Morgunblaðið - 18.05.1985, Side 56

Morgunblaðið - 18.05.1985, Side 56
V--------------J HLBOOIRIHHMSKEÐJU OPINN 9.00-02.00 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. FYRSTI stangarveiddi laxinn er kominn á land. Ásgeir Guöbjarts- son veiddi hann á þeim ólíklega veiðistað Hlíðarvatni í Selvogi á miðvikudaginn. „Við vorum tveir saman að veiða þarna á Mölinni rétt hjá veiðihúsinu og svo fékk ég mikið og þungt högg. Fiskurinn stökk fljótt og þá hélt ég að þetta væri sjóbirtingur, en þeir veiðast þarna stöku sinnum, en sjaldan þó. Ég var með litla stöng, 0,20 flugu- taum og flugu nr. 12, eða þessi venjulegu bleikjutæki. Ég varð furðu lostinn þegar ég sá að þetta var lax og hann var fallegur, hrygna, 4 pund og grálúsug. Flugan heitir „Nippa“. OLÍS í samningavið- ræðum við Dagsbrún: Vilja lengja af- greiðslutímann SAMKEPPNI olíufélaganna hefur farið harðnandi á höfuðborgarsvæð- inu. Skeljungur (Shell) og Olíufélagið hf. (Esso) hafa nýverið sett upp sjálf- sala við benzínafgreiðslustöðvar og samkvæmt heimildum Mbl. hyggst Olíuverzhin fslands hf. (Olfs) svara því með lengingu afgreiðslutíma á benzínstöðvum sínum. Forráðamenn Olís hafa þegar hafið samningaum- leitanir f því skyni að ná fram leng- ingu afgreiðshitímans. Svan Friðgeirsson ráðgjafi hiá Olís sagði í viðtali við Mbl., að OLIS myndi svara sjálfsalaþjónustu hinna olíufélaganna, en að hann teldi að það yrði þó ekki gert með uppsetningu sjálfsala. „Þetta er í undirbúningi," sagði hann, „við munum auka þjónustuna.“ Þess má geta að benzínafgreiðslustöðvar OLÍS voru opnar á uppstigningar- dag eins og á sunnudögum, þ.e. frá kl. 9 til 21.15, en áður hefur aðeins verið opið þennan dag frá kl. 10 til 16. Svan vildi ekki tjá sig frekar um málið og aðspurður um hvort OLÍS hefði hafið samningaviðræður um lengingu opnunartíma sagði hann aðeins: „Við viljum þjónusta fólkið vel.“ VORBLIÐA A AKUREYRI Einmuna veðurblíða er nú dag eftir dag og fólk gengur um léttklætt sem á bezta sumardegi. Þessa mynd tók Fríðþjófur Helgason Ijósmyndari á Akureyri á dögunum. Má með sanni segja að vorblíðan leiki við landsmenn þessa dagana. Hitaveita Suðumesja kaupir eignir Rarik á Suðumesjum: Kaupverð eignanna hátt í einn milljarður króna Vogum, 17. I DAG var undirritaður samningur milli Hitaveitu Suðurnesja og iðnað- arráðuneytisins um kaup þess fyrr nefnda á eignum og yfirtöku á rekstri Rafmagnsveitna ríkisins á Suðurnesjum. Helztu efnisatriði samningsins eru að Hitaveita Suður- nesja kaupir allar aðflutningslínur og dreifilínur, aðveitustöðvar og riðbreytistöð á Keflavíkurflugvelli. Einnig að Hitaveita Suðurnesja yfir- taki allan rekstur RARIK á raforku- Upplagseftirlit Verzlunarráðs íslands: Morgunblaðið með dreifíngu — 44.321 Gestgjaflnn með mesta dreifingu tímarita — 11.399 eintök UPPLAGSEFTIRLIT Verzlunarráðs íslands birti í gær fyrstu tölur. Öllum útgefendum blaða og tímarita var boðin aðild að upplagseftirlitinu en aðeins sjö blöð og tímarit voru tilbúin að vera með. Morgunblaðið, eina dagblaðið sem er með í eftirlitinu, hafði mesta dreifingu eða 44.321 eintak daglega að meðaltali á timabilinu 1. júlí til 31. desember 1984. Gestgjafinn, tímarit um mat, hafði mesta dreifingu tímarita, en 4. tölublaði ritsins 1984 var dreift í 11.399 eintökum. Samkvæmt niðurstöðum upp- lagseftirlitsins var 40.705 eintök- um af Morgunblaðinu dreift til áskrifenda og 3.616 eintökum í lausasölu, samtals 44.321 eintök. Af blaðinu Degi á Akureyri, sem kemur út þrisvar í viku, var dreift 5.564 eintökum hvern útkomudag, 5.444 til áskrifenda og 120 í lausa- sölu. 4. tolublaði Gestgjafans var dreift til 4.101 áskrifenda og 7.298 eintökum dreift í lausasölu sam- tals 11.399 eintök. Tímaritinu Heilbrigðismál, 4. tölublaði 1984, var dreift til 6.980 áskrifenda, en lausasala var engin. Tímaritinu Lopa og bandi, 8. tölublaði 1984, var dreift til 1.870 áskrifenda og 5.360 eintökum dreift i lausasölu. samtals 7.230 eintök. Tímaritinu Mannlífi, 3 tölublaði 1984, var dreifl til 2.975 áskritenda og b WK* eintökum lausasöiu. samtai;; 9.575 eintök Loks var tímaritinu Gróandanum, 3. tölublaði 1984. dreift til 2.050 áskrifenda og 4.715 eintökum í lausasölu, samtals 6.765 eintök. í fréttatilkynningu frá Verzlun- arráði íslands um upplagseftirlit- ið segir m.a.: „Upplagseftirlitinu var komið á með sérstökum samningi milli nokkurra útgáfufyrirtækja, Sam- bands íslenskra auglýsingastofa og Verzlunarráðs íslands, í des- ember 1983. Tilgangurinn með upplagseftirlitinu er að skapa ör- yggi i upplýsíngum un útbreiðslu biaða og tímarita í'yrir utgefend ut. auglýsendui og aðra viðskipta vini. sem þurfa a þeim uppiýsing- uni aö halfta Upplagseftirlit hef • ui tíðkasf leng' • flestum Evrópu- löndum og Bandaríkjunum. Eftirlitið fer þannig fram að út- mesta eintak gáfufyrirtækin gefa upp tölur um upplag, en endurskoðandi hefur aðgang að bókhaldi fyrirækjanna til að sannreyna þær upplýsingar sem koma fram. Fulltrúar sjö blaða og tímarita skrifuðu upphaflega undir samn- inginn um upplagseftirlitið. öll- um útgefendum blaða og tímarita, sem ætla mátti að hefðu ein- hverja útbreiðslu, var síðan gef- inn kostur á að vera með, en að- eins fimm bættust við. Þegar á reyndi voru aðeins sjö blöð og timarif tilbúin til að vera með Ennþa er ðllum útgefendum opiu þátttaka og standa vonii' ti.l aö fleiri vilji nýta sér bao viðskipta- traust sem bátttak; ' upplagsei’t- irliti getur gefiö. ‘ Sja nanar um upplagseftirlitið á bls. 10. kerfum á Suðurnesjum, þar með tal- in orkusala til Varnarliðsins. Gert er ráð fyrir því, að samn- ingurinn taki gildi 1. júlí 1985 enda hafi rafveitur á Suðurnesj- um þá verið sameinaðar Hitaveitu Suðurnesja samfara tilheyrandi breytingum á eignaraðild. öll bæjar- og sveitarfélög á Suður- nesjum hafa í meginatriðum sam- þykkt sameiningu Hitaveitu Suð- urnesja og rafveitna sveitarfélag- anna en flest sveitarfélaganna hafa sett fyrirvara um ýmis atriði, þar á meðal um vægi atkvæða stjórnarmanna, gatnalýsingu og fleira. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að boða sveitar- stjórnarmenn á Suðurnesjum til kynningarfundar þar sem samn- ingurinn verður sérstaklega kynntur. Mbl. snéri sér til ólafs G. Ein- arssonar, varaformanns stjórnar Hitaveitu Suðurnesja: „Eg er ákaflega ánægður að samningar skuli hafa tekist. Um er að ræða allar eignir RARIK á Suðurnesj- um, þar með talinn samningurinn við varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Fyrir þetta greiðir Hitaveita Suðurnesja hátt í einn milljarð króna, sem greiðist á allt að 30 árum. Samfara þessu yfirtekur Hita veitan rafmagnsveitur sex sveitar- félaganne. og hlutuv ríkissjöÖs i Hitaveitu Suðurnesia. Hanu er nii 40% og ég gerl rao t'yriv aö hann fari niður í um 20%,“ sagði Olafui G. Einarsson. Dró lax á silungaflugu í Hlíðarvatni E.G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.