Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Útgerðarfélag Skagfirðinga: Tap síðasta árs 12 milljónir króna — aflaaukning 31 % frá árinu áður SauAárkróki, 12. aprfl. AÐALFUNDUR Útgeröarfélags Skagfirðinga hf. var haldinn 10. aprfl sídast- liðinn. Á fundinum kom fram að rekstrartekjur félagsins árið 1984 voru 133,9 milljónir króna, sem er 61 % aukning frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 145,4 milljónum króna, þar af eru afskriftir 22,9 milljónir. Tap félagsins nam 12,1 milljón króna. Félagið á þrjá togara, Drang- ey, Hegranes og Skafta. Heildar- afli þeirra í fyrra var 9.122 lestir, sem er 31% aukning frá fyrra ári. Alls tóku 207 manns laun hjá félaginu, samtals að upphæð 45,9 milljónir króna. Eignir félagsins samkvæmt efnahagsreikningum eru að verðmæti 123,9 milljónir króna. Matsverð skipa ÚS er 189,1 milljón umfram bókfært Iðnaðarráðherra: Úttekt á rekstrar- möguleikum Sjó- efnavinnslunnar verð þeirra. Heildarskuldir voru 179,8 milljónir króna. Aðalhluthafar í ÚS eru Sauð- arkrókskaupstaður, hraðfrysti- húsin á Sauðárkróki og Hofsósi, Kaupfélag Skagfirðinga og margir einstaklingar. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Bjarki Tryggvason. Formaður stjórnar er Marteinn Friðriksson og aðrir í stjórn Árni Guðmundsson, Gísli Kristjánsson, Þorbjörn Árnason og Þórður Þórðarson. Kári Morgunblaðið/E.G. ByrjaÖ á þaki nýju flugstöðvarinnar Það var síðdegis á fimmtudag sem byrjaö var að reisa þak á vesturhluta nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Meðfylgjandi mynd sýnir fyrstu sperruna sem reist var. Fjárhagsáætlun Siglufjarðar: SVERKIR Hermannsson, iðnaðarráð- herra, hefur falið dr. Sigmundi Guð- bjarnasyni, verðandi háskólarektor, að gera úttekt á rekstri og vinnslu- möguleikum Sjóefnavinnslunnar á Suðurnesjum. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í fyrirspurnatíma ráð- herra á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í fyrrakvöld. Dr. Sigmundur Guðbjarnason sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri nú að tillögum um hvernig að verkinu skuli staðið og myndi hann væntanlega leggja þær tillögur fyrir iðnaðarráðherra í næstu viku. Dr. Sigmundur sagði að gert væri ráð fyrir að úttekt á rekstrarmöguleikum fyrirtækisins lægi fyrir með haustinu þannig að við gerð fjárlaga liggi fyrir hvort unnt sé að halda rekstrinum áfram. Málið væri hins vegar enn á undir- búningsstigi og því ekki unnt að greina frá þeim áætlunum um vinnutilhögun, sem verið væri að vinna að nú. ^NNLENT Lögð fram af Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki — Fulltrúi Framsóknarflokkins telur Alþýðuflokkinn þar með hafa slitið meirihlutasamstarfi Framsóknar-, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags Brestur er nú kominn í samstarf meirihluta bæjarstjórnar Siglufjarð- ar í kjölfar framlagningar fjárhags- áætlunar. Meirihlutann mynda fimm fulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks, gegn fjórum fulltrúum Sjálfstæðis- flokks, en á síðasta fundi bæjar- stjórnar lögðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks með fulltingi Alþýðubandalagsins fram fjárhags- áætlun næsta árs. Bogi Sigurbjörns- son, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins, telur að með þessu hafi Alþýðuflokkurinn tekið sig út úr samstarfinu. Björn Jónas- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur Framsóknarmenn hafa vikizt undan samstarflnu, en Jón Dýrfjörð fulltrúi Alþýðuflokksins, vill ekki tjá sig um stöðu mála. Bogi Sigurbjörnsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeg- ar bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarráði legði fram fjárhags- áætlun með bæjarráðsmanni minnihlutaflokksins, væri kominn brestur í samstarfið. Hann hefði ekki orðið var við nein formleg slit samstarfsins, fyrr en þetta, þó misvel hefði gengið. Það væri ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en formleg slit samstarfsins. Meiri- hlutaflokkarnir hefðu ekki rætt saman síðan þetta hefði komið fram síðastliðinn miðvikudag, þannig að ekki væri hægt að tjá sig um framhald og framtíð sam- starfsins þrátt fyrir þetta. Bogi sagði, að framsóknarmenn hefðu getað sætt sig við áætlunina með vissum breytingum, sem þeir hefðu flutt tillögur um, en ekki verið ræddar enn. Þær væru ekki til hækkunar og bæru engan keim af því, að kosningar væru á næsta ári. Björn Jónasson sagði i samtali við Morgunblaðið, að hann liti svo á, að framsóknarmenn hefðu hlaupizt undan merkjum. Þau framfaramál, sem unnin hefðu verið í Siglufirði á þessu kjörtíma- bili, hefðu verið byggð á tillögum sjálfstæðismanna, því þeir hefðu alltaf fengið einhvern hinna með sér. Það væri því ekkert nýtt að sjálfstæðismenn hefðu gripið í taumana, þar sem meirihlutinn væri nánast óstarfhæfur vegna sundrungar og samstöðuleysis. Nú hefði fjárhagsáætlun verið lögð fram af fulltrúa Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins til fyrri umræðu með samþykki áheyrnar- fulltrúa Alþýðubandalagsins í bæjarráði. Þau eindæmi hefðu síð- an gerzt, að einn meirihlutaflokk- urinn og forseti bæjarstjórnar legðu fram á sama fundi breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlun- ina. Slíkt væri ekki samkvæmt venjubundnum starfsháttum. Jón Dýrfjörð, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, sagði að hann teldi Alþýðuflokkinn ekki hafa slitið meirihlutasamstarfinu. Hins veg- ar gæti hann sagt það, að þegar hann teldi ástæðu til þess að bera málefni Siglufjarðar fyrir alþjóð, vildi hann eiga frumkvæðið að því sjálfur. Hann léti hvorki fram- sóknarmenn né aðra hafa áhrif þar á. „Yrði rothögg fyrir hafbeitina" — segir Gunnar Helgi Hálfdánarson um niðurskurð í Kollafirði „EF ÞAÐ verður regla að skera allt niður þegar sjúkdómar koma upp í stöðvunum, og niðurskurður í Kollaflrði verður fordsmi í því efni, minnka stórlega líkurnar á að uppbygging verði í flskeldinu hér i landi. Slíkan niðurskurð þolir eng- in stöð, þetta yrði rothögg fyrir haf- beitina og eins gott að hstta strax,“ sagði Gunnar Helgi Hálf- dánarson, framkvsmdastjóri Fjár- festingarfélags íslands, í samtali við Mbl. um aðgerðir gegn nýrna- veikinni í Kollaflrði, en Fjárfest- ingarfélagið er aðili að hafbeitar- stöð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Stjórn Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva gekk á fund landbúnaðarráðherra fyrir skömmu og mælti með niður- skurði í Kollafirði. „Mér er ómögulegt að skilja að þessi samtök mæli með svona aðgerð- um, það er eins og þessir menn ætli að gera út á ríkisjötuna en ekki eigin tekjur," sagði Gunnar. „Eftir að hafa rætt þessi mál við erlenda sérfræðinga erum við alls ekki hræddir við þennan sjúkdóm. Við vorum reyndar til- búnir til að kaupa 40 þúsund seiði úr Kollafirði en fengum ekki leyfi til þess,“ sagði Gunnar einnig. „Sjúkdómurinn er staðreynd og jákvætt að hann skyldi koma upp núna. Ég tel að þetta sé stórkostlegt tækifæri fyrir Kollafjarðarstöðina til að rann- saka hann, við hinir getum sinnt hafbeitarstarfseminni á meðan. Landbúnaðarráðherra myndi gera landi og þjóð mikið gagn með því að stuðla að rann- sóknum á þvi hvort þessi sjúk- dómur sé jafn slæmur og af er látið og hvernig megi halda hon- um í skefjum," sagði Gunnar Helgi einnig. Fundað um Rockall MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu um sameigin- legan fund íslendinga, Dana og Fær- eyinga á Hatton-Rockall-svæðinu. Dagana 10. og 11. þ.m. var hald- inn í Kaupmannahöfn fundur um sameiginlega hagsmuni íslend- inga, Dana og Færeyinga á Hatt- on-Rockall-svæðinu. Af íslands hálfu sátu fundinn Hans G. Andersen sendiherra, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis- maður og dr. M. Talwani ráðgjafi. Fyrir dönsku viðræðunefndinni voru Niels Boel yfirmaður þjóð- réttardeildar danska utanríkis- ráðuneytisins og Peter Brúckner skrifstofustjóri. Á fundinum var skipzt á skoð- unum og upplýsingum og afstaða landanna skýrð frekar. Sjónarmið sem fram komu verða athuguð nánar í höfuðborgunum tveimur. Náið samband verður haft um málið og viðræðum haldið áfram síðar. Mál þetta verður rætt í utanrík- ismálanefnd Alþingis á morgun þar sem Hans G. Andersen og dr. Talwani mæta. Samgönguráðherra: Farsímaþjón- ustu komið á fót MATTHÍAS Bjarnason, samgöngu- ráðherra, hefur falið póst- og síma- málastofnun að koma á fót alsjálf- virkri farsímaþjónustu. Farsíma- þjónustan verður hluti af hinu al- menna símakerfl og verður fyrir bfla, báta og skip við strendur landsins svo og sumarbústaði og ýmsa afskekkta staði. Stefnt er að því að þessi nýja þjónusta hefjist um og eftir næstu áramót og að hún muni ná til nær alls landsins í lok 1987. Þetta símakerfi er hið sama og nú hefur verið í notkun um nokk- urra ára skeið á hinum Norður- löndunum. (Fréttalilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.