Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAPIÐ, LAUGAKDAGUR 18. MAÍ1985 Steingrímur um óánægju SUF með fram- kvæmdastjóra Framsóknarflokksins: Góð aðsókn að sýningu Kjartans MJÖG góð aðsókn hefur verið að myndlistarsýningu Kjartans Guð- jónssonar í vestursal Kjarvals- staða, sem opnuð var um síðustu helgi. Á sýningunni eru 72 mynd- verk, 54 olíumálverk og 18 vatns- litamyndir. Hafa 24 verk þegar selst Kjartan er einnaf frumherjum abstrakt-myndlistar á íslandi, en á síðustu árum hefur hann málað myndir af þekkjanlegum fyrirbærum og sótt sér myndefni í líf og störf sjómanna. Á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum kenn- ir nýrra grasa; þar eru ný mynd- efni frá hans hálfu, sem sýna að hann er enn að þróast og þreifa fyrir sér. Christoph Bertram Fundur í dag: Geimvarnir og afvopnunarmál HUGMYNDIR Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, um varnarkerfi í geimnum hafa vakið miklar umræð- ur innan Atlantshafsbandalagsins og víðar og eru skiptar skoðanir um áhrif þeirra á afvopnunarmál og varnarsamstarf Vesturlanda. í há- deginu í dag gangast Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg fyrir fundi um þessi mál, þar sem dr. Christoph Bertram, stjórnmálarit- stjóri þýska vikublaðsins „Die Zeit“, verður framsögumaður. Fundurinn, sem er opinn félags- mönnum í SVS og Varðbergi og gest- um þeirra, verður í Átthagasal Hótel Sögu og verður húsið opnað klukkan 12 á hádegi. Hrafninn flýgur — vel tekið í Kennedy Center Nýlega var kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „Hrafninn flýgur" sýnd í Kennedy Center í Washing- ton á vegum „American Film Insti- tute“. Fyrir kvikmyndasýninguna höfðu sendiherrahjónin Hans G. Andersen og frú móttöku fyrir gesti sýningarinnar, um 300 manns. Að sögn sendiherrans var gerður góður rómur að myndinni og sýningar- gestir klöppuðu vel að lokinni sýn- ingu. „Málarinn“, olíumálverk frá 1984. Alrangt að ég hafi tekið líklega í kröfu um brottvikningu STEINGRÍMUR Hermannsson for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins segir alrangt að hann hafi tekið „líklega" í ósk for- ystumanna Sambands ungra fram- sóknarmanna (SUF) um að Hauki Ingibergssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins yrði sagt upp, eins og sagði í frétt Morgunblaðsins á miðvikudag, að því er forsætis- ráðherra sagði í samtali við blaða- mann Mbl. f frétt blaðsins sagði að Stein- grímur hafi tekið líklega í kröfu ungra framsóknarmanna um að Haukur yrði látinn víkja en jafn- framt látið í ljós þá skoðun, að nú væri ekki rétti tíminn til þess. „Það er rétt að Finnur Ingólfsson formaður SUF og annar maður til komu til mín eftir að Magnús ólafsson ritstjóri NT hafði sagt upp störfum og lýstu óánægju sinni með störf Hauks Ingibergs- sonar,“ sagði forsætisráðherra. „Það er hins vegar alrangt, og það vil ég láta koma skýrt fram, að ég hafi tekið líklega í málaleitan þeirra eða lýst óánægju minni með Hauk á nokkurn hátt. Ég tel einmitt að hann hafi að mörgu leyti leyst störf sín mjög vel af hendi. Ég sagði þeim að ég teldi mik- ilvægt að samstaða væri um fram- kvæmdastjóra flokksins, hvort heldur það væri í röðum ungra framsóknarmanna eða eldri, og sagðist telja rétt að þeirra kvört- un yrði rædd. Ritari flokksins myndi sjá um það. En að ég hafi tekið undir kvörtun þeirra á einn eða annan hátt er alrangt," sagði Steingrímur Hermannsson. Hvern vantar ekki ódýrt, ekki að tala um þegar það er líka gott Á Vöruloftinu Sigtúni 3, 2. hæö, hafa oröiö miklar breytingar og þar er nú mjög góöur stórútsölumarkaður Opið alla laugardaga kl. 10—4 Allt á börnin í sveitina Úlpur frá kr. 195 Peysur frá kr. 195 Gallabuxur frá kr. 99 Strigaskór kr. 299 Gúmmístígvél kr. 299 Blússur frá kr. 450 íþróttasokkar frá 59 Jogging-gallar barnast. kr. 380 Bolir í úrvali A herra Herrajakkaföt, allar stæröir, frá Stakir jakkar kr. 1.575 Herrabuxur kr. 540 Herrablússur kr. 995 Skyrtur kr. 190 Herra rúskinnsjakkar kr. 2.500 Stakir jakkar kr. 995 Samfestingar hvítir kr. 650 kr. 2.500—3.500 Vinnusloppar kr. 350 Vinnublússur kr. 350 Vinnubuxur kr. 450 Rafsuöugallar kr. 990 Sokkar kr. 50 Gúmmístígvél kr. 350 Reiöstígvél kr. 389 Gardínu- efni í úrvali A dömur Dömublússur nýjar kr. 350—450 Rykfrakkar kr. 2.500 Dömusamfestingar kr. 900—1.550 Greiðslusloppar kr. 685 Kvenskór frá kr. 295 Dömubuxur frá kr. 450 Karnabær — Belgjagerðin — Vöruloftið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.