Morgunblaðið - 18.05.1985, Side 24

Morgunblaðið - 18.05.1985, Side 24
24 MOftGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ1985 Japan: Mikið mann- tjón í námuslysi Tókýó, 17. maí. AP. GASLEKI olli sprengingu í kolanámu í norðurhluta Jap- ans í dag. 22 hafa fundist látnir og um 30 eru lokaðir niðri í námunni og lítið vitað um afdrif þeirra. Miklar björgunaraðgerðir eru í gangi og mikið kapphlaup við tím- ann vegna hins mikla gass sem lekið hefur. Er eigi talið fráleitt að tala látinna eigi eftir að hækka áður en upp er staðið. Átta klukkustundum eftir að slysið varð hafði ekkert samband náðst við námamennina og tvær fyrstu klukkustundirnar fengu þeir ekk- ert ferskt loft niður í göngin vegna þess að dælutækið bilaði þegar til átti að taka. Þetta var þriðja mikla námuslysið í Japan síðustu 16 mánuðina og annað slysið á þremur vikum. sér umræddra tækja, en segjast ekki hafa notað þau á neinn hátt í tengslum við kjarnorkuvopn, held- ur við hönnun og þróun hefðbund- inna vopna. ísraelar næla sér í tæki í kjarnorkuvopn New York, 17. maí. AP. Bandaríska dagblaðid „New York Times“ greindi frá því í dag, að bandarískum stjórnvöldum væri kunnugt um að ísraelsmenn hefðu afl- að sér með leynilegum leið- um ýmiskonar tækja sem nauðsynleg eru í gerð og samsetningu kjarnorku- vopna. Tæki þau sem Israelar eru sagð- ir hafa aflað sér eru kölluð „kryt- ons“ og eru geysifullkomnir raf- magnsrofar. NYT bar fyrir sig ónafngreinda þingmenn og fleiri embættismenn sem sögðu að Bandaríkjaþing hefði viljað halda þessu leyndu uns þingskipuð nefnd gæti komist að niðurstöðu. Sú nefnd situr að störfum að sögn NYT og að sögn hafa stjórnvöld í ísrael reynst samvinnuþýð. Þau hafa ekki neitað því að hafa aflað AP/Símamynd Alþýdlegur hann Gorbachev Michail Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna, er óðum að verða vinsæll í heimalandi sínu, enda þykir hann alþýðlegri maður en flestir fyrirrennarar hans. Það sannast m.a. á þessari mynd frá sigurtorginu í Leningrad þar sem Gorbacbev blandar geði við vegfarendur og ef marka má myndina, fer vel á með þeim öllura „Jihad“ hótar Frökkum og Bandaríkjamönnum öllu illu Veður víða urn heim Lagtl Hæst Akureyri 16 lóttsk. Amsterdam 12 20 bjart Aþena 18 31 bjart Barcelona 14 skýjaó Berlin 12 23 skýjaó BrOsael 10 20 skýjaó Chicago 10 16 skýjaó Dublin 10 16 skýjað Feneyjar vantar Frankturt 14 24 skýjaó Genf 9 19 skýjaó Hetsinki 4 15 bjart Hong Kong 26 29 bjart Jerúaalem vantar Kaupm.höfn 7 13 bjart Laa Palmat 16 rigning Liaaabon 10 16 rigning London 10 21 skýjaó Loa Angeles 16 24 bjart Luxemborg 18 bjart Malaga 21 lóttsk. Mallorca 16 skýjaó Miami 25 31 bjart Montreal 13 19 rigning Moakva 4 14 skýjaó Nevr York 14 22 skýjaó Oaló vsntar París 14 22 rigning Peking 16 25 rigning Reykjavtk 13 léttsk. Rio de Janeiro 14 28 skýjaó Rómaborg 10 26 bjart Stokkhófmur vantar Sydney 12 19 bjart Tókýó 12 23 bjart Vínarborg 15 23 skýjaó Þórshðfn 8 rigning Beirut, 17. maí. AP. BANDARÍKJAMENN óttast nú ad félagar í hrydjuverkasamtök- unum „Jihad Islami“ ætli að láta til skarar skríða gegn bandarískum stjórnarerindrek- um víða um heim, eftir aö maður sem gaf ekki upp nafn hringdi til franskrar fréttastofu í Beirut í Líbanon í dag og hótaði öllu illu. „Nú geta Bandaríkjamenn átt von á mestu aðgerðum okkar fyrr og síðar. Við höfum verið að und- irbúa þennan glaðning lengi og verði ekki gengið að þeim kröfum sem við leggjum fram mun það reynast bandarískum stjórnarer- indrekum djöfullegt, það mun bitna á þeim,“ sagði dimm ógnandi karlmannsrödd. Þessi hótun öfgamannanna kom stuttu eftir að Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti sagði í ræðustúf heima fyrir, að Bandaríkjamenn myndu ekki gera neins konar samkomulag við hryðjuverka- menn í Beirut í því skyni að frelsa nokkra bandarískra þegna sem þar eru hafðir í gíslingu. Sagði röddin með drungalegum áherslum, að „Jihad“ myndi hrella Bandaríkin og Frakkland til eilífðarnóns ef ákveðnum föngum yrði ekki sleppt úr fang- elsum í Kuwait. Þar er átt við líbönsku shítanna sem sprengdu sprengjur við sendiráð umræddra Vesturlanda á sínum tíma. „Ji- had“ lýsti ábyrgð á sprengingun- um. Mikið hefur borið á mannrán- um í Líbanon síðustu mánuði, það hafa einkum verið stjórnarer- indrekar og fréttamenn sem hafa orðið fyrir barðinu á mannræn- ingjunum og oftast nær mun það hafa verið „Jihad“ sem stóð á bak við ránin. Það gerðist hins vegar í dag, að Hussein Fadlallah, and- legur leiðtogi hins öfgasinnaða hóps shíta sem kallar sig „flokk guðs“, fordæmdi mannránin. Hvatti hann múhameðstrúar- menn frekar til að tryggja öryggi stjómarerindreka og frétta- manna sem stofnuðu líbönsku þjóðinni ekki í hættu. Hin kynlega leið tamíla til Vestur-Þýskalands AÐ MINNSTA kosti ellefu þúsund tamílar frá Sri Lanka hafa á skömm- um tíma flust til Vestur-Þýskalands, flestir með næsta kynlegum hætti. Þeir hafa flogið frá heimalandi sínu með viðkomu í Vín, Kaupmannahöfn, Ziirích eða Amsterdam og síðan fengið far með austur-þýska flugvélinu Interflug til Austur-Berlínar. Þaðan hefur fólkið farið yfir til Vestur- Berlínar og óskað eftir landvist í Vestur-Þýskalandi sem pólitískir flótta- menn. Vestur-Þjóðvérjar geta ekki sent tamílana aftur vegna þess að samkvæmt lögum þar f landi verður að fara fram sérstök rannsókn á hverri og einni um- sókn um griðastað í landinu, þar sem bornar eru fram pólitískar ástæður. Slik rannsókn getur tekið allt að tvö ár og lengri tíma ef niðurstöðunni er áfrýjað; á meðan fær flóttafólkið að búa í landinu. Vestur-Þjóðverjar, sem eiga við margvísleg vandamá! að etja, þar á meðal atvinnuleysi 2,6 milljóna manna, eru orðnir afar óánægðir með þennan straum tamíla til landsins. Sambands- stjórnin í Bonn hefur óskað eftir því að ríkisstjórn Sri Lanka hafi afskipti af málinu, en hún segist ekki vilja leggja stein í götu þegna sinna, sem búi við fullt ferðafrelsi. Vestur-þýskir emb- ættismenn hafa einnig komið kvörtunum á framfæri við stjórnvöld í Austur-Þýskalandi og eru viðræður nú í gangi, en tíminn einn leiðir í ljós hvort þær skila árangri. Tamílarnir birtust fyrst árið 1981. Árið þar á undan sóttu samtals aðeins 253 útlendingar um hæli sem pólitískir flótta- menn í Vestur-Þýskalandi. Á hveri viku nú sækir fjölmennari hópur tamíla um slfkt hæli. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs óskuðu 4.790 tamílar frá Sri Lanka eftir landvist f Vestur- Þýskalandi. Annar stærsti hóp- ur útlendra flóttamanna var frá Ghana, þaðan komu 680 manns á sama tíma. Fámennari hópar hafa svo komið frá Líbanon, íran og Póllandi. Nokkrir tamflanna eru án efa raunverulegir flóttamenn, sem óttast um afdrif sín vegna bar- áttu skæruliða tamfla við stjórn- arherinn á Sri Lanka. Skærulið- arnir vilja að tamílar, sem eru tvær milljónir af ellefu milljón- um eyjarskeggja, fái að stofna sjálfstætt ríki á norður- og aust- urhluta eyjarinnar. Hafa margir óbreyttir borgarar fallið í þess- um átökum og sér ekki fyrir end- ann á þeim. Samkvæmt upplýsingum inn- anríkisráðuneytisins í Bonn hafa 8.000 þeirra 11.000 tamfla, sem komið hafa til Vestur-Þýska- lands, formlega óskað eftir hæli f landinu sem pólitískir flótta- menn. Samkvæmt öðrum heim- ildum eru tamílar í Vestur- -Þýskalandi allt að 30.000. Er á það bent, að sumir þeirra tamfla, sem óskað hafa eftir pólitfsku hæli í Vestur-Berlín, hafi ekki verið skráðir nákvæmlega og stundum sé það aðeins fjöl- skyldufaðirinn, sem óski eftir hæli og þá gleymist að taka tillit til konu hans og barna. Tamflarnir, sem koma frá Sri Lanka, greiða ríkisflugfélaginu þar jafnvirði 2000 bandaríkja- dala fyrir ferðina til Evrópu — aðra leiðina. Síðan kaupa þeir flugmiða hjá Interflug eða sov- éska flugfélaginu Aeroflot til að komast til Austur-Berlínar. Þeim yrði ekki hleypt inn í Vestur-Þýskaland ef þeir kæmu inn í landið með öðrum hætti. Vestur-Þjóðverjar heimta að farþegar hafi farmiða báðar leiðir eða a.m.k. annan miða úr landi og vegabréfsáritun að auki, en þau skilyrði uppfylla tamíl- arnir ekki. Margir áhrifamenn í Vestur- Þýskalandi telja að Sovétstjórn- in og stjórnvöld í Austur-Þýska- landi hafi stuðlað að komu tam- ílanna til landsins. Þau sjá sér augljóslega hag í þeirri ringul- reið, sem það skapar við landa- mærin í Austur-Berlín, og að auki hleypir það stoðum undir fullyrðingar um, að raunverulegt stríðsástand rfki á Sri Lanka, sem er fjarri sanni. Sovétmenn eru fullvissir um að ríkisstjórn tamíla yrði þeim hliðholl og flotastðð í Trincomalee á norð- austurhluta eyjarinnar kæmi sér afar vel fyrir þá. Núverandi stjórn á Sri Lanka er aftur á móti hliðholl Vesturlöndum og vill gera sem minnst úr átökum stjórnarhermanna og skæruliða tamfla. (Byggt á The Economist 27. aprfl.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.