Morgunblaðið - 18.05.1985, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1985
_38__
Minning:
Sólveig Sigurbjörg
Sæmundsdóttir
— Borgarnesi
Fædd 6. maí 1933
Dáin 8. maí 1985
Gef oss í dag
vort daglega
brauð
gef oss í hag
hinn alslausa
auð.
I.E.S.
Ekki veit ég nákvæmlega hvað
skáldið meinar, er hann nefnir
„hinn alslausa auð“ en hitt veit ég,
að rikulegur skerfur auðlegðar
minnar er frá mér tekinn með
hinni góðu vinkonu minni, Sól-
veigu Sigurbjörgu Sæmundsdótt-
ur í Borgarnesi, sem lést á sjúkra-
húsi Akraness þann 8. maí sl.
Við Veiga, eins og hún var jafn-
an kölluð, höfðum ekki þekkst
lengi er með okkur tókst góð vin-
átta sem stöðugt hefur vaxið með
auknum kynnum. Eitt höfuðein-
kenni Veigu var hin meðfædda og
mikla gestrisni hennar, sem fólst
ekki aðeins í þvi sem á borð var
borið, en ekkert þótti henni of gott
fyrir gesti sína, heldur stóð hús
hennar og heimili allt opið fyrir
þeim sem þar knúðu dyra og stóð
öll fjölskylda hennar saman í
þessu efni.
Veiga var mjög næm á tilfinn-
ingar viðmælenda sinna. Ef erfið-
leikar steðjuðu að, þá fann hún
það og hafði lag á því að létta
raunir vina sinna. Hún hafði einn-
ig til að bera smitandi glaðværð
sem gerði hana aðlaðandi, og
greind hennar gerði henni kleift
að beita eðlislægri stríðni sinni á
sérstakan hátt, stríðni sem engan
særði, en fjörgaði umræður um
menn og málefni sem bar á góma í
eldhúsinu hennar.
Veiga var réttsýn og hreinskilin
og tryggur vinur vina sinna. Hún
lét skoðun sína í ljós umbúðalaust
og leið ekki að aðrir hölluðu réttu
máli í sín eyru. Oft var Veiga þjáð
af sjúkleika. Það sáu og vissu þeir
sem stóðu henni næst, en aldrei
bar hún það á torg og því miður
var það fjarri henni að hlífa
sjálfri sér.
Við Anna og börnin okkar vilj-
um með þessum fátæklegu orðum
minnast og kveðja þessa góðu
vinkonu sem reyndist okkur öllum
svo vel. Við felum Veigu drottni
Jesú Kristi á hönd og biðjum hann
að styrkja Jón eiginmann hennar,
Rúnu, Sæmund og aðra ástvini (
sorg þeirra.
Anna og Friðrik Hjartar
Veiga, eins og hún var alltaf
kölluð á meðal vina og kunningja,
fæddist 6. maí 1933 í Hrútatungu,
Staðarhreppi, Vestur-Húna-
vatnssýslu, dóttir hjónanna Þor-
gerðar Steinunnar Tómasdóttur,
sem látin er fyrir ellefu árum, og
Sæmundar Björnssonar bónda
þar.
Þau hjónin eignuðust einnig tvo
syni, Tómas Gunnar, sem þau
misstu aðeins níu mánaða gamlan
og Tómas Gunnar yngri, sem nú
býr í Hrútatungu, kvæntur Sig-
rúnu Ernu Sigurjónsdóttur.
Veiga var alin upp á stórmynd-
arlegu sveitaheimili, þar sem
margir komu og nutu gestrisni
foreldra hennar. Þegar hún hafðí
slitið barnsskónum heima í
Hrútatungu hélt hún að heiman,
stundaði nám við Húsmæðraskól-
ann á Blönduósi, vann um tima á
Landakotsspítala og á Hótel
Fornahvammi.
Árið 1958 stofnuðu hún og eftir-
lifandi eiginmaður hennar, Jón
Bjarni ólafsson frá Hlaðhamri í
Strandasýslu, heimili í Hrúta-
tungu. Börn þeirra eru Kristrún
Jóna og Sæmundur.
Þau hjónin voru ákaflega sam-
hent og ber heimili þeirra vott um
það. Oft var gestkvæmt á Kveld-
úlfsgötu 11, og enginn mátti þaðan
fara án þess að þiggja góðgerðir,
enda gestrisni þeirra einstök.
Veiga og Jón fluttu í Borgarnes
árið 1967, og byggðu hús á Kveld-
úlfsgötu 11, þar sem heimili þeirra
hefur verið síðan.
Þó ekki væri mjög langt á milli
bernskuheimila okkar Veigu,
kynntumst við fyrst þegar þau
hjón og börn þeirra fluttu hingað í
Borgarnes, þá hófst innileg vin-
átta okkar og fjölskyldna, sem
aldrei hefur borið skugga á.
Veiga var sérstaklega trygglynd
og hjálpsöm kona, því kynntist ég
og fjölskylda mín í ríkum mæli,
sem okkur ber nú að þakka. Ef við
þurftum einhvers með kom hún
eða hringdi, og spurði: „Get ég
ekki eitthvað hjálpað,“ og var
komin um leið, ef þðrfin var fyrir
hendi.
Hún var viðkvæm og tók nærri
sér, ef erfiðleikar steðjuðu að vin-
um hennar. Glaðlynd var hún og
hafði mikinn „húmor", var fljót að
sjá það spaugilega við það, sem
hún sá eða heyrði í kringum sig.
Veiga var engin Já“-mann-
eskja, hún lét engan færa sér
skoðanir, þær hafði hún sjálf og
fór ekkert leynt með.
Á seinni árum átti hún oft við
vanheilsu að strfða, gekk meðal
annars undir mikla skuröaðgerð,
sem hún var lengi að ná sér eftir,
en aldrei var kvartað, alltaf reif
hún sig upp, og hafði meiri
áhyggjur af öðrum en sjálfri sér.
Svo kom eitt áfallið til viðbótar,
hún var flutt mikið veik í sjúkra-
hús 27. apríl sl., og enn virtist hún
ætla að sigra, var farin að hugsa
til heimkomu, en margt fer öðru-
visi en ætlað er.
Að morgni 8. maí, á friðardag-
inn, öðlaðist hún sinn eilífa frið.
Söknuðurinn er sár hjá okkur vin-
um hennar, en sárastur hjá Jóni,
Rúnu og Sæma, og föður hennar,
bróður, mágkonu og börnum
þeirra heima i Hrútatungu.
Það er huggun harmi gegn að
eiga ljúfar minningar um góða
konu. Við hjónin og börnin okkar
sendum öllum aðstandendum
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Brynhildur Benediktsdóttir
Enginn veit sína ævi fyrr en öll
er, og örugglega hvarflaði ekki að
mér að svona fljótt myndi ég
þurfa að standa við loforð, gefið i
gamni, þvi oft glettumst við Veiga
með hversu aumt hlutskipti okkar
yrði ef við „dæjum úr leti“ eins og
við sögðum stundum, og leiðinlegt
að setja það í minningargreinina,
sem við lofuðum að skrifa um þá
okkar, sem fyrr kveddi þennan
heim.
Nú stend ég frammi fyrir þeirri
bláköldu staðreynd, að Veiga er
farin og ég verð að skrifa.
Auðvitað gat letin aldrei bugað
Veigu, sem vann svo lengi sem
stætt var og eins sýnir heimili
hennar að ekki var farið lötum
höndum þar um.
Ég veit að Veiga hefði ekki kosið
neina lofgerðargrein um sig, en
allir þeir mörgu sem þekktu hana
vita hver ágætis manneskja hún
var og hve gott var að leita til
hennar, þegar einhvers þurfti
með. í þau tæpu tuttugu ár sem
við vorum nágrannar var oft sagt:
Ég ætla aöeins að skreppa til
Veigu, en þetta „aðeins" gat orðið
lengra en ætlað var, því margt
þurftum við að rabba um og rök-
ræða, en aldrei fór styggðaryrði á
milli, þó ekki værum við alltaf al-
veg á sama máli. Nú er mér efst í
huga þakklæti til hennar fyrir all-
ar ánægjustundirnar og allt sem
hún hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína, en börnin okkar nutu
sérstakrar ástúðar hennar alla tið.
Jón minn, Rúna og Sæmi. Við
öll á 6-inu biðjum Guð að styrkja
ykkur á erfiðri stund og Veigu
biðjum við blessunar á nýjum
slóðum.
Guðrún M. Harðardóttir
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þina
sem hefði klökkur gigjustrengur brostið
og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þin alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Mér er tregt um tungutak, að
færa henni Veigu hinztu kveðju,
þótt „orð séu til um allt sem er
hugsað á jörðu“.
Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b.
15 árum, þegar við hjónin stofnuð-
um heimili við hliðina á þeim Jóni.
Siðan þá hafa leiðir okkar legiö
saman og þrátt fyrir nokkurn ald-
ursmun i árum talið, tengdumst
við traustum böndum. Hún var
tryggur vinur vina sinna, drengur
góður i þess orðs elztu og göfug-
ustu merkingu, glaðvær og gjöful.
Slík gestrisni sem hennar er vand-
fundin. Ávallt var hún reiðubúin
að veita hjálp og aðstoð, ef hún
hafði minnsta grun um að sliks
þyrfti með.
Á frumbýlingsárunum hér á
Tanganum myndaðist sérstakt
vináttusamband milli nágrann-
anna hér i kring. Mér er ofarlega i
hug ein kvöldstund fyrir rúmum
mánuði, er við hittumst og glödd-
umst saman, sex fjölskyldur, sem
höfum deilt saman gleði og sorg
um árabil. Þá mynd er gott að
geyma i huga sér og varðveita.
Veiga var þá hrókur alls fagnaðar
eins og ævinlega og ekkert okkar
renndi grun í, hve skjótlega um-
skiptin yrðu.
Á fögrum björtum vormorgni
dregur skyndilega ský fyrir sólu
og nú er svo stórt skarð höggvið í
hópinn okkar, að við getum varla
hugsað okkur lífið án okkar kæru
vinkonu.
En lifið heldur alltaf áfram og
við vitum að skaphöfn hennar öll
var þeirrar gerðar að henni hefði
veitzt þungbært að búa við varan-
legan sjúkleika. Hennar vegna
gleðjumst við yfir því, að hún fékk
að kveðja þetta jarðlíf á rólegan
og friðsælan hátt, „sem sjálfur
drottinn mildum lófum lyki um
lifsins perlu á gullnu augnabliki".
Jóni manni hennar og börnun-
um, öldruðum föður og öðrum
ástvinum sendum við alúðar-
kveðjur. Sá einn er öllu ræður
mun veita þeim styrk i þungbærri
sorg og vissu um endurfundi siðar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Kristín
Seint í april veiktist Sólveig
mágkona mín snögglega og var
flutt i sjúkrahúsið á Akranesi. En
þó að hún væri i sjúkrahúsi og
ætti við vanheilsu að stríða, þá
kom hið skyndilega fráfall hennar
mjög á óvart, enda virtist hún
vera á batavegi.
Veiga, eins og hún var jafnan
kölluð, fæddist að Hrútatungu i
Hrútafirði 6. maí 1933. Foreldrar
hennar voru hjónin Þorgerður
Tómasdóttir og Sæmundur
Björnsson. 1 Hrútatungu hefur
sama ættin búið lengi og býr þar
enn.
Ég ætla ekki í þessum fáu og
fátæklegu kveðjuorðum að rekja
æviferil Sólveigar náið. Haustið
1958 stofnuðu þau, Veiga og Jón
bróðir minn, heimili i Hrútatungu.
Þau eignuðust tvö mannvænleg
börn, Kristrúnu Jónu matreiðslu-
mann og Sæmund bifvélavirkja.
Jón og Veiga áttu heima í
Hrútatungu til ársins 1967, þá
flutti fjölskyldan í Borgarnes. í
Borgarnesi byggðu þau sér hús á
Kveldúlfsgötu 11. Ég veitr að hús-
móðirin lagði sig fram um að
heimilið væri sem best úr garði
gert, enda ber það vott um
smekkvisi og myndarskap. Á
seinni árum vann Veiga á Prjóna-
stofu Borgarness og í nokkur sum-
ur var hún matráðskona hjá vega-
gerðinni. En aðalstarfsvett-
vangurinn var lengst af heimilið
og þó að unnið væri utan heimilis
þá var það aldrei vanrækt.
Gestrisni Veigu var alveg ein-
stök. Það var líka oft gestkvæmt á
heimili þeirra hjóna. Veitingar
allar voru bornar fram af mikilli
rausn og ekkert til sparað að gera
sem best við fólk. Það má með
sanni segja að alltaf þegar komið
var til Veigu, þá var eins og sest
væri að veisluborði. Já, hún var
sannarlega höfðingi heim að
sækja.
Mér virtist öli framkoma Veigu
einkennast af hjálpsemi og mynd-
arskap. Hún var hrein og bein,
hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og lét þær í
ljós hispurslaust.
Að leiðarlokum vil ég þakka
mágkonu minni fyrir velvild og
vináttu og alla þá miklu gestrisni
sem ég og mínir nutu á heimili
hennar. Blessuð sé minning Sól-
veigar Sæmundsdóttur.
Eiginmanni, börnum, föður,
bróður og öðru venslafólk' votte.
ég mína dýpstu samúð.
Þorsteinn Ólafssoi:
+
Móöir mín,
ARNÞRÚÐUR DANÍELSDÓTTIR
frá Hallgilaatööum,
lést 11. maí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. maf kl.
15.00. Blóm og kransar afþakkaöir.
Benedikt Halldórsson.
+
Móöir mín og tengdamóöir,
(GUDJÓNÍA) ÞÓRA KRISTINSDÓTTIR,
Bogahliö 7,
andaölst f Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aö morgni 16. maf.
Bergljót Einarsdóttir,
Rútur Eggertsson.
+
Sonur okkar,
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON,
Sólvaliagötu 53,
lést á uppstigningardag, 16. maí.
Ragnheiður Þóröardóttir,
Magnús Hjálmarsson.
Legsteinar
granít — marmari
Op*ö aila daga, — t i «i-i •tflftig ■ tOtö
Unnarbraut 19, S«ltjamBm*si
Ot heigar , símar 620808 og 72818.
+
JÓN EINARSSON
bóndi,
Vestri-Garösauka,
lést fimmtudaginn, 16. mai.
Fyrir hönd vandamanna,
Sóley Magnúsdóttir.
+
Móöir okkar,
ÞURÍÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Huróarbaki,
andaöist i Ljósheimum, Selfossi 15. maí sl.
Börnin.
+
Viö þökkum sýnda vlröingu og vináttu vegna andláts og utfarar
fööur okkar,
SNÆBJÖRNS JÓNSSONAR.
fyrrum bónda aö Snasringsstööum i Vatnsdal
Bjarni Snssbjörnsson,
Jón Snasbjörnssor,
Þóröu • Snæbjörnsson.