Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 1
114. tbl. 72. árg. UNESCO: Ritskoðun- in vakin upp Paría, 22. maí. AP. FULLTRÚAR nokkurra vestrænna þjóda á fundi UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar SÞ, sem nú fer fram í París, vöruðu i dag við tilraunum til að vekja upp hugmyndina um eftirlit með upplýsinga- og fréttaflutningi. Atti hún á sínum tíma meginþátt í því að Bandaríkjamenn sögðu skilið við stofnunina. Árið 1983 var samþykkt að leggja þessa hugmynd til hliðar um óákveðinn tíma en i ályktun, sem framkvæmdastjórn UNESCO lagði nú fyrir fundinn, var samþykktar- innar hins vegar að engu getið. Fulltrúi Frakka, sem naut stuðn- ings þess breska og kanadíska, krafðist þess, að M’Bow, yfirmaður stofnunarinnar, setti samþykktina inn aftur og breski fulltrúinn sagði, að virða yrði fyrri ákvarðanir. Bretar hafa hótað að segja sig úr UNESCO fyrir árslok nema veiga- miklar breytingar verði gerðar á starfseminni og fleiri vestrænar þjóðir og Japanir ætla að taka að- ildina til endurskoðunar fyrir ára- mót. Ýmsar þriðja heims þjóðir og Sovétmenn halda því fram, að vest- rænir fjölmiðlar segir ekki satt og rétt frá ástandi mála í vanþróuðum ríkjum og vilja því hafa eftirlit með fréttaflutningi en fulltrúar vestrænna þjóða og annarra segja, að með eftirlitinu sé aðeins stefnt að stórkostlegri ritskoðun. Fulltrúi Jamaica sagði, að hugmyndin um fréttaeftirlitiö minnti marga á þá skipan, sem Hitler og nasistar reyndu að koma á fyrir rúmum fjórum áratugum. AP/Símamynd Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Michael Heselt- ine, varnarmálaráðherra Bretlands, á leið til fundarins í gær. Vorfundur varnarmálaráÖherra Nato: Einhugur um eflingu herafla Rriif«cl. 22. nuf. AP. *»—'W VORFUNDI varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í dag, degi áður en ætlað var, og voru ráðherrarnir sammála um ráðstafanir til að efla hefðbundinn herafla bandalagsins. í tilkynningu, sem gefin var út að fundin- um loknum, sagði, að enginn ágreiningur hefði verið um, að á þeim vettvangi stæði Nato verulega höllum fæti. Ráðherrarnir samþykktu mjög viðamiklar tillögur í þeim tilgangi að efla og styrkja hefðbundinn her- afla Atlantshafsbandalagsins og má meðal þeirra nefna áætlun um að byggja fyrir árið 1990 665 skýli fyrir flugvélar, sem sendar yrðu til Vestur-Evrópu á hættustund. Einnig var lagt til, að skotfæra- birgðir yrðu auknar; að samstarf við áætlanagerð yrði aukið til að nýta betur fjárframlög aðildarríkj- anna; að meiri áhersla yrði lögð á langtímaáætlanir og að Grikkjum, Portúgölum og Tyrkjum yrði veitt meiri aðstoð við endurskipulagn- ingu og eflingu herafla þeirra. Sagði í tilkynningu fundarins, að veik staða herja þessara ríkja væri sérstakt áhyggjuefni. Ráðherrarnir ítrekuðu enn einu sinni, að stefnt væri að því að auka útgjöld aðildarríkjanna til varn- armála um 3% þegar tekið hefði verið tillit til verðbólgu og fögnuðu einnig viðræðum Bandaríkja- manna og Sovétmanna um afvopn- unarmál. Voru þeir einhuga í stuðningi sínum við afstöðu Bandaríkjastjórnar í viðræðunum en önnur lota þeirra hefst 30. maí nk. Ráðgert hafði verið, að fundur varnarmálaráðherranna stæði í tvo daga, en honum lauk á einum degi og var skemmri þann daginn en bú- ist hafði verið við. Var mikil ein- drægni og samstaða meðal ráð- herranna og sagði Michael Hesel- tine, varnarmálaráðherra Breta, að hafa mætti það til marks um styrka stöðu Atlants- hafsbandalagsins. 72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Simamynd Björgunarmenn unnu að því fram í myrkur að flytja slasað fólk og látið eftir.að gífurleg sprenging varð í gær í mannlausum bíl í hverfi kristinna manna í BeirúL A.m.k. 60 manns biðu bana í sprengingunni og um 200 slösuðust Talið er að um 300 kfló af sprengiefni hafl verið í bifreiðinni. Brunnin lík og bíl- ar eins og hráviði 60 fórust og 200 slösuðust í mikilli sprengingu í Beirut Beiiút, 22. maí. AP. SEXTÍU manns létust og tæplega tvö hundruð slösuðust í Beirút í dag þegar bifreið hlaðin sprengi- efni sprakk í loft upp á fjölförnu stræti. Margir þeirra, sem létust, þar á meðal nokkur börn, voru svo illa farnir, að ekki var unnt að bera á þá kennsl. Gerðist þetta í einu hverfi kristinna manna í borginni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir á fjölförnum gatnamótum og svo öflug var sprengingin, að nálæg hús stórskemmdust. Er talið, að allt að 300 kíló af sprengiefni hafi verið í bílnum. ! útvarpsstöð krist- inna manna, „Rödd Líbanons", sagði, að hér hefði verið um að ræða „skelfilegt fjöldamorð" en við sprenginguna kviknaði í 50 bif- reiðum og köstuðust þær eins og hráviði um allt. Innan um þá lágu brunnin líkin og á einum stað mátti sjá þriggja ára gamla stúlku blóði drifna og grátandi hjá sund- urtættu líki móður sinnar. Strax var hafist handa við að flytja á brott slasaða og bjarga þeim, sem voru á lífi í bílhræjun- um, en það auðveldaði ekki starf björgunarmannanna, að samtimis létu múhameðstrúarmenn sprengjukúlunum rigna yfir borg- arhlutann og lentu þær margar skammt frá. Engin þeirra mörgu fylkinga, sem berast á banaspjót i Libanon, hafði hreykt sér af ódæð- inu þegar síðast fréttist. Bílsprengingin i dag er önnur á einni viku en sú fyrri varð við eina bækistöð shíta í Vestur-Beirút, borgarhluta múhameðstrúar- manna. Slösuðust þá átta manns en 8. mars sl. sprakk sprengja í bíl við heimili Mohammed Hussein Fadlallah, andlegs leiðtoga shita i Líbanon, og fórust þá 80 manns og allt að 260 slösuðust. Glæsihús í Genf fyrir tugmilljónir Svissnesk blöð segja frá fjárfestingu Eþíópíustjórnar í miðri hungursneyð Geif, 22. mtf. AP. SVISSNESK blöð skýrðu frá því með stórum fyrirsögnum f dag, að Eþíópíustjórn hefði í janúar sl. keypt mikið glæsihús í borginni fyrir 1,3 milljónir svissneskra franka (rúmlega 20 millj. ísl. kr.) eða á sama tíma og fjársöfnun fór fram um allan heim til að bjarga sveltandi fólki í Eþíópíu frá hungurdauðanum. Húsið á að verða aðsetur sendiherra Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum og stendur til að fara með stórfé til að gera það enn betur úr garði. Fréttir af húskaupunum birt- ust fyrst í blaðinu „La Suisse" en í dag einnig í blaðinu „Blick“ í Zúrich ásamt mörgum bréfum frá lesendum, sem finnst fram- ferði Eþíópíustjórnar hneykslan- legt svo ekki sé meira sagt. Blöðin sögðu einnig frá því, að fyrir dyr- um stæðu miklar breytingar á húsinu til að gera það enn glæsi- legra og þægilegra fyrir sendi- herrann. Þar á t.d. að koma íyrir gufubaði, sérstökum hvildarher- bergjum, leiksvæðum og stækka sundlaugina. 1 skrifstofuna sjálfa verður hins vegar ekki mikið bor- ið og verður hún minni en gerist og gengur í sendiherrabústöðum. „Hneykslanleg fjárfesting" var fyrirsögnin í „La Suisse" og sagði i fréttinni, að augljóslega ætti húsið ekki að vera annað en lysti- semdastaður fyrir sendiherrann og starfsmenn hans. „Milljónir manna svelta í Eþíópíu en stjórn- völd hafa fé aflögu í munað af þessu tagi.“ Ráðgjafi eþíópísku sendinefndarinnar, 'Gebre Mehdin Getachew, hafði það að segja um blaðafréttirnar, að til- gangurinn með þeim væri sá einn að „sverta álit Eþíópíustjórnar út á við“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.