Morgunblaðið - 18.05.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985
Keppnin um Fegurðardrottningu íslands 1985 verður haldin að viku liðinni, annars vegar hinn 24., er „Vinsælasta
stúlkan 1985“ og „Ljósmyndafyrirsæta ársins" verða krýndar, og hins vegar 27. maí þegar Fegurðardrottning íslands
1985 verður valin og krýnd.
Keppnin fer fram í veitingahúsinu Broadway og geta gestir greitt atkvæði þeim stúlkum sem þeir helst vildu sjá
sem Fegurðardrottningu Islands og Fegurðardrottningu Reykjavíkur 1985. Mun dómnefndin hafa þau atkvæði til
hliðsjónar við valið.
Hér á síðunni eru kynntar sex stúlknanna sem taka þátt í keppninni, en hinir sjö þátttakendurnir verða kynntir á
morgun, sunnudag.
Halldóra M.M.
Steingrímsdóttir
Reykvíkingur sem rekur ættir sínar vestur og norður, er Halldóra M.
M. Steingrímsdóttir, fædd 30.05.1966. Eftir að hafa lokið verslun-
arprófi frá Verslunarskóla íslands flutti hún sig i Ármúlaskólann og
hugðist ljúka þaðan stúdentsprófi — en hætti náminu í verkfalli
kennara og hefur síðan unnið í veitingahúsinu Sælkeranum. „Ég
ætla nú samt að halda náminu áfram næsta vetur og Ijúka prófi með
tíð og tíma," segir Halldóra.
Á meðal áhugamálanna eru skíðaíþróttin og sund. „Svo auðvitað
líkamsræktin, sem er efst á baugi þessa dagana. Það kemst eiginlega
ekkert annað að í bili,“ segir Halldóra, sem enfremur á það til að
teikna, eins og hún hefur ættir til. „Ég teikna aðallega hugmyndir að
fatnaði, þó ekki svo mikið fyrir sjálfa mig. Hef þó látið bæði sauma á
mig og prjóna eftir hugmyndum sem þannig eru tilkomnar."
Halldóra kvað talsvert stress vera komið í sig fyrir keppnina, „eða
réttara sagt fyrir því að koma fram á sundbol og eins að svara
spurningunum. Hins vegar hlakka ég svolítið t:l að koma fram á
kjólnum," segir hún. „En keppnin leggst mjög vel í mig, andrúmsloft-
ið innan hópsins er gott og einhvernveginn ekki eins og maður átti
kannski von á. Það er ekki eins og að við séum að keppa, heldur
styðjum við hver aðra og það er örugglega ein ástæðan fyrir því hvað
þessi tími hefur verið skemmtilegur."
Ragnheiður
Borgþórsdóttir
Ragnheiður Borgþórsdóttir, önnur tveggja fulltrúa Vestmannaeyja í
keppninni, er fædd 28.01.1967, íþróttamanneskja með áhuga á jass-
ballett, aerobic, sundi og allri almennri líkamsrækt, sem og andans
íþrótt, ræðumennsku. „Við Vestmanneyingar tókum í fyrsta sinn
þátt í Morfis, rökræðu- og mælskukeppni framhaldsskólanna á sl.
vetri og það var virkilega gaman," segir Ragnheiður. „Töluðum fyrst
með tillögu um að líkamsrefsingar verði teknar upp á nýju í skólum
og þá gegn nemendum. Unnum það, en töpuðum síðan þegar við
áttum að tala á móti því að hreindýrum á Islandi yrði útrýmt!" segir
hún hlæjandi.
Ragnheiður er um þessar mundir að ljúka prófum í Framhalds-
skólanum í Vestmannaeyjum, en hefur á milli þeirra skroppið til
Reykjavíkur vegna keppninnar. Og hvernig leggst keppnin um feg-
urðardrottningu íslands í hana?
„Ég hugsa nú lítið út í keppnina sjálfa, hef lítinn tíma til þess. En
miðað við hvað búið er að vera gaman á undirbúningstímanum, þá
verður hún örugglega mjög skemmtileg,“ segir Ragnheiður. „Það er
líka gaman að því hvernig andrúmsloftið í Eyjum hefur breyst
gagnvart keppninni. Fyrst voru menn heldur neikvæðir fyrir keppn-
inni um Ungfrú Vestmannaeyjar, en það breyttist mikið þegar
keppnin fór fram. Núna má segja að viðhorfið sé kannski líkara því
sem við þekkjum með fótboltann, þar sem Vestmanneyingar styðja
sína menn í bak og fyrir!“
Rósa María
Waagfjörð
Þó að Vestmannaeyjar eigi tvo fulltrúa í keppninni, má segja að sá
þriðji sé Rósa María Waagfjörð, fædd 29.11.1966 — að sjálfsögðu í
Eyjum. Eftir gos fluttist hún síðan á höfuðborgarsvæðið og býr nú í
Garðabæ, þar sem hún stundar nám í Fjölbrautaskólanum. Þar fyrir
utan fer allur tíminn f áhugamál númer eitt, tvö og þrjú — hesta-
mennskuna.
„Ég er svona hálfgerð sveitakerling!" segir Rósa María og vísar
þar með einnig til hins áhugamálsins, en þá sjaldan færi gefst sest
hún niður með prjóna. „En hestaáhuginn byrjaði þegar ég var tólf
ára og fékk fyrsta hestinn — „draumahest" sem ég á ennþá.“ Fyrir
utan að sinna sínum eigin, sýnir hún hesta hjá Gusti í Kópavogi og
hefur tekið að sér að temja og þjálfa hesta. „Ég er í hestamennsk-
unni meira og minna alla daga, þannig að það liggur við að ég hafi
engan tíma fyrir keppnina, frekar en annað,“ segir Rósa. En hvernig
er líðanin fyrir keppnina?
„Ég er nú svolítið feimin og er smám saman að sannfærast um það
að ég verð farin á taugum þegar að henni kemur! Annars hef ég varla
tíma til að hugsa um þá hlið málsins, þannig að það verður bara að
koma í ljós.“