Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
51
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
• 2) Sameiginlegum kostnaði
þjóðfélagsþegnanna hjá ríki og
sveitarfélögum, sem sóttur er til
fólks og fyrirtækja með margvís-
legri skattheimtu.
• 3) Lífskjörum heimila og ein-
staklinga, sem greidd eru með ráð-
stöfunartekjum vinnandi fólks,
eftir að skattheimtan hefur hirt
sitt.
Á þetta hefur nokkuð skort und-
anfarin ár, samanber viðvarandi
viðskiptahalla við umheiminn og
vaxandi skuldasöfnun erlendis,
sem tekur til sín stærri og stærri
hlut útflutningstekna.
Þá hefur ríkið tekið til sín vax-
andi hlut af þjóðartekjum, vegna
útþenslu ríkisbúskaparins, þó
slakað hafi verið á heildarskatt-
heimtu 1984 og 1985. Sem dæmi
um þensiu í hinu opinbera „kerfi"
má nefna að 13,2% vinnandi fólks
í landinu starfaði hjá ríki, sveitar-
félögum og bönkum árið 1963 en
tuttugu árum síðar, 1983, hafði
þetta hlutfall nær tvöfaldast, var
25,3%, samkvæmt könnun VSÍ.
Nærri lætur að greidd laun og
launatengd gjöld í landinu séu um
70% af hreinum þjóðartekjum.
Það skiptir því meginmáli, hve há-
ar þessar nettótekjur eru á hverj-
um tíma, hvar sem þær lenda end-
anlega, hjá almenningi, ríki, sveit-
arfélögum eða erlendum skuldar-
eigendum.
Þegar talað er um nýsköpun ís-
lenzks atvinnulífs þá er í raun ver-
ið að tala um atvinnuöryggi og
bætt lífskjör. önnur leið að þessu
tvennu er ekki til. Það kann að
sefa æsta lund að þylja slagorð og
iðka marxíska hugarfimleika, en
það er tímasóun, ef árangurinn á
að gagnast lifandi fólki.
Hafa verður í huga að hagvöxt-
ur, með öðrum orðum auknar
þjóðartekjur, eru ekki aðeins for-
senda aukins kaupmáttar ráðstöf-
unartekna heimila og einstakl-
inga, heldur og kostnaðarleg und-
irstaða þess, sem greitt er úr sam-
eiginlegum sjóði landsmanna:
fræðslukerfis, heilbrigðisþjón-
ustu, almannatrygginga, lista og
menningar. Ekkert verður af engu
gjört, jafvel þótt falboðið sé með
fyrirferð og tilfinningahita.
Þessvegna er mergurinn máls-
ins að stuðla að nýsköpun í ís-
lenzkum þjóðarbúskap; auka ha-
gvöxt þ.e. þjóðartekjur á hvern
vinnandi einstakling; skapa for-
sendur fyrir auknum kaupmætti
launa — í stað verðbólgusamn-
inga, sem rýra kaupmátt gjald-
miðils okkar og skekkja sam-
keppnisstöðu atvinnuvega okkar,
án þess að bæta í raun stöðu lág-
launahópa.
Leiöin til bættra
lífskjara var lengd
meö vanræskslusyndum
Þegar bornar eru saman þjóðar-
tekjur á hvern vinnandi mann,
sem eru raunhæfasti mælikvarði á
lífkjör fólks, annarsvegar hjá
samkeppnisþjóðum V-Evrópu og
N-Ameríku og hinsvegar hjá ríkj-
um sósíalisma (marxískum hag-
kerfum) í A-Evrópu og víðar, eru
hin síðarnefndu naumast hálf-
drættingar.
Samkeppnisþjóðir Vesturlanda
hafa enn gleggri vinning þegar
borin eru saman þegnréttindi,
mannréttindi; réttur hverrar
manneskju til að ráða eigin lífs-
stíl, mynda sér eigin skoðanir og
koma þeim á framfæri.
Þjóðfélagsgerð lýðræðisríkja er
enganvegin annmarkalaus. Þar
má margt betur gera. En þau hafa
þann höfuðkost að geta þróast á
friðsaman hátt frá annmörkum
sínum til meiri fullkomnunar.
Meðal annars fyrir meirihluta-
áhrif fólks í frjálsum, leynilegum
kosningum. En jafnframt fyrir
tækniframfarir í kjölfar mennt-
unar, rannsókna og þekkingar.
Hvatar samkeppnisþjóðfélagsins
hafa gert stöðu hins almenna
manns æ betri á Vesturlöndum.
Við Islendingar höfum að vísu
glutrað niður mörgum möguleik-
um á „áratug hinna glötuðu tæki-
færa“, sem lengja leið okkar að
sambærilegum lífskjörum og bezt
þekkjast annarsstaðar. Fjárfest-
ingarmistök, sem létu sjónarmið
arðsemi lönd og leið, og erlend
skuldasöfnun, sem bindur okkur
erfiða bagga til framtíðar, vega
þar þungt. En þyngst þó van-
rækslusyndir varðandi það að laga
atvinnulíf okkar og verðmæta-
sköpun að breyttum aðstæðum.
Það er eftirtektarvert að þau
tímabil í síðari sögu okkar, sem
einkennast af kyrrstöðu, jafvel
afturför, í atvinnulífi okkar sem
heild, tengjast stjórnaraðild Al-
þýðubandalagsins. Alþýðubanda-
lagið er vagnhestur marxískrar
þröngsýni með augnskjól til þeirra
hvata, sem urðu öðrum þjóðum
eldsneyti til velsældar. Það eru
máske ýkjur að segja það pólitíska
ökutæki, sem það býður þjóðinni
far með inn í framtíðina, hafi að-
eins einn “gír“, „bakkgír", þó
flugufótur sé til slíks orðalags.
Nær væri e.t.v. að segja að það
stjórntæki farskjótans, sem Al-
þýðubandalagið hefur sérhæft sig
á, séu bremsurnar. Þær eru að
vísu góðar til síns „brúks“, en ekki
líklegastar til árangurs hjá þjóð,
sem verður að vera brekkusækin
næstu árin.
+
MARBJÖRN BJÖRNSSON
matreiAslumaöur,
Granaskjóli 16,
veröur jarösunginn frá kirkju Óháöa safnaöarins mánudaginn 15.
apríl k. 13.30.
Blóm afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á
liknarstofnanir.
Jórunn Ingvarsdóttir
og systkini hins látna.
Innilegar þakkir færum viö öllum þelm er sýndu okkur samúö vlö
andlát og útför fööur mins, tengdafööur, afa og langafa,
INGVARS H. SÖRENSEN
málarameístara frá Seyóisfiröi.
Laufey Rasmussen,
Wílfred Rasmussen,
barnabörn og brnóur hins látna.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö
fráfall og jaröarför
ÁRSÆLS KRISTOFERS JÓNSSONAR
fyrrverandi kaupmanns í Hafnarfiröi.
Ársssll Ársnlsson, Erla Gfsladóttir,
Siguróur Ársnlsson, Erla Björnsdóttir,
Guöumundur bórir Sigurösson, Hjördls Þorgeirsdóttir,
Sigriöur Siguröardóttir, Ken Remshaw,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
PÁLS SIGURGEIRSSONAR
bifválavirkja,
Efstasundi 8.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Gréta Pálsdóttir, Þórir Bjarnason,
Agnes Pálsdóttir, Sigurbjöm Egilsson,
Ólafur Pálsson, Anna Stefánsdóttir,
Ingibjörg Gráta Glsladóttir, Páll Arnórsson,
og barnabörn.
Loksins veruleiki
Hljómplötuklúbbur
á borö viö þaö sem best gerist í heiminum í dag
f/ o.
o\o. x
.O^O.V<bT',
v*v>
Viö keyrum heim strax ef þú óskar, gegn 70 kr. gjaldi.
Opið í dag
&
*
0
SkUyröi:
00 greiöir einu sinni ársgjnld kr. 990.
Annað ekki. Siðan nýtir þú þár klúbbinn
eins og þér sýnist.
e Engin lágmarkskaup
e Ekkert afpðntunarkerfi
e Engin uppsðgn úr klúbbnum
e Engin skilyrði né skuldbindlngar af
neinu tagi
6 Engu þrðngvaö upp á þlg
•fe.
%
V
Fylltu út meðlytgjandl umsékn og póstsendu okkur eða
leyföu okkur að heyra í þér simlelðls i síma 641277.
Pösthólf 8322
108 Reykjavik
— HLJÓMPLÖTUKLÚBBURINN —
v— Hl)ómpiötuklúbburinn —
— hljómplötuklúbburinn —
dP ,-•••• ..
/
✓