Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985 49 Minning: Sveinn Hlynur Þórsson Fæddur 17. septeraber 1956 Dáinn 27. marz 1985 Sveinn Hlynur Þórsson var son- ur hjónanna Guðbjargar Bjarman og Þórs Þorvaldssonar bygg- ingameistara á Sauðárkróki. Hann var elstur af stórum systk- inahópi, en þrjú þau næstelstu senda kveðju heim á þessum tíma- mótum þaðan sem þau stunda nám í háskóla í Kaliforníu. Ef- laust vildu þau vera horfin heim til fjölskyldunnar á þessari sorg- ar- og saknaðarstund, en þar sem fjarlægðin er mikil og prófin framundan verða þau að senda kveðju í hljóðri bæn heim á öldum ljósvakans. Sveinn giftist þ. 19. október 1979 Dóru Kristínu Kristinsdóttur ætt- aðri frá Akureyri og voru þau bú- sett á Ólafsvík síðastliðin fjögur ár ásamt Söru, niu ára dóttur Dóru. Sambúð þeirra hefur verið farsæl, bæði samhent og dugleg við að eignast eigið heimili og verða sjálfstætt fólk. Sveinn á dóttur á Sauðárkróki sem hann átti með æskuunnustu sinni og er hún 12 ára og heitir Þórunn Elfa og hefur alist upp hjá móður sinni á Sauðárkróki. Þegar ég frétti lát Sveins varð mér á að hverfa til minninganna sem enginn getur tekið frá manni. Ég staldraði fyrst við jólin sem hann gaf okkur afa og ömmu á Blönduósi þegar hann kom með áætlunarbílnum frá Varmahlið aðeins tveggja ára gamall. Lítill ferðalangur ákveðinn og duglegur eins og ávailt síðar. Fólkið í rút- unni varð hissa þegar þegar þess- um litla ferðamanni var snarað inn í bílinn og enginn í fylgd með honum. Samferðafólkið spurði hann hvert hann væri að fara og hvort enginn væri með honum. Hann svaraði kotroskinn að hann rataði til afa og ömmu á Blönduósi og húsið hennar ömmu væri rétt á móti hótelinu þar sem bíllinn stoppaði. Já, rútan kom á tilsett- um tíma og á móti litla ferða- manninum var tekið með miklum fögnuði. Svo kom jólakvöldið sem Sveinn gerði mér ógleymanlegt og bjart. Afi var farinn upp að sofa og nú þurftum við að gera kvöldið hátíð- legt hjá okkur tveimur. Við tókum eldhússtólinn, settum á hann dúk, kveiktum á jólakertinu og settum í stjaka á stólinn, tókum höndum saman og gengum i kring og sung- um jóla- og barnasöngva. Eg varð undrandi hve hann kunni mikið af ljóðum og lögum. Hann ljómaði af gleði eins og við værum stödd í stórum sal við stórt jólatré. Ég lærði margar fallegar barnavísur af honum sem ég ekki áður kunni. Hann gerði jólakvöldið ógleyman- legt, bjart og hlýtt. Mörg sumur kom Sveinn á æskuárum til afa og ömmu og allt- af kom hann með sönginn og gleð- ina með sér. Hann kunni svo margt og var svo fljótur að læra hvaðeina. Og 5—6 ára kunni hann utan að öll ártöl úr íslandssögunni sem okkur voru kennd í barna- skóla og tímasetti sögulega at- burði. Já, elsku Sveinn átti margar perlur í gullastokknum sínum, en spurningin var hvernig honum tækist að meðhöndla þær. Tækist honum að vernda þær og geyma, glitrandi og hreinar, eða myndu þær breyta um lit og gildi. Þannig fer fyrir mörgu ungmenni að það glatar perlunum sínum, ekki síst á þessum tímum, þegar breiðu veg- irnir liggja til allra átta. í barnaskólanum gekk Sveini vel og gerði öllum sínum námsefn- um góð skil og átti þar stóran vinahóp og hafði oft forystu í leik og starfi. Fljótlega eftir fermingu fór hann um tíma í iðnskólann á Sauðárkróki. Þá hugleiddi hann stundum að gerast smiður eins og faðir hans og um tíma var hann í byggingavinnu og vann þá helst við járnabindingar. 16 ára að aldri urðu þáttaskil í lífsstarfi hans er hann fór til sjós sem fullgildur verkamaður á stórt fiskiskip og þar leið honum vel. Sveini þótti starfið seiðandi og dúnmjúkar öld- urnar lokkandi, stormar og öldu- rót heilluðu hann með öllum sín- um trylltu töfrum og mikilleika. Til sjós var hann ýmist bátsmað- ur, neta- og beitingamaður, iðu- lega kokkur og nú síðast stýrimað- ur. Hann var einn af þessum mönnum á taflborði lífsins sem alltaf stóðu ábyrgir fyrir starfinu og skiluðu því sem krafist var hverju sinni. Ég man vel þegar hann var hjá mér hálfan annan vetur og stund- aðí nám í Hamrahlíðarskólanum. Til að byrja með stundaði hann námið af brennandi áhuga og dugnaði en seinni veturinn kom í ljós að bóknámið átti ekki við hann. Sveinn þráði að takast á við eitthvað sem krafðist krafta og átaka. Hann dreif sig úr skólanum og til sjós í Ólafsvík. Hafið kallaði og stormarnir seiddu hug hans all- an. Á sjónum var líf og fjör og vinna. Eitthvað til að takast á við. Líka gaf það vel í aðra hönd, því þegar ævintýrin lokkuðu og seiddu og vinahópurinn glaður og oft margmennur, þá lét hann gamm- inn geisa í gleði og söng og naut sín vel ef glóði vín í glasi, þá var farið á kostum i augnablikinu en ekki alltaf gengið á blómabeðum. Að viðurkenna þann sára sann- leik að Sveinn komi aldrei aftur í heimsókn til ömmu er þyngra en tárum taki. " Amraa, Ragnheiður Brynjólfsdóttir. Kveðja að sunnan Simhringing snemma morguns. Harmafregn. Kvöldið áður hafði bátur horfið í sortann og stórgrýt- ið í sjónmáli utan Rifs á Snæ- fellsnesi. Áhafnar saknað. Fimm menn á besta aldri og þar í hópi frumburður yngstu systur minnar Guðbjargar og eiginmanns hennar Þórs Þorvaldssonar. Enn höfðu hamfarir íslenskra náttúruafla haft betur í snarpri en ójafnri glímu við bátkænu, þar sem stóðu við stjórnvöl ungir og djarfir sjó- menn sem létu ekki hlut sinn fyrr en siðasti sjórinn hafði komið þeim á knén og öllu var lokið. Sveinn Hlynur hét frændinn ungi sem sigldi þar sinn siðasta sjó. Sveinn Hlynur var næstyngst- ur þeirra félaga á vélbátinum Bervík, átti rúmt ár í að fylla þriðja tuginn. Hann Sveinn Hlynur var hvorki hár í lofti né gamall að árum þeg- ar hann lét heillast af sjónum og það fór aldrei milli mála hvert var stefnt. Hann gekk ekki hefð- bundnar skólaleiðir, þó að hann hefði áreiðanlega haft alla burði til að skipa sér þar í fremstu röð. Þó að samvistir okkar frænda yrðu bæði fáar og stuttar bar fundum okkar saman fyrsta sinni þegar mér var í muna að finna hjálparhönd. Vorið 1958 dvaldist ég á Akur- eyri í nokkrar vikur eftir að hafa beðið alvarlegt skipbrot, særður, niðurlægður og allur illa á mig kominn, sjáandi svart hvert sem augað eygði. Einmitt þá kom hún Lilla systir mín með einkasoninn í Hamarstíginn þar sem ég dvaldi í skjóli móður minnar. Með þessum ljóshærða, lág- vaxna hnokka fór sólin aftur að skína og Vaðlaheiðin tók á sig lit- ina sem enginn fær lýst. í hvert sinn sem ég kom lallandi heim úr leiðinlegri vinnu kom litli hnoðr- inn veltandi. Hann var ofurlítið bubbinn með sig, steig báruna einsog fullvaxinn sjómaður og sem hann var kominn alveg upp að stóra frændanum horfði hann uppeftir honum með andlitið fullt af sakleysi og barnslegri tilhlökk- un, og kannski leyndust ofurlítil drýgindi í munnvikunum þegar hann sagði stundarhátt: „Kominn er Björninn minn.“ Þau mæðgin gerðu stuttan stans hjá okkur í Hamarstígnum en þó nægilega langan til að koma köntruðu skipsflaki á sæmilega réttan kjöl. Og enn sé ég hnokk- ann með ljósu lokkana sína og sól- skinið í andlitinu þegar illa stend- ur í bólið hjá mér og jafnan þegar skip mitt hefur rekið af leið eða þurft að sveigja fyrir boða hafa örvunarorðin hans Sveins Hlyns frá sumrinu 1958 ómað í eyrum mér og vísað á rétt strik. Orð og huggunartilburðir mega sín lítils á stundu sem þessari. Harmur ekkjunnar ungu, dóttur- innar og foreldranna á Króknum er bótalaus. Minningin ein um dugmikinn og sviphreinan sjó- mann sem stóð sína plikt til hinstu stundar verður þeirra ham- ingja þegar fram líða stundir og íturvaxinn hlynur festir rætur í nú ógróinni mold. Með þessum fátæklegu orðum fylgja samúðar- og saknaðar- kveðjur til ykkar allra norðan heiða og ástvina í annarri heims- álfu. Að lokum sendi ég tveim öldnum ömmum, sem staðið hafa af sér margan sjóinn, kveðjur okkar allra sem eftir stöndum á ströndinni með tárvot augu. Björn Bjarman Minning: Ólafur Ólafsson Hvammstanga Það þótti mörgum sjálfsagt að koma við í Mellandi og hitta hjón- in ólaf Ólafsson og Marsibil Teitsdóttur, Óla og Billu, eins og þau voru jafnan kölluð. Alltaf var tekið vel og hlýlega á móti fólki, því boðið í bæinn og veitingar fram bornar. Hefðu gestir ekki tíma til að stansa fannst húsráð- endum það miður og þá féllu setn- ingar eins og þessi, þetta er engin koma að fá ekki einu sinni kaffi- bolla. Væru börn með í för var einhverju stungið að þeim, enda voru bæði hjónin barngóð og lagin við að vinna traust þeirra. ólafur lést 6. apríl sl. Hann var fæddur 1. apríl 1890 á Gnýstöðum á Vatnsnesi, sonur hjónanna Margrétar Björnsdóttur og ólafs ólafssonar er þar áttu búsetu. ólafur var eldri tveggja bræðra, hinn var Jón Ólafsson úrsmiður á Hvammstanga. Strax og kraftar leyfðu fór ólafur að hjálpa til við hússtörfin. ólst hann upp við al- geng sveitastörf, var mjög natinn við skepnur og þótti góður fjár- maður. Hann mátti ekki til þess vita að illa væri farið með búpen- inginn. ólafur kvongaðist Marsibil Teitsdóttur frá Bergsstöðum 17. desember 1910. Þau hófu búskap en erfitt var að fá fast jarðnæði svo að flutningar voru á fárra ára fresti. Árið 1930 fluttu þau ólafur og Marsibil til Hvammstanga. Þau eignuðust bæinn Melland, sem þá var rétt utan staðarins. ólafur vann þá verkamannavinnu er til féll og hafði jafnframt nokkrar kindur og kýr og oft tók hann að sér að hýsa og hirða um hesta fyrir ferðamenn. Marsibil vann oft eitthvað utan heimilis og gekk þá í tilfallandi, erfið verk. Efni voru lítil en mikil áhersla var lögð á að komast af án þess að taka ián því ógjarnan vildu hjónin þurfa að skulda öðrum. ólafur var góður verkamaður og var til þess tekið hvað iðinn hann var við vinnu. Hann var verklaginn og skilaði góðu verki. Hann var mikið ljúf- menni, hlýr og léttur í skapi og því góður vinnufélagi. Hann var ákaf- lega trúr maður og mátti hann ekki vamm sitt vita í neinu. Ólafur og Marsibil eignuðust þrjú bðrn, tvær dætur, sem bú- settar eru á Hvammstanga, og son búsettan í Stykkishólmi. Þau báru mikla umhyggju fyrir börnum sín- um og afa- og ömmubörnin í ætt- liði fram voru yndi þeirra og eftir- læti. Fjölskyldumyndum var rað- að upp og settu þær sinn sérstaka svip á heimili þeirra hjóna og sýndu jafnframt hvað þeim var kærast. Marsibil andaðist 30. janúar 1974, þá rúmlega níræð, og ólafur var orðinn 95 ára þegar hann lést. Starfsævi beggja var því orðin löng og sjaldan féll verk úr hendi. Eftir lát konu sinnar var ólafur áfram í Mellandi og naut hann að- stoðar fjölskyldu sinnar og þá einkum dóttur sinnar er bjó í næsta húsi. En þegar heilsu hans hrakaði fluttist hann í október 1980 á elliheimilið á Hvamms- tanga og dvaldi þar til æviloka. Hann var ávallt þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert og aldrei taldi hann sig þurfa að kvarta. Mikið starf er að baki. Og gamli lágreisti torfbærinn, sem lengst af var heimili þeirra hjóna, og ólafs í hálfa öld, er að falli kominn og sjálfsagt lítið annað eftir en að fjarlægja hann. Við hann eru tengdar góðar minningar. Þar hef- ur margur fengið hressingu og húsaskjól næturlagt og voru næt- urgestir stundum margir. En þótt þröngt væri ríkti þar glaðværð og hlýja húsbændanna svo öllum leið vel. Þau og bærinn þeirra hafa sett svip sinn á umhverfið um langt árabil og lengi munu í minn- um Óli og Billa í Mellandi. Saga þeirra ólafs og Marsibilar er saga hins venjulega fólks. Fólks, sem fékk það í veganesti á uppvaxtarárunum að það væri skylda hvers manns að bera ábyrgð á sjálfum sér, vinna fyrir lífsviðurværi sínu, vera trúr og samviskusamur, rétta hjálpar- hönd þeim sem erfitt áttu og um- fram allt treysta forsjóninni. ólafur og kona hans voru samhent um að bregðast ekki í þessum efn- um og það tókst þeim með sóma. Þótt spor þeirra séu ekki greind sérstaklega þá eru þau mörkuð í þá harðsporaslóð, sem aldamót- afólkið tróð til þess að greiðfær- ara yrði fyrir komandi kynslóðir. Og götu þeirra Ólafs og Marsibilar er óhætt að þræða, þar eru engin hliðarspor sem valdið geta villu af' leið þeirra dyggða, sem mest lífs- gildi hafa. Það er gott að trúa því að nú séu þessi góðu hjón aftur saman á æðra tilverustigi þar sem þau upp- skera ríkulega fyrir heiðarleika, fórnfýsi og staðfestu í trú sinni á hérvistardögum sínum. Slíkt fólk skilur eftir sig hugljúfar minn- ingar til styrktar þeim samferða- mönnum, sem eftir lifa. „Orðstír deyr aldregi, hveim es sér góðan getur." Blessun guðs fylgi góðum vinum. Pétur V. Daníelsson Horfur á góðri ferdamannavertíð ÞAÐ SEM AF ER þessu ári hefur verið um nokkra aukningu að ræða á komu erlendra ferðamanna hingað til lands miðað við sama tima á síðasta ári. Frá áramótum til síðustu mánaðamóta komu hingað um 2.500 fleiri ferðamenn en á síðasta ári eða nálægt þriðjungi fleiri. Sigfús Erlingsson, framkvemdastjóri markaðssviðs Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ýmislegt benti nú til þó nokkurrar aukningar ferðamanna á þessu ári og í svipaðan streng tók Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs. Sigfús Erlingsson sagði, að hann teldi Flugleiðir eiga þarna allnokk- urn hlut að máli. Félagið hefði unnið mjög markvisst undanfarin ár að landkynningu vestan hafs og austan og uppbyggingu ýmiss kon- ar ráðstefna. Árangur þess væri nú að skila sér. Hann væri því bjart- sýnn á gott ferðamannasumar, svo fremi, sem ekki yrði um stórsvipt- ingar hér á sviði efnahags- og at- vinnumála að ræða. Bókanir bentu til nokkurrar aukningar frá síðasta ári, en á hinn bóginn væri skortur á hótelrými farinn að hafa neikvæð áhrif. Kjartan Lárusson sagði, að þarna væri tvímælalaust um hlut- fallslega verulega aukningu að ræða. Hún stafaði fyrst og fremst af þvi, að meira hefði tekist að selja en oftast áður af alls konar styttri ferðum. Það væru annars vegar farþegar frá Evrópu, sem hér dveldust nokkra daga og væri það mikið að þakka mjög girnilegum tilboðum flugfélaganna. Hins veg- ar eins konar verzlunarferðir Bandaríkjamanna, þar sem til dæmis lopavörur væru mikið að- dráttarafl. Hvað varðaði vetrar- mánuðina væri þáttur Flugleiða, að öðrum ólöstuðum, hvað stærstur. Á sama tíma hefði Ferðamálaráð í samvinnu við ýmsa aðila verið með aukna landkynningu i Evrópu og í samvinnu við Flugleiðir í Banda- ríkjunum. Samkvæmt bókunarhlutföllum liti sumarvertíðin prýðisvel út. I fyrra hefði verið óvenjumikil aukn- ing milli ára, en hann ætti tæpast von á því, að aukningin nú yrði^ hlutfallslega jafn mikil. Hins vegar yrði þetta ekki endanlega Ijóst fyrr en í lok maí. Nú væri ráðstefnuhald hér í byrjun sumars farið að verða nokkurt vandamál. Þá væri gisti- rými í Reykjavík að stórum hluta upptekið og ylli því, að erfitt væri að selja erlendum mönnum ferðir út um landið, þar sem forsenda þess væri að þeir gætu gist fyrstu' nóttina í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.