Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 42
fclk í
fréttum
„HAPPAREGN"
„Staðsettum sturtuhausa
fyrir ofan höfuðin á fólki.. “
Hvað skyldi það geta haft gott í
lor með sér að verða holdvot-
ur af regni og eins og hundur af
sundi dreginn.
Ef lesandi er í vafa um svarið
þá hefur hann aldrei séð happa-
regnsauglýsinguna hjá Slysa-
varnafélaginu í sjónvarpinu. Þar
rignir niður vinningunum, úti-
grillum, útvarpsvekjaraklukkum
og vasadiskóum, en bílarnir 11
sem eru aðalvinningar voru
álitnir of þungir til að falla i
fangið á fólki.
Blaðamaður og Ijósmyndari
fylgdust með þegar verið var að
taka upp þessa augiýsingu og
ræddu stuttlega við Ragnheiði
Harvey hjá auglýsingastofunni
Gylmi sem hafði veg og vanda af
auglýsingunni.
— Happaregn er orðinn ár-
viss viðburður hjá Slysavarnafé-
laginu og þá rignir yfir þjóðina
happdrættisvinningum. Það
vinna ekki allir og sumir mis-
mikið þannig að við unnum aug-
lýsinguna út frá því. Hún gerist
á útiveitingastað þar sem sumir
blotna og aðrir ekki. Nokkrir
hljóta stóran vinning og aðrir
þar af leiðandi minni eða engan.
Þetta er „þemað“.
— Tók langan tíma að taka
þetta upp?
— Auglýsingatakan sjálf í
stúdióinu Aðstöðu í Vatnagörð-
um tók einn dag, sem er ótrúlega
vel sioppið og einungis að þakka
Morgunblaðið/Bjarni
nákvæmni, undirbúningi og
góðri samvinnu.
— Hvernig farið þið að því að
láta rigna mismikið á fólk?
— Við staðsettum sturtu-
hausa beint fyrir ofan höfuðið á
fólkinu og beittum svo vatninu
eftir þörfum.
— Þurfti ekki oft að skipta
um klæönað þennan dag?
— Nei, það var ekki nema
einu sinni, enda áttum við ekki
oftar til skiptanna. Annars
blotnuðu allir vel og einnig þeir
sem ekki voru fyrir framan vél-
ina. Það streymdi mikið vatn og
við þurftum að setja lista með-
fram veggnum og silicone því
það er pappírslager fyrir neðan
„Aðstöðuna" og ekki ýkja gæfu-
legt ef rignt hefði þangað.
Að svo komnu slapp blaða-
maður í burtu án þess að fá á sig
deigan dropa!
r*s'
LEMMY OG SAMANTHA
Ekkert
persónulegt
Það safnast oft saman alls konar fólk í móttökur og veislur þar sem
frægt fólk er í gestgjafastólnum og þessi mynd er talandi dæmi um
það. f veislu einni í Lundúnum fyrir skömmu hugðist ljósmyndari einn
festa Samönthu Fox, eina af ástsælli leikkonum og fyrirsætum Breta, á
filmu. Um leið og hann smellti af hafði Lemmy karlinn snarað sér inn í
svið linsunnar og teflt fram sínu kynþokkafyllsta brosi. Lemmy, sem er
forsprakki bárujárnshljómsveitarinnar „Moterhead", þykir ekki vera
pilta fríðastur og raunar gerir hann í því að hampa því eins og sjá má á
myndinni. Raunar heldur hann nokkuð aftur af sér á myndinni. Ef hann
léti skína betur í tanngarðinn myndi glöggt sjást að þar hafa verið
höggvin stór skörð. Eitthvað var um kjaftasögur er mynd þessi birtist í
bresku vikuriti og þurfti ungfrú Fox að bera til baka að hún og Lemmy
væru í ástarsambandi ...
Missti næstum
af sjálfri sér
Susan Wooldridge, enska
leikkonan sem lék Daphne
Manners í „Dýrasta djásninu",
sem sýnt var hér á landi á dögun-
um, missti næstum af fyrsta hluta
þáttarins og er því í hópi hinna
hamingjusömu sem bíða þess
spenntir að rás 4 í breska sjón-
varpinu endursýni þættina í
haust. Það er saga að segja frá því
hvers vegna Susan missti af mikl-
um hluta þáttarins: Dagurinn var
runninn upp og þátturinn var að
byrja. Susan sat stíf af spenningi
fyrir framan sjónvarpið sitt. Þá
hringdi dyrabjallan. Við dyrnar
stóð rukkari eða öllu heldur mað-
ur sem ætlaði að leggja hald á
sjónvarpstækið hennar Susan.
„Ég verð að taka tækið, vinan. Þú
skuldar 50 pund í því,“ sagði mað-
urinn og lét ekkert á sig fá rama-
kvein Susan, sem reyndi að gera
honum skiljanlegt að hann mætti
alls ekki taka sjónvarpið nú, „hún
væri á skjánum". Susan bjargaði
málinu með því að skrifa ávísun
upp á 50 pund og maðurinn hvarf
á braut glaður í bragði, en Susan
settist sem óðast niður og horfði á
það sem eftir var af þættinum ...