Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 15 Leikstjórmn og aóstoðarmenn að störfum í Engin leió til baka. Ameríski vinurinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó kvikmyndahátíó: Knginn leið til baka — Der Stand Der Dinge. Leikstjóri: Wim Wenders. Hand- rit: Wenders og Robert Kramer, Kvikmyndataka: Henri Alekan. Tónlist Jiirgen Knieper. Aðalleik- endur: Tarick Bauchau, Viva Aud- er, Isabelle Weingarten, Samuel Fuller. Framleiðandi: Road Movi- es, Wim Wenders Production o.fl. Vestur Þýskaland 1981. 120 mín. Á þessa gremjufullu mynd má líta sem uppgjör Wenders við Coppola og Zoestrope, kvik- myndaver hans. Sem kunnugt er gerði Wenders eina leikna mynd á vegum hins heimsfræga koll- ega síns í Vesturheimi. Gekk það samstarf mjög brösuglega og var mikið áfall fyrir hinn unga þýska leikstjóra. Afrakstur og endalok þessa samstarfs, kvik- myndin Hammett, var mörg ár i framleiðslu og er að mörgu leyti mislukkuð. Með þessa reynslu að baki þakkar svo Wenders fyrir sig með Engin leið til baka. Hún seg- ir frá evrópskum og bandarísk- um kvikmyndagerðarmönnum sem eru að taka vísinda-skáld- sögumynd á yfirgefnu hóteli í Portúgal. Eftir hálfsmánaðar- töku eru peningar og filma upp- urin, hinn bandariski framleið- andi floginn vestur til Holly- wood og lætur ekkert i sér heyra. Leikstjórinn ákveður að halda á eftir honum vestur um haf til að kippa málunum i lág. Þegar til kvikmyndaborgar- innar kemur reynist framleið- andinn i felum fyrir lánar- drottnum sínum, og þegar leik- stjórinn hefur loks uppá honum kemst hann að því að þessi kynni eiga eftir að reynast sér afrifa- rík. Það þarf engan snilling til að lesa á milli línanna hjá Wend- ers. Hér kemur greinilega í ljós beiskja hans gagnvart hinum bandarísku vinum sem hvöttu hann á sínum tíma vestur um haf, slæmra erinda. Það er niðurdrepandi drungi yfir allri myndinni, ekki ljós glæta. Menn eru einangraðir og illa haldnir í peningaleysinu og vonleysið blasir við i hverri vistarveru hins hálfrotnaða hótels (Zoe- strope). Wenders tekst misvel upp. Flestir kaflar Engin leið til baka eru kúgandi þungir og langir. Það er ekki fyrr en til Hollywood kemur að lifna tekur yfir mynd- inni og lokakaflinn stendur vissulega undir nafni Wenders. Einkanlega er síðasta atriðið sterkt, þegar leikstjórinn leitar morðingjans gegnum linsuna. Patrick Bauchau skilar hlut- verki leikstjórans eftirminni- lega, um annan leik er vart að ræða. Leikstjóranum gamal- kunna, Samuel Fuller, bregður fyrir í hlutverki kvikmyndatöku- mannsins, reyndar enginn ný- græðingur í myndum Wenders. Olánsmaðurinn Paul Getty III kraflar sig i gegnum hlutverk handritshöfundarins. Engin leið til baka er sögulegt og athyglisvert hliðarspor á ferli merks listamanns sem kominn er aftur á flug, eins og allir vita, eftir nöpur kynni af hinum óút- reiknanlega Francis Coppola. Til hátíðarbrigða? Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: _Up the Creek ☆ Bandari.sk. Árgerð 1984. Handrit: Jim Kouf. Leikstjóri: Robert Butler. Aðalhhitverk: Tim Matheson, Jenni- fer Runyon, Stephen Furst, Dan Monahan. Gegn kúltúrrisunum á kvik- myndahátíðinni í Austurbæjar- biói tefla nú hin bíóin eitt af öðru amerískum léttvigtardvergum. Allir eiga þeir að moka úr gull- námu nútíma kvikmyndagerðar, — vösum og veskjum unglinga. I Bíóhöllinni eru Hefnd Busanna og Dásamlegir kroppar, i Tónabíói eru Borgarmörkin, í Laugarásbíói er Sextán ára, í Stjörnubíói er I strákageri og í Regnboganum er Up the Creek sem ekki er haft fyrir því að þýða en merkir Upp ána. Eða er það frekar Niður ána? Kemur út á eitt. Allar þessar myndir enda á sama stað: I glat- kistunni. Ég hef ekki trú á að þær sæki gull í greipar unglinganna öllu lengur. Að horfa á fleiri en tvær slíkar myndir er eins og að hlusta á plötu sem hjakkar í rispu. Up the Creek býður upp á tvo af aðalleikurum National Lampoon’s Animal House, — myndarinnar sem hleypti þessari voðalegu skriðu af stað —, þá Tim Mathe- son og Stephen Furst, einn af að- alleikurum Porky’s Dan Monahan, og svo slatta af öðrum nýjum og gömlum andlitum í róðrarkeppni milli háskóla á gúmmíbátum niður straumþunga á. Sumsé Nat- ional Lampoon og Porky’s í róðr- arkeppni. Þótt leikarar og leik- stjórinn, Robert Butler, sem eink- um hefur stýrt sjónvarpssyrpunni Hill Street Blues, kunni sæmilega til verka, þá dugir það ekki til. Up the Creek hjakkar í gamalli rispu. Það er miklu meira gaman hjá kúltúrrisunum á Kvikmyndahá- tíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.