Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Fræðsluhópur fyrir fráskilda FRÆÐSLU- og umræAuhópur fyrir fólk sem nýlega hefur gengið í gegn- um skilnað tekur til starfa mánudag- inn 22. apríl kl. 20.30 á Vesturgötu 10. Haldnir verða sex vikulegir fundir og takmarkast þátttakenda- fjöldi við átta. Stjórnendur hópstarfsins eru félagsráðgjafarnir Nanna K. Sig- urðardóttir og Sigrún Júliusdóttir. Starfið byggir á fræðslu um skiln- að, félagslega og tilfinningalega, og er vettvangur fyrir gagnkvæm- an stuðning og reynslumiðlun þátttakenda. Um hefðbundna meðferð er ekki að ræða heldur innsæi, stuðning og fræðslu. Nánari upplýsingar fást hjá Tengslum sf. á Vesturgötu 10 kl. 14—18 alla virka daga. (PrétUtilkynning) ^^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Asgarður Höfn, Hornafirði: Morgunb)aði6/Haukur Stjórnarmenn verbúðarinnar á Höfn í Hornafirði, þeir Sigfinnur Gunn- arsson, útgerðarmaður, Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri, og Lúðvík Jónsson, útgerðarmaður. Ásgarður tekinn í notkun Höfn, Hornafirði, 29. mars. SEINNI hluti Ásgarðs, verbúð- anna á Hornafirði, hefur nú verið tekinn í notkun. Hafist var handa við byggingu síðari hlutans árið 1983 og voru verktakar allir heimamenn. I nýja húsinu er sjónvarpsher- bergi, setustofa, fjögur þriggja manna svefnherbergi, gufubað, þvottahús og íbúð húsvarðar, sem er um 100 fermetrar, en eldri íbúðin var 33 fermetrar. Með tilkomu nýja hússins er rúm fyrir 108 manns í 36 her- bergjum. f hverju herbergi eru sturta og hreinlætistæki. Eigendur verbúðanna eru KASK, sem á 'A hluta, en út- gerðarmenn eiga %. Fyrstu framkvæmdir við byggingu verbúðanna hófust ár- ið 1974 og var þeim lokið 1978. Hefur vertíðin ætíð verið full- skipuð, en í dag eru nokkur her- bergi laus, sem stafar af skorti á vinnuafli. Verbúðin er sögð ein hin glæsilegasta á landinu og hafa menn líkt henni við gott hótel, enda aðbúnaður allur sem best má vera. — Haukur athugo að þú sparar bensín með því að aka á réttum dekkjum ? FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING GOODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GR/P/Ð „Vatnsforði Suð- urnesja nægur sem stendur" „VATNSFORÐI Suðurnesja er nægur sem stendur, en hann hefur sín tak- mörk. Á meðan ekki er tekið af forðanum nema til einnar laxeldisstöðvar þá er engin hætta á vatnsskorti, en verði stöðvarnar 20 þá dugir vatnið ekki til,“ sagði Freysteinn Sigurðsson, deildarstjóri vatnsorkudeildar Orkustofnunar. I grein er Karl Steinar Guðna- gengur með eina stöð en ekki 20 son, þingmaður Alþýðuflokksins, skrifaði í Morgunblaðið á mið- vikudag segir m.a. að sérfræð- ingar Orkustofnunar hafi haldið því fram á fundi Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum í nóvem- ber sl., að vatnsforði væri af skornum skammti á svæðinu. Freysteinn sagði, að nú væri mikilvægast að skipuleggja vatnsnýtingu svæðisins. „Það hef- ur ekki verið hingað til og þess vegna hafa íslandslax hf. og önnur fyrirtæki ekki getað gengið inn i slíkt skipulag, heldur orðið að fara aðrar leiðir," sagði hann. „Það slíkar. Þarna er mikill áhugi á að koma upp fiskeldisstöðvum og annarri starfsemi, en í þessum vatnsforða felst allt neysluvatn sem sveitarfélögin þarna eiga kost á yfir höfuð, nema þeir vildu sækja vatn austur á Þingveili. Það er því eðlilegt að sveitarfélögin vilji ekki láta spilla vatninu fyrir sér og því verður að skipuleggja nýtinguna. Fjaðrafokið í kringum mál Islandslax hf. er skiljanlegt, en vatnsskortur er ekki sjáanlegur sem stendur," sagði Freysteinn Sigurðsson að lokum. Verkfall sjómanna fjölg- aði atvinnuleysisdögum SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar í marsmánuði sl. voru 46 þúsund á öllu landinu. Þetta jafngildir því að 2.100 manns haH verið á atvinnuleysisskrá allan mánuð- inn, eða sem svarar 1,8%af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt yfirliti um atvinnu- ástandið, sem gefið er út af Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins, hefur skráðum atvinnu- leysisdögum fjölgað frá fyrra mán- uði um 16 þúsund og atvinnulausum á skrá um 700 manns. Þá voru skráðir atvinnuleysisdagar nú 7 þúsund fleiri en i sama mánuði i fyrra og var marsmánuöur fyrsti mánuðurinn á þessu ári þar sem skráðir atvinnuleysisdagar reynd- ust fleiri en i sama mánuði 1984. Ástæður þessarar þróunar má fyrst og fremst rekja til verkfalls sjó- manna, enda gætti áhrifa verkfalls- ins aðeins að litlu leyti í tölum febrúarmánaðar. Áhrifin af stöðvun fiskveiða komu harðast niður á landsbyggð- inni. Höfuðborgarsvæðið var með tæp 19% af skráðu atvinnuleysi i marsmánuði og nærri helmingi færri daga en á sama tíma í fyrra, en landsbyggðin með rúmt 81%. Undanfarin ár hefur hlutdeild höf- uðborgarsvæðisins í skráðu at- vinnuleysi verið 35—40% að meðal- tali. Fyrstu þrjá mánuði yfirstand- andi árs hafa verið skráðir alls 132 þúsund atvinnuleysisdagar á öllu landinu á móti 180 þúsund á sama tíma í fyrra. Þegar á heildina er litið hefur atvinnuástand á 1. árs- fjórðungi þessa árs verið verulega betra en á sama tíma á síðasta ári. Síðasta virkan dag marsmánaðar voru 1.300 manns á atvinnuleys- isskrá, en meðaltal mánaðarins var eins og áður segir 2.100 manns. Vinnustofa fynr norræna listamenn sett upp í sumar MENNINGAR- og listastofnun Hafnarfjarðar, Hafnarborg, var ný- lega úthlutað 125 þúsund dönskum krónum úr norræna menningar- sjóðnum til að setja upp vinnuað- stöðu fyrir norræna gesti. Einar I. Halldórsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, sagði að húsnæði Hafnarborgar væri gjöf til bæjarins frá Sverri Magnús- syni lyfsala og konu hans, Ingi- björgu. Það hefðu snemma komið upp hugmyndir um að innrétta hluta húsnæðisins sem íbúð og vinnuaðstöðu fyrir listamenn frá öðrum Norðurlöndum, sem sækja vildu ísland heim. „Slikar gestavinnustofur eru alls staðar á Norðurlöndum nema hér, en samtök norrænna lista- manna sjá um úthlutun á húsnæð- inu,“ sagði Einar. „íslenskir lista- menn hafa notfært sér slíka að- stöðu á hinum Norðurlöndunum, en við vonumst til að hægt verði að taka þessa vinnustofu i notkun þegar á næsta vetri."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.