Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Afmæliskveðja: Gunnar Skapta- son tannlæknir Líklega fer best á því að byrja þessa afmæliskveðju með hinum þekkta dagskrárlið sjónvarpsins: „Maður er nefndur." Raunar er ekki ætlun mín að eiga opinbert viðtal við afmælisbarnið, heldur einungis að samgleðjast því með 70 árin. En, er hér er komið sögu, kunna margir að spyrja, hver er maður- inn! Jú, því er þá til að svara, að hinn sjötugi heiðursmaður er þekktur borgari í Reykjavík, Gunnar Skaptason, tannlæknir, en hann fyllir sjöunda áratuginn á morgun, 15. þ.m. Fyrstu lauslegu kynni okkar Gunnars urðu á skólaárum okkar í MR, en þaðan brautskráðist Gunnar sem stúdent 1936. Náin kynni okkar urðu fyrst í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Gunnar hafði þá á undanförnum árum stundað nám í tannlækningum við Kaupmannahafnarháskóla og að loknu námi reynt að komast með löglegu móti yfir til Svíþjóðar þar sem Danmörk var þá hertekin, en það hafði ekki tekist. Var þá ekki um annað að ræða en að reyna með öðrum hætti að ná til fyrir- heitna landsins, sem Svíaríki þá var fyrir flesta Norðurlandabúa. Tókst þetta giftusamlega eftir ævintýralegum krókaleiðum. Er Gunnar var kominn til Svíþjóðar, vísuðu sænsk heilbrigðisyfirvöld honum til starfa á eyjunni Got- land, en hún liggur eins og kunn- ugt er undan austurströnd Sví- þjóðar. Þar starfaði svo Gunnar sem héraðstannlæknir í smábæ, Klintehamn, en hann liggur nokk- uð fyrir sunnan þá fornfrægu borg Visby. Dvaldi hann þar til stríðs- loka, er hann hélt til íslands á miðju sumri 1945. Strandferðaskipið Esja hafði verið sent út strax í stríðslok til Norðurlanda til þess að safna saman þeim íslendingum er hefðu hug á að komast sem fyrst heim að stríðinu loknu, enda útivistin orðin löng hjá sumum. Esja lá við bryggju í Gautaborg, en þar sem vegabréf mitt var útrunnið gat ég ekki komist um borð fyrr en hjálp- legur sendiráðsmaður frá sendi- ráði íslands i Stokkhólmi hafði út- búið nýtt vegabréf handa mér. Var það gert undir tunnuhlaða þarna á bryggjunni, rétt fyrir brottför. Er um borð var komið var þar fyrir mikill fjöldi fólks, allt frá gam- almennum til kornabarna, þannig að mikil vandkvæði sköpuðust með að koma fólkinu fyrir. Urðu nokkrir að sofa á þilfari alla leið- ina, þar á meðal við Gunnar en bót í máli var að skipið fékk gott sjó- veður svo til alla leið heim. Er ég hitti vin minn Skaptason þarna um borð stóð við hlið hans ung og glæsileg sænsk stúlka, sem hann kynnti sem unnustu sína. Já, sá hefur heldur betur dottið í lukkupottinn, hefur víst margur íslendigurinn þarna hugsað, að minnsta kosti fór mér svo! Til fróðleiks má geta þess að með skipinu höfðu verið sendir nokkrir enskir hermenn og amer- ískur liðsforingi, danskur að ætt. Hann þótti slá allmjög um sig og heimtaði m.a. að allir íslendingar um borð sýndu honum vegabréf sín. Einn landi vor, Jón Leifs tónskáld, harðneitaði slíku, kvað okkur vera um borð í íslensku skipi og þar með á íslensku „territorii", eins og hann orðaði það. Ekki undi sá dansk-ameríski þessu og urðu lyktir þær, að Jóni var puttað í einangrun fram í skut á skipinu með 2 hermenn í varð- stöðu langleiðina til íslands. Sagt var að liðsforingi þessi hafi fengið snuprur hjá yfirboðurum sínum hér heima fyrir tiltektina og send- ur af landi burt með hraði. Ekki var setið auðum höndum fyrir neinn okkar er heim kom. Gunnar fór að koma sér upp tannlæknastofu og huga jafn- framt að framtíðarbúsetu í Reykjavík. í millitíðinni skrapp hann ásamt unnustu sinni aftur til Gotlands til að ganga i hjóna- band. Eftir að Ulla, fædd Ohlén, og Gunnar höfðu gengið í það heil- aga og voru komin heim aftur drifu þau í að koma sér upp framtíðarheimili. Það reis svo að Snekkjuvogi 17, ásamt myndar- legri viðbyggingu fyrir tannlækn- astofu síðar, en áður var hann um skeið með starfsemi sína við Skólavörðustíg. í Snekkjuvognum hafa þau unað vel hag sínum í hartnær 40 ár, þar sem Ulla hefur búið manni sínum og 4 mannvænlegum börnum þeirra hjóna hlýlegt og sérlega myndarlegt heimili. Börnin eru auðvitað löngu flogin úr hreiðrinu, en þau eru: Gunilla Hedvig, tann- læknir í Mosfellssveit, Hallgunnur Mártha, kennari í Garðabæ, Gunnar Orvar, frkvstj. í Reykja- vík, og Björn, sem er við nám í arkitektúr í Frakklandi. Oft er búið að vera gestkvæmt og mannfagnaður á heimili þeirra Ullu og Gunnars, enda höfðingjar heim að sækja og margt spaugs- yrðið fallið og þá ekki síst með húsráðendum sem hróka alls fagnaðar. Eftir að Gunnar kom heim og hafði gerst félagi í Tannlæknafé- lagi íslands, tók hann virkan þátt í öllum félagsstörfum og átti bein- an og óbeinan þátt í mörgum þeim framfaramálum stéttarinnar, sem tannlæknar njóta góðs af i dag. Formaður TFl var hann á árunum 1963—66, endurskoðandi félagsins í nokkur ár, í lyfjanefnd félagsins og í stjórn Skandinaviska tann- læknafélagsins sem ritari í mörg ár, svo fátt eitt sé talið. Félagi í Rotary-félagsskapnum hefur hann verið í mörg ár. Ekki má gleyma söng hans í Karlakór tannlækna- félagsins fyrr á árum. Gunnar Skapti, eins og hann heitir fullu nafni, var fæddur á Akureyri 1915 og átti til góðra að telja. Faðir hans, Halldór Skapta- son, aðalbókari var sonur Skapta Jósepssonar, ritstjóra á Seyðis- firði. Móðir Gunnars, Hedvig, var dóttir hins þekkta útgerðarmanns Friðriks Wathne á Seyðisfirði. Vinur minn, Gunnar, er að eðl- isfari maður rólyndur, frekar hlé- drægur og settur í framkomu, þéttur á velli og þéttur í lund, en kann vel með að fara. Hann á til góðlátlega kýmni þó alvörumaður sé og traustur þeim, sem hann tekur. Þótt hjónaband þeirra Ullu og Gunnars hafi verið mjög far- sælt hafa þau ekki frekar en aðrir farið varhluta af andstreymi lífs- ins, sérstaklega þó hin síðari árin, en bæði tekið því með æðruleysi og hugprýði. Afmælisbarnið ber árin með sóma, stundar sín tannlækn- ingastörf og bregður sér hvorki við „sár né bana“, eins og sagt var um hina fornu kempur. Frá því er við Gunnar hittumst forðum um borð í Esju hafa leiðir okkar oft legið saman og vinátta skapast milli fjölskyldnanna, sem er okkur mikils virði. Ekki veit ég hvort Gunnari eru þessi skrif mín að skapi, en ég læt slag standa í þeirri góðu trú að við eigum eftir að klingja glösum enn um mörg ókomin ár, tveir hressir karlar. Að lokum skal þess getið að nýlega var Gunnar gerður að heiðursfé- laga í Tannlæknafélagi íslands og segir það nokkuð um árangursrík- an starfsferil hans. Fyrir mig og fjölskyldu mína er það fagnaðarefni að mega bera fram bestu árnaðaróskir til þín, kæri vinur, og til Ullu, barnanna, tengdabarna og barnabarna með vel afstaðin 70 árin og með þeirri frómu ósk að „gamli“ maðurinn megi endast hress og glaður í góðu gengi um mörg ókomin ár. Lifðu heill. Geir R. Tómasson Afmælisbarnið verður að heiman. ENPUR Vinnuveitendasamband íslands heldur námskeiö - ENDURNÝJUN INNAN FRÁ - fyrir stjórnendur tyrirtœkja. Námskeiöiö skiptist í tvo hluta og ter fyrri hlutinn fram í Reykjavík 4. mai n.k., en síöari hlutinn í Borgarnesi 30.mai—l.júní n.k. Markmiöiö meö námskeiöinu er aö þátt- takendur, sem eru tveir frá hverju fyrir- tœki geri framkvœmdaáœtlun um breytingar, sem leiöa munu til bœttrar rekstrarafkomu fyrirtœkisins. Nánari upplýsingar gefur Esther Guö- mundsdóttir hjá VSÍ í síma 91-25455, Garöastrœti 41, 101 Reykjavík. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS. Ný þjónusta sem tryggir skjótan flutning á mikilvægum póstsendingum milli landa. Með forgangspósti Pósts og síma sendir þú skjöl, varahluti, lyf, mikilvæg gögn og vaming á stysta mögulega tíma milíi * landa. Við tökum við forgangspósti í póstmiðstöðinni í Múlastöð við Suðurlandsbraut. Þar er hann sérstaklega merktur og aðgreindur frá öðrum pósti, sendingin er skráð og kvittað fyrir móttöku. Því naæt er forgangspóstinum komið beint á næsta flug til viðkomandi áfangastaðar. Erlendis taka sérstakir sendimenn póstþjónustunnar við ogflytja forgangspóstinn rakleiðis stystu leið til viðtakanda. Fyrstumsinngeturþú sent forgangspóst til Stóra-Bretlands, Frakklands, Hollands, Luxemborgar, Svíþjóðar og Finnlands en fljótlega bætast fleiri lönd í hópinn. Til þess -að þessi nýja þjónusta nýtist sem best tökum við á móti forgangspósti alla daga vikunnar: Mánud.-föstud. 07:30—20:00 Laugard. 07:30-13:00 Sunnud. 13:30-17:00 ^FORGONGS ÆSPOSTUR TIL ÚTLANDA POST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.