastétt. Guðmundur Jónsson, fyrrum skólastjóri, hefur ritað í útgáfu sinni „Bóndi er bústólpi“ grein um merk störf Ólafs Bjarnasonar. Það sem Ólafur Bjarnason af- kastaði gera menn ekki nema að húsfreyjan sé samstiga og taki á sig mikil störf og búsýslu. Hlut- verk húsfreyjunnar að Brautar- holti varð því mikið. Miklar fram- kvæmdir hjá bónda hennar, mikil félagsmálastörf og því lá leið fjöl- margra að Brautarholti. Húsfreyj- an ávallt til aðstoðar og enginn skyldi að Brautarholti koma öðru vísi en að honum skyldi veittur góður beini. Fjölskyldan stækkaði og börnin urðu fimm. Til náms fóru þau, og þá kom sér vel að móðirin hafði ung verið námfús og haft aðstöðu til náms. Fyrir rúmum aldarfjórðungi kom ég fyrst að Brautarholti. Áð- ur hafði ég í skóla og í félagsmál- um kynnst börnum þeirra Ástu og ólafs. Ég minnist þess þegar ég hafði setið og rætt við þau hjónin drykklanga stund að Ásta sagði við mig: „Ég þarf að sýna þér Brautarholt, frændi." Við gengum síðan um í Brautarholti og hún fræddi mig um fjölmargt. Við luk- um skoðuninni inni í kirkjunni hennar, sem hún bar svo mikla umhyggju fyrir og hafði varðveitt. Ferðir mínar að Brautarholti urðu tíðari og alltaf jafn ánægju- legt að hitta húsbændurna sem stóðu svo þétt hvor við hlið ann- ars. Ekki varð hjá því komist að finna það gagnkvæma traust sem þar var á milli og hver stoð hús- freyjan var bónda sínum. Þeim var það mikil gleði að geta stutt börnin sín til náms og til starfa, allt fjölskyldufólk í dag, Ingibjörg er hjúkrunarkona, Ólafur land- læknir og þeir Páll og Jón bændur í Brautarholti, brautryðjendur eins og faðir þeirra. Bjarni sonur þeirra hafði látizt ungur. Þegar frænka mín, Ásta, er í dag kvödd í hinzta sinni að Braut- arholti veit ég að hvíldin var vel þegin. Hún þráði endurfundi við ástvini sína, eiginmann og son sem hún hafði borið svo mikla um- hyggju fyrir. Um leið og ég kveð þá góðu konu Ástu Ólafsdóttur í Brautarholti þakka ég henni vináttu og um- hyggju sem ég mat mikils. Eg bið henni blessunar Drottins. Við Sig- rún sendum þeim Brautarholts- systkinum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur okkar. Matthías Á. Mathiesen Mynd þessi var tekin er matvörukaupmenn afhentu Mjólkursamsölunni heiðursskjalið. Frá vinstri eru Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar, Ólafur Björnsson formaður Félags matvörukaupmanna, Bald- vin Eggertsson, Ingibjörn Hafsteinsson, Jónas Gunnarsson og Júlíus Jóns- son, allir í stjórn Félags matvörukaupmanna. Félag matvörukaupmanna: Heiðrar Mjólkursamsöluna fyrir góða þjónustu ORÐIÐ, rit Félags guð- fræðinema er komið út ORÐIÐ, rit Félags guðfræðinema, 19. árgangur, er komið ÚL Meðal efnis má nefna greinar um biblíuvís- indi, heimspeki, frelsunarguðfræði, guðfræðinám við ýmsa háskóla og myndir og grein frá námsferð guð- fræðinema til ísraels sl. haust. Kápu og opnu prýða rissmyndir Baltasars af fresku, sem hann mun mála I Viðistaðakirkju í Hafnarfirði á sumri komanda. Ritið fæst í stærri bókaverslun- um í Reykjavík og einnig er hægt að fá það sent í pósti. (€r rréUatillrynningu) Fréttirfrúfyrstu hendi! MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík var nýlega heiðruð af stjórn Félags matvörukaupmanna. Gekk stjórn fé- lagsins á fund forstjóra Mjólkur- samsölunnar og stjórnar hennar og afhenti heiðursskjal félagsins. Tvö fyrirtæki hafa áður hlotið slíka við- urkenningu, Osta- og smjörsalan sf. og Sfld og fiskur. ólafur Björnsson, formaður Fé- lags matvörukaupmanna, afhenti Guðlaugi Björgvinssyni forstjóra skjalið og sagði við það tækifæri að það væri einróma álit félagsins að þjónusta Mjólkursamsölunnar við kaupmenn væri með eindæm- um góð. Samskipti aðilanna væru mikil, því daglega kæmu starfs- menn Mjólkursamsölunnar í verslanirnar með vöru sína. Enn fremur sagði Ólafur að samsalan hefði á undanförnum árum boðið upp á stóraukið vöruval og mjög vandaða framleiðslu. Legsteinar granít — marmari Optð atla dsga, •tanig kvMd og holgar., iianii x/. Urniarbraut 19, S*tt}amarn*si, símar 620909 og 72918. SVAR MITT eftir Billy Graham Helga í öskustónni Hvernig stendur á því, að einstöku foreldrar hafa horn í síðu sumra barna sinna? Maðurinn minn virðist hafa óbeit á elzta syni okkar og er sífellt að hnýta í hann. Sonur okkar segist ekki geta þolað þetta lengur og er að fara að heiman. Biblían segir við foreldra: „Reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drott- ins.“ Ýmsar ástæður valda því, að foreldrar leggja fæð á sum börn sín. Sum gera það, af því að barnið var óvel- komið og þau iðrast þess að hafa getið það. Auðvitað er þetta rangt. Barnið bað ekki um, að það fæddist, og foreldrar Sera ábyrgð á öllum börnum sínum. Hvert barn hefur sinn sérstaka persónuleika, og for- eldrum hættir til að taka þau fram yfir, sem líkjast þeim sjálfum. Þetta kann að vera ein ástæða til þess, að foreldrar eru vondir við sum börn sín. Stundum ræður hér skapvonska og ekkert annað. Fyrir kemur, að við ausum úr skálum reiði okkar yfir heimilisfólk okkar, þó að reiðin beinist raunverulega gegn einhverjum öðrum. Við vitum, að við getum sýnt verstu hliðarnar heima, og samt njótum við umburðar- lyndis. En það er góð regla að sýna heima hjá sér sömu kurteisi og virðingu og við sýnum utan heimilisins. Ef hver maður væri eins kurteis við konuna sína og hann er við aðrar konur, ef hver og einn væri eins góður við börnin sín og hann er við börn besta vinar síns, þá mundu fjölskylduböndin styrkjast. Samband okkar við drottin ræður líka miklu um, hvernig við komum fram við fjölskyldu okkar. Það varð- ar miklu að breyta á kristilegan hátt. t Eiginmaður minn, HAFSTEINN ÞORSTEINSSON, ■imstjóri, andaöist i Borgarspitalanum 11. apríl. Nanna Þormóöa. t Útför móður minnar, KATRÍNAR R. RÓBERTSDÓTTUR, Hétúni 12, sem lést i Borgarspitalanum 8. aprll sl., ter fram frá Laugarneskirkju þriöjudaginn 16. aprii kl. 13.30. Fyrir mina hönd og annarra. Sólveig Haróardóttir. t Útför eiginmanns mins, ÚLFARS KRISTJÓNSSONAR, og sonar, JÓHANNS ÓTTARS, er fórust með mb. Bervik 27. mars sl., fer fram frá Ólafsvikurkirkju sunnudaginn 14. april kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast þeirra er bent á björgunar- og slysavarnadeildirnar á Ólafsvik og Hellissandi. Fyrir hönd aöstandenda, Alda Jóhannesdóttir. t Þakka innllega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, JÚLÍUSAR ÁRNASONAR frá Kolbeinsvik, Brekkustig 14, Sandgarói. Fyrir hönd barna, fósturdætra, tengdabarna og barnabarna, Steinunn Guómundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.