Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Fræðsluhópur fyrir fráskilda FRÆÐSLU- og umræAuhópur fyrir fólk sem nýlega hefur gengið í gegn- um skilnað tekur til starfa mánudag- inn 22. apríl kl. 20.30 á Vesturgötu 10. Haldnir verða sex vikulegir fundir og takmarkast þátttakenda- fjöldi við átta. Stjórnendur hópstarfsins eru félagsráðgjafarnir Nanna K. Sig- urðardóttir og Sigrún Júliusdóttir. Starfið byggir á fræðslu um skiln- að, félagslega og tilfinningalega, og er vettvangur fyrir gagnkvæm- an stuðning og reynslumiðlun þátttakenda. Um hefðbundna meðferð er ekki að ræða heldur innsæi, stuðning og fræðslu. Nánari upplýsingar fást hjá Tengslum sf. á Vesturgötu 10 kl. 14—18 alla virka daga. (PrétUtilkynning) ^^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Asgarður Höfn, Hornafirði: Morgunb)aði6/Haukur Stjórnarmenn verbúðarinnar á Höfn í Hornafirði, þeir Sigfinnur Gunn- arsson, útgerðarmaður, Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri, og Lúðvík Jónsson, útgerðarmaður. Ásgarður tekinn í notkun Höfn, Hornafirði, 29. mars. SEINNI hluti Ásgarðs, verbúð- anna á Hornafirði, hefur nú verið tekinn í notkun. Hafist var handa við byggingu síðari hlutans árið 1983 og voru verktakar allir heimamenn. I nýja húsinu er sjónvarpsher- bergi, setustofa, fjögur þriggja manna svefnherbergi, gufubað, þvottahús og íbúð húsvarðar, sem er um 100 fermetrar, en eldri íbúðin var 33 fermetrar. Með tilkomu nýja hússins er rúm fyrir 108 manns í 36 her- bergjum. f hverju herbergi eru sturta og hreinlætistæki. Eigendur verbúðanna eru KASK, sem á 'A hluta, en út- gerðarmenn eiga %. Fyrstu framkvæmdir við byggingu verbúðanna hófust ár- ið 1974 og var þeim lokið 1978. Hefur vertíðin ætíð verið full- skipuð, en í dag eru nokkur her- bergi laus, sem stafar af skorti á vinnuafli. Verbúðin er sögð ein hin glæsilegasta á landinu og hafa menn líkt henni við gott hótel, enda aðbúnaður allur sem best má vera. — Haukur athugo að þú sparar bensín með því að aka á réttum dekkjum ? FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING GOODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GR/P/Ð „Vatnsforði Suð- urnesja nægur sem stendur" „VATNSFORÐI Suðurnesja er nægur sem stendur, en hann hefur sín tak- mörk. Á meðan ekki er tekið af forðanum nema til einnar laxeldisstöðvar þá er engin hætta á vatnsskorti, en verði stöðvarnar 20 þá dugir vatnið ekki til,“ sagði Freysteinn Sigurðsson, deildarstjóri vatnsorkudeildar Orkustofnunar. I grein er Karl Steinar Guðna- gengur með eina stöð en ekki 20 son, þingmaður Alþýðuflokksins, skrifaði í Morgunblaðið á mið- vikudag segir m.a. að sérfræð- ingar Orkustofnunar hafi haldið því fram á fundi Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum í nóvem- ber sl., að vatnsforði væri af skornum skammti á svæðinu. Freysteinn sagði, að nú væri mikilvægast að skipuleggja vatnsnýtingu svæðisins. „Það hef- ur ekki verið hingað til og þess vegna hafa íslandslax hf. og önnur fyrirtæki ekki getað gengið inn i slíkt skipulag, heldur orðið að fara aðrar leiðir," sagði hann. „Það slíkar. Þarna er mikill áhugi á að koma upp fiskeldisstöðvum og annarri starfsemi, en í þessum vatnsforða felst allt neysluvatn sem sveitarfélögin þarna eiga kost á yfir höfuð, nema þeir vildu sækja vatn austur á Þingveili. Það er því eðlilegt að sveitarfélögin vilji ekki láta spilla vatninu fyrir sér og því verður að skipuleggja nýtinguna. Fjaðrafokið í kringum mál Islandslax hf. er skiljanlegt, en vatnsskortur er ekki sjáanlegur sem stendur," sagði Freysteinn Sigurðsson að lokum. Verkfall sjómanna fjölg- aði atvinnuleysisdögum SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar í marsmánuði sl. voru 46 þúsund á öllu landinu. Þetta jafngildir því að 2.100 manns haH verið á atvinnuleysisskrá allan mánuð- inn, eða sem svarar 1,8%af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt yfirliti um atvinnu- ástandið, sem gefið er út af Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins, hefur skráðum atvinnu- leysisdögum fjölgað frá fyrra mán- uði um 16 þúsund og atvinnulausum á skrá um 700 manns. Þá voru skráðir atvinnuleysisdagar nú 7 þúsund fleiri en i sama mánuði i fyrra og var marsmánuöur fyrsti mánuðurinn á þessu ári þar sem skráðir atvinnuleysisdagar reynd- ust fleiri en i sama mánuði 1984. Ástæður þessarar þróunar má fyrst og fremst rekja til verkfalls sjó- manna, enda gætti áhrifa verkfalls- ins aðeins að litlu leyti í tölum febrúarmánaðar. Áhrifin af stöðvun fiskveiða komu harðast niður á landsbyggð- inni. Höfuðborgarsvæðið var með tæp 19% af skráðu atvinnuleysi i marsmánuði og nærri helmingi færri daga en á sama tíma í fyrra, en landsbyggðin með rúmt 81%. Undanfarin ár hefur hlutdeild höf- uðborgarsvæðisins í skráðu at- vinnuleysi verið 35—40% að meðal- tali. Fyrstu þrjá mánuði yfirstand- andi árs hafa verið skráðir alls 132 þúsund atvinnuleysisdagar á öllu landinu á móti 180 þúsund á sama tíma í fyrra. Þegar á heildina er litið hefur atvinnuástand á 1. árs- fjórðungi þessa árs verið verulega betra en á sama tíma á síðasta ári. Síðasta virkan dag marsmánaðar voru 1.300 manns á atvinnuleys- isskrá, en meðaltal mánaðarins var eins og áður segir 2.100 manns. Vinnustofa fynr norræna listamenn sett upp í sumar MENNINGAR- og listastofnun Hafnarfjarðar, Hafnarborg, var ný- lega úthlutað 125 þúsund dönskum krónum úr norræna menningar- sjóðnum til að setja upp vinnuað- stöðu fyrir norræna gesti. Einar I. Halldórsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, sagði að húsnæði Hafnarborgar væri gjöf til bæjarins frá Sverri Magnús- syni lyfsala og konu hans, Ingi- björgu. Það hefðu snemma komið upp hugmyndir um að innrétta hluta húsnæðisins sem íbúð og vinnuaðstöðu fyrir listamenn frá öðrum Norðurlöndum, sem sækja vildu ísland heim. „Slikar gestavinnustofur eru alls staðar á Norðurlöndum nema hér, en samtök norrænna lista- manna sjá um úthlutun á húsnæð- inu,“ sagði Einar. „íslenskir lista- menn hafa notfært sér slíka að- stöðu á hinum Norðurlöndunum, en við vonumst til að hægt verði að taka þessa vinnustofu i notkun þegar á næsta vetri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.