Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
Að störfum í vinnuherbergmu.
Áskell Másson tónskáld gerði ákveðið upp hug
sinn fyrir tveimur árum — hann ætlaði sér að
starfa að tónsmíðum eingöngu og reyna að hafa af
því lifibrauð. Það hefur tekist bærilega hjá honum
hingað til, hann hefur næg verkefni og hróður
hans breiðist út hægt og sígandi í hinum stóra
heimi. í viðtalinu hér á eftir segir Áskell frá
vinnubrögðum sínum við tónsmíðar, handtrommu
sem hann hefur hannað, helstu verkefnum sem á
döfinni eru og ýmsu fleiru
Askell Másson tónskáld hefur
líklega aldrei verið í vafa um
hvað hann ætlaði að verða þegar
hann yrði stór. Að minnsta kosti
ekki frá þeim degi þegar hann
barði fyrst eigið trommusett með
matarsleifum móður sinnar —
settið hafði hann smíðað sjálfur
úr mekkanói, tómum Mackin-
tosh-dósum, pappaspjöldum og
öðru tilfallandi. Þetta var á upp-
gangsárum Bítlana og Rolling
Stones og allir strákar með hljóm-
sveitardellu. Skömmu síðar, þegar
jafnaldrar hans í gagnfræðaskóla
voru að safna sér fyrir fyrsta raf-
magnsgítarnum, hlustaði Áskell
af ákafa á hljómsveitarverk Beet-
hovens af hljómplötum og fylgdist
með á nótnaskrám sem faðir hans
átti. Framtíðin var augljóslega
ráðin.
Tónlistarferill Áskels er að
ýmsu leyti óvenjulegur. Hann
hlaut að nokkru hefðbundið tón-
listarnám í Barnamúsíkskólanum
og síðar í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, en áhugi hans á áslátt-
arhljóðfærum knúði hann til þess
að leita víða fanga og fara ótroðn-
ar slóðir. Trommusettið gamal-
kunna olli honum vonbrigðum, og
hann fór að kynna sér hand-
trommur ýmis konar, eða trumb-
ur, og spiláði meðal annars um
tíma á slík hljóðfæri í popp- og
djasshljómsveitum. Hann samdi
sitt fyrsta alvarlega tónverk,
Silju, fyrir ásláttarhljóðfæri 17
ára gamall og fékk það hljóðritað
hjá Sjónvarpinu. Alan Carter, þá
nýráðinn ballettmeistari hjá Þjóð-
leikhúsinu heyrði þetta verk fyrir
tilviljun, hreifst af því, og fékk því
til leiðar komið að Áskell var ráð-
inn sem tónskáld viö Islenska
dansflokkinn. Þar starfaði Áskell í
tvö lærdómsrík ár, en hélt síðan
til Englands til náms í tónsmíðum
og slagverksleik. Á Englandi tekur
hann þá ákvörðun að leggja
hljóðfæraleik algerlega á hilluna
og snúa sér eingöngu að tónsmíð-
um. Eftir Áskel liggja tæplega 30
meiriháttar tónverk, tónlist við 15
leikhúsverk og kvikmyndir, auk
ýmissa smærri verka, oft samin
fyrir sérstök tækifæri. Verk hans
hafa verið flutt víða um heim á
tónleikum, tónlistarhátíðum og I
hljóðfærakeppnum, sem og í út-
varpi og sjónvarpi.
r
Idag situr hann að heimili sínu á
Suðurgötunni, gætir tæplega
fimm mánaða gamallar dóttur
sinnar að morgni, en semur af
kappi að degi. Nú skrifar hann eft-
ir pöntunum og er líklega eina ís-
lenska tónskáldið sem vinnur að
tónsmíöum eingöngu. Blaðamaður
Morgunblaðsins heimsótti Áskel
og Margréti litlu dóttur hans eina
morgunstund fyrir skömmu, en
þar sem Margrét er ekki enn farin
að tala hefur Áskell orð fyrir þeim
báðum:
„Þetta er svo sannarlega enginn
gróðavegur, en hefur verið hægt
með því að eiginkonan vinni úti,“
segir Áskell, og bætir við að sér
hafi reiknast til að hann hefði
haft af þessu svona heldur slök
meðallaun á síðasta ári. Og taldi
það mikla heppni.
Um þessar mundir er Áskell
með píanókonsert í smíðum fyrir
ástralskan píanóleikara, Roger
Woodward, en hann þarf ekki að
óttast atvinnuleysi þegar því verki
er lokið, því fyrir honum liggja
fjórar verkbeiðnir.
„Nei, verkefnaskortur háir mér
ekki,“ segir Áskell. „Hitt er annað.
að peningamálin eru snúin og það
tekur tímann sinn að tryggja
greiðslu fyrir unnin verk.“
Það hefur komið til tals að Ás-
kell semji verk fyrir væntanlegt
ferðalag íslensku hljómsveitar-
innar og 100 manna kórs til Fær-
eyja og Grænlands, sem er á
dagskrá í sumar. „Ef af þessu
verður hef ég hugsað mér að
byggja verkið að hluta til á græn-
lenskum rytmum, en Grænlend-
ingar eiga sér afskaplega sérstæð-
an söng, mjög rytmískan, og 1
trumbuslætti þeirra finnast ýmis
athyglisverð rytmísk mótíf,“ segir
hann.
Danski slagverksleikarinn Gert
Mortensen hefur beðið hann
um stórt verk, sem Mortensen hef-
ur hugsað sér sem ballettmúsík.
„Þessi beiðni Mortensens er senni-
lega komin til vegna þess að þegar
ég dvaldist í húsi Jóns Sigurðsson-
ar í fyrra, þar sem ég var að leggja
drög að óperu, samdi ég fyrir hann
stutt verk, sem ég kallaði Prím, og
hann frumflutti skömmu siðar í
tónleikaför sinni um Danmörku og
Svíþjóð,“ segir Áskell.
Loks hafa tveir íslendingar f
Amsterdam falast eftir verki frá
Áskeli, Þóra Jóhannsdóttir semb-
alleikari og tenórsöngvarinn Jón
Þorsteinsson. Verkið fyrir Þóru
verður einleiksverk, en verk Jóns
yrði fyrir tenór og hljómsveit.
— Er virkilega hægt að semja
listaverk eftir pöntun, Áskell?
Hvað með sköpunarandann, kem-
ur hann eftir pöntun?
„Það þýðir ekkert að bíða eftir
því að andinn komi yfir mann, þá
skrifar maður aldrei nótu á blað.
Það er að sumu leyti eins og hver
önnur vinna að semja tónverk,
enda er þetta lógískt fag og maður
verður að fylgja ákveðnum regl-
um.“
— Hvernig þá? Sestu niður og
segir við sjálfan þig, nú ætla ég að
semja hálftíma píanókonsert?
„Nei, svo einfalt er það ekki.
Fullskapað tónverk verður ekki
hrist fram úr erminni fyrirhafn-
arlaust, þetta er tímafrek vinna
sem gerist í mörgum áföngum.
Það er ekki auðvelt að lýsa vinnu-
brögðunum, en ég geri ráð fyrir að
þau séu að minnsta kosti að hluta
nokkuð svipuð og hjá öðrum lista-
mönnum, rithöfundum og list-
málurum, til dæmis. Oft fæ ég
hugmyndir, sem ég hripa niður og
vinn úr sfðar við skrifborðið —
stundum löngu siðar. Ég á mikið
safn af slíkum skissum, ýmis brot
sem maður hefur krassað á riss-
blöð, aftan á reikninga eða aðra
tiltæka pappírssnepla. En það
þarf mikið til að slík hugmynd
verði að fullgerðu tónverki.
Frumvinnan er fyrst og fremst
skipulagning, og andstætt því sem
margir halda skipulegg ég verk
mín mjög vei fyrirfram. Eg ákveð
form verksins, lengd, kalfaskipt-
ingu og hljóðfærskipan. Set mér
svo ákveðnar reglur um innri gerð
verksins varðandi tónmál, hljóð-
færanotkun og fleira. Þegar þessu
er lokið hefst hin eiginlega
vinnsla.“
— Þú fylgir sem sagt settum
reglum blindandi eins og tölva,
eða hvað?
„Það sagði ég ekki. Það er hugs-
anlegt að hægt sé að láta tölvur
semja tónverk með því að fylgja
ákveðnum lögmálum, en þær
heyra ekki f okkar skilningi og
geta þvi ekki lagt mat á tónlistina
og tekið ákvörðun um að brjóta
reglurnar þegar það á við. Það
kemur nefnilega oft fyrir að mað-
ur fer inn á allt aðra braut en i
upphafi var ráðgert — ef eyrað
krefst þess. Það er eins og verkið
taki af manni völdin."
— Þú talar um tónsmfðar sem
skrifborðsvinnu. Notarðu ekki
hljóðfæri til að þreifa þig áfram
við?
Eins og þú hefur kannski tekið
eftir er ekkert hljóðfæri á
heimilinu. Ytri heyrnin er að því
leyti ónauðsynleg við tónsmíðar,
að auðvitað þarf maður að heyra
fyrir sér það sem maður skrifar.
Þetta er eins og að lesa eða skrifa
venjulegan texta í hljóði. Hitt er
annað mál, aö sumum tónskáldum