Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 25 Norræna húsiö: Harmóníkutónleikar ÞAR SEM árið 1985 er bæði alþjóðaár æskunnar og evrópskt tónlistarár ætlar Norræna húsið að sameina það með því að bjóða nokkrum af hinum fremstu ungu tónlistarmönnum á Noröurlöndum að leika á tón- leikum í sérstakri tónlistarröð undir nafninu „Ungir, norrænir einleikar- Tónlistarfólkið er valið úr þátttakendum í þriðju tónlist- arkeppni Sambands norrænna tónlistarháskóla (Nordisk Kon- servatorierads 3. biennale for unge nordiske solister), sem haldin var í Osló á síðasta ári. Jón Nordal, skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík, að- stoðaði við að skipuleggja tón- leikaröðina. Þessi umrædda tónlistar- keppni hefur verið haldin annað hvert ár, til skiptis í höfuðborg- um Norðurlandanna, og mark- miðið er að kynna alþjóðlegum tónleikaskipuleggjendum, um- boðsmönnum, útvarps- og sjón- varpsstöðvum, gagnrýnendum og fleirum, norræna einsöngv- ara, einleikara og litla tónlist- arhópa. Þátttakendur í keppninni mega ekki vera eldri en þrítugir og eru valdir af dómnefnd sem þekktir tónlistarmenn, tilnefnd- ir af Norðurlöndunum, eiga sæti í. Fyrstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð verða nú í kvöld klukkan 20.30. Það er Jostein Stalheim, Norðmaður sem tók þátt í tónlistarkeppninni fyrir hönd Danmerkur í Osló 1984, sem leikur á harmoníku. Hann byrjaði að læra á harmoníku níu ára gamall í tón- listarskólanum í Voss. Að loknu Jostein Stalheim stúdentsprófi 1979 hélt hann til Danmerkur og lagði stund á harmoníkuleik við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Þar var aðal- kennari hans Mogens Ellegaard dósent. Auk harmóníkunámsins lærði hann tónsmíðar hjá Gert von Bulow og Niels Viggo Bent- zon. Stalheim hefur komið víða fram sem einleikari, m.a. með Konunglegu dönsku hljómsveit- inni og Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins. Hann hefur leikið í útvarpi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Englandi og auk þess haldið tónleika í mörg- um tónlistarskólum og tónlist- arháskólum, t.d. í París og Edinborg. Einleiks- og hljómsveitarverk eftir Jostein Stalheim hafa verið flutt í útvarpi og sjónvarpi í Noregi og hann hefur frumflutt verk sem hafa verið samin fyrir hann af Ketil Hvoslef, Steen Pade og fleirum. í kvöld leikur hann bæði göm- ul og ný verk. (FrélUtilkynoinK-) SVR: Breytt tíma- áætlun á leið 15 Á morgun, 15. apríl, verður breyting á tímaáætlun á strætisvagnaleiö nr. 15, Lækjartorg-Grafarvogur. Breyt- ingin felst í því að ekið verður einnig á kvöldin og um helgar, en fram að þessu hefur aðeins verið ekið mánu- daga til föstudaga frá kl. 0719. Ferðir verða eins og áður einu sinni á klukkutíma með brottför frá Lækjartorgi átta mínútur yfir heila tímann og frá Reykjafold á hálfa tímanum. Síðasta ferð kvöldsins verður frá Reykjafold á hálfa tímanum. Síðasta ferð kvöldsins verður frá Reykjafold klukkan 23.30 og frá Lækjartorgi klukkan 24. A helgidögum verður fyrsta ferð frá Lækjartorgi klukkan 10.08 og frá Reykjafold klukkan 10.30. DASAMLEQ BORG SEMÞUATTHH EKKIAUÐVELT MED ■ADYFIRGEFABBI Þegar til Salzburgar er komiö, og bílaleigubíllinn hefur verið afhentur, þá bíða þín óteljandi ferðamöguleikar. Þér kann að reynast erfitt að slíta þig frá Salzburg, sem er ein fegursta borg Evrópu. En takist það, þá er aðeins fárra klukkustunda akstur til Vínar, Innsbruck. Mílanó og Feneyja. Fljúgðu með Flugleiðum til Salzburgar og aktu á bílaleigubíl um Austurríki og Ítalíu Vidkomustaðurá suðurieid I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.